Fótbolti

Púllarinn dregur sig úr hópnum

Ryan Gravenberch, leikmaður Liverpool, hefur neyðst til að draga sig úr landsliðshópi Hollands vegna meiðsla. Meiðslin eru að líkindum ekki alvarleg en hann hefur verið máttarstólpi á miðju enska liðsins í vetur.

Enski boltinn

Breyta ekki því sem virkar

Tindastóll hefur bætt við sig framherja fyrir komandi átök í Bestu deild kvenna. Framherjanum Makala Woods er ætlað að leiða framlínu liðsins og tekur við keflinu af fyrrum skólafélaga.

Íslenski boltinn

„Vil ekki vinna á kostnað þess að það verði engar fram­farir“

Spenningurinn hefur gert ræki­lega var um sig hjá lands­liðsþjálfaranum Arnari Gunn­laugs­syni sem stýrir sínum fyrsta leik með ís­lenska karla­lands­liðinu í fót­bolta í kvöld í fyrri leik liðsins gegn Kó­sovó í um­spili Þjóða­deildarinnar. Undir­búningurinn fyrir þennan fyrsta leik hefur verið knappur.

Fótbolti

„Myndi ekki einu sinni segja að þetta hafi verið draumur"

Orra Stein Óskars­son hefði vart geta órað fyrir því að hann fengi fyrir­liða­bandið hjá ís­lenska karla­lands­liðinu í fót­bolta. Bandið er hins vegar hans fyrir fyrstu lands­leiki Ís­lands undir stjórn Arnars Gunnlaugsonar, gegn Kó­sovó í um­spili fyrir B-deild Þjóða­deildarinnar. Fyrri leikur liðanna fer fram í kvöld.

Fótbolti

Sjö leik­menn Ís­lands á hálum ís

Sjö leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta eru á hættusvæði fyrir leik kvöldsins gegn Kósovó í Pristina í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. Fái þeir gult spjald í kvöld geta þeir ekki tekið þátt í seinni leiknum.

Fótbolti

Frekar til í að borga himin­háa sekt en að kaupa Sancho

Þegar Chelsea fékk enska vængmanninn Jadon Sancho lánaðan frá Manchester United síðasta sumar var það undir þeim formerkjum að Lundúnaliðið myndi kaupa leikmanninn að loknu yfirstandandi tímabili. Chelsea hefur nú skipt um skoðun og er tilbúið að borga sekt frekar en að festa kaup á leikmanninum.

Enski boltinn

Þjálfara­laust Man City lagði ó­vænt Chelsea

Manchester City gerði sér lítið fyrir og lagði Chelsea 2-0 í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Sigurinn kom á óvart þar sem Man City rak nýverið þjálfara sinn og fátt virðist ætla að stöðva Chelsea á leið sinni að enn einum Englandsmeistaratitlinum.

Fótbolti

Svona var blaða­manna­fundur Arnars

Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, og fyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson ræddu leik Íslands og Kósovó sem fram fer á morgun, fimmtudag.

Fótbolti