Umfjöllun: Ísland - Úkraína 34-26 | Strákarnir komnir á tíunda Evrópumótið í röð Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. júní 2017 20:15 Íslensku strákarnir fagna í leikslok. vísir/anton Ísland tryggði sér sæti á EM 2018 í handbolta með stórsigri á Úkraínu, 34-26, í Laugardalshöllinni í kvöld. Íslendingar eru því á leið á tíunda Evrópumótið í röð en strákarnir hafa verið með á öllum Evrópumótum frá árinu 2000.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Laugardalshöllinni í kvöld og tók myndirnar sem má sjá hér að neðan. Sóknarleikurinn var slakur í tapinu fyrir Tékkum á miðvikudaginn en það var allt annað uppi á teningnum í kvöld. Sóknin gekk smurt og þá skoraði íslenska liðið mörg mörk eftir hraðar sóknir. Guðjón Valur Sigurðsson fór þar fremstur í flokki en fyrirliðinn minnti okkur í kvöld enn og aftur á hversu einstakur leikmaður hann er. Guðjón Valur var markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk. Aron Rafn Eðvarðsson hóf leikinn í markinu í stað Björgvins Pál Gústavssonar og Hafnfirðingurinn átti skínandi góðan leik og varði 15 skot. Íslendingar náðu fljótlega yfirhöndinni í leiknum en gekk erfiðlega að slíta ólseiga Úkraínumenn af sér. Góður kafli undir lok fyrri hálfleiks þýddi hins vegar að staðan í hálfleik var 18-13, Íslandi í vil. Í seinni hálfleik var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. Íslensku strákarnir náðu góðu forskoti sem þeir létu ekki af hendi. Á endanum munaði átta mörkum á liðunum, 34-26. Alls komust 10 Íslendingar á blað í leiknum í kvöld. Guðjón Valur var sem áður sagði markahæstur með átta mörk. Ólafur Guðmundsson skoraði fimm mörk líkt og Aron Pálmarsson. Auk þess dældi Aron út stoðsendingum eins og honum er einum lagið. Rúnar Kárason, Arnar Freyr Arnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoruðu allir fjögur mörk og þeir tveir síðastnefndu voru auk þess öflugir í vörninni. Ísland endaði í 3. sæti riðils 4 en fer áfram sem liðið með bestan árangur í 3. sæti riðlanna sjö í undankeppninni.Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 8/3, Ólafur Guðmundsson 5, Aron Pálmarsson 5, Rúnar Kárason 4, Arnar Freyr Arnarsson 4, Ásgeir Örn Hallgrímsson 4, Ómar Ingi Magnússon, Arnór Þór Gunnarsson, Bjarki Már Gunnarsson 1, Janus Daði Smárason 1.Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 15.vísir/antonvísir/antonvísir/anton
Ísland tryggði sér sæti á EM 2018 í handbolta með stórsigri á Úkraínu, 34-26, í Laugardalshöllinni í kvöld. Íslendingar eru því á leið á tíunda Evrópumótið í röð en strákarnir hafa verið með á öllum Evrópumótum frá árinu 2000.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Laugardalshöllinni í kvöld og tók myndirnar sem má sjá hér að neðan. Sóknarleikurinn var slakur í tapinu fyrir Tékkum á miðvikudaginn en það var allt annað uppi á teningnum í kvöld. Sóknin gekk smurt og þá skoraði íslenska liðið mörg mörk eftir hraðar sóknir. Guðjón Valur Sigurðsson fór þar fremstur í flokki en fyrirliðinn minnti okkur í kvöld enn og aftur á hversu einstakur leikmaður hann er. Guðjón Valur var markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk. Aron Rafn Eðvarðsson hóf leikinn í markinu í stað Björgvins Pál Gústavssonar og Hafnfirðingurinn átti skínandi góðan leik og varði 15 skot. Íslendingar náðu fljótlega yfirhöndinni í leiknum en gekk erfiðlega að slíta ólseiga Úkraínumenn af sér. Góður kafli undir lok fyrri hálfleiks þýddi hins vegar að staðan í hálfleik var 18-13, Íslandi í vil. Í seinni hálfleik var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. Íslensku strákarnir náðu góðu forskoti sem þeir létu ekki af hendi. Á endanum munaði átta mörkum á liðunum, 34-26. Alls komust 10 Íslendingar á blað í leiknum í kvöld. Guðjón Valur var sem áður sagði markahæstur með átta mörk. Ólafur Guðmundsson skoraði fimm mörk líkt og Aron Pálmarsson. Auk þess dældi Aron út stoðsendingum eins og honum er einum lagið. Rúnar Kárason, Arnar Freyr Arnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoruðu allir fjögur mörk og þeir tveir síðastnefndu voru auk þess öflugir í vörninni. Ísland endaði í 3. sæti riðils 4 en fer áfram sem liðið með bestan árangur í 3. sæti riðlanna sjö í undankeppninni.Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 8/3, Ólafur Guðmundsson 5, Aron Pálmarsson 5, Rúnar Kárason 4, Arnar Freyr Arnarsson 4, Ásgeir Örn Hallgrímsson 4, Ómar Ingi Magnússon, Arnór Þór Gunnarsson, Bjarki Már Gunnarsson 1, Janus Daði Smárason 1.Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 15.vísir/antonvísir/antonvísir/anton
EM 2018 í handbolta Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Sjá meira