Fréttir Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Flutningur á rússnesku gasi í gegnum Úkraínu til Evrópu hefur nú loks stöðvast að fullu. Þrátt fyrir stríðið sem geisað hefur frá innrás Rússa í Úkraínu hafa gasflutningar haldið áfram vegna samnings sem undirritaður var árið 2019. Erlent 2.1.2025 06:57 Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Ellefu manns hið minnsta eru særðir eftir skotárás fyrir utan skemmtistað í Queens í New York í Bandaríkjunum í nótt. Erlent 2.1.2025 06:42 Reykur barst inn í Háteigsskóla Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var um að brunakerfi Háteigsskóla í Reykjavík hafi farið í gang í nótt. Innlent 2.1.2025 06:22 Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af manni í annarlegu ástandi eftir að tilkynning barst um að hann væri með oddhvöss vopn meðferðis. Innlent 2.1.2025 06:14 Tala látinna hækkar í fimmtán Tala látinna eftir árás í New Orleans í morgun þar sem maður ók bifreið sinni inn í mannfjölda hefur nú hækkað. Áður var greint frá að tíu hafi látist en nú eru 15 látnir og að minnsta kosti 35 aðrir særðir. Erlent 1.1.2025 23:10 Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Einn lést og sjö særðust þegar að Cybertruck-bifreið úr smiðju bílaframleiðandans Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel í Las Vegas í Nevada-ríki í Bandaríkjunum í dag. Hótelið er í eigu Donalds Trump, nýkjörins forseta Bandaríkjanna. Maðurinn sem lést var ökumaður bifreiðarinnar. Erlent 1.1.2025 21:56 Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Forseti Íslands veitti fjórtán fálkaorður á Bessastöðum í dag. Næstelsti handhafi orðunnar segist ekki vera stolt af neinu á sínum, hún hafi bara verið að vinna vinnuna sína. Það hafi þó verið mikill heiður og hvatning til að standa sig enn betur. Innlent 1.1.2025 21:00 Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Að minnsta kosti tíu eru látnir, þar á meðal tvö börn, eftir skotárás á veitingastað í borginni Cetinje í vesturhluta Svartfjallalands í kvöld. Lögreglan leitar enn árásarmannsins. Erlent 1.1.2025 20:45 Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn sem ók bifreið inn í mannfjölda í New Orleans í morgun og myrti tíu og særði um 35 manns hét Shamsud-Din Jabbar og var 42 ára bandarískur ríkisborgari. Fáni hryðjuverkasamtaka sem kennir sig við íslamskt ríki fannst í bílnum. Erlent 1.1.2025 19:44 „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Tíu hundaeigendur höfðu samband við dýraverndunarsamtökin Dýrfinnu yfir áramótin til að óska eftir aðstoð við að finna hunda sem höfðu horfið sjónum. Sex þeirra hafa fundist en fjögurra hunda er enn leitað. Innlent 1.1.2025 19:01 Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar á Kjalarnesi í nótt. Einn særðist alvarlega þegar hann hlaut stungu í brjósthol en sá hefur nú verið útskrifaður af gjörgæslu en er enn á Landspítalanum. Tveir til viðbótar sem særðust í árásinni hafa verið útskrifaðir. Innlent 1.1.2025 18:28 Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar í nótt. Einn særðist alvarlega þegar hann var stunginn í brjóstkassa en sá er útskrifaður af gjörgæslu. Tveir til viðbótar sem særðust í árásinni hafa verið útskrifaðir. Innlent 1.1.2025 18:00 Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Ísþoka steig upp af Elliðaánum í Víðidal í dag og hrímaði trjágróður meðfram ánni. Þar mældist frostið 21,1 gráða á opinberri mælistöð Veðurstofunnar og reyndist þetta kaldasti staður á láglendi Íslands í dag. Innlent 1.1.2025 16:52 Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald, fram til 8. janúar, vegna hnífstunguárásar á Kjalarnesi í nótt. Innlent 1.1.2025 15:59 Eldur í Ártúnsbrekkunni Eldur kviknaði í einni af gömlu kartöflugeymslunum á Rafstöðvarvegi við Ártúnsbrekkuna um þrjúleytið. Slökkvilið var tiltölulega fljótt að slökkva eldinn og enginn hafði meint af. Innlent 1.1.2025 15:55 Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Fjórtán Íslendingar – sjö karlar og sjö konur – voru sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag. Innlent 1.1.2025 14:42 Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra Sjaldan eða aldrei hefur jafn mikið af nýjum íbúðarhúsum verið byggð á Hellu og nú og ekkert lát virðist vera á slíkum framkvæmdum á nýju ári. Þá er verið að byggja við grunnskólann á Hellu og hann nýjan leikskóla á staðnum. Innlent 1.1.2025 14:06 Árásarmaðurinn skotinn til bana Árásarmaður sem ók bíll inn í mannfjölda í New Orleans í morgun, myrti tíu og særði um 35 manns, var skotinn til bana af lögreglu þegar hann steig út úr bíl sínum eftir árásina. Erlent 1.1.2025 14:05 „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, segir líta á það sem skref í átt til jafnréttis að þrjár konur hafi leitt stjórnarmyndunina að loknum þingkosningum í nóvember. Það sé einsdæmi í sögu Íslendinga og á sviði þar sem mjög hafi hallað á konur í gegnum tíðina. Innlent 1.1.2025 13:36 Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Gildi svifryksmengunar mældis margfalt yfir heilsuverndarmörkum þegar mest var í nótt, en varði skemur en óttast hafði verið. Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort flugeldum hafi verið skotið upp í minna magni en oft áður. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hvetur almenning til að hreinsa upp flugeldarusl og skila í viðeigandi grenndargáma. Innlent 1.1.2025 13:02 Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Þrír eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á líkamsárás í húsi á Kjalarnesi á nýársnótt. Innlent 1.1.2025 12:01 Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Tveir eru alvarlega særðir og annar þeirra í lífshættu eftir stunguárás á Kjalarnesi í nótt. Þrír voru handteknir á vettvangi. Innlent 1.1.2025 11:45 Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Mikið álag var á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi á nýársnótt, sem einkum má rekja til ölvunar og áverka vegna ofbeldis. Tveir leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa í nótt sem er minna en oft áður. Innlent 1.1.2025 11:45 Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Tíu eru látnir og þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið inn í mannfjölda á Bourbon Street í bandarísku borginni New Orleans í morgun. Erlent 1.1.2025 11:29 Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Auðun Georg Ólafsson, fréttastjóri K100, er hættur hjá Morgunblaðinu eftir átta ár hjá fjölmiðlinum. Hann segist nú vera laus og liðugur. Innlent 1.1.2025 11:20 Ástand mannsins mjög alvarlegt Einn karlmaður var í bílnum sem fór út af bryggjunni á Ægisgarði í Reykjavík og í höfnina eftir hádegið í gær. Ástand mannsins er sagt mjög alvarlegt en hann var fluttur á Landspítalann eftir að tókst að koma honum úr bílnum. Innlent 1.1.2025 11:08 Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Karlmaður á þrítugsaldri er látinn eftir að flugeldur sprakk nærri höfði hans í Óðinsvéum í Danmörku í nótt. Erlent 1.1.2025 08:25 Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Á þessum fyrsta degi ársins er útlit fyrir rólegt veður víðast hvar. Reikna má með hægum vindi og léttskýjuðu veðri, en norðvestan strekkingi og dálitlum éljum fyrir austan. Veður 1.1.2025 08:06 Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hyggst á fyrsta vinnudegi nýja ársins efna til víðtæks samráðs við almenning um hagsýni í ríkisrekstri. Heimili og fyrirtæki hafi þegar gripið til aðgerða til að hagræða og ætli ríkisstjórnin að gera það sama. Innlent 1.1.2025 08:00 Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Fyrsta barn ársins 2025 á Íslandi, eftir því sem fréttastofa kemst næst, kom í heiminn á fæðingardeild Landspítalans við Hringbraut í Reykjavík klukkan 1:46 í nótt. Innlent 1.1.2025 07:42 « ‹ 18 19 20 21 22 23 24 25 26 … 334 ›
Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Flutningur á rússnesku gasi í gegnum Úkraínu til Evrópu hefur nú loks stöðvast að fullu. Þrátt fyrir stríðið sem geisað hefur frá innrás Rússa í Úkraínu hafa gasflutningar haldið áfram vegna samnings sem undirritaður var árið 2019. Erlent 2.1.2025 06:57
Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Ellefu manns hið minnsta eru særðir eftir skotárás fyrir utan skemmtistað í Queens í New York í Bandaríkjunum í nótt. Erlent 2.1.2025 06:42
Reykur barst inn í Háteigsskóla Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var um að brunakerfi Háteigsskóla í Reykjavík hafi farið í gang í nótt. Innlent 2.1.2025 06:22
Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af manni í annarlegu ástandi eftir að tilkynning barst um að hann væri með oddhvöss vopn meðferðis. Innlent 2.1.2025 06:14
Tala látinna hækkar í fimmtán Tala látinna eftir árás í New Orleans í morgun þar sem maður ók bifreið sinni inn í mannfjölda hefur nú hækkað. Áður var greint frá að tíu hafi látist en nú eru 15 látnir og að minnsta kosti 35 aðrir særðir. Erlent 1.1.2025 23:10
Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Einn lést og sjö særðust þegar að Cybertruck-bifreið úr smiðju bílaframleiðandans Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel í Las Vegas í Nevada-ríki í Bandaríkjunum í dag. Hótelið er í eigu Donalds Trump, nýkjörins forseta Bandaríkjanna. Maðurinn sem lést var ökumaður bifreiðarinnar. Erlent 1.1.2025 21:56
Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Forseti Íslands veitti fjórtán fálkaorður á Bessastöðum í dag. Næstelsti handhafi orðunnar segist ekki vera stolt af neinu á sínum, hún hafi bara verið að vinna vinnuna sína. Það hafi þó verið mikill heiður og hvatning til að standa sig enn betur. Innlent 1.1.2025 21:00
Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Að minnsta kosti tíu eru látnir, þar á meðal tvö börn, eftir skotárás á veitingastað í borginni Cetinje í vesturhluta Svartfjallalands í kvöld. Lögreglan leitar enn árásarmannsins. Erlent 1.1.2025 20:45
Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn sem ók bifreið inn í mannfjölda í New Orleans í morgun og myrti tíu og særði um 35 manns hét Shamsud-Din Jabbar og var 42 ára bandarískur ríkisborgari. Fáni hryðjuverkasamtaka sem kennir sig við íslamskt ríki fannst í bílnum. Erlent 1.1.2025 19:44
„Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Tíu hundaeigendur höfðu samband við dýraverndunarsamtökin Dýrfinnu yfir áramótin til að óska eftir aðstoð við að finna hunda sem höfðu horfið sjónum. Sex þeirra hafa fundist en fjögurra hunda er enn leitað. Innlent 1.1.2025 19:01
Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar á Kjalarnesi í nótt. Einn særðist alvarlega þegar hann hlaut stungu í brjósthol en sá hefur nú verið útskrifaður af gjörgæslu en er enn á Landspítalanum. Tveir til viðbótar sem særðust í árásinni hafa verið útskrifaðir. Innlent 1.1.2025 18:28
Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar í nótt. Einn særðist alvarlega þegar hann var stunginn í brjóstkassa en sá er útskrifaður af gjörgæslu. Tveir til viðbótar sem særðust í árásinni hafa verið útskrifaðir. Innlent 1.1.2025 18:00
Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Ísþoka steig upp af Elliðaánum í Víðidal í dag og hrímaði trjágróður meðfram ánni. Þar mældist frostið 21,1 gráða á opinberri mælistöð Veðurstofunnar og reyndist þetta kaldasti staður á láglendi Íslands í dag. Innlent 1.1.2025 16:52
Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald, fram til 8. janúar, vegna hnífstunguárásar á Kjalarnesi í nótt. Innlent 1.1.2025 15:59
Eldur í Ártúnsbrekkunni Eldur kviknaði í einni af gömlu kartöflugeymslunum á Rafstöðvarvegi við Ártúnsbrekkuna um þrjúleytið. Slökkvilið var tiltölulega fljótt að slökkva eldinn og enginn hafði meint af. Innlent 1.1.2025 15:55
Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Fjórtán Íslendingar – sjö karlar og sjö konur – voru sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag. Innlent 1.1.2025 14:42
Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra Sjaldan eða aldrei hefur jafn mikið af nýjum íbúðarhúsum verið byggð á Hellu og nú og ekkert lát virðist vera á slíkum framkvæmdum á nýju ári. Þá er verið að byggja við grunnskólann á Hellu og hann nýjan leikskóla á staðnum. Innlent 1.1.2025 14:06
Árásarmaðurinn skotinn til bana Árásarmaður sem ók bíll inn í mannfjölda í New Orleans í morgun, myrti tíu og særði um 35 manns, var skotinn til bana af lögreglu þegar hann steig út úr bíl sínum eftir árásina. Erlent 1.1.2025 14:05
„Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, segir líta á það sem skref í átt til jafnréttis að þrjár konur hafi leitt stjórnarmyndunina að loknum þingkosningum í nóvember. Það sé einsdæmi í sögu Íslendinga og á sviði þar sem mjög hafi hallað á konur í gegnum tíðina. Innlent 1.1.2025 13:36
Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Gildi svifryksmengunar mældis margfalt yfir heilsuverndarmörkum þegar mest var í nótt, en varði skemur en óttast hafði verið. Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort flugeldum hafi verið skotið upp í minna magni en oft áður. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hvetur almenning til að hreinsa upp flugeldarusl og skila í viðeigandi grenndargáma. Innlent 1.1.2025 13:02
Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Þrír eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á líkamsárás í húsi á Kjalarnesi á nýársnótt. Innlent 1.1.2025 12:01
Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Tveir eru alvarlega særðir og annar þeirra í lífshættu eftir stunguárás á Kjalarnesi í nótt. Þrír voru handteknir á vettvangi. Innlent 1.1.2025 11:45
Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Mikið álag var á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi á nýársnótt, sem einkum má rekja til ölvunar og áverka vegna ofbeldis. Tveir leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa í nótt sem er minna en oft áður. Innlent 1.1.2025 11:45
Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Tíu eru látnir og þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið inn í mannfjölda á Bourbon Street í bandarísku borginni New Orleans í morgun. Erlent 1.1.2025 11:29
Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Auðun Georg Ólafsson, fréttastjóri K100, er hættur hjá Morgunblaðinu eftir átta ár hjá fjölmiðlinum. Hann segist nú vera laus og liðugur. Innlent 1.1.2025 11:20
Ástand mannsins mjög alvarlegt Einn karlmaður var í bílnum sem fór út af bryggjunni á Ægisgarði í Reykjavík og í höfnina eftir hádegið í gær. Ástand mannsins er sagt mjög alvarlegt en hann var fluttur á Landspítalann eftir að tókst að koma honum úr bílnum. Innlent 1.1.2025 11:08
Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Karlmaður á þrítugsaldri er látinn eftir að flugeldur sprakk nærri höfði hans í Óðinsvéum í Danmörku í nótt. Erlent 1.1.2025 08:25
Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Á þessum fyrsta degi ársins er útlit fyrir rólegt veður víðast hvar. Reikna má með hægum vindi og léttskýjuðu veðri, en norðvestan strekkingi og dálitlum éljum fyrir austan. Veður 1.1.2025 08:06
Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hyggst á fyrsta vinnudegi nýja ársins efna til víðtæks samráðs við almenning um hagsýni í ríkisrekstri. Heimili og fyrirtæki hafi þegar gripið til aðgerða til að hagræða og ætli ríkisstjórnin að gera það sama. Innlent 1.1.2025 08:00
Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Fyrsta barn ársins 2025 á Íslandi, eftir því sem fréttastofa kemst næst, kom í heiminn á fæðingardeild Landspítalans við Hringbraut í Reykjavík klukkan 1:46 í nótt. Innlent 1.1.2025 07:42