Leik lokið og viðtöl: Haukar - Njarðvík 73-78 | Vandræði Hauka aukast enn Kristinn G. Friðriksson í Schenker-höllinni að Ásvöllum skrifar 19. febrúar 2017 21:45 Logi skoraði 21 stig í Schenker-höllinni. vísir/eyþór Vandræði Hauka í Domino's deild karla aukast enn en í kvöld tapaði liðið fyrir Njarðvík á heimavelli, 73-78, í kvöld. Skallagrímur vann Snæfell á sama tíma og því eru Haukar komnir niður í fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir. Logi Gunnarsson var stigahæstur í liði Njarðvíkur með 21 stig. Sherrod Wright skoraði 15 stig fyrir Hauka.Skýrslu Kristins G. Friðrikssonar um leikinn má lesa með því að smella hér.Haukar-Njarðvík 73-78 (13-17, 24-16, 12-19, 24-26)Haukar: Sherrod Nigel Wright 15/4 fráköst, Haukur Óskarsson 12, Hjálmar Stefánsson 11/3 varin skot, Kristján Leifur Sverrisson 10/8 fráköst, Finnur Atli Magnússon 9/6 fráköst, Cedrick Taylor Bowen 7/6 fráköst, Emil Barja 7/6 fráköst/8 stoðsendingar, Breki Gylfason 2.Njarðvík: Logi Gunnarsson 21/4 fráköst, Johann Arni Olafsson 18/10 fráköst, Jeremy Martez Atkinson 17/5 fráköst, Björn Kristjánsson 8, Myron Dempsey 6/7 fráköst, Jón Arnór Sverrisson 3, Vilhjálmur Theodór Jónsson 2, Jón Sverrisson 2, Snjólfur Marel Stefánsson 1/5 fráköst.Ívar: Fer ekki tuðra ofan í Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, var langt frá því að vera kátur með frammistöðu sinna manna í leiknum. Eftir þennan ósigur eru Haukar komnir með bakið upp við vegginn. „Við vorum að leggja okkur fram varnarlega og berjast og gera það sem við settum upp og sóknarlega vorum við að finna frí færi. Við hreyfðum boltann vel og að gera ágætis hluti en lokahnikkurinn á sóknina var skelfilegur. Málið er bara að menn þora ekki að skora, þeir eru bara alveg punglausir í þessum leik. Ég skil þetta ekki; við erum galopnir allan leikinn og áttum að vera tuttugu stigum yfir í hálfleik að mínu mati því við óðum í færum. Við setjum hinsvegar ekkert í, við fáum þriggja stiga eftir þriggja stig en það fer ekki tuðra ofaní!“ sagði Ívar verulega óhress. Svæðisvörnin sem Njarðvík spilaði olli Haukunum verulegum vandræðum í seinni hálfleik en menn virtust ragir í sínum aðgerðum gegn henni. „Við setjum boltann inní teig, hvað eftir annað en menn líta ekki á körfuna. Sérstaklega var það þannig með Finn, sem fékk boltann oft þar galopin en leit ekki á körfuna. Þegar menn eru ekki að snúa sér á körfunna er voðalega erfitt að gera eitthvað. Við erum að tala um leikreynda leikreynda leikmenn sem þora ekki að skjóta,“ sagði Ívar. Staðan er orðin erfið fyrri Hauka, sem verma nú fallsæti eftir sigur Skallagríms á Snæfelli. „Núna er það bara Keflavík næst í Keflavík og það er leikur sem við verðum að vinna. Við erum búnir að segja þetta tvo leiki í röð núna, án þess að menn séu að framkvæma. En munurinn á t.d. þessum leik og síðasta er að menn voru þó að reyna. Menn voru að leggja sig fram í kvöld, sérstaklega í vörninni. Þetta er það jákvæða miðað við ÍR-leikinn, sem var að ég held lélegasti leikur sem ég hef tekið þátt í fyrir Hauka. En í kvöld voru menn allavega að leggja sig fram en vantaði bara kjark og við sjáum t.d. þegar við gátum komist yfir fær Hjálmar boltann á móti Dempsey eða Atkinson og tekur loftbolta úr tveggja stiga skoti í stað þess að keyra upp að körfunni og troða. Þetta er lýsandi dæmi um okkur; menn eru bara skjálfandi á beinunum í sókninni,“ sagði Ívar óhress með sitt lið.Logi: Hefði tekið þessu fyrir jól Logi Gunnarsson átti frábæran seinni hálfleik fyrir Njarðvíkurliðið og sýndi leiðtogahæfileika sína með frábærum körfum á mikilvægum augnablikum. „Við erum að mæta liði hérna sem er eins og króað ljón útí horni. Þeir verða að berjast því öll stig eru svo mikilvæg, ekki bara fyrir þá heldur okkur líka. Við vissum að þeir sáu þennan mögubleika hjá sér að vinna okkur í kvöld og ætluðu sér það og ég ber mikla virðingu fyrir Haukaliðinu. Þetta er strákar sem ég hef spilað með í landsliðum, frábærir leikmenn og góðir strákar en við pössuðum okkur á því að vanmeta þá ekki og vorum í leik með þeim allan tímann og sigurinn hefði getað báðum megin. Þetta er gott lið,“ sagði Logi. Svæðisvörnin sem Njarðvík spilaði mikið í seinni hálfleiknum hefði getað snúist í höndunum á þeim ef vel þekktar skyttur Haukanna hefðu dottið í gang. Það gerðist hinsvegar ekki. „Við pressuðum þá eftir víti í fyrri hálfleik og duttum í svæðisvörn um miðjan þriðja leikhluta og við ákváðum að láta á það reyna. Þeir voru óöruggir í skotunum í fyrri hálfleik, það var lítið skorað og ekki mörg þriggja stiga skot ofaní þannig að ákváðum að prófa fyrstu sóknina og sjá hvernig gengi. Það gekk vel, þannig að við héldum bara áfram,“ sagði Logi. Njarðvík, sem var í fallsæti fyrir ekki svo löngu síðan hefur átt gríðarlega góðan sprett á nýju ári. Liðið á möguleika á að ná hátt í töflunni fyrir úrslitakeppnina og Logi er nokkuð ánægður með formið á liðinu í dag. „Ef einhver hefði sagt við mig rétt eftir jól að við myndum vinna næstu fimm af sex leikjum okkar hefði ég tekið því. Miðað við að við vorum í fallsæti þá er ég sáttur hvar við erum. Við lentum í smá bakslag á móti Grindavík en sá leikur hefði getið dottið báðum megin en við sögðum eftir þann leik að við ætluðum ekkert að stressa okkur á því að missa taktinn. Við höfum verið að spila vel eftir áramót þannig að við ákváðu að láta það ekki trufla okkur að einn hefði sloppið.“ Aðspurður um hversu hátt liðið setur sín takmörk fyrir úrslitakeppnina sagði Logi: „Markmiðið okkar fyrir síðasta leik var að vinna Grindavík og þá hefðum við verið í fjórða sætinu. Auðvitað eru Grindavík komnir aðeins á undan okkur núna en töpuðu reyndar í kvöld og Keflavík jafnt okkur og allt í einum graut þarna. Auðvitað reynum við bara að fikra okkur eins langt upp töfluna og við getum en aðalatriðið er að vera í stemningunni þegar útslitakeppnin byrjar, vera á réttu róli þá. Það skiptir ekki alltaf máli hvar maður endar fyrir úrslitin; við vorum í sjöunda sæti í fyrra, lentum á móti Stjörnunni og slógum þá út þannig að það er ekki alltaf sætaskipan sem skiptir öllu máli, heldur að vera á réttum tímapunkti sem lið.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Skýrsla Kidda Gun: Logi hafði hugrekkið sem Hauka skorti Kristinn Geir Friðriksson fellir sinn dóm eftir að hafa fylgst með leik Hauka og Njarðvíkur í gærkvöldi. 20. febrúar 2017 09:30 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Sjá meira
Vandræði Hauka í Domino's deild karla aukast enn en í kvöld tapaði liðið fyrir Njarðvík á heimavelli, 73-78, í kvöld. Skallagrímur vann Snæfell á sama tíma og því eru Haukar komnir niður í fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir. Logi Gunnarsson var stigahæstur í liði Njarðvíkur með 21 stig. Sherrod Wright skoraði 15 stig fyrir Hauka.Skýrslu Kristins G. Friðrikssonar um leikinn má lesa með því að smella hér.Haukar-Njarðvík 73-78 (13-17, 24-16, 12-19, 24-26)Haukar: Sherrod Nigel Wright 15/4 fráköst, Haukur Óskarsson 12, Hjálmar Stefánsson 11/3 varin skot, Kristján Leifur Sverrisson 10/8 fráköst, Finnur Atli Magnússon 9/6 fráköst, Cedrick Taylor Bowen 7/6 fráköst, Emil Barja 7/6 fráköst/8 stoðsendingar, Breki Gylfason 2.Njarðvík: Logi Gunnarsson 21/4 fráköst, Johann Arni Olafsson 18/10 fráköst, Jeremy Martez Atkinson 17/5 fráköst, Björn Kristjánsson 8, Myron Dempsey 6/7 fráköst, Jón Arnór Sverrisson 3, Vilhjálmur Theodór Jónsson 2, Jón Sverrisson 2, Snjólfur Marel Stefánsson 1/5 fráköst.Ívar: Fer ekki tuðra ofan í Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, var langt frá því að vera kátur með frammistöðu sinna manna í leiknum. Eftir þennan ósigur eru Haukar komnir með bakið upp við vegginn. „Við vorum að leggja okkur fram varnarlega og berjast og gera það sem við settum upp og sóknarlega vorum við að finna frí færi. Við hreyfðum boltann vel og að gera ágætis hluti en lokahnikkurinn á sóknina var skelfilegur. Málið er bara að menn þora ekki að skora, þeir eru bara alveg punglausir í þessum leik. Ég skil þetta ekki; við erum galopnir allan leikinn og áttum að vera tuttugu stigum yfir í hálfleik að mínu mati því við óðum í færum. Við setjum hinsvegar ekkert í, við fáum þriggja stiga eftir þriggja stig en það fer ekki tuðra ofaní!“ sagði Ívar verulega óhress. Svæðisvörnin sem Njarðvík spilaði olli Haukunum verulegum vandræðum í seinni hálfleik en menn virtust ragir í sínum aðgerðum gegn henni. „Við setjum boltann inní teig, hvað eftir annað en menn líta ekki á körfuna. Sérstaklega var það þannig með Finn, sem fékk boltann oft þar galopin en leit ekki á körfuna. Þegar menn eru ekki að snúa sér á körfunna er voðalega erfitt að gera eitthvað. Við erum að tala um leikreynda leikreynda leikmenn sem þora ekki að skjóta,“ sagði Ívar. Staðan er orðin erfið fyrri Hauka, sem verma nú fallsæti eftir sigur Skallagríms á Snæfelli. „Núna er það bara Keflavík næst í Keflavík og það er leikur sem við verðum að vinna. Við erum búnir að segja þetta tvo leiki í röð núna, án þess að menn séu að framkvæma. En munurinn á t.d. þessum leik og síðasta er að menn voru þó að reyna. Menn voru að leggja sig fram í kvöld, sérstaklega í vörninni. Þetta er það jákvæða miðað við ÍR-leikinn, sem var að ég held lélegasti leikur sem ég hef tekið þátt í fyrir Hauka. En í kvöld voru menn allavega að leggja sig fram en vantaði bara kjark og við sjáum t.d. þegar við gátum komist yfir fær Hjálmar boltann á móti Dempsey eða Atkinson og tekur loftbolta úr tveggja stiga skoti í stað þess að keyra upp að körfunni og troða. Þetta er lýsandi dæmi um okkur; menn eru bara skjálfandi á beinunum í sókninni,“ sagði Ívar óhress með sitt lið.Logi: Hefði tekið þessu fyrir jól Logi Gunnarsson átti frábæran seinni hálfleik fyrir Njarðvíkurliðið og sýndi leiðtogahæfileika sína með frábærum körfum á mikilvægum augnablikum. „Við erum að mæta liði hérna sem er eins og króað ljón útí horni. Þeir verða að berjast því öll stig eru svo mikilvæg, ekki bara fyrir þá heldur okkur líka. Við vissum að þeir sáu þennan mögubleika hjá sér að vinna okkur í kvöld og ætluðu sér það og ég ber mikla virðingu fyrir Haukaliðinu. Þetta er strákar sem ég hef spilað með í landsliðum, frábærir leikmenn og góðir strákar en við pössuðum okkur á því að vanmeta þá ekki og vorum í leik með þeim allan tímann og sigurinn hefði getað báðum megin. Þetta er gott lið,“ sagði Logi. Svæðisvörnin sem Njarðvík spilaði mikið í seinni hálfleiknum hefði getað snúist í höndunum á þeim ef vel þekktar skyttur Haukanna hefðu dottið í gang. Það gerðist hinsvegar ekki. „Við pressuðum þá eftir víti í fyrri hálfleik og duttum í svæðisvörn um miðjan þriðja leikhluta og við ákváðum að láta á það reyna. Þeir voru óöruggir í skotunum í fyrri hálfleik, það var lítið skorað og ekki mörg þriggja stiga skot ofaní þannig að ákváðum að prófa fyrstu sóknina og sjá hvernig gengi. Það gekk vel, þannig að við héldum bara áfram,“ sagði Logi. Njarðvík, sem var í fallsæti fyrir ekki svo löngu síðan hefur átt gríðarlega góðan sprett á nýju ári. Liðið á möguleika á að ná hátt í töflunni fyrir úrslitakeppnina og Logi er nokkuð ánægður með formið á liðinu í dag. „Ef einhver hefði sagt við mig rétt eftir jól að við myndum vinna næstu fimm af sex leikjum okkar hefði ég tekið því. Miðað við að við vorum í fallsæti þá er ég sáttur hvar við erum. Við lentum í smá bakslag á móti Grindavík en sá leikur hefði getið dottið báðum megin en við sögðum eftir þann leik að við ætluðum ekkert að stressa okkur á því að missa taktinn. Við höfum verið að spila vel eftir áramót þannig að við ákváðu að láta það ekki trufla okkur að einn hefði sloppið.“ Aðspurður um hversu hátt liðið setur sín takmörk fyrir úrslitakeppnina sagði Logi: „Markmiðið okkar fyrir síðasta leik var að vinna Grindavík og þá hefðum við verið í fjórða sætinu. Auðvitað eru Grindavík komnir aðeins á undan okkur núna en töpuðu reyndar í kvöld og Keflavík jafnt okkur og allt í einum graut þarna. Auðvitað reynum við bara að fikra okkur eins langt upp töfluna og við getum en aðalatriðið er að vera í stemningunni þegar útslitakeppnin byrjar, vera á réttu róli þá. Það skiptir ekki alltaf máli hvar maður endar fyrir úrslitin; við vorum í sjöunda sæti í fyrra, lentum á móti Stjörnunni og slógum þá út þannig að það er ekki alltaf sætaskipan sem skiptir öllu máli, heldur að vera á réttum tímapunkti sem lið.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Skýrsla Kidda Gun: Logi hafði hugrekkið sem Hauka skorti Kristinn Geir Friðriksson fellir sinn dóm eftir að hafa fylgst með leik Hauka og Njarðvíkur í gærkvöldi. 20. febrúar 2017 09:30 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Sjá meira
Skýrsla Kidda Gun: Logi hafði hugrekkið sem Hauka skorti Kristinn Geir Friðriksson fellir sinn dóm eftir að hafa fylgst með leik Hauka og Njarðvíkur í gærkvöldi. 20. febrúar 2017 09:30