Kaup á Antoine Griezmann eru ekki lengur í forgangi hjá Manchester United. Breskir fjölmiðlar greina frá þessu í dag.
Griezmann, sem leikur með Atlético Madrid, hefur verið þrálátlega orðaður við United undanfarna mánuði.
Meiðsli Zlatans Ibrahimovic breyttu hins vegar forgangsröðun United á félagaskiptamarkaðinum.
Nú er forgangsatriði að kaupa framherja sem getur fyllt skarð Zlatans en ekki sóknarsinnaðan miðjumann.
Atlético hefur væntanlega lítinn áhuga á að selja Griezmann þar sem liðið er í félagaskiptabanni og má ekki kaupa leikmenn fyrr en í janúar á næsta ári.
Griezmann hefur skorað 83 mörk í 160 leikjum með Atlético undanfarin þrjú ár. Hann kom til Madrídarliðsins frá Real Sociedad sumarið 2014.

