Fótbolti Breyta ekki því sem virkar Tindastóll hefur bætt við sig framherja fyrir komandi átök í Bestu deild kvenna. Framherjanum Makala Woods er ætlað að leiða framlínu liðsins og tekur við keflinu af fyrrum skólafélaga. Íslenski boltinn 20.3.2025 11:02 „Vil ekki vinna á kostnað þess að það verði engar framfarir“ Spenningurinn hefur gert rækilega var um sig hjá landsliðsþjálfaranum Arnari Gunnlaugssyni sem stýrir sínum fyrsta leik með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í kvöld í fyrri leik liðsins gegn Kósovó í umspili Þjóðadeildarinnar. Undirbúningurinn fyrir þennan fyrsta leik hefur verið knappur. Fótbolti 20.3.2025 10:31 „Búnar að vera dálítið skrýtnar vikur“ Ari Sigurpálsson er nýjasti atvinnumaður Íslands í fótbolta en hann samdi við Elfsborg í Svíþjóð í dag. Ari kveður Víking með söknuði en tímapunkturinn réttur að taka næsta skref á hans ferli. Fótbolti 20.3.2025 09:32 „Myndi ekki einu sinni segja að þetta hafi verið draumur" Orra Stein Óskarsson hefði vart geta órað fyrir því að hann fengi fyrirliðabandið hjá íslenska karlalandsliðinu í fótbolta. Bandið er hins vegar hans fyrir fyrstu landsleiki Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugsonar, gegn Kósovó í umspili fyrir B-deild Þjóðadeildarinnar. Fyrri leikur liðanna fer fram í kvöld. Fótbolti 20.3.2025 09:01 Sjö leikmenn Íslands á hálum ís Sjö leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta eru á hættusvæði fyrir leik kvöldsins gegn Kósovó í Pristina í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. Fái þeir gult spjald í kvöld geta þeir ekki tekið þátt í seinni leiknum. Fótbolti 20.3.2025 08:31 Steini stendur með stráknum: „Hann er mjög vel upp alinn“ „Þetta er bara eins og fótboltinn er. Stundum bara er þjálfarinn vitleysingur og velur þig ekki,“ segir Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, um son hans Jón Dag Þorsteinsson sem á fyrir höndum landsleik með karlalandsliðinu í kvöld. Fótbolti 20.3.2025 08:01 Er betra fyrir Ísland að vinna eða tapa? Væri kannski best fyrir Ísland að tapa fyrir Kósovó í kvöld? Myndi það koma liðinu nær eða fjær EM 2028? Hvaða máli skiptir þetta umspil í Þjóðadeildinni eiginlega? Fótbolti 20.3.2025 07:30 Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Þegar Chelsea fékk enska vængmanninn Jadon Sancho lánaðan frá Manchester United síðasta sumar var það undir þeim formerkjum að Lundúnaliðið myndi kaupa leikmanninn að loknu yfirstandandi tímabili. Chelsea hefur nú skipt um skoðun og er tilbúið að borga sekt frekar en að festa kaup á leikmanninum. Enski boltinn 20.3.2025 07:01 Slakir vellir ógna öryggi kvenkyns leikmanna Leikmannasamtök efstu deilda á Englandi, PFA, hafa sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að öryggi kvenkyns leikmanna sé ógnað sökum slæmra vallaraðstæðna í stórleikjum. Fótbolti 19.3.2025 23:01 Þjálfaralaust Man City lagði óvænt Chelsea Manchester City gerði sér lítið fyrir og lagði Chelsea 2-0 í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Sigurinn kom á óvart þar sem Man City rak nýverið þjálfara sinn og fátt virðist ætla að stöðva Chelsea á leið sinni að enn einum Englandsmeistaratitlinum. Fótbolti 19.3.2025 22:05 Sara Björk fyrirliði í súru tapi í bikarúrslitum Sara Björk Gunnarsdóttir var í byrjunarliði Al Qadsiah þegar liðið mætti Al Ahli í úrslitum bikarkeppni kvenna í knattspyrnu í Sádi-Arabíu. Eftir að komast yfir máttu Sara Björk og stöllur þola súrt 2-1 tap. Fótbolti 19.3.2025 21:45 Sveindís Jane kom inn af bekknum þegar einvígið var svo gott sem búið Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir hóf viðureign Wolfsburg og Evrópumeistara Barcelona í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á varamannabekknum. Staðan var 3-0 gestunum frá Katalóníu í vil þegar hún loks kom inn á. Leiknum lauk með 4-1 sigri gestanna. Fótbolti 19.3.2025 20:00 „Get varla beðið eftir að leikurinn hefjist“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er gríðarlega spenntur fyrir leik Íslands og Kósovó sem fram fer ytra á morgun, fimmtudag. Fótbolti 19.3.2025 18:19 Svona var blaðamannafundur Arnars Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, og fyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson ræddu leik Íslands og Kósovó sem fram fer á morgun, fimmtudag. Fótbolti 19.3.2025 17:32 Styrktaraðilar endursemja við ÍTF Fótboltasumarið er handan við hornið og Íslenskur Toppfótbolti, ÍTF, hefur gengið frá samningum við sína helstu styrktaraðila. Íslenski boltinn 19.3.2025 17:03 Uppselt á leik Íslands í Kósovó annað kvöld Fjórtán þúsund Kósóvar munu fylla Fadil Vokrri leikvanginn á morgun þegar að íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir heimamönnum í umspili Þjóðadeildarinnar. Fótbolti 19.3.2025 15:47 Aldrei verið án Glódísar en setti hana einu sinni á bekkinn Þorsteinn Halldórsson gæti orðið án landsliðsfyrirliðans Glódísar Perlu Viggósdóttur í fyrsta skipti á hans tíma með liðið í komandi leikjum í Þjóðadeild UEFA. Fótbolti 19.3.2025 15:22 Heimir segir dýrmætt að forðast fall Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íra, segir að burtséð frá vangaveltum um möguleika á að komast í lokakeppni EM 2028 þá sé einfaldlega dýrmætt fyrir írska liðið að vinna Búlgaríu og forðast fall niður í C-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta. Fótbolti 19.3.2025 14:31 Helmingslíkur á að Glódís verði með í landsleikjunum Ekki liggur fyrir hvort Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, verði með því í leikjunum gegn Noregi og Sviss í Þjóðadeildinni í næsta mánuði. Hún glímir við hnémeiðsli. Fótbolti 19.3.2025 13:28 Hópurinn gegn Noregi og Sviss: Hildur og Amanda snúa aftur Þorsteinn Halldórsson hefur tilkynnt hvaða leikmenn mæta Noregi og Sviss á Þróttarvelli í komandi leikjum í Þjóðadeild kvenna í fótbolta, 4. og 8. apríl. Fótbolti 19.3.2025 13:11 Svona var blaðamannafundur KSÍ Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem leikmannahópur íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta fyrir næstu leiki þess var kynntur. Fótbolti 19.3.2025 12:48 „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Davíð Smári Lamude, þjálfari karlaliðs Vestra í fótbolta, segir bann fyrirliða félagsins vegna veðmálabrota vera högg. Hann kveðst viss um að töluvert sé um veðmál hjá leikmönnum hérlendis. Íslenski boltinn 19.3.2025 12:30 Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Jean-Philippe Mateta, framherji Crystal Palace, hefur komið markverði Millwall, Liam Roberts, sem fékk rautt spjald fyrir ljótt brot á honum í bikarleik á dögunum til varnar. Enski boltinn 19.3.2025 11:31 Elfsborg staðfestir komu Ara: „Erum að fá leikmann með spennandi hæfileika“ Ari Sigurpálsson er formlega genginn í raðir sænska úrvalsdeildarliðsins Elfsborg frá Víkingi. Ari skrifaði undir langan samning við Elfsborg, eða til 2029. Fótbolti 19.3.2025 10:24 Ian Wright: „Vellirnir sem þessar stelpur þurfa að spila á eru til skammar“ Erfiðar vallaraðstæður settu mark sitt á fyrri leik Real Madrid og Arsenal í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Ein helsta hetja í sögu Arsenal gagnrýndi völlinn sem leikurinn fór fram á. Fótbolti 19.3.2025 10:01 Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Leifur Andri Leifsson, oft kallaður herra HK, er hættur knattspyrnuiðkun eftir farsælan feril með uppeldisfélaginu. Félagið hefur spilað stóran sess í lífi hans en fjölskyldan fær nú forgang. Íslenski boltinn 19.3.2025 09:31 Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Mikael Neville Anderson mun ekki geta tekið þátt í komandi leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Kósovó vegna meiðsla. Fótbolti 19.3.2025 08:40 Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Abdukodir Khusanov er hetja í heimalandi sínu Úsbekistan eftir að hafa orðið fyrstur sinnar þjóðar til að spila í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hann fékk höfðinglegar móttökur við komuna heim til Úsbekistan í vikunni. Enski boltinn 19.3.2025 08:31 Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Lucy Bronze segist í raun alltaf hafa vitað að hún væri einhverf en hún fékk ekki greiningu fyrr en árið 2021, árið eftir að FIFA valdi hana bestu knattspyrnukonu heims. Hún segir einhverfuna hafa hjálpað sér upp í hæstu hæðir fótboltans. Fótbolti 19.3.2025 07:30 Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Jean-Philippe Mateta, leikmaður Crystal Palace, sagði í viðtali við Sky Sports að hann hafi viljað halda leik áfram eftir að Liam Roberts, markvörður Millwall, gerði sitt besta til að gata andlit franska framherjans. Enski boltinn 19.3.2025 07:00 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 … 334 ›
Breyta ekki því sem virkar Tindastóll hefur bætt við sig framherja fyrir komandi átök í Bestu deild kvenna. Framherjanum Makala Woods er ætlað að leiða framlínu liðsins og tekur við keflinu af fyrrum skólafélaga. Íslenski boltinn 20.3.2025 11:02
„Vil ekki vinna á kostnað þess að það verði engar framfarir“ Spenningurinn hefur gert rækilega var um sig hjá landsliðsþjálfaranum Arnari Gunnlaugssyni sem stýrir sínum fyrsta leik með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í kvöld í fyrri leik liðsins gegn Kósovó í umspili Þjóðadeildarinnar. Undirbúningurinn fyrir þennan fyrsta leik hefur verið knappur. Fótbolti 20.3.2025 10:31
„Búnar að vera dálítið skrýtnar vikur“ Ari Sigurpálsson er nýjasti atvinnumaður Íslands í fótbolta en hann samdi við Elfsborg í Svíþjóð í dag. Ari kveður Víking með söknuði en tímapunkturinn réttur að taka næsta skref á hans ferli. Fótbolti 20.3.2025 09:32
„Myndi ekki einu sinni segja að þetta hafi verið draumur" Orra Stein Óskarsson hefði vart geta órað fyrir því að hann fengi fyrirliðabandið hjá íslenska karlalandsliðinu í fótbolta. Bandið er hins vegar hans fyrir fyrstu landsleiki Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugsonar, gegn Kósovó í umspili fyrir B-deild Þjóðadeildarinnar. Fyrri leikur liðanna fer fram í kvöld. Fótbolti 20.3.2025 09:01
Sjö leikmenn Íslands á hálum ís Sjö leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta eru á hættusvæði fyrir leik kvöldsins gegn Kósovó í Pristina í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. Fái þeir gult spjald í kvöld geta þeir ekki tekið þátt í seinni leiknum. Fótbolti 20.3.2025 08:31
Steini stendur með stráknum: „Hann er mjög vel upp alinn“ „Þetta er bara eins og fótboltinn er. Stundum bara er þjálfarinn vitleysingur og velur þig ekki,“ segir Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, um son hans Jón Dag Þorsteinsson sem á fyrir höndum landsleik með karlalandsliðinu í kvöld. Fótbolti 20.3.2025 08:01
Er betra fyrir Ísland að vinna eða tapa? Væri kannski best fyrir Ísland að tapa fyrir Kósovó í kvöld? Myndi það koma liðinu nær eða fjær EM 2028? Hvaða máli skiptir þetta umspil í Þjóðadeildinni eiginlega? Fótbolti 20.3.2025 07:30
Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Þegar Chelsea fékk enska vængmanninn Jadon Sancho lánaðan frá Manchester United síðasta sumar var það undir þeim formerkjum að Lundúnaliðið myndi kaupa leikmanninn að loknu yfirstandandi tímabili. Chelsea hefur nú skipt um skoðun og er tilbúið að borga sekt frekar en að festa kaup á leikmanninum. Enski boltinn 20.3.2025 07:01
Slakir vellir ógna öryggi kvenkyns leikmanna Leikmannasamtök efstu deilda á Englandi, PFA, hafa sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að öryggi kvenkyns leikmanna sé ógnað sökum slæmra vallaraðstæðna í stórleikjum. Fótbolti 19.3.2025 23:01
Þjálfaralaust Man City lagði óvænt Chelsea Manchester City gerði sér lítið fyrir og lagði Chelsea 2-0 í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Sigurinn kom á óvart þar sem Man City rak nýverið þjálfara sinn og fátt virðist ætla að stöðva Chelsea á leið sinni að enn einum Englandsmeistaratitlinum. Fótbolti 19.3.2025 22:05
Sara Björk fyrirliði í súru tapi í bikarúrslitum Sara Björk Gunnarsdóttir var í byrjunarliði Al Qadsiah þegar liðið mætti Al Ahli í úrslitum bikarkeppni kvenna í knattspyrnu í Sádi-Arabíu. Eftir að komast yfir máttu Sara Björk og stöllur þola súrt 2-1 tap. Fótbolti 19.3.2025 21:45
Sveindís Jane kom inn af bekknum þegar einvígið var svo gott sem búið Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir hóf viðureign Wolfsburg og Evrópumeistara Barcelona í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á varamannabekknum. Staðan var 3-0 gestunum frá Katalóníu í vil þegar hún loks kom inn á. Leiknum lauk með 4-1 sigri gestanna. Fótbolti 19.3.2025 20:00
„Get varla beðið eftir að leikurinn hefjist“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er gríðarlega spenntur fyrir leik Íslands og Kósovó sem fram fer ytra á morgun, fimmtudag. Fótbolti 19.3.2025 18:19
Svona var blaðamannafundur Arnars Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, og fyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson ræddu leik Íslands og Kósovó sem fram fer á morgun, fimmtudag. Fótbolti 19.3.2025 17:32
Styrktaraðilar endursemja við ÍTF Fótboltasumarið er handan við hornið og Íslenskur Toppfótbolti, ÍTF, hefur gengið frá samningum við sína helstu styrktaraðila. Íslenski boltinn 19.3.2025 17:03
Uppselt á leik Íslands í Kósovó annað kvöld Fjórtán þúsund Kósóvar munu fylla Fadil Vokrri leikvanginn á morgun þegar að íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir heimamönnum í umspili Þjóðadeildarinnar. Fótbolti 19.3.2025 15:47
Aldrei verið án Glódísar en setti hana einu sinni á bekkinn Þorsteinn Halldórsson gæti orðið án landsliðsfyrirliðans Glódísar Perlu Viggósdóttur í fyrsta skipti á hans tíma með liðið í komandi leikjum í Þjóðadeild UEFA. Fótbolti 19.3.2025 15:22
Heimir segir dýrmætt að forðast fall Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íra, segir að burtséð frá vangaveltum um möguleika á að komast í lokakeppni EM 2028 þá sé einfaldlega dýrmætt fyrir írska liðið að vinna Búlgaríu og forðast fall niður í C-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta. Fótbolti 19.3.2025 14:31
Helmingslíkur á að Glódís verði með í landsleikjunum Ekki liggur fyrir hvort Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, verði með því í leikjunum gegn Noregi og Sviss í Þjóðadeildinni í næsta mánuði. Hún glímir við hnémeiðsli. Fótbolti 19.3.2025 13:28
Hópurinn gegn Noregi og Sviss: Hildur og Amanda snúa aftur Þorsteinn Halldórsson hefur tilkynnt hvaða leikmenn mæta Noregi og Sviss á Þróttarvelli í komandi leikjum í Þjóðadeild kvenna í fótbolta, 4. og 8. apríl. Fótbolti 19.3.2025 13:11
Svona var blaðamannafundur KSÍ Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem leikmannahópur íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta fyrir næstu leiki þess var kynntur. Fótbolti 19.3.2025 12:48
„Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Davíð Smári Lamude, þjálfari karlaliðs Vestra í fótbolta, segir bann fyrirliða félagsins vegna veðmálabrota vera högg. Hann kveðst viss um að töluvert sé um veðmál hjá leikmönnum hérlendis. Íslenski boltinn 19.3.2025 12:30
Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Jean-Philippe Mateta, framherji Crystal Palace, hefur komið markverði Millwall, Liam Roberts, sem fékk rautt spjald fyrir ljótt brot á honum í bikarleik á dögunum til varnar. Enski boltinn 19.3.2025 11:31
Elfsborg staðfestir komu Ara: „Erum að fá leikmann með spennandi hæfileika“ Ari Sigurpálsson er formlega genginn í raðir sænska úrvalsdeildarliðsins Elfsborg frá Víkingi. Ari skrifaði undir langan samning við Elfsborg, eða til 2029. Fótbolti 19.3.2025 10:24
Ian Wright: „Vellirnir sem þessar stelpur þurfa að spila á eru til skammar“ Erfiðar vallaraðstæður settu mark sitt á fyrri leik Real Madrid og Arsenal í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Ein helsta hetja í sögu Arsenal gagnrýndi völlinn sem leikurinn fór fram á. Fótbolti 19.3.2025 10:01
Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Leifur Andri Leifsson, oft kallaður herra HK, er hættur knattspyrnuiðkun eftir farsælan feril með uppeldisfélaginu. Félagið hefur spilað stóran sess í lífi hans en fjölskyldan fær nú forgang. Íslenski boltinn 19.3.2025 09:31
Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Mikael Neville Anderson mun ekki geta tekið þátt í komandi leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Kósovó vegna meiðsla. Fótbolti 19.3.2025 08:40
Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Abdukodir Khusanov er hetja í heimalandi sínu Úsbekistan eftir að hafa orðið fyrstur sinnar þjóðar til að spila í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hann fékk höfðinglegar móttökur við komuna heim til Úsbekistan í vikunni. Enski boltinn 19.3.2025 08:31
Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Lucy Bronze segist í raun alltaf hafa vitað að hún væri einhverf en hún fékk ekki greiningu fyrr en árið 2021, árið eftir að FIFA valdi hana bestu knattspyrnukonu heims. Hún segir einhverfuna hafa hjálpað sér upp í hæstu hæðir fótboltans. Fótbolti 19.3.2025 07:30
Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Jean-Philippe Mateta, leikmaður Crystal Palace, sagði í viðtali við Sky Sports að hann hafi viljað halda leik áfram eftir að Liam Roberts, markvörður Millwall, gerði sitt besta til að gata andlit franska framherjans. Enski boltinn 19.3.2025 07:00