Fréttir

Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð

Dýrahjálp Íslands fagnar lagabreytingu sem gerir gæludýraeigendum kleift að flytja með dýr sín í fjölbýli án þess að þurfa samþykki nágranna sinna í húsinu. Því fylgi oft mikil sorg þegar fólk flytur á milli staða og þarf að skilja dýrin eftir.

Innlent

Óttast að Úkraínu­menn verji Pokrovsk of lengi

Óttast er að Úkraínumenn séu að gera sömu mistök og þeir hafa gert áður, með því að reyna að halda ákveðnum bæ eða borg of lengi. Sérfræðingar og einhverjir yfirmenn í úkraínska hernum eru sagðir hafa áhyggjur af því að fall borgarinnar Pokrovsk sé orðið óhjákvæmilegt og að áframhaldandi vörn borgarinnar muni reynast dýrkeypt.

Erlent

Um­deildur skóla­stjóri í leyfi á meðan út­tekt er gerð

Dagný Kristinsdóttir, skólastjóri Víðistaðaskóla í Hafnarfirði, hefur verið send í leyfi á meðan farið verður í úttekt á stjórnunarháttum í skólanum. Tæp þrjú ár eru síðan hún lét af störfum sem skólastjóri Hvassaleitisskóla eftir að fjölmargir kennarar og starfsmenn skólans undirrituðu yfirlýsingu, þar sem þeir lýstu yfir vantrausti á hendur henni.

Innlent

Bera á­byrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn

Gámaflutningar ehf. hafa verið sýknaðir af kröfum Landslagna ehf., sem lentu í því í fyrra að gámur í eigu félagsins var fluttur án heimildar á Hólmsheiði, þar sem hann fannst tómur. Gámaflutningar voru taldir ábyrgir fyrir þjófnaðinum en Landslagnir voru ekki taldar hafa fært sönnur á tjón sitt.

Innlent

Hafi kallað drenginn „grenju­skjóðu“

Umboðsmaður barna segir stöðuna í meðferðarkerfinu vera grafalvarlega og ítrekar að gæta skuli varúðar þegar valdi er beitt. Starfsmaður Stuðla er með stöðu sakbornings vegna meintrar árásar innan meðferðarheimilisins. 

Innlent

„Ég er sá sem getur fellt hann“

Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að frumvarp sem kveður á um birtingu allra gagna sem yfirvöld hafa safnað um Jeffrey Epstein verði tekið til umræðu í næstu viku.

Erlent

Þreyttir í­búar Grjótaþorpsins fá einstefnu

Samþykkt hefur verið að Grjótagata í Grjótaþorpinu í miðborg Reykjavíkur verði einstefnugata. Íbúar hafa upplifað umferðaröngþveiti vegna vöruafhendingar á morgnana og líka hraðan næturakstur að næturlagi og sendu umhverfis- og skipulagssviði undirskriftalista vegna málsins síðastliðið sumar.

Innlent

Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París

Frakkar minnast þess í dag að tíu ár eru liðin frá því að mannskæðar hryðjuverkaárásir voru framdar í París. Minningarathafnir verða haldnar víða um landið en 130 manns létu lífið í árásum vígamanna hryðjuverkasamtaka sem kenna sig við Íslamska ríkið þann 13. nóvember árið 2015.

Erlent

ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna

Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ, segir kostnað við íþróttir barna til skoðunar innan sambandsins. Litið verði til Noregs við þá skoðun en nýlega kom út skýrsla í Noregi um kostnað við íþróttir barna. Willum segir félagsgjöld og ferðakostnað stærsta útgjaldaliðinn. Ábyrgð sjálfboðaliða sé meiri en áður og meiri kröfur gerðar til fagmennsku þjálfara.

Innlent

Moskító mætt á Suður­land

Moskítóflugur hafa fundist í hesthúsi á Suðurlandi. Frá þessu greinir Björn Hjaltason sem var fyrsti maðurinn til að finna moskítóflugur hér á landi í Kjós í Hvalfirði.

Innlent

Fram­lag Ís­lands til Parísar­samningsins ó­háð ESB-mark­miði

Ísland er með sjálfstæða aðild að Parísarsamninginum sem er ekki háð samstarfi við Evrópusambandið, að sögn fulltrúa sendinefndar sambandsins á Íslandi. Stjórnvöld þurftu nýlega að leiðrétta losunarmarkmið sem var skilað til samningsins vegna misskilnings um eðli samstarfsins við ESB.

Innlent

Loft­gæði verði á­fram slæm

Hæglætisveður hefur verið á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga og er spáð áfram. Það hefur þau áhrif að svifryksmengun eykst og loftgæði hafa mælst óholl á nokkrum stöðum undanfarið.

Innlent

Stríð Trumps við fjöl­miðla teygir sig yfir At­lants­hafið

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa skyldu til að höfða mál gegn BBC vegna þess hvernig ræða hans 6. janúar 2021 var klippt í þætti ríkisútvarpsins. Hótunin um lögsókn þykir til marks um að herferð forsetans gegn fjölmiðlum og fyrirtækjum sem þóknast honum ekki sé nú komin út fyrir landsteinana. Þó nokkrir fjölmiðlar og fyrirtæki vestanhafs hafa lúffað fyrir honum og jafnvel greitt fúlgur fjár í sjóði sem tengjast honum.

Erlent

Árelía kveður borgar­pólitíkina

Árelía Eydís Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, sækist ekki eftir sæti á lista flokksins í næstu borgarstjórnarkosningum. Hún hyggst aftur hefja störf við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Framsóknarmenn hafa ákveðið að hátta listavali í Reykjavík með tvöföldu kjörþingi.

Innlent

Til­finningar í þing­sal og Inga brosir hringinn

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var lögfestur á Alþingi í dag með atkvæðum þingmanna allra flokka á Alþingi nema Miðflokksins sem sátu hjá. Margir þingmenn stigu í pontu til að gera grein fyrir atkvæði sínu fulltrúar úr röðum hagsmunasamtaka fatlaðs fólks fjölmenntu á þingpallana til að fylgjast með atkvæðagreiðslunni og fögnuðu þegar frumvarpið varð að lögum.

Innlent

Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjöl­býli

Hunda- og kattahald er nú leyft í fjölbýli og samþykki annarra eigenda ekki lengur skilyrði fyrir dýrahaldinu þar sem Alþingi hefur nú samþykkt frumvarp Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, um breytingu á lögum um fjöleignarhús.

Innlent