Juventus mistókst að skora gegn Fiorentina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. september 2019 14:45 Ronaldo og félagar áttu ekki sinn besta dag í dag. vísir/getty Leikurinn var frekar jafn á öllum vígstöðvum þó Juventus væri aðeins meira með boltann. Ef eitthvað er þá hefðu heimamenn í Fiorentina átt að stela öllum þremur stigunum þar sem þeir áttu töluvert fleiri skot að marki heldur en gestirnir. Heimamenn komu knettinum hins vegar ekki framhjá Wojciech Szczęsny í marki Juventus og því var markalaust jafntefli niðurstaðan. Var þetta fyrsta stig Fiorentina á leiktíðinni en Juventus hafði unnið báða leiki sína fram að þessu. Juventus er sem stendur í efsta sæti deildarinnar með sjö stig en þetta var fyrsti leikur dagsins svo ekki er ólíklegt að þeir missi toppsætið þegar líður á daginn. Á sama tíma er Fiorentina í 16. sæti með aðeins eitt stig. Ítalski boltinn
Leikurinn var frekar jafn á öllum vígstöðvum þó Juventus væri aðeins meira með boltann. Ef eitthvað er þá hefðu heimamenn í Fiorentina átt að stela öllum þremur stigunum þar sem þeir áttu töluvert fleiri skot að marki heldur en gestirnir. Heimamenn komu knettinum hins vegar ekki framhjá Wojciech Szczęsny í marki Juventus og því var markalaust jafntefli niðurstaðan. Var þetta fyrsta stig Fiorentina á leiktíðinni en Juventus hafði unnið báða leiki sína fram að þessu. Juventus er sem stendur í efsta sæti deildarinnar með sjö stig en þetta var fyrsti leikur dagsins svo ekki er ólíklegt að þeir missi toppsætið þegar líður á daginn. Á sama tíma er Fiorentina í 16. sæti með aðeins eitt stig.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti