Umdeild vítaspyrna færði Svisslendingum sigur í Belfast | Sjáið sigurmarkið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2017 21:30 Svisslendingar eru í fínum málum í umspili um sæti á HM í Rússlandi eftir 1-0 útisigur á Norður-Írlandi í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti á HM 2018. Sigurmarkið kom úr umdeildri vítaspyrnu eftir tæplega klukkutíma leik. Sigurinn var samt sanngjarn því svissneska liðið var betri aðilinn í leiknum. Norður-Írar hafa ekki komist á HM síðan á HM í Mexíkó og fannst á sér brotið þegar vítaspyrna var dæmd á liðið þegar skotið var í hendi Corry Evans af stuttu færi. Corry Evans fékk ekki aðeins á sig víti heldur einnig gult spjald sem þýðir að hann verður í leikbanni í seinni leiknum. Ricardo Rodríguez skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni og það reyndist vera eina mark leiksins. Það er hægt að sjá svipmyndir frá leiknum í spilaranum hér fyrir ofan. Seinni leikur liðanna er í Sviss á sunnudaginn. HM 2018 í Rússlandi
Svisslendingar eru í fínum málum í umspili um sæti á HM í Rússlandi eftir 1-0 útisigur á Norður-Írlandi í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti á HM 2018. Sigurmarkið kom úr umdeildri vítaspyrnu eftir tæplega klukkutíma leik. Sigurinn var samt sanngjarn því svissneska liðið var betri aðilinn í leiknum. Norður-Írar hafa ekki komist á HM síðan á HM í Mexíkó og fannst á sér brotið þegar vítaspyrna var dæmd á liðið þegar skotið var í hendi Corry Evans af stuttu færi. Corry Evans fékk ekki aðeins á sig víti heldur einnig gult spjald sem þýðir að hann verður í leikbanni í seinni leiknum. Ricardo Rodríguez skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni og það reyndist vera eina mark leiksins. Það er hægt að sjá svipmyndir frá leiknum í spilaranum hér fyrir ofan. Seinni leikur liðanna er í Sviss á sunnudaginn.