Higuain sýndi að hann getur verið maður stóru leikjanna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. maí 2017 20:30 Higuain fagnar fyrra marki sínu í kvöld. Vísir/Getty Argentínski framherjinn Gonzalo Higuain sýndi og sannaði í kvöld að hann getur vel blómstrað í stóru leikjunum. Hann skoraði þá í tvígang fyrir Juventus í fyrri leik liðsins gegn Monaco í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Juventus vann leikinn 2-0 og stendur því ansi vel að vígi enda á liðið eftir heimaleikinn og Juventus tapar aldrei á heimavelli. Higuain hafði ekki skorað í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar síðan í apríl árið 2013. Mörkin í kvöld voru númer þrjú og fjögur í 25 leikjum í útsláttarkeppninni. Eðlilega er því mikið búið að gagnrýna hann síðustu árin og því hafa mörk kvöldsins líklega verið sérstaklega sæt fyrir hann. Monaco hefur nánast skorað að vild í Meistaradeildinni í vetur en liðið keyrði á vegg í kvöld. Ef Monaco fékk færi þá varði bara Gianluigi Buffon sem var að spila sinn 100. leik í Meistaradeildinni. Ótrúlegt eintak. Juve var ekki búið að fá á sig mark í 531 mínútu fyrir leikinn og staðan er því nú að liðið hefur ekki fengið á sig mark í 621 mínútu í Meistaradeildinni. Ekki einu sinni Barcelona náði að skora gegn Juve í tveimur leikjum. Hér fyrir neðan má sjá leiklýsingu leiksins.20.34: Leik lokið. Juve í frábærum málum og með annan fótinn í úrslitaleiknum.20.29: Þetta er að fjara út.20.11: 20 mínútur eftir. Þetta er erfitt fyrir Monaco. Það virðist vera fyrirmunað að skora hjá Juventus.19.59: MARK !!!!! Aftur er það Gonzalo Higuain eftir undirbúning frá Dani Alves. Önnur geggjuð sending og annað mark. Juve komið langleiðina í úrslit með þessari stöðu. 0-2 fyrir Juventus.19.47: Síðari hálfleikur hafinn. Falcao kemst fljótt í gott færi en Buffon ver. Er hægt að skora hjá honum?19.30: Hálfleikur. Dómarinn ekki að bæta neinu við. 1-0 fyrir Juventus í leikhléi.19.24: Monaco er ekki að ná að opna vörn Juventus að neinu viti. Stemninginn í stúkunni er svo gott sem dáin. Samt er nóg eftir.19.13: MARK !!!!!!!!!! Var vart búinn að sleppa því að tala um Higuain er hann skorar á 29. mínútu. Dani Alves með geggjaðan undirbúning. Hælsending og klassaafgreiðsla. Juve komið með útivallarmarkið og Guð hjálpi nú Monaco.19.11: Higuain er búinn að gera sig líklegan í tvígang í framlínu Juve en við bíðum samt enn eftir fyrsta marki leiksins.19.03: Juve mun meira með boltann eða 66 prósent. Ekki að gera mikið við boltann annað en að bíða eftir að komast aftur til Tórínó með hann.19.01: Mbappé kemst í sitt fyrsta færi í kvöld. Fékk geggjaða sendingu í teiginn þar sem hann var einn en Buffon varði frábærlega. Ekkert óvænt þar.18.54: Juve ekki að gefa nein færi á sér og sækir svo hratt er tækifæri gefst. Ítalarnir fara sér í engu óðslega og bera mikla virðingu fyrir Monaco.18.45: Leikur hafinn. Buffon er að spila sinn 100. leik í Meistaradeildinni. Það er magnað.18.42: Allt að verða klárt. Juve líklega með aukamann í vörn. Hafa áhyggjur af sóknarleik Monaco.18.37: Tólf leikmenn hafa spilað með báðum þessum liðum. Einn þeirra, Thierry Henry, er á vellinum að vinna fyrir BT Sport. Framherja Monaco, Mbappé, er einmitt oft líkt við Henry.18.34: Það er ekki bara Monaco sem getur skorað mikið því Paulo Dybala hefur raðað inn mörkum fyrir Juve og verða heimamenn að hafa góðar gætur á honum.18.32: Það er mikil stemning á þessum annars sérstaka velli. Stuðningsmenn Monaco eru að upplifa spennandi tíma á ný og ætla að standa þétt við bak sinna manna.18.01: Komiði sæl og blessuð. Meistaradeildarkvöld fram undan. Þessi rimma verður afar áhugaverð. Ef eitthvað lið getur stöðvað sóknarþunga Monaco þá er það Juventus. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Argentínski framherjinn Gonzalo Higuain sýndi og sannaði í kvöld að hann getur vel blómstrað í stóru leikjunum. Hann skoraði þá í tvígang fyrir Juventus í fyrri leik liðsins gegn Monaco í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Juventus vann leikinn 2-0 og stendur því ansi vel að vígi enda á liðið eftir heimaleikinn og Juventus tapar aldrei á heimavelli. Higuain hafði ekki skorað í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar síðan í apríl árið 2013. Mörkin í kvöld voru númer þrjú og fjögur í 25 leikjum í útsláttarkeppninni. Eðlilega er því mikið búið að gagnrýna hann síðustu árin og því hafa mörk kvöldsins líklega verið sérstaklega sæt fyrir hann. Monaco hefur nánast skorað að vild í Meistaradeildinni í vetur en liðið keyrði á vegg í kvöld. Ef Monaco fékk færi þá varði bara Gianluigi Buffon sem var að spila sinn 100. leik í Meistaradeildinni. Ótrúlegt eintak. Juve var ekki búið að fá á sig mark í 531 mínútu fyrir leikinn og staðan er því nú að liðið hefur ekki fengið á sig mark í 621 mínútu í Meistaradeildinni. Ekki einu sinni Barcelona náði að skora gegn Juve í tveimur leikjum. Hér fyrir neðan má sjá leiklýsingu leiksins.20.34: Leik lokið. Juve í frábærum málum og með annan fótinn í úrslitaleiknum.20.29: Þetta er að fjara út.20.11: 20 mínútur eftir. Þetta er erfitt fyrir Monaco. Það virðist vera fyrirmunað að skora hjá Juventus.19.59: MARK !!!!! Aftur er það Gonzalo Higuain eftir undirbúning frá Dani Alves. Önnur geggjuð sending og annað mark. Juve komið langleiðina í úrslit með þessari stöðu. 0-2 fyrir Juventus.19.47: Síðari hálfleikur hafinn. Falcao kemst fljótt í gott færi en Buffon ver. Er hægt að skora hjá honum?19.30: Hálfleikur. Dómarinn ekki að bæta neinu við. 1-0 fyrir Juventus í leikhléi.19.24: Monaco er ekki að ná að opna vörn Juventus að neinu viti. Stemninginn í stúkunni er svo gott sem dáin. Samt er nóg eftir.19.13: MARK !!!!!!!!!! Var vart búinn að sleppa því að tala um Higuain er hann skorar á 29. mínútu. Dani Alves með geggjaðan undirbúning. Hælsending og klassaafgreiðsla. Juve komið með útivallarmarkið og Guð hjálpi nú Monaco.19.11: Higuain er búinn að gera sig líklegan í tvígang í framlínu Juve en við bíðum samt enn eftir fyrsta marki leiksins.19.03: Juve mun meira með boltann eða 66 prósent. Ekki að gera mikið við boltann annað en að bíða eftir að komast aftur til Tórínó með hann.19.01: Mbappé kemst í sitt fyrsta færi í kvöld. Fékk geggjaða sendingu í teiginn þar sem hann var einn en Buffon varði frábærlega. Ekkert óvænt þar.18.54: Juve ekki að gefa nein færi á sér og sækir svo hratt er tækifæri gefst. Ítalarnir fara sér í engu óðslega og bera mikla virðingu fyrir Monaco.18.45: Leikur hafinn. Buffon er að spila sinn 100. leik í Meistaradeildinni. Það er magnað.18.42: Allt að verða klárt. Juve líklega með aukamann í vörn. Hafa áhyggjur af sóknarleik Monaco.18.37: Tólf leikmenn hafa spilað með báðum þessum liðum. Einn þeirra, Thierry Henry, er á vellinum að vinna fyrir BT Sport. Framherja Monaco, Mbappé, er einmitt oft líkt við Henry.18.34: Það er ekki bara Monaco sem getur skorað mikið því Paulo Dybala hefur raðað inn mörkum fyrir Juve og verða heimamenn að hafa góðar gætur á honum.18.32: Það er mikil stemning á þessum annars sérstaka velli. Stuðningsmenn Monaco eru að upplifa spennandi tíma á ný og ætla að standa þétt við bak sinna manna.18.01: Komiði sæl og blessuð. Meistaradeildarkvöld fram undan. Þessi rimma verður afar áhugaverð. Ef eitthvað lið getur stöðvað sóknarþunga Monaco þá er það Juventus.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira