Klaatu til bjargar 11. desember 2008 04:30 Keanu Reeves leikur geimveruna Klaatu í kvikmyndinni The Day the Earth Stood Still sem verður heimsfrumsýnd hérlendis á morgun. Kvikmyndir um heimsendi og yfirvofandi eyðileggingu jarðar hafa ávallt verið vinsælt umfjöllunarefni í Hollywood. The Day the Earth Stood Still, sem verður heimsfrumsýnd á morgun, er einmitt boðberi válegra tíðinda. The Day the Earth Stood Still er endurgerð samnefndrar myndar frá árinu 1951. Nýja myndin fjallar um virtan vísindamann (Jennifer Connelly) sem kemst í kynni við geimveruna Klaatu (Keanu Reeves) sem hefur ferðast til jarðar til að vara við hnattrænu vandamáli sem er yfirvofandi. Fyrri myndin fjallaði um getu mannsins til að tortíma sjálfum sér þar sem tilvísunin í eyðingarmátt kalda stríðsins var greinileg. Núna eru aftur á móti breyttir tímar þar sem almenningur þarf frekar að líta í eigin barm til að koma í veg fyrir eyðileggingu jarðar. „Með því að endurgera þessa mynd höfðum við tækifæri til að fanga þá hræðslu sem almenningur býr við í dag," sagði Keanu Reeves. „Lífshættir okkar gætu haft stórhættulegar afleiðingar fyrir plánetuna. Myndin fær okkur til að líta á samband okkar við náttúruna og hvernig áhrif við höfum á plánetuna." Myndir á borð við Independence Day og War of the Worlds segja frá árásum óvinveittra geimvera á jarðarbúa. Slíkar myndir hafa ávallt verið vinsælar í Hollywood þar sem litið hefur verið á vondu geimverurnar sem táknmynd kommúnismans. Hættan er því utanaðkomandi og erfitt fyrir almenning að hafa áhrif á gang mála, öfugt við hættuna við hlýnun jarðar. The Day the Earth Stood Still fetar því frekar í fótspor The Day After Tomorrow frá árinu 2004 sem fjallaði um svipað málefni. Einnig hefur heimildarmynd Als Gore, The Inconvenient Truth, tvímælalaust hjálpað The Day the Earth Stood Still og undirbúið áhorfendur fyrir þann umhverfisvæna boðskap sem hún hefur að geyma. Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Menning Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Kvikmyndir um heimsendi og yfirvofandi eyðileggingu jarðar hafa ávallt verið vinsælt umfjöllunarefni í Hollywood. The Day the Earth Stood Still, sem verður heimsfrumsýnd á morgun, er einmitt boðberi válegra tíðinda. The Day the Earth Stood Still er endurgerð samnefndrar myndar frá árinu 1951. Nýja myndin fjallar um virtan vísindamann (Jennifer Connelly) sem kemst í kynni við geimveruna Klaatu (Keanu Reeves) sem hefur ferðast til jarðar til að vara við hnattrænu vandamáli sem er yfirvofandi. Fyrri myndin fjallaði um getu mannsins til að tortíma sjálfum sér þar sem tilvísunin í eyðingarmátt kalda stríðsins var greinileg. Núna eru aftur á móti breyttir tímar þar sem almenningur þarf frekar að líta í eigin barm til að koma í veg fyrir eyðileggingu jarðar. „Með því að endurgera þessa mynd höfðum við tækifæri til að fanga þá hræðslu sem almenningur býr við í dag," sagði Keanu Reeves. „Lífshættir okkar gætu haft stórhættulegar afleiðingar fyrir plánetuna. Myndin fær okkur til að líta á samband okkar við náttúruna og hvernig áhrif við höfum á plánetuna." Myndir á borð við Independence Day og War of the Worlds segja frá árásum óvinveittra geimvera á jarðarbúa. Slíkar myndir hafa ávallt verið vinsælar í Hollywood þar sem litið hefur verið á vondu geimverurnar sem táknmynd kommúnismans. Hættan er því utanaðkomandi og erfitt fyrir almenning að hafa áhrif á gang mála, öfugt við hættuna við hlýnun jarðar. The Day the Earth Stood Still fetar því frekar í fótspor The Day After Tomorrow frá árinu 2004 sem fjallaði um svipað málefni. Einnig hefur heimildarmynd Als Gore, The Inconvenient Truth, tvímælalaust hjálpað The Day the Earth Stood Still og undirbúið áhorfendur fyrir þann umhverfisvæna boðskap sem hún hefur að geyma.
Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Menning Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið