Bíó og sjónvarp

The Bridge - þrjár stjörnur

Heimildarmyndin The Bridge fjallar um sjálfsvíg á Golden Gate-brúnni við San Fransisco. Brúin er sá staður í heiminum þar sem flestir binda enda á líf sitt. Á um það bil tveggja vikna fresti stekkur einhver fram af brúnni út í nær öruggan dauða.

Bíó og sjónvarp

Killer Joe aftur á svið

Sýningum á Killer Joe verður haldið áfram á Litla sviði Borgarleikhússins í byrjun september og er miðasala þegar hafin á vef leikhússins. Sýningin hlaut mikla athygli og lof bæði gagnrýnenda og áhorfenda í vor, og alls 8 tilnefningar til Grímunnar í júní síðastliðnum.

Bíó og sjónvarp

Samadrama fresta enn

Vandamál steðja að norska leikstjóranum Niels Gaup sem gerði hina eftirminnilegu mynd Leiðsögumanninn, með Helga Skúlasyni. Hann er nú að ljúka við stóra mynd, Kautokeino-uppreisnina, og ætlaði að frumsýna í apríl en þá varð frestun.

Bíó og sjónvarp

Myndinni frestað

Útgáfu heimildarmyndar Martin Scorsese um hljómsveitina The Rolling Stones hefur verið frestað þar til í apríl á næsta ári af markaðsástæðum. Myndin, sem heitir Shine a Light, átti upphaflega að koma út í september og hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu.

Bíó og sjónvarp

Nordisk Panorama nálgast

Norræna heimildar- og stuttmyndahátíðin, Nordisk Panorama, fer fram í Oulo í Finnlandi í síðustu viku september. Hátíðin fer sem kunnugt er milli nokkurra borga á Norðurlöndunum, var haldin í Árósum í fyrra og þar áður í Bergen.

Bíó og sjónvarp

Sjálfsvígsbrúin Golden Gate

Golden Gate brúin við San Fransisco er sá staður í Bandaríkjunum sem flestir fyrirfara sér. Í annarri hverri viku að meðaltali stekkur einhver fram af. Heimildarmyndin The Bridge, sem verður sýnd á Bíódögum Græna ljóssins sem hefjast í dag, fjallar um sjálfsvígin á brúnni.

Bíó og sjónvarp

Yfirmaður óskast

Mannaskipti verða hjá Nordisk Filmkontakt um næstu áramót þegar ráða á nýjan framkvæmdastjóra samtakanna. Karolina Lidin sem hefur gegnt starfinu um árabil hættir og rennur umsóknarfrestur fyrir starfið út 17. ágúst. Karolina er mjög virt í heimi kynningar, dreifingar og fjármögnunar á heimildar- og stuttmyndum og hefur staðið sig afar vel í starfi.

Bíó og sjónvarp

Heimildarmynd Sigur Rósar frumsýnd 27. september

Heimildamynd um tónleikaferð Sigur Rósar um Ísland í fyrra verður frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík fimmtudaginn 27. september. Tónleikaferðalagið sveitarinnar var allt kvikmyndað og fá aðdáendur nú að njóta afraksturins í mynd um ferðalagið sem hlotið hefur nafnið Sigur Rós - Heima.

Bíó og sjónvarp

Bergmansþing í kvöld

Rannsóknahópurinn Deus ex cinema stendur fyrir málþingi í kvöld sem ber yfirskriftina Guð á hvíta tjaldinu um trúarleg minni í verkum sænska leikstjórans Ingmars Bergman sem lést í júlí og fleiri stórskálda kvikmyndanna.

Bíó og sjónvarp

Ingvar í ævintýradrama fyrir fullorðna

Nýlega lauk tökum á stuttmynd sem byggir á Grímsævintýri og heitir hún Harmsaga. Myndin er ævintýradrama fyrir fullorðna með drungalegu ívafi. Valdimar Jóhannsson leikstýrir myndinni og var hún tekin upp í Arnarfirði á Vestfjörðum í síðasta mánuði.

Bíó og sjónvarp

Stórmynd í uppnámi

Eitt stærsta verkefni í norrænum kvikmyndaiðnaði er í uppnámi. Norrænar sjónvarpsstöðvar réðust í það í fyrra að láta gera handrit eftir þríleik sænska rithöfundarins Jan Guillou um þátt norrænna manna í krossferðunum.

Bíó og sjónvarp

Heima frumsýnd á RIFF

Heima, mynd um tónleikaferð hljómsveitarinnar Sigur Rósar um Ísland, verður frumsýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, 27. september næstkomandi. Þetta kemur fram á Soundgenerator.com.

Bíó og sjónvarp

Draugar Milos Forman

Goya`s Ghost, nýjasta kvikmynd hins tékkneska Milos Forman, verður meðal kvikmynda á Bíódögum Græna ljóssins sem hefjast eftir tæpa viku. Myndin segir frá ævi spænska málarans Francisco Goya og er stjörnum prýdd en meðal leikara eru þau Natalie Portman og Javier Bardem auk Stellan Skarsgaard sem fer með hlutverk Goya.

Bíó og sjónvarp

Þjóðsögur á mynddiskum

Tvíeykið góða úr Stundinni okkar, þau Þóra Sigurðardóttir og Jóhann G. Jóhannsson, hafa nú gefið út DVD-diska sem innihalda þættina Sögurnar okkar. „Þetta eru þættir sem við gerðum fyrir RÚV og voru sýndir í fyrra,“ segir Þóra.

Bíó og sjónvarp

Umbreytingar líta dagsins ljós

Kvikmyndin Transformers eða Umbreytingar var frumsýnd í gær hér á landi en hún þykir ein best heppnaða sumarmyndin. Myndin er byggð á frægum leikföngum frá 7. áratug síðustu aldar sem eiga rætur að rekja til Japans.

Bíó og sjónvarp

Baltasar Kormákur í Independent

Nafn leikarans, leikstjórans og framleiðandans Baltasars Kormáks verður sífellt stærra í hinum alþjóðlega kvikmyndaheimi og í tilefni þess að mynd hans, A Little Trip to Heaven, kom út á DVD í Bretlandi í vikunni var hann í stuttu viðtali við hið virta blað Independent á þriðjudag.

Bíó og sjónvarp

Pollack dregur sig í hlé vegna veikinda

Hinn 73 ára kvikmyndaleikstjóri Sydney Pollack hefur dregið sig í hlé sem leikstjóri pólitískrar dramamyndar sem hann ætlaði að hefja vinnu við nú í haust. Myndin fjallar um líf fólks sem tók þátt í að endurtelja atkvæðin í Flórída í bandarísku forsetakosningunum árið 2000.

Bíó og sjónvarp

Í lykilhlutverki í myndinni

Baltasar Kormákur lagði af stað til Flateyjar á Breiðafirði í gær, ásamt fríðum flokki leikara og tökuliðs. Hann ætlar að dveljast í Flatey í mánuð eða svo, á meðan tökur standa yfir á kvikmynd hans, nýrri útgáfu af leikriti Antons Tsjekov, Ivanoff.

Bíó og sjónvarp