Fréttir

Til­nefning Hegseth stað­fest með naumum meiri­hluta

Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur staðfest tilnefningu Petes Hegseth til embættis varnarmálaráðherra. Tilnefningin var staðfest með eins naumum meiri hluta og hugsast gat, með 50 atkvæðum greiddum á móti og 51 atkvæði greiddu með. 

Erlent

Út­lit fyrir ró­legt helgarveður

Um helgina er útlit fyrir fremur rólegt veður, samkvæmt Veðurstofunni. Í dag verður norðvestlæg átt, víða gola en strekkingur syðst. Þá verður snjókoma norðantil á landinu, en það mun smám saman draga úr ofankomu sunnanlands. Þá er víða vægt frost.

Veður

Ás­laug Arna boðar til fundar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, boðar til fundar í Sjálfstæðisalnum við Austurvöll, í gamla NASA.

Innlent

Þýðir ekki að fara á taugum segir borgar­stjóri og hyggur á endur­kjör

Einar Þorsteinsson borgarstjóri lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir slægt gengi Framsóknarflokksins í könnunum bæði á landsvísu og í borginni. Í Samtalinu með Heimi Má á fimmtudag sagðist hann hafa fulla trú á að árangur flokksins í borginni muni skila sér í næstu kosningum og telur farsælast að Sigurður Ingi Jóhannsson haldi áfram að leiða Framsóknarflokkinn á landsvísu. 

Innlent

Meiri­háttar líkams­á­rás í mið­bænum

Einstaklingur var handtekinn eftir meiriháttar líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöld eða nótt. Sá grunaði hljóp á brott þegar lögreglu bar að garði en var handtekinn eftir stutta eftirför og vistaður í fangaklefa.

Innlent

„Já, lík­lega hef ég verið undra­barn“

„Mér þætti vænt um ef flestir sjái sér fært að eiga þetta síðdegisboð með mér. Ég reiknaði aldrei með því að verða svona gamall. En það er gaman að líta yfir ævina. Og vera ekki alveg úti á þekju,“ segir Friðrik Ólafsson stórmeistari og lögfræðingur.

Innlent

Svarar gagn­rýni á að Lista­háskólinn úti­loki á­kveðna hópa

Yfirkennari í Myndlistarskólanum í Reykjavík segir Listaháskóla Íslands útiloka fólk með þroskahömlun um leið og hann stærir sig af því að bjóða öll velkomin. Rektor LHÍ segir nemendur með þroskahömlun svo sannarlega geta komist inn í skólann og stór skref hafi verið stigin í átt að aukinni inngildingu með nýrri stefnu.

Innlent

Í­hugar formannsframboð

Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, íhugar alvarlega að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi flokksins. Fyrrverandi ráðherrar liggja undir feldi á meðan klukkan tifar.

Innlent

Lögðu fram til­boð sem var ekki svarað

Formaður Kennarasambandsins segir löngu ljóst að stjórnvöld þurfi að stíga inn í kjaradeilu þeirra og ríkis og sveitarfélaga. Kennarar hafi lagt fram tilboð í vikunni til að reyna að liðka fyrir lausn deilunnar sem hafi ekki verið svarað.

Innlent

Lýsa yfir miklum von­brigðum með stöðu við­ræðna

Samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu kjaraviðræðna við ríki og sveitarfélög. Í ályktun frá samninganefndanna segir að viðhorf launagreiðenda í viðræðunum birtist sem virðingarleysi í garð kennara.

Innlent

„Ég get horft í augun á ykkur“

Þriggja barna faðir segist vel geta horft í augun á kennurum barna sinna og sagst gera það sem hann telji réttast til að verja hagsmuni barna sinna. Formaður Félags leikskólakennara sagðist í gær efast um að foreldrar, sem hafa stefnt Kennarasambandi Íslands, gætu horft í augu kennara barna sinna.

Innlent

Lýsir yfir neyðar­á­standi vegna á­taka í Kólumbíu

Gustavo Petro, forseti Kólumbíu, lýsti í dag yfir neyðarástandi í norðvesturhluta landsins, vegna umfangsmikilla átaka þar milli uppreisnarhópa. Þetta er í fyrsta sinn í rúman áratug sem forseti landsins beitir þessu úrræði og þykir það undirstrika alvarleika stöðunnar í Catatumbo-héraði, sem liggur við landamæri Venesúela.

Erlent

Eldur í bíl í Strýtuseli

Slökkviliði var kallað út á fjórða tímanum vegna elds í bíl í Strýtuseli í Breiðholtinu. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er enginn talinn í hættu. Slökkviliðið er enn við störf á vettvangi en á lítið eftir samkvæmt varðstjóra. 

Innlent

Sau­tján ára máli Amöndu Knox lýkur með sak­fellingu

Hæstiréttur Ítalíu hefur staðfest úrskurð neðra dómstigs um að Amanda Knox sé sek um meiðyrði. Markar það mögulega endann á sautján ára dómsmálum og lögsóknum eftir að hún var sökuð um, og seinna meir dæmd fyrir, að myrða Meredith Kercher, meðleigjanda sinn, árið 2007.

Erlent

Valt inn á byggingar­svæði eftir á­rekstur við strætó

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árekstri jepplings og strætisvagns sem varð á gatnamótum Snorrabrautar og Bergþórugötu í Reykjavík í morgun. Jepplingurinn, nánar tiltekið Suzuki Jimny, valt inn á byggingarsvæði eftir áreksturinn.

Innlent

Eld­haf við stóra olíu­vinnslu í Rúss­landi

Úkraínumenn gerðu í nótt umfangsmikla drónaárás á nokkur skotmörk í Rússlandi. Árásin beindist að mestu gegn skotmörkum í Ryazan og þá sérstaklega olíuvinnslu þar og orkuveri. Árás var einnig gerð á verksmiðju í Bryansk, þar sem íhlutir í rafmagnstæki og vopn eru framleiddir.

Erlent

Af hverju er Trump reiður út í Panama?

Fyrsta ferðalag Marco Rubio, nýs utanríkisráðherra Donalds Trump, verður til Panama. Trump hefur verið harðorður í garð Mið-Ameríkuríkisins en í innsetningarræðu sinni sagði Trump að Panamamenn hefðu komið illa fram við Bandaríkjamenn og að Kínverjar stjórnuðu nú Panamaskurðinum.

Erlent

Ellert B. Schram er fallinn frá

Ellert B. Schram, fyrrverandi alþingismaður, ritstjóri, rithöfundur og einhver glæsilegasti íþróttamaður sem Ísland hefur alið, er fallinn frá 85 ára að aldri.

Innlent

„Það á auð­vitað að fara að lögum“

Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir að fara eigi að lögum og að Flokkur fólksins fái ekki 70 milljóna króna styrk úr opinberum sjóðum eins og til stóð, þar sem hann uppfyllir ekki lagaskilyrði til þess.

Innlent

Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið

Foreldrar 60 barna sem eru eða voru á leikskólanum Maríuborg í Grafarholti hafa sent borgarráði Reykjavíkur bréf þar sem þess er krafist að leikskólastjóra Maríuborgar verði vikið frá störfum. Skrifstofustjóri leikskólahluta fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir borgina hafa unnið lengi að lausn málsins.

Innlent

Boða til alls­herjar­fundar samninga­nefnda Kennara­sam­bandsins

Samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands hafa verið boðaðar til stöðufundar í húskynnum Kennarasambandsins eftir hádegi. Algjör pattstaða er uppi í kjaraviðræðum kennara og sveitarfélaga. Formaður Kennarasambandsins vonar að skýrari mynd fáist af afstöðu félagsfólks að loknum fundi.

Innlent