Fréttir

Fimmtán sæmdir fálka­orðunni

Halla Tómasdóttir forseti sæmdi í dag fimmtán manns heiðursmerki hinnar íslensku fálkorðu. Þeirra á meðal eru Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona og Þorlákur Hilmar Morthens, betur þekktur sem myndlistamaðurinn Tolli.

Innlent

Veðrið setti strik í reikninginn en Lóa öðlast fram­halds­líf

Tónlistarhátíðinni Lóu sem átti að fara fram um helgina í Laugardal hefur verið aflýst. Einn af skipuleggjendum Lóu segir slæmt veður í byrjun júní og ófyrirséðan kostnað hafa sett strik í reikninginn en hátíðin öðlast þó framhaldslíf í formi minni viðburða á næsta ári.

Innlent

Hefur leit að nýjum sak­sóknara

Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að búið sé að ljúka máli fráfarandi vararíkissaksóknara sem mun láta af embætti. Hún hafi erft málið frá fyrirennara sínum í embætti. Nýr vararíkissaksóknari verður skipaður.

Innlent

Ráðherra um af­sögn Helga Magnúsar og há­tíða­höld um land allt

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra en greint var frá því í gær að Helgi Magnús Gunnarsson fráfarandi vararíkissaksóknari hefði hafnað því að vera fluttur í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. Hann muni því láta af embætti.

Innlent

Drápu tugi sem biðu þess að fá mat

Minnst 51 er talinn af og meira en tvö hundruð eru særðir eftir að Ísraelsher hóf að skjóta á Palestínumenn nærri starfsstöð hjálparsamtaka í suðurhluta Gasa í dag. 

Erlent

Lægðar­drag yfir landinu

Fremur grunnt lægðardrag er yfir landinu í dag, þjóðhátíðardaginn. Áttin er vestlæg eða breytileg og víða hægur vindur, skýjað og dálítil væta í flestum landshlutum. Milt er í veðri. 

Veður

Flug­fé­lög með ára­tuga sögu horfin af markaði

Tvö rótgróin íslensk flugfélög, sem einkum hafa starfað innanlands, Flugfélagið Ernir og Mýflug, hafa hætt rekstri á skömmum tíma. Sérfræðingur um flugmál segir breyttar markaðsaðstæður og harðnandi samkeppni að hluta skýra stöðuna.

Innlent

Trump segir fólki að yfir­gefa Tehran hið snarasta

Íranar halda áfram að skjóta eldflaugum á Ísrael, eftir að Ísraelar hafa gert umfangsmiklar loftárásir í Íran. Eldflaugunum virðist þó fara sífellt fækkandi og Ísraelar segjast hafa tryggt sér yfirráð í háloftunum yfir Íran. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í kvöld að allir íbúar Tehran, höfuðborgar Íran, ættu að flýja en Bandaríkin hafa verið að flytja umtalsverðan herafla til Mið-Austurlanda.

Erlent

Ætlaði að myrða tvo þing­menn til við­bótar

Maðurinn sem hefur verið ákærður fyrir að myrða einn ríkisþingmann í Minnesota í Bandaríkjunum og særa annan, ætlaði sér að myrða tvo Demókrata til viðbótar. Vance Boelter, sem stendur frammi fyrir mögulegum dauðadómi, fór heim til tveggja annarra þingmanna á laugardaginn en annar þeirra var í fríi og Boelter flúði frá hinu heimilinu vegna lögregluþjóna sem voru þar á ferðinni.

Erlent

Ó­tækt að í­þrótta­fé­lögin selji á­fengi án leyfis

Forseti ÍSÍ segir ótækt að íþróttafélögin selji áfengi á íþróttaviðburðum án þess að hafa til þess leyfi. Innan við helmingur félaga á höfuðborgarsvæðinu má selja áfengi og ekkert þeirra er með útiveitingaleyfi. Heilbrigðisráðherra segir að skýra þurfi reglur.

Innlent

Meðal stærstu skjálfta í Ljósufjallakerfi

Jörð skelfur enn á Mýrum en klukkan 18:05 mældist jarðskjálfti að stærð 3,7 við Grjótárvatn. Það er meðal stærstu skjálfta sem mælst hafa á svæðinu þar til virkni hófst þar árið 2021.

Innlent

Guðmundur í Brim hættir hjá SFS

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, hefur sagt af sér sem formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Það tilkynnti hann í dag en hann segir áherslur hans í starfi samtakanna ekki njóta stuðnings framkvæmdastjóra né annarra í forystu SFS.

Innlent

Hótelharmleikur, áfengisleyfi í ó­lagi og hittaramessa

Frönsku ferðamennirnir sem fundust látnir á Edition hótelinu í Reykjavík voru búsettir á Írlandi. Lögregla segir skýrari mynd komna á atburðina aðfaranótt laugardags, rannsókn málsins sé hinsvegar á frumstigi og mikil vinna framundan. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar.

Innlent

Þyrlan á flugi yfir Kópa­vogi

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar hefur tekið þátt í leitinni að Sigríði Jóhannsdóttur, sem sást síðast á Digranesheiði í Kópavogi síðdegis föstudaginn 13. júní. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bað um að þyrlan kæmi að leitinni í dag og eru tveir lögreglumenn um borð í henni ásamt hefðbundinni áhöfn.

Innlent

Helgi hafnar flutningi og lætur af em­bætti

Helgi Magnús Gunnarsson, fráfarandi vararíkissaksóknari, hefur hafnað því að vera fluttur í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. Mun hann því láta af embætti en mikið hefur gustað um Helga í embætti undanfarin ár.

Innlent

Engar fram­farir þrátt fyrir brýningu Loftslagsráðs

Veik verkstjórn og eftirfylgni er með loftslagsaðgerðum stjórnvalda og ráðstöfun fjármuna er ómarkviss að mati ráðgjafarráðs ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Ráðið segir að þáttaskil í loftslagsaðgerðum sem það kallaði eftir fyrir kosningar í vetur hafi ekki orðið að veruleika.

Innlent

Í­búar í Kópa­vogi með öryggis­mynda­vélar hafi sam­band við lög­reglu

Leitin að Sigríði Jóhannsdóttur, 56, ára, hefur enn engan árangur borið, en síðast er vitað um ferðir Sigríðar á Digranesheiði í Kópavogi síðdegis föstudaginn 13. júní. Lögreglan biður þau sem eru með öryggis- og eftirlitsmyndavélar á því svæði og næsta nágrenni þess að hafa samband svo hún geti kannað hvort þar kunni að sjást til ferða Sigríðar eftir fyrrnefndan tíma.

Innlent

Kanadískt svif­ryk hrellir borgar­búa

Styrkur fíns svifryk hefur hækkað á nokkrum mælistöðvum í borginni yfir helgina og í dag. Sennilega er hér um að ræða mengun frá skógareldum í Kanada en samkvæmt kanadísku veðurstofunni hefur mengunarský frá eldunum dreifst um Kanada, Bandaríkin og til Evrópu.

Innlent

Segir á­sakanir SFS um blekkingu og afvegaleiðingu al­var­legar

Atvinnuvegaráðherra segir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi ráðast á stofnanir ríkisins til að „þvinga fram aðra niðurstöðu“ vegna fyrirhugaðra breytinga á veiðigjöldum. Hún kærir sig lítið um ásakanir um blekkingar. Eftir þrjár breytingartillögur frá atvinnuveganefnd sé frumvarpið nú tilbúið í aðra umræðu.

Innlent

Þeim sem skaut þing­menn lýst sem kristi­legum íhalds­manni

Karlmaður á sextugsaldri sem skaut ríkisþingkonu og eiginmann hennar til bana og særði tvennt til viðbótar í Minnesota í Bandaríkjunum er lýst sem sannkristnum og hægrisinnuðum íhaldsmanni. Hann er meðal annars sagður hafa sótt kosningafundi sitjandi Bandaríkjaforseta.

Erlent