Innlent Magakveisur ekki til þess að fólk forðist skála FÍ Fólk hefur ekki afpantað gistingu í skálum Ferðafélags Íslands eftir að fregnir af nóróveirusmitum bárust í síðustu viku. Ólíklegt er talið að smitin megi rekja í vatnsból við skálana. Innlent 27.8.2024 06:12 Fluttu kókaín til landsins í kaffikönnu og útvarpstæki Þrír menn hafa verið dæmdir til fangelsisvistar fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot eftir að hafa reynt að smygla kókaíni til landsins. Annars vegar voru efnin flutt í kaffikönnu frá Frakklandi, og hins vegar í útvarpstæki frá Sviss. Innlent 26.8.2024 23:55 Sífellt fleiri ungmenni með hníf til að verja sig Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að útköllum vegna vopnaburðar hafi fjölgað verulega á síðustu árum. Sjö prósent ungmenna frá 7. bekk að 1. ári í framhaldsskóla svöruðu því játandi að hafa borið hníf í nýlegri könnun. Flestir sögðust hafa viljað verja sig. Innlent 26.8.2024 23:00 Fjórir strákar og tuttugu og sjö stelpur fá námsstyrk í Háskóla Íslands Þrjátíu og einn nýnemi við Háskóla Íslands, sem náð hefur framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs, tók við styrk út Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta HÍ í dag. Styrkþegarnir samanstanda af 27 stelpum og 4 strákum. Innlent 26.8.2024 21:03 Óvissustigi aflétt á Tröllaskaga Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra ákveðið að fara af óvissustigi Almannavarna sem sett var á 23. ágúst síðastliðinn vegna mikillar rigningar og skriðuhættu á Tröllaskaga. Innlent 26.8.2024 20:37 Sýnileg gasmengun en ekki hættuleg Gasmengun mælist í Reykjanesbæ og nágrenni vegna eldgossins sem enn mallar á Reykjanesskaga. Að sögn náttúruvársérfræðings stafar ekki hætta af menguninni. Innlent 26.8.2024 20:15 Alsæl með meiri svefn: „Þessi hálftími gerir mjög mikið!“ Tíundu bekkingar í Hagaskóla hoppa hæð sína yfir að fá nú að sofa hálftíma lengur eftir breytingu hjá Reykjavíkurborg. Svefnsérfræðingur bindur vonir við að önnur sveitarfélög fylgi í kjölfarið. Innlent 26.8.2024 20:02 Faðir pilts sem lenti í stunguárás hélt að sonurinn væri látinn Faðir palestínsks drengs sem varð fyrir alvarlegri stunguárás á menningarnótt ásamt tveimur íslenskum stúlkum segist hafa talið að hann væri að bjarga lífi barnanna sinna með því að flytja til Íslands. Hann óttast nú um líf sonarins. Innlent 26.8.2024 19:34 Fundu virka sprengju nærri gönguleið Virk sprengja hefur fundist nærri gönguleið sunnan Voga og sunnan Reykjanesbrautar við upphaf eldgossins. Svæðið er þekkt sprengjusvæði, en þar stóð bandaríski herinn fyrir skotæfingum allt fram til ársins 1960. Innlent 26.8.2024 19:15 Engar frekari íshellaferðir að svo stöddu Vatnajökulsþjóðgarður hefur farið þess á leit við ferðaþjónustuaðila sem við á, að þeir fari ekki í íshellaferðir á svæði þjóðgarðsins að svo stöddu. Allir hafa brugðist vel við þeirri beiðni, að því er kemur fram í tilkynningu frá þjóðgarðinum. Þá segir að til skoðunar hafi verið að gera enn meiri kröfur til rekstraraðila sem starfa í þjóðgarðinum. Innlent 26.8.2024 18:30 Leit hætt og rætt við föður drengs sem varð fyrir stunguárás Björgunaraðgerðum við Breiðamerkurjökul var hætt í dag eftir að í ljós kom að enginn var undir ís sem féll á ferðamenn. Lögregla segir mikilvægt að skráning í varasamar ferðir sé skýr. Innlent 26.8.2024 18:20 Kallar eftir aukinni menntun leiðsögumanna Íris Ragnarsdóttir Pedersen í stjórn félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi, segir að þau í félaginu vilji sjá að allir sem starfa á fjöllum og jöklum séu með ákveðna menntun. Því markmiði hafi ekki alveg verið náð. Hún segir samfélagið kalla eftir skýrari lagaramma og viðlögum, sé ekki farið eftir reglum þjóðgarðsins hvað menntun og leyfi varðar. Innlent 26.8.2024 17:59 Fyrirtækið er frumkvöðull í sumaríshellaferðum Fyrirtækið sem var með 23 ferðamenn í íshellaferð við Breiðamerkurjökul í gær heitir Ice Pic Journeys samkvæmt heimildum fréttastofu. Það hefur sérhæft sig í ævintýralegum jöklaferðum á svæðinu og verið frumkvöðull í sumarferðum á jökulinn. Fyrirtækið þjónustar meðal annars ferðaþjónusturisann Guide to Iceland. Innlent 26.8.2024 17:57 Varhugaverður tími en traust lagt á leiðsögumenn Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir traust lagt á leiðsögumenn til þess að meta aðstæður á jöklum á sumrin. Hann tekur hins vegar undir það að skoðunarferðir á þessum árstíma séu varhugaverðar. Innlent 26.8.2024 17:52 Einn þolenda stunguárásarinnar piltur frá Palestínu Einn þeirra sem varð fyrir stunguárás við Skúlagötu á Menningarnótt er af erlendum uppruna. Hinir brotaþolendurnir tveir og meintur gerandi eru hins vegar íslenskir ríkisborgarar. Þetta staðfestir Grímur Grímsson í samtali við fréttastofu, en áður hafði komið fram að öll fórnarlömbin þrjú auk árásarmannsins væru íslenskir ríkisborgarar. Grímur kveðst ekki geta tjáð sig frekar um stöðu viðkomandi eða uppruna hans að öðru leyti. Innlent 26.8.2024 17:01 Fengu rangar upplýsingar um fjölda ferðamannanna á jöklinum Ferðaþjónustufyrirtækið sem stóð að ferðinni í Breiðamerkurjökul í gær veitti lögreglu rangar upplýsingar um hversu margir hefðu verið í hópnum sem lenti í slysinu þar. Yfirlögregluþjónn segir að ekki hafi verið hægt að hætta leitinni þar til ljóst væri að enginn væri undir ísnum. Innlent 26.8.2024 15:54 Gosið það stærsta til þessa síðan jarðhræringar hófust Eldgosið sem nú stendur yfir á Reykjanesi er það stærsta á Sunhnúksgígaröðinni frá því að jarðhræringar hófust á svæðinu í fyrrahaust. Landris mælist enn í Svartsengi og áfram gýs á svæðinu norðaustan við Stóra-Skógfell. Gasdreifingarspá gerir ráð fyrir að mengun frá eldgosinu auk gróðurelda verði meðal annars í Svartsengi, Reykjanesbæ og í Vogum. Innlent 26.8.2024 15:38 „Þetta er visst ógnarumhverfi“ Árni Tryggvason, hönnuður og ljósmyndari, hætti fyrir nokkrum árum störfum við leiðsögumennsku þar sem honum ofbauð sú hegðun sem hafi tíðkast innan ferðaþjónustunnar. Hann starfaði áður sem jöklaleiðsögumaður og tjáði sig um öryggismál í jöklaferðum en mátti í kjölfarið sæta hótunum. Frá þessu greinir Árni í færslu á Facebook-síðu sinni í dag, í tilefni af alvarlegu slysi á Breiðamerkurjökli í gær. Innlent 26.8.2024 15:24 Ferðamennirnir sem lentu undir ísnum bandarískt par Ferðamaðurinn sem lést þegar hann varð undir ísfargi við Breiðamerkurjökul var bandarískur. Kona hans slasaðist alvarlega en líðan hennar er sögð stöðug. Leit á svæðinu hefur verið hætt. Innlent 26.8.2024 15:23 Létu ungmenni millifæra á sig fé með ofbeldi og hótunum Tveir karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 20. september vegna gruns um ofbeldi, hótanir og þjófnað í garð barna og ungmenna í