Fréttir

Vara við því að Kenne­dy ógni heilsu lands­manna

Níu fyrrverandi forstöðumenn helstu lýðheilsustofnunar Bandaríkjanna undanfarinna tæplega fimmtíu ára vara við því að núverandi heilbrigðisráðherra ógni heilsu landsmanna. Framferði ráðherrans sé fordæmalaust í sögu Bandaríkjanna.

Erlent

Á­kærður fyrir að bera sig í­trekað

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir blygðunarsemisbrot gegn þremur konum og kynferðislega áreitni gegn einni, með því að hafa ýmist sýnt konunum kynferðislegt myndefni, berað sig fyrir þeim eða bæði.

Innlent

Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa flutt inn 2580 stykki af OxyContin. Pillurnar flutti hann inn sem farþegi í flugi til Keflavíkurflugvallar, faldar í sælgætispokum í farangurstösku.

Innlent

„Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrr­verandi ráð­herra

Dómur verður kveðinn upp í dag í máli Henrik Sass Larsen, fyrrverandi viðskiptaráðherra Sósíaldemókrata í Danmörku. Sass Larsen er ákærður fyrir að hafa haft í fórum sínum yfir sex þúsund myndir og tvö þúsund myndbönd af barnaníðsefni. Þar að auki fannst á heimili ráðherrans fyrrverandi dúkka af barni, ætluð til kynferðislegra athafna.

Erlent

Það sé skammtímalausn að lengja opnunar­tíma og senda fólk er­lendis í geisla­með­ferð

Félag geislafræðinga segir það mikil vonbrigði að í tillögum spretthóps um að styrkja geislameðferð á Landspítala hafi ekki verið að finna tillögur um hvernig megi bæta kjör og vinnuaðstæður á geislameðferðardeildinni. Bið eftir geislameðferð vegna krabbameins hefur tvöfaldast síðustu vikur og geislafræðingum fækkað verulega á deildinni síðustu ár. 

Innlent

Sól­veig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir það ekki vera hlutverk borgarinnar að fjalla um utanríkismál. Borgin sé hins vegar yfirlýst friðarborg. Tillaga flokksins um sérstakan friðarfána fyrir Reykjavík sé tilkomin til að reyna að leysa deilur sem upp hafi komið á lokuðum fundum í tengslum við það þegar fáni Palestínu var dreginn að húni við Ráðhúsið. Hún kveðst ósammála formanni Eflingar sem segir tillöguna vera dæmigert „woke-þus“ hjá íhaldinu. Sjálf hafi Sólveig Anna gerst sek um dyggðarskreytingar að mati Hildar.

Innlent

Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnan­til

Djúp og víðáttumikil lægð er nú vestur af Írlandi sem sendir skilabakka með rigningu og súld yfir landið. Þó verður lítil sem engin úrkoma suðvestantil, enda hlémegin og er úrkomuákefðin ávallt mest áveðurs.

Veður

Rúm­lega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afgan­istan

Að minnsta kosti sex hundruð eru látnir eftir jarðskjálfta sem reið yfir austurhluta Afganistans í gærkvöldi. Skjálftinn var sex stig að stærð og er óttast að tala látinna eigi eftir að hækka eftir því sem björgunaraðilar ná til fleiri þorpa en skjálftinn varð á fremur afskekktu svæði í landinu.

Erlent

Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni

Fyrrverandi oddviti Sjálfstæðislokksins í Reykjavík vill að flokkurinn haldi Hildi Björnsdóttur sem oddvita en raða nýju fólki í hin sætin á listanum. Hann segir að núverandi borgarstjórnarflokkur sé ósamhentur og hafi lítið breyst síðan 2018, þegar hann hagaði sér „eins og það væru alltaf einhver læti í fjölskyldunni.“ Þá lýsir Halldór óánægju yfir því að flokkurinn máli upp borgarlínuna sem ömurlega.

Innlent

Biðjast ekki af­sökunar

Fundarmenn á flokksráðsfundi Vinstri grænna felldu í dag ályktun um að biðjast afsökunar á breytingum sem síðasta ríkisstjórn gerði á útlendingalögum.

Innlent

Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa

Bandaríski fjölmiðillinn Washington Post hefur undir höndum 38 blaðsíðna skjal sem útlistar áætlanir Bandaríkjastjórnar um framtíð Gasasvæðisins að stríðinu loknu. Það felur meðal annars í sér að allir íbúar svæðisins verði fluttir burt, að Bandaríkin fari með völd á svæðinu í tíu ár hið minnsta og að ströndinni verði umbreytt í „gervigreindarknúna“ ferðamannaparadís og rafbílaframleiðslusvæði.

Erlent

Varðturnarnir á bak og burt

Varðturnarnir sem komið var upp til að sporna við vasaþjófnaði og vöktu misjöfn viðbrögð meðal borgarbúa eru nú á bak og burt. Um var að ræða tilraunaverkefni sem gekk, að sögn aðstandanda, prýðisvel. Það verður endurtekið.

Innlent

Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land

Mikill hugur er hjá skógræktarfólki um allt land enda víða verið að gróðursetja plöntur í því skyni að fá upp myndarlegan skóg. Forseti Íslands tók þátt í aðalfundi Skógræktarfélags Íslands um helgina í Borgarfirði og gróðursetti meðal annars í Varmalandi.

Innlent