Erlent Stjórnvöld í Moskvu sögð láta undan hótunum Prigozhin Leiðtogi Wagner-málaliðahópsins segir yfirvöld í Moskvu hafa fallist á kröfur um aukin skotfæri eftir að hann hótaði að draga menn sína frá borginni Bakhmut í austanverðri Úkraínu fyrir miðja næstu viku. Erlent 7.5.2023 12:20 Minnst 55 látnir í átökum á Indlandi og 260 á sjúkrahúsi Minnst 55 hafa látist í átökum í fylkinu Manipur í Indlandi og 260 til viðbótar lagðir inn á sjúkrahús eftir að átök brutust út milli Kuki og Meitei þjóðarbrotanna fyrr í þessari viku. Hóparnir hafa átt í hörðum bardögum á götum fylkishöfuðborgarinnar Imphal og sýnir myndefni svartan reyk frá bifreiðum og byggingum sem standa í ljósum logum. Erlent 7.5.2023 10:51 Vond lykt á hótelherbergi reyndist vera af líki undir rúmi Ferðamaður í Tíbet þurfti að skipta um herbergi á hóteli vegna vondrar lyktar sem angaði um allt herbergið sem honum var úthlutað. Nokkrum dögum síðar kom í ljós að lyktin var af rotnandi líki undir rúminu sem maðurinn átti að gista í. Erlent 7.5.2023 09:39 Skaut átta manns til bana í verslunarmiðstöð Maður skaut átta manns til bana og særði að minnsta kosti sjö til viðbótar í verslunarmiðstöð nærri borginni Dallas í Texas-ríki í nótt. Talið er að skotmaðurinn sé einnig látinn. Erlent 7.5.2023 07:45 Þrjár stunguárásir í austurhluta Lundúna í gær Þrír voru stungnir til bana í austurhluta Lundúna á föstudag, á aðeins átta klukkustundum. Um var að ræða þrjú aðskilin mál en búið er að handtaka grunaða gerendur í tveimur þeirra. Erlent 7.5.2023 00:04 Segja Kadyrov munu taka við framlínunni í Bakhmut 10. maí Ramzan Kadyrov, leiðtogi Tjéténa og einn dyggasti bandamaður Vladimir Pútíns Rússlandsforseta, hefur boðið liðsmönnum Wagner-málaliðahópsins að ganga til liðs við Akhmat-sveitir sínar í Bakhmut. Erlent 6.5.2023 23:05 Krýning Karls III Bretakonungs í myndum Það var mikið um dýrðir þegar Karl III Bretakonungur var krýndur í dag. Fjöldi fólks fagnaði með konungsfjölskyldunni en fleiri en 50 lýðveldissinnar voru handteknir af lögreglu. Erlent 6.5.2023 22:42 Íbúar í Old Bridge í New Jersey furðu lostnir eftir 225 kílóa pastafund Hermaður á eftirlaunum er grunaður um að hafa hellt niður 225 kílóum af pasta nærri læk í Old Bridge í New Jersey. Málið er allt hið furðulegasta og hefur vakið mikla athygli og vangaveltur síðan pastahrúgan fannst í apríl. Erlent 6.5.2023 21:44 Tíminn einn leiði í ljós hvort Karli farnist vel í embætti Karl þriðji var krýndur Bretlandskonungur við sögulega, og ákaflega íburðarmikla, athöfn í Westminster í dag. Forseti Íslands, sem viðstaddur var athöfnina, segir að tíminn muni leiða í ljós hvernig Karli farnist í embætti. Konungurinn hafi sett sinn svip á magnþrungna athöfnina í morgun. Erlent 6.5.2023 20:30 Rússar aftur sakaðir um að nota fosfórssprengjur Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að nota fosfórssprengjur í Bakhmut og hefur herinn birt myndskeið tekin úr dróna sem virðast sýna elda loga í borginni á sama tíma og hvítum fosfór rignir niður. Erlent 6.5.2023 19:57 Kergja hlaupin í samskipti Frakklands og Ítalíu Kergja er hlaupin í samskipti Frakklands og Ítalíu eftir að innanríkisráðherra Frakklands kallaði forsætisráðherra Ítalíu lygara í útvarpsviðtali í vikunni. Utanríkisráðherra Ítalíu aflýsti fyrirhugaðri heimsókn sinni til Parísar í lok vikunnar. Erlent 6.5.2023 16:15 Karl krýndur konungur Karl þriðji var í dag krýndur konungur Bretlands. Krýningarathöfnin hófst formlega klukkan tíu í morgun en á þriðja þúsund manns var boðið til athafnarinnar. Nokkrir mótmælendur voru handteknir. Erlent 6.5.2023 14:30 Þúsundir manna bíða konungshjónanna nú þegar á götum Lundúnaborgar Það verður mikið um dýrðir þegar Karl III verður krýndur konungur Bretlands og fimmtán samveldisríkja í Lundúnum á morgun. Þúsundir Breta og fólks frá öðrum löndum hefur nú þegar safnast saman við þær götur sem konungshjónin fara um vegna krýningarinnar. Erlent 5.5.2023 21:03 Aflýsa neyðarástandi vegna kórónuveirufaraldursins Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) aflýsti heimsneyðarástandi vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Þrátt fyrir það segja sérfræðingar stofnunarinnar að faraldrinum sé ekki lokið. Þúsundir manna láti enn lífið af völdum veirunnar í hverri viku. Erlent 5.5.2023 14:54 Allt tilbúið fyrir fyrstu krýninguna í Bretlandi í 70 ár Gríðarlegur undirbúningur fyrir krýningu Karls III konungs Bretlands og tuga samveldisríkja er á lokametrunum fyrir krýningarathöfnina á morgun. Forseti Íslands verður meðal um 40 þjóðarleiðtoga sem sækja athöfnina sem reiknað er með að hundruð milljóna manna fylgist með í sjónvarpi um allan heim. Erlent 5.5.2023 12:14 Fyrrverandi eiginmaður og vinkonur höfða mál á víxl vegna þungunarrofs í Texas Tvær konur hafa höfðað mál á hendur manni að nafni Marcus Silva, fyrir brot á friðhelgi einkalífsins. Silva höfðaði sjálfur mál á hendur konunum fyrir að hafa ráðlagt fyrrverandi eiginkonu hans um það hvernig hún gæti gengist undir þungunarrof. Erlent 5.5.2023 11:10 Lét leyna greiðslum til eiginkonu hæstaréttardómara Forsvarsmaður íhaldssamtaka gætti þess sérstaklega að fela tug þúsund dollara greiðslur til eiginkonu íhaldssams hæstaréttardómara fyrir ráðgjafarstörf. Nýlega hefur komið fram að sami dómari hafi þegið ýmis konar sporslur frá bakhjarli Repúblikanaflokksins án þess að greina frá þeim. Erlent 5.5.2023 10:24 Skólayfirvöld í Flint banna bakpoka í skólum vegna skotárása Skólayfirvöld í Flint í Michigan í Bandaríkjunum hafa ákveðið að banna bakpoka í skólum til að koma í veg fyrir að nemendur komi með vopn eða aðra bannaða hluti í skólann. Erlent 5.5.2023 09:17 Hótar að draga Wagner-liða frá Bakhmút Leiðtogi Wagner-málaliðahópsins rússneska hótar því að draga hermenn sína frá borginni Bakhmút í austanverðri Úkraínu fyrir miðja næstu viku útvegi rússnesk stjórnvöld þeim ekki skotfæri. Hann skýtur föstum skotum á rússneska ráðamenn. Erlent 5.5.2023 09:08 Fjórir skotnir og einn látinn þegar Napoli fagnaði titlinum Fjórir voru skotnir í Napoli á Ítalíu í gærkvöldi þar sem borgarbúar fögnuðu sínum fyrsta Ítalíumeistaratitli í fótbolta í heil 33 ár. Ítalski fjölmiðillinn Ansa segir að 26 ára karlmaður hafi látist af sárum sínum á sjúkrahúsi. Erlent 5.5.2023 07:49 Blæja ritskoðuð vegna fitusmánunar Ástralska fjölmiðlafyrirtækið ABC hefur ritskoðað og breytt þætti af Bluey til að bregðast við gagnrýni um fitusmánun. Í þættinum er fjölskyldan á salerninu og pabbi Blæju, eins og hún heitir á íslensku, er að bursta tennurnar og vigta sig. Erlent 5.5.2023 07:30 Átta látnir í annarri skotárásinni í Serbíu á tveimur dögum Átta eru látnir og tíu særðir eftir skotárás í Serbíu í gærkvöldi. Þetta er önnur skotárásin í landinu á jafnmörgum dögum en í fyrradag létust átta nemendur og öryggisvörður í barnaskóla í höfuðborginni Belgrad. Erlent 5.5.2023 07:05 Clinton segist hafa vitað frá 2011 að Pútín myndi gera innrás Financial Times hefur birt tilvitnanir í Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þar sem hann segist hafa vitað það árið 2011 að það væri aðeins tímaspursmál hvenær Vladimir Pútín Rússlandforseti myndi ráðast inn í Úkraínu. Erlent 5.5.2023 06:54 Auðjöfur greiddi skólagjöld fyrir hæstaréttardómara Bandarískur auðjöfur sem er umfangsmikill bakhjarl Repúblikanaflokksins, greiddi skólagjöld fyrir barn sem hæstaréttardómari ól upp. Clarence Thomas, dómarinn, greindi ekki frá þessum greiðslum í hagsmunaskráningu sína en sami auðjöfur hefur verið mjög gjafmildur í garð Thomas um árabil. Erlent 4.5.2023 22:27 Skutu eigin dróna niður yfir Kænugarði Loftvarnarflautur ómuðu og sprengingar heyrðust í Kænugarði í kvöld þegar Úkraínumenn neyddust til að skjóta niður eigin dróna sem þeir höfðu misst stjórn á. Erlent 4.5.2023 20:44 Ed Sheeran fagnar sigri í deilunni um Thinking Out Loud Kviðdómendur í Bandaríkjunum hafa komist að þeirri niðurstöðu að breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran byggði lag sitt Thinking Out Loud ekki á laginu Let‘s Get It On með Marvin Gaye. Afkomendur Ed Townsend, annars mannsins sem skrifað lagið síðarnefnda, höfðuðu mál gegn Sheeran. Erlent 4.5.2023 17:53 Fengu forsmekk af örlögum jarðar þegar stjarna gleypti í sig gasrisa Hópur stjörnfræðinga náði að fylgjast með því fyrsta skipti þegar stjarna gleypti eina af reikistjörnum sínum. Athuganirnar eru sagðar lærdómsríkar því jarðarinnar og hinna innri reikistjarnanna bíða líklega sömu örlög í fjarlægri framtíð. Erlent 4.5.2023 16:09 Fyrsti prófsteinninn á Íhaldsflokk Sunak Kosið er til sveitarstjórna á Bretlandi í dag. Þetta eru fyrstu kosningarnar frá því að Rishi Sunak tók við Íhaldsflokknum eftir margra mánaða glundroða. Búist er við því að flokkurinn tapi fjölda sæta í kosningunum sem gætu gefið hugmynd um hvar íhaldsmenn standa fyrir þingkosningar á næsta ári. Erlent 4.5.2023 09:19 FDA leggur blessun sína yfir fyrsta bóluefnið gegn RS vírus Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur lagt blessun sína yfir bóluefni gegn RS vírus, algengri kvefveiru sem er yfirleitt tiltölulega meinlaus en getur valdið dauða hjá ungabörnum og eldra fólki. Erlent 4.5.2023 08:05 Segir ásakanir um nauðgun „fáránlegar“ og „ógeðslegar“ Kviðdómur í New York fékk í gær að heyra upptöku af skýrslutökum yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem gerðar voru í aðdraganda dómsmálsins sem nú stendur yfir þar sem Trump er sakaður um nauðgun. Erlent 4.5.2023 07:23 « ‹ 152 153 154 155 156 157 158 159 160 … 334 ›
