Sevilla stal stigi á lokamínútunum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 21. nóvember 2017 21:45 Liverpool mistókst að komast áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Topplið E-riðils mættust á Spáni í kvöld þegar Sevilla tók á móti rauða hernum úr Bítlaborginni. Það tók gestina innan við tvær mínútur að komast yfir og eftir hálftíma leik var staðan orðin 3-0. Þá leit út fyrir að leikurinn væri búinn. Heimamenn voru þó ekki á því að leggja árar í bát og skoraði Wissam Ben Yedder tvisvar í seinni hálfleik og hleypti spennu í leikinn. Stuðningsmenn Liverpool voru farnir að fagna farseðlinum í 16-liða úrslitin þegar Guido Pizarro skoraði jöfnunarmark sevilla á 93. mínútu. Liverpool spilar því hreinan úrslitaleik um sæti í útsláttarkeppninni við Spartak Moskvu í síðustu umferðinni. Meistaradeild Evrópu
Liverpool mistókst að komast áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Topplið E-riðils mættust á Spáni í kvöld þegar Sevilla tók á móti rauða hernum úr Bítlaborginni. Það tók gestina innan við tvær mínútur að komast yfir og eftir hálftíma leik var staðan orðin 3-0. Þá leit út fyrir að leikurinn væri búinn. Heimamenn voru þó ekki á því að leggja árar í bát og skoraði Wissam Ben Yedder tvisvar í seinni hálfleik og hleypti spennu í leikinn. Stuðningsmenn Liverpool voru farnir að fagna farseðlinum í 16-liða úrslitin þegar Guido Pizarro skoraði jöfnunarmark sevilla á 93. mínútu. Liverpool spilar því hreinan úrslitaleik um sæti í útsláttarkeppninni við Spartak Moskvu í síðustu umferðinni.
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti