Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Sautján ára piltur hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að ráða hinni sautján ára Bryndísi Klöru Birgisdóttur bana á Menningarnótt í fyrra. Innlent 30.4.2025 15:11 Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Stöð 2 mun hætta innanhússframleiðslu á innlendu sjónvarpsefni og einbeita sér fyrst og fremst að samstarfi við framleiðslufyrirtæki. Þetta staðfestir Kristjana Thors Brynjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Miðla og efnisveitna hjá Sýn. Vinsælir þættir hverfi ekki af dagskrá heldur færist vinnsla þeirra til framleiðslufyrirtækja. Innlent 30.4.2025 14:59 Kristófer Breki nýr formaður Vöku Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, kaus sér nýja forystu á mánudag. Kristófer Breki Halldórsson er nýr formaður félagsins. Hann tekur við formennsku af Sæþóri Má Hinrikssyni. Innlent 30.4.2025 14:08 Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Starfshópur um lagaumgjörð hvalveiða hefur lokið vinnu sinni við skýrslu sína og afhent ráðherra hana. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu verða niðurstöður skýrslunnar kynntar á komandi vikum. Innlent 30.4.2025 14:02 Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Ríkislögreglustjóri segir lögregluna þurfa að kanna hvort ástæða sé til þess að endurskoða aukastörf lögreglumanna eftir uppljóstranir um að starfandi lögreglumaður hafi tekið þátt í njósnum um fólk í aukastarfi. Lögreglumenn séu í ýmsum störfum samhliða lögreglustörfunum. Innlent 30.4.2025 13:58 Mjöll Snæsdóttir er látin Mjöll Snæsdóttir fornleifafræðingur lést á heimili sínu mánudaginn 28. apríl 2025 sl., sjötíu og fimm ára að aldri, í kjölfar skammvinnra veikinda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum. Innlent 30.4.2025 12:45 Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Jafnréttisstofa mun óska eftir útskýringum hjá félags- og húsnæðismálaráðherra á skipun hennar í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Áttatíu prósent stjórnarmanna eru karlmenn. Innlent 30.4.2025 12:30 Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Einn þeirra sem varð fyrir barðinu á meintum njósnaaðgerðum Björgólfs Thors Björgólfssonar segist gruna að fleiri lögreglumenn hafi aðstoðað við njósnirnar heldur en einungis einn varðstjóri hjá umferðarlögreglu. Héraðssaksóknari segir að sér sé brugðið vegna málsins, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill ekki tjá sig um málið. Innlent 30.4.2025 12:00 Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Fannar Sveinsson, leikstjóri, sjónvarpsmaður og hlaðvarpsstjóri, segir Jon Øigarden stórkostlegan leikara. Fannar leikstýrði umdeildri auglýsingu SFS sem farið hefur fyrir brjóstið á mörgum manninum. Fannar hefur ekki sett sig inn í pólitíkina sem hefur blossað upp í tengslum við hana. Innlent 30.4.2025 11:49 Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum Í hádegisfréttum segjum við frá því að Jafnréttisstofa ætli að óska eftir útskýringum frá Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra varðandi skipan í stjórn HMS. Innlent 30.4.2025 11:43 „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Forsætisráðherra segir að upplýsingalög komi alfarið í veg fyrir að trúnaði sé heitið um fundarbeiðnir við forsætisráðherra. Starfsmaður Umbru, þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins, sem svaraði símtali fyrrverandi tengdamóður fyrrverandi barnamálaráðherra, hafi ekki ekki heitið neinum trúnaði um erindi hennar. Innlent 30.4.2025 11:05 Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Fjölmiðlanefnd ætlar á fundi sínum þann 15. maí að taka til skoðunar umfjöllun vefmiðilsins Fréttarinnar um meinta hópnauðgun um páskana sem unnin var upp úr Facebook-færslu og lögregla kannast ekki við að hafa til rannsóknar. Innlent 30.4.2025 10:29 Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra var gestur