Fréttir

Hyggst eftir­láta á annað hundrað börnum sínum Telegram-auðinn

Pavel Durov, stofnandi samskiptaforritsins Telegram, segir að öll þau rúmlega hundrað börn sem hann hafi feðrað í gegnum árin muni skipta jafnt með sér auðæfum hans að honum gengnum. Auður Durovs er nú metinn á tæplega 14 milljarða bandaríkjadala, rúmlega 1.700 milljarða króna.

Erlent

Vanda­menn megi ekki lengur hjálpa glæpa­mönnum

Ekki yrði lengur refsilaust fyrir einstaklinga að hindra rannsókn lögreglu á nánum vandamönnum þeirra samkvæmt áformum dómsmálaráðherra. Nýlegt dæmi er um að forráðamenn pilts sem varð ungri stúlku að bana hafi reynt að hylma yfir með honum.

Innlent

Leikskólabarn með á­verka en starfs­maður sýknaður

Starfsmaður leikskóla hefur verið sýknaður af ákæru fyrir líkamsárás og barnaverndarlagabrot gegn barni á leikskólanum. Barnið hlaut sýnilega áverka á öxl eftir að starfsmaðurinn þreif í það en ekki var talið sannað að starfsmaðurinn hefði haft ásetning til að meiða barnið.

Innlent

Fimm í haldi vegna fíkniefnamálsins

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað fimm einstaklinga í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að fíkniefnaframleiðslu. Þeir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu víða um land, meðal annars á Raufarhöfn, á miðvikudag.

Innlent

„Er allt komið í hund og kött?“

Hið svokallaða gæludýrafrumvarp hefur verið afgreitt úr nefnd og er reiðubúið til annarrar umræðu í þinginu. Þingmaður Framsóknar segir frumvarpið fela í sér réttindaskerðingu fólks sem af heilsufarslegum eða félagslegum ástæðum getur ekki búið nærri gæludýrum. 

Innlent

Reyk­víkingur ársins er­lendis en fær að veiða í júlí

Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, renndi fyrir laxi í Elliðaánum við opnun ánna í morgun. Síðustu ár hefur verið hefð fyrir því að Reykvíkingur ársins opni árnar með borgarstjóra en samkvæmt svörum frá borginni var hann erlendis og verður því ekki tilkynntur fyrr en í júlí.

Innlent

Spor­vagni ekið inn í matar­vagn í Gauta­borg

Átta eru sagðir slasaðir, þar af einn alvarlega, eftir að sporvagni var ekið á matarvagn í miðborg Gautaborgar í Svíþjóð í nótt. Vitni segja að sporvagninn hafi verið á óvenjumikilli ferð þegar slysið varð.

Erlent

Danskur ráð­herra kann ekki að meta aug­lýsingar Meta

Ráðherra stafrænna málefna í Danmörku segist bálreiður yfir auglýsingaherferð tæknirisans Meta um aldurstakmarkanir á samfélagsmiðlum. Fyrirtækið ætti frekar að nota digra sjóði sína til að grípa sjálft til aðgerða til að vernda börn fyrir skaðlegum áhrifum samfélagsmiðlanotkunar.

Erlent

Um níu þúsund um­sóknir í Há­skóla Ís­lands

Rúmlega níu þúsund umsóknir bárust í grunn- og framhaldsnám í Háskóla Ísland. Í tilkynningu segir að fjölgun hafi verið í umsóknum í lögfræði, hagfræði, næringarfræði, tungumálum og leikskólakennarafræði. Íslenska sem annað mál áfram með flestar umsóknir.

Innlent

Hafnar til­lögu um að verja fimm prósentum í varnamál

Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, hefur hafnað tillögu NATO um að framlög aðildarríkja til varnarmála verði hækkuð í fimm prósent af vergri landsframleiðslu. Hann segist vilja sveigjanlegri formúlu og að slík markmið séu ekki aðeins ósanngjörn heldur hafi þau einnig þveröfug áhrif.

Erlent

Hiti gæti náð sau­tján stigum suðaustan­til

­Útlit er fyrir fremur hæga breytilega átt í dag þar sem verður skýjað með köflum, lítilsháttar skúrir á víð og dreif og milt veður. Það verður heldur léttara yfir á suðaustanverðu landinu þar sem hiti getur náð að 17 stigum í dag þegar best lætur.

Veður

Utan­ríkis­ráð­herrar funda um Íran í Genf

Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Íran, fundar í dag í Genf með utanríkisráðherrum Bretlands, Frakklands og Þýskalands. Markmið fundarinst er að reyna að finna diplómatíska lausn við stríði Ísrael og Íran. Donald Trump hefur tilkynnt að hann ætli að gefa sér tvær vikur til að ákveða hvort hann blandi sér í stríðið.

Erlent

Kalli Snæ biðst af­sökunar

Guðmundur Karl Snæbjörnsson, eða Kalli Snæ, hefur beðist afsökunar á að hafa haldið því fram að embætti landlæknis hafi svipt hann læknaleyfinu vegna gagnrýni hans á heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnaraðgerðir.

Innlent

Bíl­stjóri ráð­herra lagði ríkið

Maður sem starfaði sem bílstjóri ráðherra fær greidda rúma milljón króna vegna vangoldinna orlofsgreiðslna sem íslenska ríkinu bar að greiða honum á tæplega tveggja ára tímabili. 

Innlent

Gengur hringinn til styrktar vannærðum börnum

Einar Sindri Ásgeirsson er nýfluttur heim eftir margra ára dvöl í Hollandi og það fyrsta sem hann ætlar að gera er að ganga hringinn í kringum landið. Á meðan ferðinni stendur safnar hann pening fyrir vannærð börn í Afríku en hann leggur af stað í fyrramálið. Ferðalagið muni taka hann um sex vikur með hvíldardögum .

Innlent

Þing­menn hneykslast á mót­mælum við hátíðarathöfnina

Á meðan árleg hátíðarstund fór fram á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn stóð hópur fólks með stóra Palestínufána og skilti sem á stóð „samsek þvert á flokka“ meðal hóps fólks sem veifaði íslenska fánanum í tilefni dagsins. Þingmaður og varaþingmaður hneykslast á mótmælunum.

Innlent