Hafnarfirði. Mennirnir eru fæddir árin 2003 og 2005 og eru því 21 árs og 19 ára. Þá hefur sá þriðji verið vistaður vegna sama máls á Stuðlum en ekki var hægt að úrskurða hann í gæsluvarðhald sökum aldurs. Innlent 26.8.2024 15:11 Heldur sumarfundinn í Skagafirði að þessu sinni Árlegur sumarfundur ríkisstjórnarinnar verður haldinn í Skagafirði á miðvikudag þar sem ráðherrar munu funda með fulltrúum sveitarfélaga innan vébanda Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Innlent 26.8.2024 14:42 Sagði kórstjórann hafa hótað sér „vanvirðingu og niðurlægingu“ Kærunefnd jafnréttismála hefur vísað frá kæru konu á hendur kórstjóra sem konan sagði hafa hafa hótað sér og áreitt. Konan sagði kórstjórann hafa í síma hótað sér „vanvirðingu og niðurlægingu“ ef hún myndi mæta á fleiri æfingar. Þá átti kórstjórinn að hafa ætlað sér að „beita sambýlismanni [konunnar] við aðgerðina“. Innlent 26.8.2024 13:53 Leitin á Breiðamerkurjökli í myndum Tugir björgunarsveitamanna, lögregla og aðrir viðbragðsaðilar hafa tekið þátt í aðgerðum á Breiðamerkurjökli frá því síðdegis í gær þegar ís hrundi úr jöklinum yfir ferðamenn sem þar voru í íshellaferð. Innlent 26.8.2024 13:36 Saurgerlar fundust í neysluvatni Saurgerlar og E.coli bakteríur hafa fundist í neysluvatni við reglubundið eftirlit á Borgafirði eystra. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu HEF veitna þar sem segir að nauðsynlegt sé að sjóða vatn áður en þess er neytt. Innlent 26.8.2024 12:23 Varasamar aðstæður í jökulferðum á sumrin Félag fjallaleiðsögumanna harmar slysið á Breiðamerkurjökli og kallar eftir ítarlegri rannsókn. Mikil hætta geti verið fólgin í jökulferðum á sumrin. Innlent 26.8.2024 11:58 Stúlkan enn í lífshættu en rannsókn miðar vel Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir rannsókn lögreglu á stunguárás við Skúlagötu á menningarnótt miða vel og að lögregla hafi verið í nokkuð hefðbundnum rannsóknaraðferðum. Stúlkan sem var stungin er enn í lífshættu. Innlent 26.8.2024 11:47 Aðgerðir gangi vel miðað við aðstæður: Sérsveit og sextíu björgunarsveitarmenn við leit Um sextíu björgunarsveitarmenn og aðrir viðbragðsaðilar taka þátt í aðgerðum á Breiðamerkurjökli þar sem tveggja ferðamanna er enn leitað. Fulltrúar frá sérsveit ríkislögreglustjóra taka einnig þátt í aðgerðum á vettvangi. Jóhann Hilmar Haraldsson vettvangsstjóri sem stýrir aðgerðum segir að leit hafi gengið jafnt og þétt frá því leit hófst aftur í morgun og gangi ágætlega miðað við aðstæður. Innlent 26.8.2024 11:41 Leit að ferðamönnum á Breiðamerkurjökli og fjölgun ofbeldisbrota Leit að tveimur ferðamönnum, sem lentu undir ísfargi í skoðunarferð á Breiðamerkurjökli í gær, hófst að nýju klukkan sjö í morgun. Við heyrum frá vettvangsstjóra í hádegisfréttum á Bylgjunni. Innlent 26.8.2024 11:29 Rannsókn í Neskaupstað stendur enn yfir og miðar vel Rannsókn á dauða eldri hjóna sem fundust látin í Neskaupstað fimmtudaginn 22. ágúst síðastliðinn stóð áfram yfir um helgina og miðar vel. Þetta segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, í samtali við fréttastofu. Innlent 26.8.2024 10:19 Vinna að því að bera kennsl á ferðamennina Lögregla á Suðurlandi vinnur nú að því að bera kennsl á þá einstaklinga sem lentu undir ísfargi í íshellaskoðunarferð við Breiðamerkurjökul í gær. Innlent 26.8.2024 08:18 « ‹ 140 141 142 143 144 145 146 147 148 … 334 ›
Magakveisur ekki til þess að fólk forðist skála FÍ Fólk hefur ekki afpantað gistingu í skálum Ferðafélags Íslands eftir að fregnir af nóróveirusmitum bárust í síðustu viku. Ólíklegt er talið að smitin megi rekja í vatnsból við skálana. Innlent 27.8.2024 06:12
Fluttu kókaín til landsins í kaffikönnu og útvarpstæki Þrír menn hafa verið dæmdir til fangelsisvistar fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot eftir að hafa reynt að smygla kókaíni til landsins. Annars vegar voru efnin flutt í kaffikönnu frá Frakklandi, og hins vegar í útvarpstæki frá Sviss. Innlent 26.8.2024 23:55
Sífellt fleiri ungmenni með hníf til að verja sig Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að útköllum vegna vopnaburðar hafi fjölgað verulega á síðustu árum. Sjö prósent ungmenna frá 7. bekk að 1. ári í framhaldsskóla svöruðu því játandi að hafa borið hníf í nýlegri könnun. Flestir sögðust hafa viljað verja sig. Innlent 26.8.2024 23:00
Fjórir strákar og tuttugu og sjö stelpur fá námsstyrk í Háskóla Íslands Þrjátíu og einn nýnemi við Háskóla Íslands, sem náð hefur framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs, tók við styrk út Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta HÍ í dag. Styrkþegarnir samanstanda af 27 stelpum og 4 strákum. Innlent 26.8.2024 21:03
Óvissustigi aflétt á Tröllaskaga Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra ákveðið að fara af óvissustigi Almannavarna sem sett var á 23. ágúst síðastliðinn vegna mikillar rigningar og skriðuhættu á Tröllaskaga. Innlent 26.8.2024 20:37
Sýnileg gasmengun en ekki hættuleg Gasmengun mælist í Reykjanesbæ og nágrenni vegna eldgossins sem enn mallar á Reykjanesskaga. Að sögn náttúruvársérfræðings stafar ekki hætta af menguninni. Innlent 26.8.2024 20:15
Alsæl með meiri svefn: „Þessi hálftími gerir mjög mikið!“ Tíundu bekkingar í Hagaskóla hoppa hæð sína yfir að fá nú að sofa hálftíma lengur eftir breytingu hjá Reykjavíkurborg. Svefnsérfræðingur bindur vonir við að önnur sveitarfélög fylgi í kjölfarið. Innlent 26.8.2024 20:02
Faðir pilts sem lenti í stunguárás hélt að sonurinn væri látinn Faðir palestínsks drengs sem varð fyrir alvarlegri stunguárás á menningarnótt ásamt tveimur íslenskum stúlkum segist hafa talið að hann væri að bjarga lífi barnanna sinna með því að flytja til Íslands. Hann óttast nú um líf sonarins. Innlent 26.8.2024 19:34
Fundu virka sprengju nærri gönguleið Virk sprengja hefur fundist nærri gönguleið sunnan Voga og sunnan Reykjanesbrautar við upphaf eldgossins. Svæðið er þekkt sprengjusvæði, en þar stóð bandaríski herinn fyrir skotæfingum allt fram til ársins 1960. Innlent 26.8.2024 19:15
Engar frekari íshellaferðir að svo stöddu Vatnajökulsþjóðgarður hefur farið þess á leit við ferðaþjónustuaðila sem við á, að þeir fari ekki í íshellaferðir á svæði þjóðgarðsins að svo stöddu. Allir hafa brugðist vel við þeirri beiðni, að því er kemur fram í tilkynningu frá þjóðgarðinum. Þá segir að til skoðunar hafi verið að gera enn meiri kröfur til rekstraraðila sem starfa í þjóðgarðinum. Innlent 26.8.2024 18:30
Leit hætt og rætt við föður drengs sem varð fyrir stunguárás Björgunaraðgerðum við Breiðamerkurjökul var hætt í dag eftir að í ljós kom að enginn var undir ís sem féll á ferðamenn. Lögregla segir mikilvægt að skráning í varasamar ferðir sé skýr. Innlent 26.8.2024 18:20
Kallar eftir aukinni menntun leiðsögumanna Íris Ragnarsdóttir Pedersen í stjórn félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi, segir að þau í félaginu vilji sjá að allir sem starfa á fjöllum og jöklum séu með ákveðna menntun. Því markmiði hafi ekki alveg verið náð. Hún segir samfélagið kalla eftir skýrari lagaramma og viðlögum, sé ekki farið eftir reglum þjóðgarðsins hvað menntun og leyfi varðar. Innlent 26.8.2024 17:59
Fyrirtækið er frumkvöðull í sumaríshellaferðum Fyrirtækið sem var með 23 ferðamenn í íshellaferð við Breiðamerkurjökul í gær heitir Ice Pic Journeys samkvæmt heimildum fréttastofu. Það hefur sérhæft sig í ævintýralegum jöklaferðum á svæðinu og verið frumkvöðull í sumarferðum á jökulinn. Fyrirtækið þjónustar meðal annars ferðaþjónusturisann Guide to Iceland. Innlent 26.8.2024 17:57
Varhugaverður tími en traust lagt á leiðsögumenn Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir traust lagt á leiðsögumenn til þess að meta aðstæður á jöklum á sumrin. Hann tekur hins vegar undir það að skoðunarferðir á þessum árstíma séu varhugaverðar. Innlent 26.8.2024 17:52
Einn þolenda stunguárásarinnar piltur frá Palestínu Einn þeirra sem varð fyrir stunguárás við Skúlagötu á Menningarnótt er af erlendum uppruna. Hinir brotaþolendurnir tveir og meintur gerandi eru hins vegar íslenskir ríkisborgarar. Þetta staðfestir Grímur Grímsson í samtali við fréttastofu, en áður hafði komið fram að öll fórnarlömbin þrjú auk árásarmannsins væru íslenskir ríkisborgarar. Grímur kveðst ekki geta tjáð sig frekar um stöðu viðkomandi eða uppruna hans að öðru leyti. Innlent 26.8.2024 17:01
Fengu rangar upplýsingar um fjölda ferðamannanna á jöklinum Ferðaþjónustufyrirtækið sem stóð að ferðinni í Breiðamerkurjökul í gær veitti lögreglu rangar upplýsingar um hversu margir hefðu verið í hópnum sem lenti í slysinu þar. Yfirlögregluþjónn segir að ekki hafi verið hægt að hætta leitinni þar til ljóst væri að enginn væri undir ísnum. Innlent 26.8.2024 15:54
Gosið það stærsta til þessa síðan jarðhræringar hófust Eldgosið sem nú stendur yfir á Reykjanesi er það stærsta á Sunhnúksgígaröðinni frá því að jarðhræringar hófust á svæðinu í fyrrahaust. Landris mælist enn í Svartsengi og áfram gýs á svæðinu norðaustan við Stóra-Skógfell. Gasdreifingarspá gerir ráð fyrir að mengun frá eldgosinu auk gróðurelda verði meðal annars í Svartsengi, Reykjanesbæ og í Vogum. Innlent 26.8.2024 15:38
„Þetta er visst ógnarumhverfi“ Árni Tryggvason, hönnuður og ljósmyndari, hætti fyrir nokkrum árum störfum við leiðsögumennsku þar sem honum ofbauð sú hegðun sem hafi tíðkast innan ferðaþjónustunnar. Hann starfaði áður sem jöklaleiðsögumaður og tjáði sig um öryggismál í jöklaferðum en mátti í kjölfarið sæta hótunum. Frá þessu greinir Árni í færslu á Facebook-síðu sinni í dag, í tilefni af alvarlegu slysi á Breiðamerkurjökli í gær. Innlent 26.8.2024 15:24
Ferðamennirnir sem lentu undir ísnum bandarískt par Ferðamaðurinn sem lést þegar hann varð undir ísfargi við Breiðamerkurjökul var bandarískur. Kona hans slasaðist alvarlega en líðan hennar er sögð stöðug. Leit á svæðinu hefur verið hætt. Innlent 26.8.2024 15:23
Létu ungmenni millifæra á sig fé með ofbeldi og hótunum Tveir karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 20. september vegna gruns um ofbeldi, hótanir og þjófnað í garð barna og ungmenna í Hafnarfirði. Mennirnir eru fæddir árin 2003 og 2005 og eru því 21 árs og 19 ára. Þá hefur sá þriðji verið vistaður vegna sama máls á Stuðlum en ekki var hægt að úrskurða hann í gæsluvarðhald sökum aldurs. Innlent 26.8.2024 15:11
Heldur sumarfundinn í Skagafirði að þessu sinni Árlegur sumarfundur ríkisstjórnarinnar verður haldinn í Skagafirði á miðvikudag þar sem ráðherrar munu funda með fulltrúum sveitarfélaga innan vébanda Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Innlent 26.8.2024 14:42
Sagði kórstjórann hafa hótað sér „vanvirðingu og niðurlægingu“ Kærunefnd jafnréttismála hefur vísað frá kæru konu á hendur kórstjóra sem konan sagði hafa hafa hótað sér og áreitt. Konan sagði kórstjórann hafa í síma hótað sér „vanvirðingu og niðurlægingu“ ef hún myndi mæta á fleiri æfingar. Þá átti kórstjórinn að hafa ætlað sér að „beita sambýlismanni [konunnar] við aðgerðina“. Innlent 26.8.2024 13:53
Leitin á Breiðamerkurjökli í myndum Tugir björgunarsveitamanna, lögregla og aðrir viðbragðsaðilar hafa tekið þátt í aðgerðum á Breiðamerkurjökli frá því síðdegis í gær þegar ís hrundi úr jöklinum yfir ferðamenn sem þar voru í íshellaferð. Innlent 26.8.2024 13:36
Saurgerlar fundust í neysluvatni Saurgerlar og E.coli bakteríur hafa fundist í neysluvatni við reglubundið eftirlit á Borgafirði eystra. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu HEF veitna þar sem segir að nauðsynlegt sé að sjóða vatn áður en þess er neytt. Innlent 26.8.2024 12:23
Varasamar aðstæður í jökulferðum á sumrin Félag fjallaleiðsögumanna harmar slysið á Breiðamerkurjökli og kallar eftir ítarlegri rannsókn. Mikil hætta geti verið fólgin í jökulferðum á sumrin. Innlent 26.8.2024 11:58
Stúlkan enn í lífshættu en rannsókn miðar vel Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir rannsókn lögreglu á stunguárás við Skúlagötu á menningarnótt miða vel og að lögregla hafi verið í nokkuð hefðbundnum rannsóknaraðferðum. Stúlkan sem var stungin er enn í lífshættu. Innlent 26.8.2024 11:47
Aðgerðir gangi vel miðað við aðstæður: Sérsveit og sextíu björgunarsveitarmenn við leit Um sextíu björgunarsveitarmenn og aðrir viðbragðsaðilar taka þátt í aðgerðum á Breiðamerkurjökli þar sem tveggja ferðamanna er enn leitað. Fulltrúar frá sérsveit ríkislögreglustjóra taka einnig þátt í aðgerðum á vettvangi. Jóhann Hilmar Haraldsson vettvangsstjóri sem stýrir aðgerðum segir að leit hafi gengið jafnt og þétt frá því leit hófst aftur í morgun og gangi ágætlega miðað við aðstæður. Innlent 26.8.2024 11:41
Leit að ferðamönnum á Breiðamerkurjökli og fjölgun ofbeldisbrota Leit að tveimur ferðamönnum, sem lentu undir ísfargi í skoðunarferð á Breiðamerkurjökli í gær, hófst að nýju klukkan sjö í morgun. Við heyrum frá vettvangsstjóra í hádegisfréttum á Bylgjunni. Innlent 26.8.2024 11:29
Rannsókn í Neskaupstað stendur enn yfir og miðar vel Rannsókn á dauða eldri hjóna sem fundust látin í Neskaupstað fimmtudaginn 22. ágúst síðastliðinn stóð áfram yfir um helgina og miðar vel. Þetta segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, í samtali við fréttastofu. Innlent 26.8.2024 10:19
Vinna að því að bera kennsl á ferðamennina Lögregla á Suðurlandi vinnur nú að því að bera kennsl á þá einstaklinga sem lentu undir ísfargi í íshellaskoðunarferð við Breiðamerkurjökul í gær. Innlent 26.8.2024 08:18
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent