Fréttir

For­setinn klyfjaður krossum til Dan­merkur

Þegar Halla Tómasdóttir forseti Íslands fór til Danmerkur 8. Nóvember 2024 í umtalaða heimsókn mætti hún ekki tómhent. Hún útbýtti stórkrossum, stórriddarakrossum, jafnvel með stjörnu, á báða bóga.

Innlent

Aug­lýsir eftir stjórnarfólki og breytir reglunum

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur sett nýjar reglur um val á einstaklingum til stjórnarsetu í stærri ríkisfyrirtækjum, sem eiga að tryggja að tilnefndir stjórnarmenn veljist á grundvelli hæfni, menntunar eða reynslu.

Innlent

Segja nánast öllum nýjum starfs­mönnum upp

Yfirmönnum opinberra stofnana í Bandaríkjunum hefur verið sagt að segja upp svo gott sem öllum nýjum starfsmönnum. Sumum yfirmannanna var sömuleiðis tilkynnt að frekari uppsagnir væru í vændum.

Erlent

Rúmur helmingur vill að styrkirnir verði endur­greiddir

Rétt rúmur helmingur landsmanna er á þeirri skoðun að stjórnmálaflokkar ættu að endurgreiða þá styrki sem þeir fengu úr ríkisjóði á meðan þeir uppfylltu ekki skilyrði til að fá umrædda styrki. Þetta er niðurstaða könnunar Maskínu.

Innlent

Mögu­legt hvass­viðri fyrir sunnan

Talsverður lægðagangur er langt sunnan lands næstu daga, en hæðasvæði er norður af Jan Mayen. Að sögn Veðurstofunnar er búist við því að í sameiningu muni þessi veðrakerfi valda austlægum áttum á landinu, allhvössum vindi eða hvassviðri syðst um tíma, en annars mun hægari.

Veður

Brynjar settur dómari

Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið settur í embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur til eins árs. Jafnframt hefur Jónas Þór Guðmundsson verið skipaður hæstaréttarlögmaður verið skipaður í embætti dómara við Héraðsdóm Reykjaness.

Innlent

Hélt hann hefði verið étinn af hval

Hnúfubakur tók kajakræðara í munn sinn í stutta stund við strendur Síle síðustu helgi. Atvikið náðist á myndband. Maðurinn segist hafa verið hræddur um líf sitt og föður síns. 

Erlent

„Ég á­kvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“

Vitni sem elti uppi mann sem handtekinn var fyrir líkamsárás fyrr í dag segir manninn hafa barið konu sem var með manninum í bílnum, á meðan hann ók eins og brjálæðingur frá Smáralind upp á Bústaðaveg. Lögregla hafi lokað veginum til að hafa hendur í hári mannsins. Vitnið var með lögregluna í símanum alla bílferðina, svo hægt væri að stöðva manninn.

Innlent

Framhaldsskólakennarar funda á­fram á morgun

Fundi samninganefnda framhaldsskólakennara og ríkisins, sem hófst klukkan ellefu í morgun, lauk síðdegis og hefur nýr fundur verið boðaður klukkan eitt á morgun. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari sagði í samtali við fréttastofu að viðræðurnar hefðu snúist um afmarkaðan hluta deilunnar en ekki kröfurnar í heild.

Innlent

„Við viljum bara keyra hlutina í gang“

Meirihlutaviðræður Samfylkingar, Pírata, Sósíalista, Flokks fólksins og Vinstri grænna í Reykjavík ganga vel að sögn oddvita tveggja flokkanna. Borgarstjórastóllinn hafi ekki verið ræddur, en mikið traust ríki milli oddvita allra flokkanna. 

Innlent

RFK verður heil­brigðis­ráð­herra

Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Robert F. Kennedy yngri til embættis heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Atkvæðagreiðslan á þinginu fór 52-48 en Mitch McConnell, fyrrverandi leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, var eini meðlimur flokksins sem greiddi atkvæði gegn tilnefningunni.

Erlent