Mjölnismenn brjálaðir og vilja nýjan bardaga | Potað þrisvar í augu Gunnars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2017 21:45 Hér má sjá Ponzinibbio með puttana á kafi í báðum augum Gunnars. Hættulegur leikur sem hefði getað endað illa. mynd/Jerry McCarthy/KO! Media Santiago Ponzinibbio vann Gunnar Nelson í UFC-bardaga þeirra í Glasgow í gærkvöldi en fljótlega fóru menn að tala um óheiðarleika Argentínumannsins. Myndband frá bardaganum sýnir að Ponzinibbio potaði mörgum sinni í auga Gunnars. Gunnar Nelson kvartaði um það strax eftir bardagann að Santiago Ponzinibbio hafi potað í augað á honum og menn hafa síðan getað sannað það með bæði myndum og myndbandi. „Ég sló hann alveg í byrjun og þá tróð hann puttanum upp í augað á mér á sama tíma,“ sagði Gunnar í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson eftir bardagann. Gunnar var þarna rotaður í fyrsta sinn í bardaga en hann sagðist hafa séð tvöfaldan Ponzinibbio það sem eftir var eftir að hafa fengið fingurinn í augað. Menn hafa verið að skoða bardagann betur í dag og þar hefur komið í ljós að þetta var engin tilviljun hjá Argentínumanninum. Það er augljóst að taktíkin hans var að pota í augu Gunnars því hann gerir það aftur og aftur. Hann reyndi oftar en hann náði og vilja menn meina að þetta hafi verið óheiðarleg leikáætlun hjá Argentínumanninum. Alls sést Santiago Ponzinibbio pota þrisvar sinnum í auga Gunnars á þeim 82 sekúndum sem bardaginn stóð yfir. Hér fyrir neðan er farið yfir þetta. Nú er það spurningin hvort að Gunnar geti fengið nýjan bardaga á móti Santiago Ponzinibbio því það er löngu orðið ljóst að Argentínumaðurinn var að svindla með þessari mjög svo óheiðarlegu taktík sinni í þessum bardaga. Hann hefði hæglega getað blindað Gunnar. Eins og sjá má hér að neðan hafa Mjölnismenn skorað á UFC að láta Gunnar og Ponzinibbio berjast aftur. Ef svo ólíklega vill til að UFC taki undir þá kröfu þá færi sá bardagi ekki fram á næstunni enda má Gunnar ekki æfa meira í sumar vegna þeirra meiðsla sem hann varð fyrir í gær. MMA Tengdar fréttir Ponzinibbio sigraði Gunnar | Myndasyrpa Gunnar Nelson beið ósigur fyrir Santiago Ponzinibbio í Glasgow í gærkvöldi. Þetta var þriðja tap Gunnars í síðustu sex bardögum. 17. júlí 2017 09:30 Gunnar: Ég varð gráðugur Gunnar Nelson var svekktur út í sjálfan sig er Vísir hitti hann eftir bardagann gegn Santiago Ponzinibbio í Glasgow. 16. júlí 2017 23:34 Ponzinibbio potaði í augað á Gunnari | Mynd Gunnar Nelson beið lægri hlut fyrir Santiago Ponzinibbio í Glasgow í gærkvöldi. 17. júlí 2017 10:30 Twitter-samfélagið í losti: Fyrst var þögn, síðan kom þruman Santiago Ponzinibbio sigraði Gunnar Nelson í Glasgow í kvöld. 16. júlí 2017 22:20 Sjáðu svipmyndir úr bardaga Gunnars | Myndband Gunnar Nelson var rotaður af argentínska Santiago Ponzinibbio eftir aðeins 82 sekúndur á UFC 214 bardagakvöldinu í Glasgow í kvöld en þetta var þriðja tap Gunnars á UFC-ferlinum. 16. júlí 2017 22:15 „Gunnar Nelson er harður gaur“ Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio kom, sá og sigraði í kvöld. 16. júlí 2017 22:04 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Íslandsmet féll í Andorra „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Sjáðu Ísold kasta sér yfir línuna þegar Íslandsmet féll Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Ólympíumeistari handtekinn fyrir ölvunarakstur „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Sjá meira
Santiago Ponzinibbio vann Gunnar Nelson í UFC-bardaga þeirra í Glasgow í gærkvöldi en fljótlega fóru menn að tala um óheiðarleika Argentínumannsins. Myndband frá bardaganum sýnir að Ponzinibbio potaði mörgum sinni í auga Gunnars. Gunnar Nelson kvartaði um það strax eftir bardagann að Santiago Ponzinibbio hafi potað í augað á honum og menn hafa síðan getað sannað það með bæði myndum og myndbandi. „Ég sló hann alveg í byrjun og þá tróð hann puttanum upp í augað á mér á sama tíma,“ sagði Gunnar í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson eftir bardagann. Gunnar var þarna rotaður í fyrsta sinn í bardaga en hann sagðist hafa séð tvöfaldan Ponzinibbio það sem eftir var eftir að hafa fengið fingurinn í augað. Menn hafa verið að skoða bardagann betur í dag og þar hefur komið í ljós að þetta var engin tilviljun hjá Argentínumanninum. Það er augljóst að taktíkin hans var að pota í augu Gunnars því hann gerir það aftur og aftur. Hann reyndi oftar en hann náði og vilja menn meina að þetta hafi verið óheiðarleg leikáætlun hjá Argentínumanninum. Alls sést Santiago Ponzinibbio pota þrisvar sinnum í auga Gunnars á þeim 82 sekúndum sem bardaginn stóð yfir. Hér fyrir neðan er farið yfir þetta. Nú er það spurningin hvort að Gunnar geti fengið nýjan bardaga á móti Santiago Ponzinibbio því það er löngu orðið ljóst að Argentínumaðurinn var að svindla með þessari mjög svo óheiðarlegu taktík sinni í þessum bardaga. Hann hefði hæglega getað blindað Gunnar. Eins og sjá má hér að neðan hafa Mjölnismenn skorað á UFC að láta Gunnar og Ponzinibbio berjast aftur. Ef svo ólíklega vill til að UFC taki undir þá kröfu þá færi sá bardagi ekki fram á næstunni enda má Gunnar ekki æfa meira í sumar vegna þeirra meiðsla sem hann varð fyrir í gær.
MMA Tengdar fréttir Ponzinibbio sigraði Gunnar | Myndasyrpa Gunnar Nelson beið ósigur fyrir Santiago Ponzinibbio í Glasgow í gærkvöldi. Þetta var þriðja tap Gunnars í síðustu sex bardögum. 17. júlí 2017 09:30 Gunnar: Ég varð gráðugur Gunnar Nelson var svekktur út í sjálfan sig er Vísir hitti hann eftir bardagann gegn Santiago Ponzinibbio í Glasgow. 16. júlí 2017 23:34 Ponzinibbio potaði í augað á Gunnari | Mynd Gunnar Nelson beið lægri hlut fyrir Santiago Ponzinibbio í Glasgow í gærkvöldi. 17. júlí 2017 10:30 Twitter-samfélagið í losti: Fyrst var þögn, síðan kom þruman Santiago Ponzinibbio sigraði Gunnar Nelson í Glasgow í kvöld. 16. júlí 2017 22:20 Sjáðu svipmyndir úr bardaga Gunnars | Myndband Gunnar Nelson var rotaður af argentínska Santiago Ponzinibbio eftir aðeins 82 sekúndur á UFC 214 bardagakvöldinu í Glasgow í kvöld en þetta var þriðja tap Gunnars á UFC-ferlinum. 16. júlí 2017 22:15 „Gunnar Nelson er harður gaur“ Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio kom, sá og sigraði í kvöld. 16. júlí 2017 22:04 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Íslandsmet féll í Andorra „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Sjáðu Ísold kasta sér yfir línuna þegar Íslandsmet féll Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Ólympíumeistari handtekinn fyrir ölvunarakstur „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Sjá meira
Ponzinibbio sigraði Gunnar | Myndasyrpa Gunnar Nelson beið ósigur fyrir Santiago Ponzinibbio í Glasgow í gærkvöldi. Þetta var þriðja tap Gunnars í síðustu sex bardögum. 17. júlí 2017 09:30
Gunnar: Ég varð gráðugur Gunnar Nelson var svekktur út í sjálfan sig er Vísir hitti hann eftir bardagann gegn Santiago Ponzinibbio í Glasgow. 16. júlí 2017 23:34
Ponzinibbio potaði í augað á Gunnari | Mynd Gunnar Nelson beið lægri hlut fyrir Santiago Ponzinibbio í Glasgow í gærkvöldi. 17. júlí 2017 10:30
Twitter-samfélagið í losti: Fyrst var þögn, síðan kom þruman Santiago Ponzinibbio sigraði Gunnar Nelson í Glasgow í kvöld. 16. júlí 2017 22:20
Sjáðu svipmyndir úr bardaga Gunnars | Myndband Gunnar Nelson var rotaður af argentínska Santiago Ponzinibbio eftir aðeins 82 sekúndur á UFC 214 bardagakvöldinu í Glasgow í kvöld en þetta var þriðja tap Gunnars á UFC-ferlinum. 16. júlí 2017 22:15
„Gunnar Nelson er harður gaur“ Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio kom, sá og sigraði í kvöld. 16. júlí 2017 22:04