Fréttir

Kaus að styðja karlasamtök í stað lög­reglu

Félags- og húsnæðismálaráðherra ákvað að veita Samtökum um karlaathvarf styrk upp á milljónir króna þrátt fyrir að matsaðilar teldu forsvarsmenn samtakanna ekki hæfa til að sinna verkefninu. Samtökin fengu styrk á kostnað verkefnis lögreglunnar á Suðurlandi.

Innlent

Brutu stjórnsýslulög við út­gáfu hvalveiðileyfis

Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð matvælaráðuneytisins á umsókn um leyfi til hvalveiða var ekki í samræmi við lög árið 2024. Þá var Bjarkey Olsen matvælaráðherra. Í áliti umboðsmanns segir að stjórnsýslulögum hafi ekki fylgt við meðferð matvælaráðuneytisins á umsókn um leyfi til hvalveiða.

Innlent

Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári

Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins spurði Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi hvernig gengi að afleggja hina umdeildu jafnlaunavottun. Þorbjörg Sigríður sagði að það yrði á þessu ári.

Innlent

Skoða dóma MDE í ráðu­neyti og refsiréttar­nefnd

Dómsmálaráðuneytið mun fara yfir niðurstöður Mannréttindadómstóls Evrópu og meta hvort og þá með hvaða hætti sé tilefni til frekari úrbóta. Ráðuneytið hefur óskað þess að refsiréttarnefnd taki dóminn til skoðunar. Dómsmálaráðherra segir alla ríkisstjórnina taka niðurstöðu MDE alvarlega en ríkið var fundið brotlegt í öðru málinu.

Innlent

Verðandi sendi­herra grínaðist með að Ís­land yrði 52. ríkið

Væntanlegur sendiherra Bandaríkjanna hér á landi og fyrrverandi þingmaður í fulltrúadeild Bandaríkjaþings grínaðist með það við þingmenn í gær að Ísland yrði 52. ríkið og að hann yrði ríkisstjóri. Í þinginu eru nú stíf fundarhöld um fjárlög þar sem menn róa öllum árum að því að koma í veg fyrir aðra lokun ríkisstofnana.

Erlent

Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kast­ljósi

Viðtal við Ingu Sæland, nýjan mennta- og barnamálaráðherra, í Kastljósinu í gærkvöldi, hefur valdið verulegri gremju meðal grunnskólakennara landsins. Rangfærslur og fullyrðingar um einkunnakerfi í grunnskólum vekja hneykslan. Hún er meðal annars sögð fremst í upplýsingaóreiðu.

Innlent

Rann­saka á­sakanir á hendur Iglesias

Spænskir saksóknarar rannsaka nú áskanir um að Julio Iglesias, einn ástsælasti söngvari landsins, hafi beitt tvær fyrrverandi starfskonur sínar kynferðislegu ofbeldi. Iglesias, sem er á níræðisaldri, hefur ekki tjáð sig um ásakanirnar.

Erlent

Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrar­veður

Stóri-Boli, sem hefur verið veikur frá áramótum, virðist vera að sækja í sig veðrið gegn sterkum Síberíu-Blesa. Þannig virðist von á umpólun þessara megin vetrarhvirfla og mun hæðarhryggur yfir Alaska ýta þarna undir. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á Facebook-síðu sinni og boðar útsynning í fyrsta sinn í vetur. En hvað þýðir þetta allt?

Innlent

Dómur MDE hljóti að vera stjórn­völdum al­var­legt um­hugsunar­efni

Sigurður Örn Hilmarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögmaður á Rétti, segir alvarlegt að stjórnvöld hafi nú tvívegis á um sex mánuðum gerst brotleg samkvæmt Mannréttindadómstóli Evrópu, MDE. Hann segir dómstólinn gefa gagnlega leiðsögn um íslenska réttarkerfið í dómunum sem birtir voru í gær. 

Innlent

Reyna að tala Trump til og óttast af­leiðingar á­rása

Ráðamenn í Mið-Austurlöndum eru sagðir hafa reynt að sannfæra Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að gera ekki árásir gegn klerkastjórninni í Íran. Þeir vilja ekki auka á óöldina á svæðinu og segjast óttast afleiðingarnar sem fall klerkastjórnarinnar gæti haft.

Erlent

Bandaríkja­stjórn kemur barnaníðs­efni Musk til varnar

Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hótar breskum stjórnvöldum refsiaðgerðum ef þau grípa til aðgerða gegn samfélagsmiðlum X vegna kynferðislegra gervigreindarmynda af börnum og konum. Bresk eftirlitsstofnun rannsakar hvort X hafi brotið lög með myndaframleiðslunni.

Erlent

Bar­áttan um Sam­fylkinguna í borginni nálgast suðu­mark

Samfylkingin hefur samkvæmt síðustu alþingiskosningum og skoðanakönnunum verið stærsti flokkur Íslands á landsvísu. Eftir að Kristrún Frostadóttir formaður flokksins tók við stjórnartaumum virðist ekkert lát á vinsældunum hans. En hvað má ráða í komandi prófkjöri Samfylkingarinnar í borginni? Þar virðist ýmislegt rekast á annars horn.

Innlent

Trump segir Nielsen í vondum málum

Utanríkisráðherrar Danmerkur, Grænlands og Bandaríkjanna hittast síðdegis í dag ásamt varaforseta Bandaríkjanna til þess að ræða framtíð Grænlands sem Bandaríkjamenn ásælast nú mjög.

Erlent

Líkur á smá slyddu og snjó­komu syðst

Útlit er fyrir austan og norðaustan fimm til þrettán metrar á sekúndu í dag, en hægviðri á Norður- og Austurlandi. Líkur á smá slyddu eða snjókomu syðst á landinu og smáél fyrir norðan, annars víða þurrt.

Veður