Bítisins og ræddi þar um meðal annars um ný leigubílalög. Hann segir fyrri lagasetningu um leigubíla vera algert klúður. Þá vill Eyjólfur að meirapróf, sem leigubílsstjórar þurfi að taka, verði alfarið á íslensku. Innlent 30.4.2025 09:44 Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Opinn fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um meðferð forsætisráðuneytisins á erindi um persónulegt málefni Ásthildar Lóu Þórsdóttur, þáverandi mennta- og barnamálaráðherra, fer fram í dag. Fylgjast má með fundinum í beinu streymi hér að neðan. Innlent 30.4.2025 08:31 Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis ætlar að beita sér fyrir því að frí þingmanna verði stytt. Það vill hún gera í samvinnu allra þingflokka. Þingmenn voru í átján daga páskafríi. Þeir mættu aftur til vinnu á mánudag en fóru í frí föstudaginn 11. apríl, vikuna fyrir páska. Innlent 30.4.2025 08:24 Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS, segir Ísland standa ágætlega gagnvart því að sæstrengur rofni eða hér verði allsherjar rafmagnsleysi. Mikilvægt sé fyrir almenning að vita, við slíkar aðstæður, hvar þau fái réttar upplýsingar og hvernig þau fái þær. Mælt er með að eiga útvarp með FM sendi. Innlent 30.4.2025 07:45 Málið áfall fyrir embættið Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari og fyrrverandi sérstakur saksóknari, segir að njósnamálið sem Kveikur fjallaði um í gærkvöldi sé áfall fyrir saksóknaraembættið. Það sem lýst sé í þættinum gangi gegn öllum gildum og siðferði innan lögreglunnar. Innlent 30.4.2025 06:41 Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Ríkisstjórnin samþykkti í dag að leggja fram nýtt frumvarp um breytingar á leigubílamarkaði. Rekstrarstjóri Hopp Leigubíla segist efins um að breytingarnar muni stuðla að bættu öryggi farþega en formaður leigubílstjóra segir það til bóta. Innlent 29.4.2025 23:16 „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Vilhjálmur Bjarnason segir að njósnir um hann hafi verið miklu svakalegri en hann gerði sér grein fyrir þegar hann frétti fyrst af málinu fyrir hálfum mánuði. Björgólfur Thor Björgólfsson stóð fyrir umfangsmiklum njósnum um Vilhjálm árið 2012 með aðstoð lögreglumanna. Innlent 29.4.2025 21:35 Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Meintar njósnaðgerðir, sem hafa meðal annars orðið til þess að varðstjóri hjá lögreglunni hefur verið leystur undan vinnuskyldu, eru sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins, Björgólfi Thor Björgólfssyni og Róberti Wessman, sem og máli fyrrverandi hluthafa Landsbankans gegn Björgólfi. Innlent 29.4.2025 21:33 Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp í haust um brottfararstöð fyrir hælisleitendur sem hafa fengið synjun um dvalarleyfi en fara ekki sjálfviljugir úr landi. Hún segir óboðlegt og ómannúðlegt að fangelsi landsins séu yfirfull af hælisleitendum sem bíði brottvísunar. Innlent 29.4.2025 20:28 Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Íslensk dagskrárgerðarkona, búsett á Spáni, segir að það hafi verið hræðileg upplifun að vera án allra samskipta við umheiminn í fullkominni óvissu. Fyrst hafi rafmagnið farið, svo internetið og loks útvarpið. Enginn í þorpinu hennar, Vélez de Benaudalla, vissi hvað var í gangi en sjálf óttaðist hún einhvers konar hryðjuverk. Innlent 29.4.2025 19:37 Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Veiðigjöld verða hækkuð umtalsvert samkvæmt frumvarpi sem ríkisstjórnin afgreiddi í morgun. Atvinnuvegaráðherra segir þó horfið frá tvöföldun þeirra. Hún skilur ekki umdeilda auglýsingu SFS gegn hækkuninni og er sannfærð um að hún nái fram að ganga. Innlent 29.4.2025 19:00 Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Vörubílstjórafélagið Mjölnir á Selfossi átti lægsta boð í smíði tveggja steyptra brúa á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit. Tilboð Selfyssinga hljóðaði upp á 1.626 milljónir króna, sem er 0,1 prósenti yfir kostnaðaráætlun. Innlent 29.4.2025 18:54 Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Íslensk dagskrárgerðarkona, búsett á Spáni, segir að það hafi verið hræðileg upplifun að vera án allra samskipta við umheiminn í fullkominni óvissu. Fyrst hafi rafmagnið farið, svo internetið og loks útvarpið. Enginn í þorpinu hennar vissi hvað var í gangi en sjálf óttaðist hún einhvers konar hryðjuverk. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, og rætt við sérfræðing í myndveri um stöðuna hér á landi. Innlent 29.4.2025 18:22 Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir. Ríkissaksóknari rannsakar mál hans. Innlent 29.4.2025 18:15 Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Vesturbæjarlaug í Reykjavík verður lokað í fjórar vikur í maí og júní vegna viðhaldslokunar en meðal annars á að skipta um rennibraut. Viðhaldslokanir fara fram í borginni á sumrin þar sem ekki er hægt að sinna viðhaldi utanhúss á veturna að því er segir í tilkynningu frá borginni. Innlent 29.4.2025 16:12 Mikill reykur vegna elds í bílatætara Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er með nokkurn viðbúnað á iðnaðarsvæðinu við Álhellu í Hafnarfirði þar sem kviknaði í bílatætara. Innlent 29.4.2025 15:38 Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að leggja fram á Alþingi lagafrumvarp Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra um breytingar á lögum um leigubifreiðaakstur, sem samþykkt voru árið 2022 en tóku gildi 1. apríl 2023. Stefnt er að því að taka aftur upp stöðvarskyldu leigubifreiða, sem afnumin var með lögunum. Innlent 29.4.2025 14:40 Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Ný stjórn Ríkisútvarpsins var kjörin á Alþingi um tvöleytið í dag. Meðal nýrra stjórnarmanna eru Heimir Már Pétursson, fyrrverandi fréttamaður Stöðvar 2 og upplýsingafulltrúi Flokks fólksins, og Stefán Jón Hafstein fyrrverandi fjölmiðlamaður. Innlent 29.4.2025 14:29 « ‹ 9 10 11 12 13 14 15 16 17 … 334 ›
Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Sautján ára piltur hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að ráða hinni sautján ára Bryndísi Klöru Birgisdóttur bana á Menningarnótt í fyrra. Innlent 30.4.2025 15:11
Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Stöð 2 mun hætta innanhússframleiðslu á innlendu sjónvarpsefni og einbeita sér fyrst og fremst að samstarfi við framleiðslufyrirtæki. Þetta staðfestir Kristjana Thors Brynjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Miðla og efnisveitna hjá Sýn. Vinsælir þættir hverfi ekki af dagskrá heldur færist vinnsla þeirra til framleiðslufyrirtækja. Innlent 30.4.2025 14:59
Kristófer Breki nýr formaður Vöku Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, kaus sér nýja forystu á mánudag. Kristófer Breki Halldórsson er nýr formaður félagsins. Hann tekur við formennsku af Sæþóri Má Hinrikssyni. Innlent 30.4.2025 14:08
Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Starfshópur um lagaumgjörð hvalveiða hefur lokið vinnu sinni við skýrslu sína og afhent ráðherra hana. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu verða niðurstöður skýrslunnar kynntar á komandi vikum. Innlent 30.4.2025 14:02
Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Ríkislögreglustjóri segir lögregluna þurfa að kanna hvort ástæða sé til þess að endurskoða aukastörf lögreglumanna eftir uppljóstranir um að starfandi lögreglumaður hafi tekið þátt í njósnum um fólk í aukastarfi. Lögreglumenn séu í ýmsum störfum samhliða lögreglustörfunum. Innlent 30.4.2025 13:58
Mjöll Snæsdóttir er látin Mjöll Snæsdóttir fornleifafræðingur lést á heimili sínu mánudaginn 28. apríl 2025 sl., sjötíu og fimm ára að aldri, í kjölfar skammvinnra veikinda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum. Innlent 30.4.2025 12:45
Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Jafnréttisstofa mun óska eftir útskýringum hjá félags- og húsnæðismálaráðherra á skipun hennar í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Áttatíu prósent stjórnarmanna eru karlmenn. Innlent 30.4.2025 12:30
Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Einn þeirra sem varð fyrir barðinu á meintum njósnaaðgerðum Björgólfs Thors Björgólfssonar segist gruna að fleiri lögreglumenn hafi aðstoðað við njósnirnar heldur en einungis einn varðstjóri hjá umferðarlögreglu. Héraðssaksóknari segir að sér sé brugðið vegna málsins, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill ekki tjá sig um málið. Innlent 30.4.2025 12:00
Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Fannar Sveinsson, leikstjóri, sjónvarpsmaður og hlaðvarpsstjóri, segir Jon Øigarden stórkostlegan leikara. Fannar leikstýrði umdeildri auglýsingu SFS sem farið hefur fyrir brjóstið á mörgum manninum. Fannar hefur ekki sett sig inn í pólitíkina sem hefur blossað upp í tengslum við hana. Innlent 30.4.2025 11:49
Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum Í hádegisfréttum segjum við frá því að Jafnréttisstofa ætli að óska eftir útskýringum frá Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra varðandi skipan í stjórn HMS. Innlent 30.4.2025 11:43
„Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Forsætisráðherra segir að upplýsingalög komi alfarið í veg fyrir að trúnaði sé heitið um fundarbeiðnir við forsætisráðherra. Starfsmaður Umbru, þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins, sem svaraði símtali fyrrverandi tengdamóður fyrrverandi barnamálaráðherra, hafi ekki ekki heitið neinum trúnaði um erindi hennar. Innlent 30.4.2025 11:05
Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Fjölmiðlanefnd ætlar á fundi sínum þann 15. maí að taka til skoðunar umfjöllun vefmiðilsins Fréttarinnar um meinta hópnauðgun um páskana sem unnin var upp úr Facebook-færslu og lögregla kannast ekki við að hafa til rannsóknar. Innlent 30.4.2025 10:29
Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra var gestur Bítisins og ræddi þar um meðal annars um ný leigubílalög. Hann segir fyrri lagasetningu um leigubíla vera algert klúður. Þá vill Eyjólfur að meirapróf, sem leigubílsstjórar þurfi að taka, verði alfarið á íslensku. Innlent 30.4.2025 09:44
Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Opinn fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um meðferð forsætisráðuneytisins á erindi um persónulegt málefni Ásthildar Lóu Þórsdóttur, þáverandi mennta- og barnamálaráðherra, fer fram í dag. Fylgjast má með fundinum í beinu streymi hér að neðan. Innlent 30.4.2025 08:31
Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis ætlar að beita sér fyrir því að frí þingmanna verði stytt. Það vill hún gera í samvinnu allra þingflokka. Þingmenn voru í átján daga páskafríi. Þeir mættu aftur til vinnu á mánudag en fóru í frí föstudaginn 11. apríl, vikuna fyrir páska. Innlent 30.4.2025 08:24
Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS, segir Ísland standa ágætlega gagnvart því að sæstrengur rofni eða hér verði allsherjar rafmagnsleysi. Mikilvægt sé fyrir almenning að vita, við slíkar aðstæður, hvar þau fái réttar upplýsingar og hvernig þau fái þær. Mælt er með að eiga útvarp með FM sendi. Innlent 30.4.2025 07:45
Málið áfall fyrir embættið Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari og fyrrverandi sérstakur saksóknari, segir að njósnamálið sem Kveikur fjallaði um í gærkvöldi sé áfall fyrir saksóknaraembættið. Það sem lýst sé í þættinum gangi gegn öllum gildum og siðferði innan lögreglunnar. Innlent 30.4.2025 06:41
Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Ríkisstjórnin samþykkti í dag að leggja fram nýtt frumvarp um breytingar á leigubílamarkaði. Rekstrarstjóri Hopp Leigubíla segist efins um að breytingarnar muni stuðla að bættu öryggi farþega en formaður leigubílstjóra segir það til bóta. Innlent 29.4.2025 23:16
„Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Vilhjálmur Bjarnason segir að njósnir um hann hafi verið miklu svakalegri en hann gerði sér grein fyrir þegar hann frétti fyrst af málinu fyrir hálfum mánuði. Björgólfur Thor Björgólfsson stóð fyrir umfangsmiklum njósnum um Vilhjálm árið 2012 með aðstoð lögreglumanna. Innlent 29.4.2025 21:35
Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Meintar njósnaðgerðir, sem hafa meðal annars orðið til þess að varðstjóri hjá lögreglunni hefur verið leystur undan vinnuskyldu, eru sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins, Björgólfi Thor Björgólfssyni og Róberti Wessman, sem og máli fyrrverandi hluthafa Landsbankans gegn Björgólfi. Innlent 29.4.2025 21:33
Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp í haust um brottfararstöð fyrir hælisleitendur sem hafa fengið synjun um dvalarleyfi en fara ekki sjálfviljugir úr landi. Hún segir óboðlegt og ómannúðlegt að fangelsi landsins séu yfirfull af hælisleitendum sem bíði brottvísunar. Innlent 29.4.2025 20:28
Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Íslensk dagskrárgerðarkona, búsett á Spáni, segir að það hafi verið hræðileg upplifun að vera án allra samskipta við umheiminn í fullkominni óvissu. Fyrst hafi rafmagnið farið, svo internetið og loks útvarpið. Enginn í þorpinu hennar, Vélez de Benaudalla, vissi hvað var í gangi en sjálf óttaðist hún einhvers konar hryðjuverk. Innlent 29.4.2025 19:37
Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Veiðigjöld verða hækkuð umtalsvert samkvæmt frumvarpi sem ríkisstjórnin afgreiddi í morgun. Atvinnuvegaráðherra segir þó horfið frá tvöföldun þeirra. Hún skilur ekki umdeilda auglýsingu SFS gegn hækkuninni og er sannfærð um að hún nái fram að ganga. Innlent 29.4.2025 19:00
Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Vörubílstjórafélagið Mjölnir á Selfossi átti lægsta boð í smíði tveggja steyptra brúa á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit. Tilboð Selfyssinga hljóðaði upp á 1.626 milljónir króna, sem er 0,1 prósenti yfir kostnaðaráætlun. Innlent 29.4.2025 18:54
Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Íslensk dagskrárgerðarkona, búsett á Spáni, segir að það hafi verið hræðileg upplifun að vera án allra samskipta við umheiminn í fullkominni óvissu. Fyrst hafi rafmagnið farið, svo internetið og loks útvarpið. Enginn í þorpinu hennar vissi hvað var í gangi en sjálf óttaðist hún einhvers konar hryðjuverk. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, og rætt við sérfræðing í myndveri um stöðuna hér á landi. Innlent 29.4.2025 18:22
Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir. Ríkissaksóknari rannsakar mál hans. Innlent 29.4.2025 18:15
Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Vesturbæjarlaug í Reykjavík verður lokað í fjórar vikur í maí og júní vegna viðhaldslokunar en meðal annars á að skipta um rennibraut. Viðhaldslokanir fara fram í borginni á sumrin þar sem ekki er hægt að sinna viðhaldi utanhúss á veturna að því er segir í tilkynningu frá borginni. Innlent 29.4.2025 16:12
Mikill reykur vegna elds í bílatætara Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er með nokkurn viðbúnað á iðnaðarsvæðinu við Álhellu í Hafnarfirði þar sem kviknaði í bílatætara. Innlent 29.4.2025 15:38
Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að leggja fram á Alþingi lagafrumvarp Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra um breytingar á lögum um leigubifreiðaakstur, sem samþykkt voru árið 2022 en tóku gildi 1. apríl 2023. Stefnt er að því að taka aftur upp stöðvarskyldu leigubifreiða, sem afnumin var með lögunum. Innlent 29.4.2025 14:40
Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Ný stjórn Ríkisútvarpsins var kjörin á Alþingi um tvöleytið í dag. Meðal nýrra stjórnarmanna eru Heimir Már Pétursson, fyrrverandi fréttamaður Stöðvar 2 og upplýsingafulltrúi Flokks fólksins, og Stefán Jón Hafstein fyrrverandi fjölmiðlamaður. Innlent 29.4.2025 14:29