Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Karlmaður sem segist hafa orðið fyrir „kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi“ hjá Manchester United sem barn hefur nú stefnt félaginu. Enski boltinn 13.11.2025 14:45
Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Albert Þór Guðmundsson fékk góðan gest í nýjasta þáttinn af Fantasýn en þar var á ferðinni einn heitasti Fantasy-spilari landsliðsins það sem af er tímabilinu. Enski boltinn 13.11.2025 12:02
Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Mohamed Salah var langbesti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð en Egyptinn hefur verið langt frá sínu besta á þessu tímabili. Liverpool-liðið hafði augljóslega ekki efni á því að missa þetta framlag frá sínum markahæsta manni. Enski boltinn 13.11.2025 07:41
Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Það vantar ekki samkeppnina um sæti í HM-hóp Brasilíumanna næsta sumar en einn af þeim sem koma kannski til greina kemur úr óvæntri átt. Enski boltinn 11.11.2025 12:03
Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Liverpool eyddi metupphæð í þýska leikmanninn Florian Wirtz í sumar en það hefur ekki gengið vel hjá þeim þýska hingað til í enska boltanum. Nú er hann kominn til móts við þýska landsliðið og landsliðsþjálfarinn hefur tjáð sig um stöðuna sem er komin upp hjá Liverpool. Enski boltinn 11.11.2025 07:32
Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Cole Palmer er greinilega umvafinn öflugu teymi lögfræðinga því hann er búinn að gera nánast allt sem tengist nafni hans eða ímynd að vörumerki. Þar með talið fagnið fræga, þar sem hann hjúfrar sér um axlir til að hlífa sér frá kulda. Enski boltinn 10.11.2025 22:34
Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Liverpool hefur sett sig í samband við PGMOL dómarasamtökin á Englandi til að lýsa yfir óánægju sinni með að mark Virgils van Dijk hafi ekki fengið að standa í leiknum gegn Manchester City í gær. Enski boltinn 10.11.2025 18:00
„Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Sérfræðingarnir í Sunnudagsmessunni skoðuðu fyrri dæmi á leiktíðinni um mörk sem fengið hafa að standa en voru keimlík markinu sem dæmt var af Liverpool í stórleiknum við Manchester City í gær. Sitt sýndist hverjum um hvort dómurinn hefði verið réttur eða kolrangur. Enski boltinn 10.11.2025 13:48
Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Þetta var ekki góð helgi fyrir Cameron Burgess í enska boltanum. Það má reyndar ganga svo langt að þetta hafi verið hörmuleg helgi fyrir kappann. Enski boltinn 10.11.2025 13:02
Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Spænski miðjumaðurinn Nico González mætti í viðtal við Hjörvar Hafliðason eftir 3-0 sigurinn með Manchester City gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. González skoraði eitt markanna en var ekki sammála því að hann hefði átt sinn besta leik í gær. Enski boltinn 10.11.2025 12:31
Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Virgil van Dijk sagði í samtali við Hjörvar Hafliðason á Sýn Sport í gær að Liverpool verðskuldaði gagnrýnina sem liðið hefði fengið á leiktíðinni. Enski boltinn 10.11.2025 11:30
Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Virgil van Dijk hélt að hann hefði jafnað metin fyrir Liverpool á móti Manchester City í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Markið var hins vegar dæmt af og Manchester City endaði á því að gjörsigra Liverpool 3–0. Enski boltinn 10.11.2025 08:31
Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Gott gengi Aston Villa heldur áfram en í dag vann liðið Bournemouth, 4-0, í 11. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Villa hefur unnið fimm af síðustu sex deildarleikjum sínum. Enski boltinn 9.11.2025 16:04
Öruggur sigur City Englandsmeistarar síðustu tveggja ára, Manchester City eru komnir í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir öruggan 3-0 sigur á Liverpool í dag. Enski boltinn 9.11.2025 16:02
Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sunderland beitti öllum brögðum sem í boði voru þegar liðið tók á móti Arsenal í gær. Auglýsingaskiltin á Ljósvangi voru meðal annars færð til að trufla löng innköst Skyttanna. Enski boltinn 9.11.2025 11:01
Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sunderland og Manchester United tryggðu sér stig með mörkum á elleftu stundu í ensku úrvalsdeildinni í gær. Alls voru átján mörk skoruð í fimm leikjum í gær. Enski boltinn 9.11.2025 10:30
Sanngjarn heimasigur Chelsea átti ekki í teljandi vandræðum með lánlaust lið Wolves þegar Úlfarnir heimsóttu Lundúnir í kvöld. Enski boltinn 8.11.2025 19:33
Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton West Ham vann sinn annan sigur í röð í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið lagði Burnley 3-2. Þá vann Everton þægilegan 2-0 heimasigur á Fulham. Enski boltinn 8.11.2025 17:08
Dramatík í uppbótartíma Nýliðar Sunderland urðu í kvöld þriðja liðið til að taka stig af toppliði Arsenal þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli í nokkuð dramatískum leik á Leikvangi ljósanna. Enski boltinn 8.11.2025 17:02
Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, hefði viljað sjá sína menn sýna meira hugrekki til að sigra Tottenham í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 8.11.2025 15:38
Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Preston, sem íslenski landsliðsmaðurinn Stefán Teitur Þórðarson leikur með, komst upp í 3. sæti ensku B-deildarinnar eftir 1-1 jafntefli við Millwall á The Den í dag. Enski boltinn 8.11.2025 14:57
Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Tottenham og Manchester United skildu jöfn, 2-2, í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Tvö mörk komu í uppbótartíma. Enski boltinn 8.11.2025 12:01
Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Rob Edwards mun ekki stýra Middlesbrough í leiknum gegn Birmingham City í ensku B-deildinni í dag. Wolves, botnlið ensku úrvalsdeildarinnar, vill fá Edwards til starfa. Enski boltinn 8.11.2025 11:29
Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, tekur ekki undir með Arsene Wenger að koma Florians Wirtz hafi eyðilagt miðju Rauða hersins. Enski boltinn 8.11.2025 11:00