Fréttir

Em­bættis­taka, Covid-19 og hótanir í garð lög­reglu

Halla Tómasdóttir verður sett í embætti sem sjöundi forseti Íslenska lýðveldisins í dag, önnur kvenna til að gegna embættinu. Í fyrsta sinn í lýðveldissögunni verða þrír fyrrverandi forsetar viðstaddir athöfina. Greint verður frá því hvernig athöfnin fer fram í hádegisfréttum á Bylgjunni, en hún verður í beinu streymi á Vísi og hefst klukkan 15:30.

Innlent

Raf­bílar rétta að­eins úr kútnum eftir dýfu

Flestir þeirra bíla sem voru nýskráðir í júlí voru rafbílar. Hlutfall þeirra í nýskráningum er sagt taka við sér eftir dýfu fyrr á árinu. Nýskráningum rafbíla fækkaði engu að síður mikið frá sama mánuði í fyrra.

Innlent

Vand­ræða­saga Helga: Skortur á hommum, meint „kerlingar­tussa“ og Face­book-þumallinn

„Það má því segja að þau séu að verða þétt tvíeyki, Sigríður og Helgi Magnús,“ var skrifað í Viðskiptablaðið þegar Sigríður Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson voru skipuð í embætti ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara árið 2011, en þar á undan höfðu þau verið saksóknarar Alþingis í málaferlum á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í Landsdómsmálinu svokallaða.

Innlent

Sagði Harris ný­lega „orðna svarta“

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaefni Repúblikanaflokksins, fór mikinn á viðburði Samtaka svartra blaðamanna (NABJ) í gær og sagði meðal annars að Kamala Harris hefði aðeins „orðið svört“ fyrir nokkrum árum.

Erlent

Ók á mann og stakk af

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti þremur útköllum í gærkvöldi þar sem slys höfðu orðið á fólki í umferðinni. Þar á meðal var tilkynning um að ekið hefði verið á mann á hlaupahjóli og ekið á brott.

Innlent

Yfir hundrað hand­teknir í ó­eirðum í Lundúnum

Mótmæli vegna stunguárásarinnar í bænum Southport í Norður-Englandi á mánudag hafa dreift sér út fyrir bæinn. Lögreglan í Lundúnum handtók tugi mótmælenda eftir að óeirðir brutust út við Downingstræti í kvöld. 

Erlent

Besta veðrið um verslunar­manna­helgina?

Útlit er fyrir nokkuð úrkomusama verslunarmannahelgi, þar á meðal í Vestmannaeyjum. Á Vesturlandi og suðvesturhorni verður ágætis veður að sögn Einar Sveinbjörnssonar veðurfræðings hjá blika.is. Hann vill ekkert gefa upp um það hvar hann verður staddur um helgina.

Veður

Ekki miklar líkur á meiri­háttar milli­ríkja­á­tökum

Sérfræðingur í alþjóðamálum segir ólíklegt að dráp Ismail Haniyeh muni leiða til meiriháttar milliríkjaátaka þrátt fyrir að þær muni hafa ýmsar afleiðingar í för með sér. Ástæða þess séu þeir miklu hernaðarlegu yfirburðir sem Ísrael hefur yfir nágrannaríkin. 

Erlent

„Glæsi­legur for­ystu­maður sem hreif fólk með sér“

Sveinn Rúnar Hauksson læknir og heiðursborgari í Palestínu minnist Ismail Haniyeh, pólitísks leiðtoga Hamas sem var ráðinn af dögum í Íran í nótt, í samfélagsmiðlafærslu. Þar segir hann Haniyeh hafa verið öflugan leiðtoga andspyrnuhreyfingar en í leið maður sátta og friðar. 

Erlent

Guðni kveður og skemmdar­verk á grunn­skóla

Embættistíð Guðna Th. Jóhanessonar, sjötta forseta lýðveldisins, lýkur í dag og á morgun tekur Halla Tómasdóttir við lyklavöldum á Bessastöðum. Í kvöldfréttum verður rætt við Guðna um þau átta ár sem hann hefur setið á forsetastóli, í hans síðasta sjónvarpsviðtali sem forseti. Við kynnum okkur einnig dagskrá innsetningarathafnar nýs forseta.

Innlent

Egill telur eitt og annað ó­ljóst við bílatilboð Ástþórs

Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar gerir athugasemdir við frétt Vísir og auglýsingu Ástþórs Magnússonar hjá Islandus Bílum og fyrrverandi forsetaframbjóðanda. Hann telur ýmislegt óljóst og að Ástþór sé ekki að bjóða upp á sambærilegan bíl og þann sem Halla Tómasdóttir fær.

Innlent