Báðir aðilar ganga sáttir frá borði, segir í tilkynningu Stólanna en Israel hefur stýrt liði Stólanna síðustu tvö tímabil. Hann skilaði einum bikarmeistaratitli í hús.
Árangurinn í ár hjá Stólunum var þó mikil vonbrigði. Þeir duttu út í átta liða úrslitunum fyrir Þór úr Þorlákshöfn, 3-2, en mikið hafði verið lagt í liðið fyrir tímabilið.
Óvíst er hver tekur við Stólunum.