Stjórnvöld í Moskvu sögð láta undan hótunum Prigozhin Leiðtogi Wagner-málaliðahópsins segir yfirvöld í Moskvu hafa fallist á kröfur um aukin skotfæri eftir að hann hótaði að draga menn sína frá borginni Bakhmut í austanverðri Úkraínu fyrir miðja næstu viku. Erlent 7.5.2023 12:20
Minnst 55 látnir í átökum á Indlandi og 260 á sjúkrahúsi Minnst 55 hafa látist í átökum í fylkinu Manipur í Indlandi og 260 til viðbótar lagðir inn á sjúkrahús eftir að átök brutust út milli Kuki og Meitei þjóðarbrotanna fyrr í þessari viku. Hóparnir hafa átt í hörðum bardögum á götum fylkishöfuðborgarinnar Imphal og sýnir myndefni svartan reyk frá bifreiðum og byggingum sem standa í ljósum logum. Erlent 7.5.2023 10:51
Vond lykt á hótelherbergi reyndist vera af líki undir rúmi Ferðamaður í Tíbet þurfti að skipta um herbergi á hóteli vegna vondrar lyktar sem angaði um allt herbergið sem honum var úthlutað. Nokkrum dögum síðar kom í ljós að lyktin var af rotnandi líki undir rúminu sem maðurinn átti að gista í. Erlent 7.5.2023 09:39
Skaut átta manns til bana í verslunarmiðstöð Maður skaut átta manns til bana og særði að minnsta kosti sjö til viðbótar í verslunarmiðstöð nærri borginni Dallas í Texas-ríki í nótt. Talið er að skotmaðurinn sé einnig látinn. Erlent 7.5.2023 07:45
Þrjár stunguárásir í austurhluta Lundúna í gær Þrír voru stungnir til bana í austurhluta Lundúna á föstudag, á aðeins átta klukkustundum. Um var að ræða þrjú aðskilin mál en búið er að handtaka grunaða gerendur í tveimur þeirra. Erlent 7.5.2023 00:04
Segja Kadyrov munu taka við framlínunni í Bakhmut 10. maí Ramzan Kadyrov, leiðtogi Tjéténa og einn dyggasti bandamaður Vladimir Pútíns Rússlandsforseta, hefur boðið liðsmönnum Wagner-málaliðahópsins að ganga til liðs við Akhmat-sveitir sínar í Bakhmut. Erlent 6.5.2023 23:05
Krýning Karls III Bretakonungs í myndum Það var mikið um dýrðir þegar Karl III Bretakonungur var krýndur í dag. Fjöldi fólks fagnaði með konungsfjölskyldunni en fleiri en 50 lýðveldissinnar voru handteknir af lögreglu. Erlent 6.5.2023 22:42
Íbúar í Old Bridge í New Jersey furðu lostnir eftir 225 kílóa pastafund Hermaður á eftirlaunum er grunaður um að hafa hellt niður 225 kílóum af pasta nærri læk í Old Bridge í New Jersey. Málið er allt hið furðulegasta og hefur vakið mikla athygli og vangaveltur síðan pastahrúgan fannst í apríl. Erlent 6.5.2023 21:44
Tíminn einn leiði í ljós hvort Karli farnist vel í embætti Karl þriðji var krýndur Bretlandskonungur við sögulega, og ákaflega íburðarmikla, athöfn í Westminster í dag. Forseti Íslands, sem viðstaddur var athöfnina, segir að tíminn muni leiða í ljós hvernig Karli farnist í embætti. Konungurinn hafi sett sinn svip á magnþrungna athöfnina í morgun. Erlent 6.5.2023 20:30
Rússar aftur sakaðir um að nota fosfórssprengjur Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að nota fosfórssprengjur í Bakhmut og hefur herinn birt myndskeið tekin úr dróna sem virðast sýna elda loga í borginni á sama tíma og hvítum fosfór rignir niður. Erlent 6.5.2023 19:57
Kergja hlaupin í samskipti Frakklands og Ítalíu Kergja er hlaupin í samskipti Frakklands og Ítalíu eftir að innanríkisráðherra Frakklands kallaði forsætisráðherra Ítalíu lygara í útvarpsviðtali í vikunni. Utanríkisráðherra Ítalíu aflýsti fyrirhugaðri heimsókn sinni til Parísar í lok vikunnar. Erlent 6.5.2023 16:15
Karl krýndur konungur Karl þriðji var í dag krýndur konungur Bretlands. Krýningarathöfnin hófst formlega klukkan tíu í morgun en á þriðja þúsund manns var boðið til athafnarinnar. Nokkrir mótmælendur voru handteknir. Erlent 6.5.2023 14:30
Þúsundir manna bíða konungshjónanna nú þegar á götum Lundúnaborgar Það verður mikið um dýrðir þegar Karl III verður krýndur konungur Bretlands og fimmtán samveldisríkja í Lundúnum á morgun. Þúsundir Breta og fólks frá öðrum löndum hefur nú þegar safnast saman við þær götur sem konungshjónin fara um vegna krýningarinnar. Erlent 5.5.2023 21:03
Aflýsa neyðarástandi vegna kórónuveirufaraldursins Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) aflýsti heimsneyðarástandi vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Þrátt fyrir það segja sérfræðingar stofnunarinnar að faraldrinum sé ekki lokið. Þúsundir manna láti enn lífið af völdum veirunnar í hverri viku. Erlent 5.5.2023 14:54
Allt tilbúið fyrir fyrstu krýninguna í Bretlandi í 70 ár Gríðarlegur undirbúningur fyrir krýningu Karls III konungs Bretlands og tuga samveldisríkja er á lokametrunum fyrir krýningarathöfnina á morgun. Forseti Íslands verður meðal um 40 þjóðarleiðtoga sem sækja athöfnina sem reiknað er með að hundruð milljóna manna fylgist með í sjónvarpi um allan heim. Erlent 5.5.2023 12:14
Fyrrverandi eiginmaður og vinkonur höfða mál á víxl vegna þungunarrofs í Texas Tvær konur hafa höfðað mál á hendur manni að nafni Marcus Silva, fyrir brot á friðhelgi einkalífsins. Silva höfðaði sjálfur mál á hendur konunum fyrir að hafa ráðlagt fyrrverandi eiginkonu hans um það hvernig hún gæti gengist undir þungunarrof. Erlent 5.5.2023 11:10
Lét leyna greiðslum til eiginkonu hæstaréttardómara Forsvarsmaður íhaldssamtaka gætti þess sérstaklega að fela tug þúsund dollara greiðslur til eiginkonu íhaldssams hæstaréttardómara fyrir ráðgjafarstörf. Nýlega hefur komið fram að sami dómari hafi þegið ýmis konar sporslur frá bakhjarli Repúblikanaflokksins án þess að greina frá þeim. Erlent 5.5.2023 10:24
Skólayfirvöld í Flint banna bakpoka í skólum vegna skotárása Skólayfirvöld í Flint í Michigan í Bandaríkjunum hafa ákveðið að banna bakpoka í skólum til að koma í veg fyrir að nemendur komi með vopn eða aðra bannaða hluti í skólann. Erlent 5.5.2023 09:17
Hótar að draga Wagner-liða frá Bakhmút Leiðtogi Wagner-málaliðahópsins rússneska hótar því að draga hermenn sína frá borginni Bakhmút í austanverðri Úkraínu fyrir miðja næstu viku útvegi rússnesk stjórnvöld þeim ekki skotfæri. Hann skýtur föstum skotum á rússneska ráðamenn. Erlent 5.5.2023 09:08
Fjórir skotnir og einn látinn þegar Napoli fagnaði titlinum Fjórir voru skotnir í Napoli á Ítalíu í gærkvöldi þar sem borgarbúar fögnuðu sínum fyrsta Ítalíumeistaratitli í fótbolta í heil 33 ár. Ítalski fjölmiðillinn Ansa segir að 26 ára karlmaður hafi látist af sárum sínum á sjúkrahúsi. Erlent 5.5.2023 07:49
Blæja ritskoðuð vegna fitusmánunar Ástralska fjölmiðlafyrirtækið ABC hefur ritskoðað og breytt þætti af Bluey til að bregðast við gagnrýni um fitusmánun. Í þættinum er fjölskyldan á salerninu og pabbi Blæju, eins og hún heitir á íslensku, er að bursta tennurnar og vigta sig. Erlent 5.5.2023 07:30
Átta látnir í annarri skotárásinni í Serbíu á tveimur dögum Átta eru látnir og tíu særðir eftir skotárás í Serbíu í gærkvöldi. Þetta er önnur skotárásin í landinu á jafnmörgum dögum en í fyrradag létust átta nemendur og öryggisvörður í barnaskóla í höfuðborginni Belgrad. Erlent 5.5.2023 07:05
Clinton segist hafa vitað frá 2011 að Pútín myndi gera innrás Financial Times hefur birt tilvitnanir í Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þar sem hann segist hafa vitað það árið 2011 að það væri aðeins tímaspursmál hvenær Vladimir Pútín Rússlandforseti myndi ráðast inn í Úkraínu. Erlent 5.5.2023 06:54
Auðjöfur greiddi skólagjöld fyrir hæstaréttardómara Bandarískur auðjöfur sem er umfangsmikill bakhjarl Repúblikanaflokksins, greiddi skólagjöld fyrir barn sem hæstaréttardómari ól upp. Clarence Thomas, dómarinn, greindi ekki frá þessum greiðslum í hagsmunaskráningu sína en sami auðjöfur hefur verið mjög gjafmildur í garð Thomas um árabil. Erlent 4.5.2023 22:27
Skutu eigin dróna niður yfir Kænugarði Loftvarnarflautur ómuðu og sprengingar heyrðust í Kænugarði í kvöld þegar Úkraínumenn neyddust til að skjóta niður eigin dróna sem þeir höfðu misst stjórn á. Erlent 4.5.2023 20:44
Ed Sheeran fagnar sigri í deilunni um Thinking Out Loud Kviðdómendur í Bandaríkjunum hafa komist að þeirri niðurstöðu að breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran byggði lag sitt Thinking Out Loud ekki á laginu Let‘s Get It On með Marvin Gaye. Afkomendur Ed Townsend, annars mannsins sem skrifað lagið síðarnefnda, höfðuðu mál gegn Sheeran. Erlent 4.5.2023 17:53
Fengu forsmekk af örlögum jarðar þegar stjarna gleypti í sig gasrisa Hópur stjörnfræðinga náði að fylgjast með því fyrsta skipti þegar stjarna gleypti eina af reikistjörnum sínum. Athuganirnar eru sagðar lærdómsríkar því jarðarinnar og hinna innri reikistjarnanna bíða líklega sömu örlög í fjarlægri framtíð. Erlent 4.5.2023 16:09
Fyrsti prófsteinninn á Íhaldsflokk Sunak Kosið er til sveitarstjórna á Bretlandi í dag. Þetta eru fyrstu kosningarnar frá því að Rishi Sunak tók við Íhaldsflokknum eftir margra mánaða glundroða. Búist er við því að flokkurinn tapi fjölda sæta í kosningunum sem gætu gefið hugmynd um hvar íhaldsmenn standa fyrir þingkosningar á næsta ári. Erlent 4.5.2023 09:19
FDA leggur blessun sína yfir fyrsta bóluefnið gegn RS vírus Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur lagt blessun sína yfir bóluefni gegn RS vírus, algengri kvefveiru sem er yfirleitt tiltölulega meinlaus en getur valdið dauða hjá ungabörnum og eldra fólki. Erlent 4.5.2023 08:05
Segir ásakanir um nauðgun „fáránlegar“ og „ógeðslegar“ Kviðdómur í New York fékk í gær að heyra upptöku af skýrslutökum yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem gerðar voru í aðdraganda dómsmálsins sem nú stendur yfir þar sem Trump er sakaður um nauðgun. Erlent 4.5.2023 07:23