Innlent Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur tekið upp nýtt nafn, Gló stuðningsfélag. Frá þessu var greint um helgina en samhliða nýju nafni hefur einnig verið gefið út nýtt myndmerki og ný ásýnd sem ætlað er að ná betur um núverandi starfsemi og gildi félagsins. Innlent 3.11.2025 10:19 Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Árný Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju, segir hóp foreldra langveikra barna alls konar og reynsla þeirra ólík en það sem þau eiga sameiginlegt er að þau standa öll „fjórðu vaktina“. Hún segir of algengt að foreldrar þessara barna lendi í örmögnun eða endi jafnvel sem öryrkjar þegar börnin eru orðin fullorðin. Innlent 3.11.2025 09:07 Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Þingmenn Framsóknarflokksins og Miðflokksins vilja að reglur um veiðar á nokkrum fuglategundum verði rýmkaðar í því skini að takmarka ágang fuglanna á tún og kornakra. Þá leggja þingmennirnir til að ráðherra geri stjórnunar- og verndaráætlun fyrir álftir og gæsastofna á Íslandi í samvinnu við hagsmunaaðila og Náttúrufræðistofnun. Innlent 3.11.2025 07:44 Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Tvímenningar komu ítrekað við sögu á vaktinni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Sjö gistu fangageymslur í morgunsárið. Innlent 3.11.2025 07:34 Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Maður hefur verið ákærður fyrir að nauðga konu í þrígang í herbergi hennar á gistiheimili. Innlent 2.11.2025 23:02 „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir ljóst að fjárútlát Ríkislögreglustjóra til ráðgjafafyrirtækisins Intru verði að hafa afleiðingar. Álíka meðhöndlun á opinberu fé sé aldrei fyrirgefanleg. Málið verður tekið fyrir á fundi nefndarinnar á morgun. Innlent 2.11.2025 22:02 Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Fjölskyldu í Hveragerði finnst fátt skemmtilegra en að fara saman út að hjóla og ekki síst í útlöndum. Fjölskyldan er nýkomin heim úr hjólaferð meðfram Dóná, næst lengstu á í Evrópu en í ferðinni voru hjólaðir um þrettán hundruð kílómetrar og fjölskyldan gisti átján nætur í tjaldi. Innlent 2.11.2025 20:05 „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Ráðstefna kynlífsverkafólks fór fram í fyrsta skipti hér á landi í gær. Rauða regnhlífin sem stóð fyrir ráðstefnunni kallar eftir því að umræðan verði opnuð og reglur og lög varðandi kynlífsverkafólk endurskoðað. Innlent 2.11.2025 20:01 Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Fjárútlát Ríkislögreglustjóra til ráðgjafafyrirtækisins Intru þurfa að hafa afleiðingar, segir formaður stjórnskipunar- og eftirlistnefndar. Álíka meðhöndlun á opinberu fé sé aldrei fyrirgefanleg. Málið verður tekið fyrir á fundi nefndarinnar á morgun. Innlent 2.11.2025 18:12 Moskítóflugan lifði kuldakastið af Moskítóflugan virðist hafa lifað af kuldakastið sem reið yfir landið í vikunni. Skordýraáhugamaður rak augun í flugu í gærkvöldi. Innlent 2.11.2025 17:01 „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Stjórnarformaður Ríkisútvarpsins telur að þorsti Ríkisútvarpsins í auglýsingafé sé of mikill en í stóra samhenginu myndi brotthvarf RÚV af auglýsingamarkaði ekki gjöbreyta stöðu einkarekinna fjölmiðla. Deilt var um hvort í raun væri þörf á ríkisreknum fjölmiðli í Sprengisandi í morgun. Innlent 2.11.2025 16:47 Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Fulltrúar verslunar og þjónustu hvetja stjórnvöld til að grípa til ráðstafana til að tryggja rekstur kjörbúða í minni bæjarstæðum á landsbyggðinni. Um félagslegt byggðarmál sé að ræða. Án þessar grunnþjónustu sé hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki. Innlent 2.11.2025 15:48 Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Velunnarar hafa hrint af stað söfnun fyrir Brynju Þrastardóttur, ekkju Hjörleifs Hauks Guðmundssonar sem var myrtur í Gufunesmálinu fyrr á þessu ári. Innlent 2.11.2025 14:56 Þúsundir hafi orðið af milljónum Bætur fyrir líkamstjón samkvæmt skaðabótalögum hafa ekki verið uppfærðar í 26 ár og halda ekki lengur í við launaþróun á vinnumarkaði. Fyrir vikið hafa þúsundir slasaðra einstaklinga fengið bætur sem endurspegla ekki raunverulegt fjártjón þeirra. Innlent 2.11.2025 14:52 Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Íslensku sauðkindinni hefur fækkað um hundrað þúsund á síðustu tíu árum og líst formanni stjórnar sauðfjárbænda ekkert á stöðuna og segir nauðsynlegt að fjölga kindum aftur af miklum krafti í landinu. Innlent 2.11.2025 13:05 Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Samtök iðnaðarins segja útlitið hjá byggingariðnaðnum vera svart í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða. Söguleg óvissa grafi undan markaðnum. Hver dagur skipti máli í núverandi ástandi sem er ekki hægt að lifa við til lengri tíma. Innlent 2.11.2025 11:51 Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Samfélagsleg losun gróðurhúsalofttegunda í Reykjavík jókst um 1,5 prósent á milli ára. Árið 2024 losnuðu 614 þúsund tonn. Aukningin er meðal annars vegna meiri losunar við meðhöndlun úrgangs. Innlent 2.11.2025 10:53 Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sprengisandur er á sínum stað klukkan á Bylgjunni klukkan tíu í dag. Kristján Kristján stýrir þar kröftugri þjóðfélagsumræðu að vanda. Innlent 2.11.2025 09:47 Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Ölvaður ökumaður var stöðvaður við akstur í Garðabæ í gærkvöldi með tvö börn í bíl sínum. Var málið afgreitt með aðkomu barnaverndar. Innlent 2.11.2025 07:43 Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Mikill hugur er í eigendum frístundahúsa í Grímsnes- og Grafningshreppi, sem komu saman á fundi í dag til að undirbúa málefnaskrá vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor þar sem lögð verður áhersla á bætta þjónustu, fjölbreyttra búsetuform og náttúruvernd í sveitarfélaginu. Innlent 1.11.2025 20:03 Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Frumgerð að íslenskum hönnunarstól sem talið var að væri glötuð fannst í Góða hirðinum. Stólinn hlaut verðlaun á sýningu í Munchen árið 1961 og þykir fundurinn nokkuð merkur. Kaupandinn segist varla þora að setjast í stólinn og hefur hann lokaðan inni á skrifstofu. Innlent 1.11.2025 20:00 Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Gervigreindarsmjaður er raunverulegt vandamál að mati vísindamanna. Forrit eigi það til að taka undir ranghugmyndir notenda en dósent í tölvunarfræði segir of snemmt að segja til um hvort það geti leitt til svokallaðs gervigreindargeðrofs. Innlent 1.11.2025 19:15 Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Formaður Félags fasteignasala segist aldrei hafa upplifað aðra eins óvissu og ríkir nú á fasteignamarkaði í kjölfar dóms í vaxtamálinu svokallaða. Hver dagur og vika sem líði í óvissu hafi neikvæð áhrif á markaðinn til lengri tíma. Innlent 1.11.2025 18:00 Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Formaður alþjóðanefndar Stúdentaráðs Háskólans á Akureyri segir skiptar skoðanir á drögum að frumvarpi um breytingu á lögum um atvinnuréttindi útlendinga en í þeim felast breytingar á dvalarleyfi námsmanna. Verði frumvarpið að lögum gæti námsbraut við skólann verið undir. Innlent 1.11.2025 16:15 Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Kostnaður við stjórnsýslu Reykjavíkurborgar er mun hærri en gengur og gerist í öðrum sveitarfélögum. Hann er 10 þúsund krónum hærri á hvern íbúa en landsmeðaltalið og 26 þúsund krónum hærri en á Akureyri. Stjórnsýslufræðingur segir áhugavert að stærsta stjórnsýslueining landsins skuli ekki ná að nýta stærðarhagkvæmni sína til að auka skilvirkni og hagræði. Innlent 1.11.2025 14:06 Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Að jafnaði fá tveir einstaklingar heilablóðfall hér á landi á hverjum degi en slag eins og það er kallað er skerðing á heilastarfsemi, sem verður vegna truflunar á blóðflæði til heila. Eftir hádegi í dag verður gestum í Kringlunni og á Glerártorgi á Akureyri boðið að mæta í ókeypis blóðþrýstingsmælingu vegna alþjóðlega Slagdagsins. Innlent 1.11.2025 12:11 Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Breytingar á lánareglum Seðlabankans munu ekki hafa áhrif á fjölda fólks, þar sem reglur um greiðslubyrði haldast þær sömu. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Þó geti um fimmtán hundruð kaupendur komið nýir inn á fasteignamarkaðinn. Innlent 1.11.2025 11:48 Líta eigi á eignir landsbyggðarfólks í Reykjavík sem sumarbústaði Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að líta þurfi á eignir landsbyggðafólks á höfuðborgarsvæðinu eins og sumarbústaði. Þá sé verið að útiloka ákveðinn hóp íbúðaeigenda með því að nýting séreignasparnaðar inn á höfuðstól lána sé bundin til tíu ára. Innlent 1.11.2025 11:06 Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Að minnsta kosti 30 eru látnir eftir að fellibylurinn Melissa gekk yfir Jamaíka á þriðjudag og óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. Árið 1951 lést íslensk kona í fellibyl á eyjunni en hún skrifaði fjölda bréfa til fjölskyldu sinnar hér á landi og það síðasta degi áður en óveðrið skall á. Innlent 1.11.2025 11:03 Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Reykjavíkurborg hyggst ráðast í úttekt á sundlaug Vesturbæjar. Lauginni hefur ítrekað verið lokað síðustu mánuði vegna viðgerða. Innlent 1.11.2025 10:50 « ‹ 2 3 4 5 6 7 8 9 10 … 334 ›
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur tekið upp nýtt nafn, Gló stuðningsfélag. Frá þessu var greint um helgina en samhliða nýju nafni hefur einnig verið gefið út nýtt myndmerki og ný ásýnd sem ætlað er að ná betur um núverandi starfsemi og gildi félagsins. Innlent 3.11.2025 10:19
Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Árný Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju, segir hóp foreldra langveikra barna alls konar og reynsla þeirra ólík en það sem þau eiga sameiginlegt er að þau standa öll „fjórðu vaktina“. Hún segir of algengt að foreldrar þessara barna lendi í örmögnun eða endi jafnvel sem öryrkjar þegar börnin eru orðin fullorðin. Innlent 3.11.2025 09:07
Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Þingmenn Framsóknarflokksins og Miðflokksins vilja að reglur um veiðar á nokkrum fuglategundum verði rýmkaðar í því skini að takmarka ágang fuglanna á tún og kornakra. Þá leggja þingmennirnir til að ráðherra geri stjórnunar- og verndaráætlun fyrir álftir og gæsastofna á Íslandi í samvinnu við hagsmunaaðila og Náttúrufræðistofnun. Innlent 3.11.2025 07:44
Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Tvímenningar komu ítrekað við sögu á vaktinni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Sjö gistu fangageymslur í morgunsárið. Innlent 3.11.2025 07:34
Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Maður hefur verið ákærður fyrir að nauðga konu í þrígang í herbergi hennar á gistiheimili. Innlent 2.11.2025 23:02
„Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir ljóst að fjárútlát Ríkislögreglustjóra til ráðgjafafyrirtækisins Intru verði að hafa afleiðingar. Álíka meðhöndlun á opinberu fé sé aldrei fyrirgefanleg. Málið verður tekið fyrir á fundi nefndarinnar á morgun. Innlent 2.11.2025 22:02
Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Fjölskyldu í Hveragerði finnst fátt skemmtilegra en að fara saman út að hjóla og ekki síst í útlöndum. Fjölskyldan er nýkomin heim úr hjólaferð meðfram Dóná, næst lengstu á í Evrópu en í ferðinni voru hjólaðir um þrettán hundruð kílómetrar og fjölskyldan gisti átján nætur í tjaldi. Innlent 2.11.2025 20:05
„Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Ráðstefna kynlífsverkafólks fór fram í fyrsta skipti hér á landi í gær. Rauða regnhlífin sem stóð fyrir ráðstefnunni kallar eftir því að umræðan verði opnuð og reglur og lög varðandi kynlífsverkafólk endurskoðað. Innlent 2.11.2025 20:01
Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Fjárútlát Ríkislögreglustjóra til ráðgjafafyrirtækisins Intru þurfa að hafa afleiðingar, segir formaður stjórnskipunar- og eftirlistnefndar. Álíka meðhöndlun á opinberu fé sé aldrei fyrirgefanleg. Málið verður tekið fyrir á fundi nefndarinnar á morgun. Innlent 2.11.2025 18:12
Moskítóflugan lifði kuldakastið af Moskítóflugan virðist hafa lifað af kuldakastið sem reið yfir landið í vikunni. Skordýraáhugamaður rak augun í flugu í gærkvöldi. Innlent 2.11.2025 17:01
„Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Stjórnarformaður Ríkisútvarpsins telur að þorsti Ríkisútvarpsins í auglýsingafé sé of mikill en í stóra samhenginu myndi brotthvarf RÚV af auglýsingamarkaði ekki gjöbreyta stöðu einkarekinna fjölmiðla. Deilt var um hvort í raun væri þörf á ríkisreknum fjölmiðli í Sprengisandi í morgun. Innlent 2.11.2025 16:47
Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Fulltrúar verslunar og þjónustu hvetja stjórnvöld til að grípa til ráðstafana til að tryggja rekstur kjörbúða í minni bæjarstæðum á landsbyggðinni. Um félagslegt byggðarmál sé að ræða. Án þessar grunnþjónustu sé hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki. Innlent 2.11.2025 15:48
Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Velunnarar hafa hrint af stað söfnun fyrir Brynju Þrastardóttur, ekkju Hjörleifs Hauks Guðmundssonar sem var myrtur í Gufunesmálinu fyrr á þessu ári. Innlent 2.11.2025 14:56
Þúsundir hafi orðið af milljónum Bætur fyrir líkamstjón samkvæmt skaðabótalögum hafa ekki verið uppfærðar í 26 ár og halda ekki lengur í við launaþróun á vinnumarkaði. Fyrir vikið hafa þúsundir slasaðra einstaklinga fengið bætur sem endurspegla ekki raunverulegt fjártjón þeirra. Innlent 2.11.2025 14:52
Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Íslensku sauðkindinni hefur fækkað um hundrað þúsund á síðustu tíu árum og líst formanni stjórnar sauðfjárbænda ekkert á stöðuna og segir nauðsynlegt að fjölga kindum aftur af miklum krafti í landinu. Innlent 2.11.2025 13:05
Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Samtök iðnaðarins segja útlitið hjá byggingariðnaðnum vera svart í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða. Söguleg óvissa grafi undan markaðnum. Hver dagur skipti máli í núverandi ástandi sem er ekki hægt að lifa við til lengri tíma. Innlent 2.11.2025 11:51
Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Samfélagsleg losun gróðurhúsalofttegunda í Reykjavík jókst um 1,5 prósent á milli ára. Árið 2024 losnuðu 614 þúsund tonn. Aukningin er meðal annars vegna meiri losunar við meðhöndlun úrgangs. Innlent 2.11.2025 10:53
Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sprengisandur er á sínum stað klukkan á Bylgjunni klukkan tíu í dag. Kristján Kristján stýrir þar kröftugri þjóðfélagsumræðu að vanda. Innlent 2.11.2025 09:47
Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Ölvaður ökumaður var stöðvaður við akstur í Garðabæ í gærkvöldi með tvö börn í bíl sínum. Var málið afgreitt með aðkomu barnaverndar. Innlent 2.11.2025 07:43
Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Mikill hugur er í eigendum frístundahúsa í Grímsnes- og Grafningshreppi, sem komu saman á fundi í dag til að undirbúa málefnaskrá vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor þar sem lögð verður áhersla á bætta þjónustu, fjölbreyttra búsetuform og náttúruvernd í sveitarfélaginu. Innlent 1.11.2025 20:03
Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Frumgerð að íslenskum hönnunarstól sem talið var að væri glötuð fannst í Góða hirðinum. Stólinn hlaut verðlaun á sýningu í Munchen árið 1961 og þykir fundurinn nokkuð merkur. Kaupandinn segist varla þora að setjast í stólinn og hefur hann lokaðan inni á skrifstofu. Innlent 1.11.2025 20:00
Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Gervigreindarsmjaður er raunverulegt vandamál að mati vísindamanna. Forrit eigi það til að taka undir ranghugmyndir notenda en dósent í tölvunarfræði segir of snemmt að segja til um hvort það geti leitt til svokallaðs gervigreindargeðrofs. Innlent 1.11.2025 19:15
Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Formaður Félags fasteignasala segist aldrei hafa upplifað aðra eins óvissu og ríkir nú á fasteignamarkaði í kjölfar dóms í vaxtamálinu svokallaða. Hver dagur og vika sem líði í óvissu hafi neikvæð áhrif á markaðinn til lengri tíma. Innlent 1.11.2025 18:00
Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Formaður alþjóðanefndar Stúdentaráðs Háskólans á Akureyri segir skiptar skoðanir á drögum að frumvarpi um breytingu á lögum um atvinnuréttindi útlendinga en í þeim felast breytingar á dvalarleyfi námsmanna. Verði frumvarpið að lögum gæti námsbraut við skólann verið undir. Innlent 1.11.2025 16:15
Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Kostnaður við stjórnsýslu Reykjavíkurborgar er mun hærri en gengur og gerist í öðrum sveitarfélögum. Hann er 10 þúsund krónum hærri á hvern íbúa en landsmeðaltalið og 26 þúsund krónum hærri en á Akureyri. Stjórnsýslufræðingur segir áhugavert að stærsta stjórnsýslueining landsins skuli ekki ná að nýta stærðarhagkvæmni sína til að auka skilvirkni og hagræði. Innlent 1.11.2025 14:06
Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Að jafnaði fá tveir einstaklingar heilablóðfall hér á landi á hverjum degi en slag eins og það er kallað er skerðing á heilastarfsemi, sem verður vegna truflunar á blóðflæði til heila. Eftir hádegi í dag verður gestum í Kringlunni og á Glerártorgi á Akureyri boðið að mæta í ókeypis blóðþrýstingsmælingu vegna alþjóðlega Slagdagsins. Innlent 1.11.2025 12:11
Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Breytingar á lánareglum Seðlabankans munu ekki hafa áhrif á fjölda fólks, þar sem reglur um greiðslubyrði haldast þær sömu. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Þó geti um fimmtán hundruð kaupendur komið nýir inn á fasteignamarkaðinn. Innlent 1.11.2025 11:48
Líta eigi á eignir landsbyggðarfólks í Reykjavík sem sumarbústaði Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að líta þurfi á eignir landsbyggðafólks á höfuðborgarsvæðinu eins og sumarbústaði. Þá sé verið að útiloka ákveðinn hóp íbúðaeigenda með því að nýting séreignasparnaðar inn á höfuðstól lána sé bundin til tíu ára. Innlent 1.11.2025 11:06
Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Að minnsta kosti 30 eru látnir eftir að fellibylurinn Melissa gekk yfir Jamaíka á þriðjudag og óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. Árið 1951 lést íslensk kona í fellibyl á eyjunni en hún skrifaði fjölda bréfa til fjölskyldu sinnar hér á landi og það síðasta degi áður en óveðrið skall á. Innlent 1.11.2025 11:03
Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Reykjavíkurborg hyggst ráðast í úttekt á sundlaug Vesturbæjar. Lauginni hefur ítrekað verið lokað síðustu mánuði vegna viðgerða. Innlent 1.11.2025 10:50