Fótbolti

Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“

Eftir slæmt tap í fyrsta leik og harkalegar fyrirsagnir í fjölmiðlum er þjálfarinn Freyr Alexandersson farinn að slá í gegn hjá íbúum Bergen og kominn með Brann á topp norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Fótbolti

Kane fékk loksins að syngja sigurlagið

Harry Kane varð Þýskalandsmeistari í gær og vann þar með fyrsta alvöru titilinn á sínum langa ferli. Markahrókurinn mikli hefur ekki enn handleikið málm en fagnaði titlinum í gærkvöldi með því að syngja lagið „We are the champions“ með Queen.

Fótbolti

„Vantar hjarta og bar­áttu í mína menn“

Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, kallar eftir því að leikmenn sínir sýnir meiri hjarta, baráttu og ákefð í varnarleik sínum. Hallgrímur sagði allt þetta hafa vantað þegar lið hans laut í lægra haldi fyrir ÍA í fimmtu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Elkem-vellinum á Akranesi í kvöld. 

Fótbolti

Lille bjargaði mikil­vægu stigi

Hákon Arnar Haraldsson var nýfarinn af velli þegar Lille skoraði jöfnunarmarkið í 1-1 jafntefli gegn Marseille. Stigið var mikilvægt fyrir Lille sem er í harðri Meistaradeildarbaráttu.

Fótbolti

Hörður í hóp eftir tæp­lega tveggja ára meiðsli

Hörður Björgvin Magnússon var í leikmannahópi Panathinaikos í fyrsta sinn í tæp tvö ár, en kom ekki við sögu. Sverrir Ingi Ingason stóð vaktina í vörn Panathinaikos, sem vann 1-2 gegn AEK í næstsíðustu umferð grísku úrvalsdeildarinnar.

Fótbolti

Bayern varð sófameistari

Lið Bayern Munchen sat heima í sófa og horfði á Freiburg tryggja þýska meistaratitilinn fyrir sig með jafntefli gegn Bayer Leverkusen.

Fótbolti

Vont tap hjá Alberti í Rómarborg

Albert Guðmundsson spilaði síðasta hálftímann fyrir Fiorentina í 1-0 tapi gegn Roma í 35. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. Fiorentina missti þar af mikilvægum stigum í Evrópubaráttunni.

Fótbolti

„Við gátum ekki farið mikið neðar“

Stjarnan sigraði Val í dag 1-0 í 4. umferð Bestu deild kvenna. Leikurinn var tíðindalítill en Stjarnan skoraði sigurmarkið með skalla úr föstu leikatriði og það reyndist nóg til þess að sækja stigin þrjú. Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari liðsins var ánægður með úrslitin eftir leik.

Íslenski boltinn

Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð

Eggert Aron Guðmundsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Brann í 2-4 sigri gegn Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þetta var fimmti sigur Brann í röð eftir tap í fyrstu umferðinni og lærisveinar Freys Alexanderssonar komust upp í efsta sæti deildarinnar.

Fótbolti