Fréttir

Blöskrar græðgi á kostnað gæða

Flugrekstrarstjóri HeliAir Iceland segir atvik þar sem þyrla lenti á malarbílastæði og olli að líkindum skemmdum á bíl dæmi um það þegar menn hugsi aðeins um gróða en ekki gæði.

Innlent

Trump vill mæta Harris þrisvar í kapp­ræðum

Donald Trump forsetaefni Repúblikana vill mæta Kamölu Harris varaforseta og forsetaefni Demókrata þrisvar í kappræðum í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember. Þá sé hann svo gott sem búinn að jafna sig í eyranu eftir banatilræði í júlí.

Erlent

Ekki boð­legt að börn séu í „gettó-umhverfi“

Það er ekki boðlegt að börn séu í leikskóla í „gettó-umhverfi“ að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Verkefnisstjóri segir aftur á móti að gengið hafi vonum framar að umbreyta skrifstofuhúsnæði í leikskóla áður en skólastarf hefst í næstu viku.

Innlent

Veislan tekin af dag­skrá FM957

Útvarpsþátturinn Veislan á FM957 sem Ágúst Beinteinn og Patrik Atlason, betur þekktir sem Gústi B og Prettyboitjokko, hafa haldið úti heyrir sögunni til. Þetta staðfestir forstöðumaður útvarpsmiðla Sýnar. Þátturinn hefur verið á dagskrá stöðvarinnar í á þriðja ár.

Innlent

„Gettó“ í Ár­múla og hryðjuverkaógnin í Vínar­borg

Það er ekki boðlegt að börn séu í leikskóla í „gettó-umhverfi“ sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar bráðabirgðahúsnæði fyrir leikskóla Brákarborgar í Ármúla. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kynnum við okkur aðstæður í nýju bráðabirgðahúsnæði leikskólans og ræðum við borgarstjóra um þá stöðu sem uppi er eftir að alvarlegir skemmdir komu í ljós á húsnæði nýju Brákarborgar.

Innlent

Setja 470 milljónir í við­gerð í Grinda­vík

Framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ, Grindavíkurnefnd hefur kynnt aðgerðaáætlun vegna viðgerða á innviðum innan þéttbýlis Grindavíkur. Aðgerðirnar miða að því að tryggja virkni og öryggi innviða, þar á meðal á gatnakerfi, lögnum og opnum svæðum.

Innlent

Har­ris þaggaði niður í stuðnings­fólki Palestínu­manna

Mótmælendur sem kyrjuðu slagorð um stríðsátökin á Gasa trufluðu endurtekið kosningafund Kamölu Harris, forsetaefnis Demókrataflokksins, í Michigan í Bandaríkjunum í gær. Harris hvatti fólkið til þess að segja það hreint út ef það vildi fá Donald Trump sem forseta.

Erlent

Miklar skemmdir á bíl eftir að þyrla lenti við hliðina

Sverrir Tryggvason varð fyrir því óláni í vikunni að flugmaður þyrlu ákvað að lenda á malarplani á Suðurnesjum þar sem bílnum hans var lagt. Hann segir grjótkast undan þyrlunni hafa valdið miklum skemmdum á bílnum, en fyrirtækið á bak við þyrluna neitar að borga tjónið, og segir ekki ljóst hvort skemmdirnar séu vegna þyrlunnar.

Innlent

Dag­björt hafi leynt mikil­vægum upp­lýsingum

Tíu ára fangelsisdómur Héraðsdóms Reykjavíkur sem Dagbjört Guðrún Rúnarsdóttir hlaut í síðasta mánuði í Bátavogsmálinu svokallaða hefur verið birtur á vefsvæði dómstólana. Í honum segir að Dagbjört hafi frá því að málið kom upp leynt veigamiklum upplýsingum  og reynt að koma í veg fyrir að hægt væri að varpa ljósi á málið.

Innlent

„Það má al­veg stríða pínu­lítið“

Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að um góðlátlegt grín hafi verið að ræða, þegar hann sagðist vilja „alvöru úttekt“ á „alvöru úttektum borgarinnar“ í gær. Friðjón var þar að vísa í viðtal við Einar, sem kvaðst hafa óskað eftir alvöru úttekt á Brákarborgarmálinu.

Innlent

„Lands­liðið“ búið að skila til­lögu og von á vímuefnastefnu

„Skaðaminnkandi nálgun er það sem að mun umvefja alla stefnumótun. Við erum með í ráðuneytinu núna landsliðið, má segja, í þessari hugmyndafræði og á þessum vettvangi. Það eru mjög margir sem koma að þessu verkefni með okkur í ráðuneytinu að formgera skaðaminnkunarstefnu sem mun fara inn í stærri vímuefnastefnu sem er í endurskoðun.“

Innlent

Ætluðu að drepa eins marga og þeir gætu

„Ástandið var alvarlegt og ástandið er alvarlegt, en við getum líka fullyrt að við komum í veg fyrir harmleik,“ segir Gerhard Karner, innanríkisráðherra Austurríkis um hryðjuverkaárás sem tveir táningar eru grunaðir um að hafa áætlað að fremja í Vín, í kringum tónleika poppstjörnunnar Taylor Swift í borginni.

Erlent

„Við mætum þessu með því að stækka fánann“

Bæjarráð í Hveragerði ákvað á fundi sínum í morgun að stækka regnbogafánann eftir að unnin voru á honum skemmdarverk í nótt. Starfsfólk bæjarins hefur vinnu við stækkuna í dag. Lögreglu hefur verið tilkynnt um skemmdarverkin.

Innlent

Átta daga geim­ferð gæti orðið að átta mánuðum

Líkurnar á því að tveir bandarískir geimfarar sem eru fastir í Alþjóðlegu geimstöðinni eftir að geimferja þeirra bilaði komist ekki aftur til jarðar fyrr en á næsta ári hafa aukist. Upphaflega átti tilraunaferð þeirra til geimstöðvarinnar aðeins að taka átta daga.

Erlent

Milt veður fram að og um helgi en svo tekur djúp lægð við

Það verður hæg norðlæg eða breytileg átt í dag og á morgun. Það verður fremur þungbúið norðan- og austanlands og svalt, en bjartara sunnan heiða og mildara. Hiti er á bilinu 7 til 17 stig. Þetta kemur frami hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar. 

Veður

Óboðlegt að fanga­verðir eigi í hættu að stór­slasast í vinnunni

Heiðar Smith, formaður félags fangavarða, segir vinnuaðstæður fangavarða hafa breyst mikið frá því að hann hóf störf sem fangavörður fyrir átta árum. Sá hópur sem afplánar sé orðinn erfiðari og algengara sé að andlega veikt fólk sé að afplána dóma. Þrír fangaverðir slösuðust í átökum við fanga í síðustu viku. Heiðar ræddi fangelsismál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 

Innlent

„Maður er bara ein­hvern veginn að vega salt“

Greiðslubyrði námslána hefur aukist og bera þau nú allt að níu prósent vexti. Alþingi samþykkti nýverið breytingar á námslánakerfinu. Stúdentar segja þær skref í rétta átt en stjórnvöld séu langt frá því að uppfylla markmið um félagslegt jöfnunarkerfi. Greiða þurfi meira af lánum í dag en fyrir upptöku styrkjakerfis þrátt fyrir niðurfellingu höfuðstóls. 

Innlent