Fréttir Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Þrír menn sem grunaðir eru um tvær hópnauðganir hafa verið bannaðir á English Pub, skemmtistað sem þeir eru sagðir hafa sótt. Þá hafa aðrir skemmtistaðaeigendur verið varaðir við mönnunum. Innlent 24.4.2025 19:50 Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Karlmaður hefur verið sýknaður af ákæru um kynferðislega áreitni og brot á barnaverndarlögum. Honum var gefið að sök að hafa kysst sextán ára stúlku á kinnina, strokið rass hennar og þrýst henni upp að sér gegn vilja hennar í veislu á veitingastað í Garðabæ. Innlent 24.4.2025 19:10 Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Bandaríkjaforseti hefur biðlað til forseta Rússlands að láta af árásum á íbúahverfi í Úkraínu. Hann segir mannskæða árás á Kænugarð í morgun illa tímasetta og óþarfa. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 24.4.2025 18:13 Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í dag tilkynnt um vasaþjófnað í miðborginni. Þjófurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Innlent 24.4.2025 17:27 Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Giovanni Angelo Becciu kardínáli sem hefur verið sakfelldur fyrir fjárdrátt vill meina að hann eigi atkvæðisrétt í komandi páfakjöri. Erlent 24.4.2025 17:21 Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt David Gabríel S. Glascorsson, karlmann á þrítugsaldri, í þriggja ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps, en hann var ákærður fyrir að stinga annan mann með hnífi á gatnamótum Hafnarstrætis og Naustanna í Reykjavík að nóttu til mánudaginn 13. júní 2021. Innlent 24.4.2025 15:00 Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Ármann Leifsson, tuttugu og tveggja ára kennaranemi, var í gærkvöldi kjörinn nýr forseti Röskvu. María Björk Stefánsdóttir, tuttugu og eins árs efnaverkfræðinemi, var kjörin oddviti Röskvu í Stúdentaráði. Innlent 24.4.2025 14:19 „Vladímír, HÆTTU!“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segist mjög óánægður með loftárásir Rússa á Kænugarð í nótt og biður Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að hætta árásunum. Erlent 24.4.2025 13:56 Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Sérsveitin aðstoðaði lögregluna á Suðulandi vegna rannsóknaraðgerðar í Árnessýslu í gærkvöldi, um kvöldmatarleytið. Einn var handtekinn en síðan látinn laus að skýrslutöku lokinni. Innlent 24.4.2025 13:55 Svara ákalli foreldra Seltjarnarnesbær hefur lagt af stað með aðgerðir til að bregðast við löngum biðlistum eftir leikskólaplássi í bænum. Bæjarstjóri segist vonast til þess að hægt verði að bæta við sextán nýjum plássum strax á næstu vikum. Innlent 24.4.2025 13:35 Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Nemandi er látinn eftir stunguárás í skóla í borginni Nantes í Frakklandi. Ársármaðurinn er sagður vera fimmtán ára gamall, en hann mun hafa verið yfirbugaður af kennurum eftir að hafa stungið að minnsta kosti fjóra táninga. Erlent 24.4.2025 13:07 Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Indversk stjórnvöld hafa afturkallað gildi allra vegabréfsáritana pakistanskra ríkisborgara í kjölfar árásar í Kasmír-héraði í Indlandi á þriðjudag þar sem 26 létu lífið. Pakistan neitar aðild að árásinni og hefur svarað aðgerðum Indlands í sömu mynt. Erlent 24.4.2025 12:53 Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Réttargæslumaður tveggja kvenna sem hafa kært hóp manna fyrir nauðgun, segir útlit fyrir að brotin hafi verið skipulögð. Móðir annarrar kvennanna segir miður að fólk noti málið til að kynda undir útlendingahatur í stað þess að virða hugrekkið sem konurnar sýna með því að leita réttar síns og skila skömminni. Innlent 24.4.2025 12:23 Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Sífellt fleiri íbúar á Gasa lýsa yfir andstöðu sinni gegn yfirráðum Hamas samtakanna sem hafa ráðið ríkjum á svæðinu í tæp tuttugu ár. Fjölmenn mótmæli gegn Hamas voru haldin víða um Gasa í mars. Erlent 24.4.2025 12:05 Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Réttargæslumaður tveggja kvenna, sem hafa kært hóp manna fyrir nauðgun, segir útlit fyrir að brotin hafi verið skipulögð. Móðir annarrar kvennanna segir miður að fólk noti málið til að kynda undir útlendingahatur. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. Innlent 24.4.2025 11:46 Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Níu eru látnir og rúmlega sjötíu særðir eftir stórfellda eldflaugaárás á Kænugarð sem Rússar gerðu í nótt. Volodomír Selenskí Úkraínuforseti hefur aflýst fundum sem voru á dagskrá hjá honum í Suður-Afríku og ætlar að halda heim á leið. Erlent 24.4.2025 09:11 Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Leigubílstjóri og vinur hans hafa verið dæmdir í 2,5 árs fangelsi fyrir nauðgun. Leigubílstjórinn ók konu í híbýli hins mannsins í Kópavogi þar sem brotin áttu sér stað. Konan gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga. Innlent 24.4.2025 08:02 Kastaði eggjum í bíl Tilkynning um mann sem var að kasta eggjum í bíl barst lögreglustöð 4 í nótt, sem sér um Grafarvog, Mosfellsbæ og Árbæ. Maðurinn fannst ekki. Innlent 24.4.2025 07:44 Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Útlit er fyrir rigningarlausan sumardag fyrsta á suðvesturhorninu, þar sem hlýjast verður í dag. Spáð er austan og suðaustanátt 8-15 m/s sunnanlands, annars hægari vindi. Innlent 24.4.2025 07:32 „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segir leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki en Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði sig úr flokknum í dag. Sanna fagnar gagnrýni en segir engan árangur nást fari allur tíminn í naflaskoðun. Innlent 23.4.2025 22:03 Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Lögreglan á Suðurlandi fékk aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra fyrr í kvöld við rannsóknaraðgerð. Aðgerðinni er lokið en hún var liður í máli sem er áfram til rannsóknar. Innlent 23.4.2025 21:20 Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Þrír menn eru til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana í Reykjavík í síðasta mánuði. Einn mannanna var úrskurðaður í farbann vegna rannsóknarinnar en enginn þeirra er í gæsluvarðhaldi. Innlent 23.4.2025 21:03 Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Upplýsingafulltrúi Isavia segir að loka hafi þurft fyrir aðgang um hundrað leigubílstjóra að Keflavíkurflugvelli í lengri og skemmri tíma. Frá og með 1. maí verður fastur starfsmaður á leigubílasvæðinu við flugstöðina á háannatíma til að aðstoða farþega og tryggja að skilmálum flugvallarins sé fylgt. Innlent 23.4.2025 19:43 Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Reykjavíkurborg ver álíka upphæð í öryggisvistanir fyrir tæplega fjörtíu manns og í sértækan húsnæðisstuðning fyrir 4500 manns. Sviðsstjóri velferðarsviðs segir málflokkinn afar umfangsmikinn og löngu tímabært að breyta og bæta lagaumhverfi. Borgin sé að sinna verkefni sem henni beri ekki að sinna. Innlent 23.4.2025 19:00 Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út til aðstoðar lögreglunni á Suðurlandi. Innlent 23.4.2025 18:25 Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Reykjavíkurborg ver álíka upphæð í öryggisvistanir fyrir tæplega fjörtíu einstaklinga og í sértækan húsnæðisstuðning fyrir 4500 manns. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir og rætt við sviðsstjóra hjá borginni sem segir löngu tímabært að breyta og bæta lagaumhverfi. Borgin sé að sinna verkefni sem henni beri ekki að sinna. Innlent 23.4.2025 18:16 Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Eva Georgs Ásudóttir var í dag ráðin í starf dagskrárstjóra sjónvarps RÚV úr hópi 28 umsækjenda. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef RÚV. Eva starfaði í tvo áratugi hjá Stöð 2 og síðustu árin sem sjónvarpsstjóri. Intellecta annaðist ráðningarferlið. Innlent 23.4.2025 17:21 Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Í umsögn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, BSRB, um fjármálaáætlun 2026 til 2030 er fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar mótmælt nokkuð hressilega. Ríkisstjórnin er sögð ætla að draga úr umsvifum hins opinbera í hagkerfinu, án nokkurs rökstuðnings, á sama tíma og þarfir almennings aukast og verða flóknari. Innlent 23.4.2025 16:56 Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Allt stefnir í að padelvöllum í Kópavogi fjölgi úr tveimur í tólf í ágúst og aðgengi þar með sexfaldist að íþróttinni vinsælu. Tennishöllin tekur skóflustungu að sex nýjum völlum á morgun en þar eru fyrir tveir vellir. Innlent 23.4.2025 16:49 Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur sagt sig úr Sósíalistaflokki Íslands. Hún bauð sig fram fyrir flokkinn í síðustu alþingiskosningum og var nýverið kjörin í stjórn Alþýðufélagsins, sem er nátengt Sósíalistaflokknum. Innlent 23.4.2025 16:06 « ‹ 18 19 20 21 22 23 24 25 26 … 334 ›
Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Þrír menn sem grunaðir eru um tvær hópnauðganir hafa verið bannaðir á English Pub, skemmtistað sem þeir eru sagðir hafa sótt. Þá hafa aðrir skemmtistaðaeigendur verið varaðir við mönnunum. Innlent 24.4.2025 19:50
Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Karlmaður hefur verið sýknaður af ákæru um kynferðislega áreitni og brot á barnaverndarlögum. Honum var gefið að sök að hafa kysst sextán ára stúlku á kinnina, strokið rass hennar og þrýst henni upp að sér gegn vilja hennar í veislu á veitingastað í Garðabæ. Innlent 24.4.2025 19:10
Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Bandaríkjaforseti hefur biðlað til forseta Rússlands að láta af árásum á íbúahverfi í Úkraínu. Hann segir mannskæða árás á Kænugarð í morgun illa tímasetta og óþarfa. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 24.4.2025 18:13
Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í dag tilkynnt um vasaþjófnað í miðborginni. Þjófurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Innlent 24.4.2025 17:27
Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Giovanni Angelo Becciu kardínáli sem hefur verið sakfelldur fyrir fjárdrátt vill meina að hann eigi atkvæðisrétt í komandi páfakjöri. Erlent 24.4.2025 17:21
Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt David Gabríel S. Glascorsson, karlmann á þrítugsaldri, í þriggja ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps, en hann var ákærður fyrir að stinga annan mann með hnífi á gatnamótum Hafnarstrætis og Naustanna í Reykjavík að nóttu til mánudaginn 13. júní 2021. Innlent 24.4.2025 15:00
Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Ármann Leifsson, tuttugu og tveggja ára kennaranemi, var í gærkvöldi kjörinn nýr forseti Röskvu. María Björk Stefánsdóttir, tuttugu og eins árs efnaverkfræðinemi, var kjörin oddviti Röskvu í Stúdentaráði. Innlent 24.4.2025 14:19
„Vladímír, HÆTTU!“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segist mjög óánægður með loftárásir Rússa á Kænugarð í nótt og biður Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að hætta árásunum. Erlent 24.4.2025 13:56
Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Sérsveitin aðstoðaði lögregluna á Suðulandi vegna rannsóknaraðgerðar í Árnessýslu í gærkvöldi, um kvöldmatarleytið. Einn var handtekinn en síðan látinn laus að skýrslutöku lokinni. Innlent 24.4.2025 13:55
Svara ákalli foreldra Seltjarnarnesbær hefur lagt af stað með aðgerðir til að bregðast við löngum biðlistum eftir leikskólaplássi í bænum. Bæjarstjóri segist vonast til þess að hægt verði að bæta við sextán nýjum plássum strax á næstu vikum. Innlent 24.4.2025 13:35
Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Nemandi er látinn eftir stunguárás í skóla í borginni Nantes í Frakklandi. Ársármaðurinn er sagður vera fimmtán ára gamall, en hann mun hafa verið yfirbugaður af kennurum eftir að hafa stungið að minnsta kosti fjóra táninga. Erlent 24.4.2025 13:07
Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Indversk stjórnvöld hafa afturkallað gildi allra vegabréfsáritana pakistanskra ríkisborgara í kjölfar árásar í Kasmír-héraði í Indlandi á þriðjudag þar sem 26 létu lífið. Pakistan neitar aðild að árásinni og hefur svarað aðgerðum Indlands í sömu mynt. Erlent 24.4.2025 12:53
Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Réttargæslumaður tveggja kvenna sem hafa kært hóp manna fyrir nauðgun, segir útlit fyrir að brotin hafi verið skipulögð. Móðir annarrar kvennanna segir miður að fólk noti málið til að kynda undir útlendingahatur í stað þess að virða hugrekkið sem konurnar sýna með því að leita réttar síns og skila skömminni. Innlent 24.4.2025 12:23
Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Sífellt fleiri íbúar á Gasa lýsa yfir andstöðu sinni gegn yfirráðum Hamas samtakanna sem hafa ráðið ríkjum á svæðinu í tæp tuttugu ár. Fjölmenn mótmæli gegn Hamas voru haldin víða um Gasa í mars. Erlent 24.4.2025 12:05
Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Réttargæslumaður tveggja kvenna, sem hafa kært hóp manna fyrir nauðgun, segir útlit fyrir að brotin hafi verið skipulögð. Móðir annarrar kvennanna segir miður að fólk noti málið til að kynda undir útlendingahatur. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. Innlent 24.4.2025 11:46
Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Níu eru látnir og rúmlega sjötíu særðir eftir stórfellda eldflaugaárás á Kænugarð sem Rússar gerðu í nótt. Volodomír Selenskí Úkraínuforseti hefur aflýst fundum sem voru á dagskrá hjá honum í Suður-Afríku og ætlar að halda heim á leið. Erlent 24.4.2025 09:11
Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Leigubílstjóri og vinur hans hafa verið dæmdir í 2,5 árs fangelsi fyrir nauðgun. Leigubílstjórinn ók konu í híbýli hins mannsins í Kópavogi þar sem brotin áttu sér stað. Konan gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga. Innlent 24.4.2025 08:02
Kastaði eggjum í bíl Tilkynning um mann sem var að kasta eggjum í bíl barst lögreglustöð 4 í nótt, sem sér um Grafarvog, Mosfellsbæ og Árbæ. Maðurinn fannst ekki. Innlent 24.4.2025 07:44
Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Útlit er fyrir rigningarlausan sumardag fyrsta á suðvesturhorninu, þar sem hlýjast verður í dag. Spáð er austan og suðaustanátt 8-15 m/s sunnanlands, annars hægari vindi. Innlent 24.4.2025 07:32
„Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segir leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki en Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði sig úr flokknum í dag. Sanna fagnar gagnrýni en segir engan árangur nást fari allur tíminn í naflaskoðun. Innlent 23.4.2025 22:03
Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Lögreglan á Suðurlandi fékk aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra fyrr í kvöld við rannsóknaraðgerð. Aðgerðinni er lokið en hún var liður í máli sem er áfram til rannsóknar. Innlent 23.4.2025 21:20
Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Þrír menn eru til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana í Reykjavík í síðasta mánuði. Einn mannanna var úrskurðaður í farbann vegna rannsóknarinnar en enginn þeirra er í gæsluvarðhaldi. Innlent 23.4.2025 21:03
Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Upplýsingafulltrúi Isavia segir að loka hafi þurft fyrir aðgang um hundrað leigubílstjóra að Keflavíkurflugvelli í lengri og skemmri tíma. Frá og með 1. maí verður fastur starfsmaður á leigubílasvæðinu við flugstöðina á háannatíma til að aðstoða farþega og tryggja að skilmálum flugvallarins sé fylgt. Innlent 23.4.2025 19:43
Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Reykjavíkurborg ver álíka upphæð í öryggisvistanir fyrir tæplega fjörtíu manns og í sértækan húsnæðisstuðning fyrir 4500 manns. Sviðsstjóri velferðarsviðs segir málflokkinn afar umfangsmikinn og löngu tímabært að breyta og bæta lagaumhverfi. Borgin sé að sinna verkefni sem henni beri ekki að sinna. Innlent 23.4.2025 19:00
Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út til aðstoðar lögreglunni á Suðurlandi. Innlent 23.4.2025 18:25
Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Reykjavíkurborg ver álíka upphæð í öryggisvistanir fyrir tæplega fjörtíu einstaklinga og í sértækan húsnæðisstuðning fyrir 4500 manns. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir og rætt við sviðsstjóra hjá borginni sem segir löngu tímabært að breyta og bæta lagaumhverfi. Borgin sé að sinna verkefni sem henni beri ekki að sinna. Innlent 23.4.2025 18:16
Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Eva Georgs Ásudóttir var í dag ráðin í starf dagskrárstjóra sjónvarps RÚV úr hópi 28 umsækjenda. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef RÚV. Eva starfaði í tvo áratugi hjá Stöð 2 og síðustu árin sem sjónvarpsstjóri. Intellecta annaðist ráðningarferlið. Innlent 23.4.2025 17:21
Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Í umsögn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, BSRB, um fjármálaáætlun 2026 til 2030 er fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar mótmælt nokkuð hressilega. Ríkisstjórnin er sögð ætla að draga úr umsvifum hins opinbera í hagkerfinu, án nokkurs rökstuðnings, á sama tíma og þarfir almennings aukast og verða flóknari. Innlent 23.4.2025 16:56
Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Allt stefnir í að padelvöllum í Kópavogi fjölgi úr tveimur í tólf í ágúst og aðgengi þar með sexfaldist að íþróttinni vinsælu. Tennishöllin tekur skóflustungu að sex nýjum völlum á morgun en þar eru fyrir tveir vellir. Innlent 23.4.2025 16:49
Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur sagt sig úr Sósíalistaflokki Íslands. Hún bauð sig fram fyrir flokkinn í síðustu alþingiskosningum og var nýverið kjörin í stjórn Alþýðufélagsins, sem er nátengt Sósíalistaflokknum. Innlent 23.4.2025 16:06