Umfjöllun, viðtöl og myndir: Keflavík - Skallagrímur 65-62 | Fjórtándi bikarmeistaratitill Keflavíkur Anton Ingi Leifsson í Laugardalshöll skrifar 11. febrúar 2017 15:30 Keflavíkurkonur hefja bikarinn á loft. vísir/andri marinó Keflavík er Malt-bikarmeistari eftir sigur á Skallagrím í bikarúrslitaleik kvenna, en leiknum er nýlokið í Laugardalshöllinni, 65-62. Þetta er í fjórtánda skiptið sem Keflavíkur verður bikarmeistari kvenna, en leikurinn var æsispennandi.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni og tók meðfylgjandi myndir. Ariana Moorer skoraði 26 stig fyrir Keflavík, en Erna Hákonardóttir fyrirliði kom næst með 12 stig. Í liði Skallagríms var það Tavelyn Tillman sem skoraði mest eða 26 stig. Næst kom Sigrún Sjöfn Ámundardóttir með 13 stig. Byrjunin hjá Keflavík var rosaleg. Ákefðin í vörninni, baráttan og þær voru heldur betur tilbúnar í verkefnið, en nýliðarnir, sem voru að spila sinn fyrsta bikarúrslitaleik, virtust taugaveiklaðar. Pressuvörn Keflvíkinga virtist fara algjörlega með þær og staðan var 11-2 eftir þrjár mínútur. Ariana Moorer fór á kostum í upphafi leiks og skoraði fyrstu þrettán stig Keflavíkur, en hún var kominn með sautján stig í hálfleik. Hægt og rólega fóru þá Skallarnir að minnka muninn, en eftir fyrsta leikhluta var staðan enn 22-14, Keflavík í vil og staðan í hálfleik 37-34. Síðari hálfleikur var eins og sá fyrri, en dramatíkin var allsráðandi. Liðin héldust nánast nánast hönd í hönd og þegar annað liðið setti niður þrist þá gat hitt liðið ekki verið minni maður og setti niður þrist á móti. Að endingu voru svo Keflvíkingar sterkari og unn sinn fjórtánda bikarmeistaratitil sem er magnaður árangur.Afhverju vann Keflavík? Stáltaugarnar hjá unga liði Keflavíkur voru betri undir lokin og einnig áttu þær besta leikmann vallarins Ariana Moorer sem keyrði Keflavík í gegnum erfiðu kaflana í leiknum. Byrjun Keflavíkur, sem var mögnuð, gaf þeim einnig auka orku og hefðu þær ekki byrjað svona vel hefði maður aldrei vitað hvað hefði gerst. Ef og hefði er svo auðvitað allt annar leikur, en frammistaða Keflavíkur var bara mjög góð. Þær hefðu þó getað náð enn meira forskoti í byrjun leiks og hefði getað komið í bakið á þeim þegar þær voru að klikka auðveldum sniðskotum, en það kom ekki í bakið hjá þeim og afar öflug frammistaða að baki hjá þessu Keflavíkurliði. Varnarleikurinn, sem hefur verið svo frábær í vetur hjá Keflavík, skilaði þeim enn einum sigrinum.Bestu leikmenn vallarins Það er enginn vafi á því að Ariana Moorer var besti leikmaður vallarins í dag og hún dró þetta unga lið Keflavíkur að landi þegar mest á reyndi, en á ferðinni er frábær leikmaður. Hún skoraði 26 stig, en var þó einnig dugleg að finna stöllur sínar (sjö stoðsendingar) og hirti fimmtán fráköst. Aðrar í liði Keflavíkur eins og Erna Hákonardóttir, fyrirliði og að ógleymdri Birnu Valgerði, lögðu mikilvægar hendur á plóg í þessu verkefni að ógleymdri Salbjörgu Rögnu Sævarsdóttur. Tavelyn Tillman var stigahæst í liði Skallagríms, með 26 stig eins og Moorer, en hún var öflug í leiknu. Næst kom Sigrún Sjöfn Ámundardóttir með 13 og þriggja stiga Fanney Lind Thomas skoraði ellefu stig. Skallagrímur hefði þurft örlítið framlag frá til að mynda Jóhönnu Björk Sveinsdóttur og Guðrúnu Ósk Ámundardóttir hefðu þær ætlað sér að hreppa þann stóra.Tölfræðin sem vakti athygli Eljan og baráttan í þessu unga Keflavíkurliði skilaði sér heldur betur því liðið tók alls tólf fráköstum meira en Skallagríms-liðið. Svakaleg barátta og þær voru tilbúnar að kasta sér á hvern einasta bolta sem var laus í teignum. Það kemur líka kannski á óvart að Keflavík tapaði níu fleiri boltum en Skallagrímur, en standa samt uppi sem sigurvegarar. Það er athyglisvert. Það sem stingur kannski einnig mest í sjálfri liðstölfræðinni er sú að Skallagrímur er -19 þegar Ragnheiður Benónísdóttir er inn á, en hún spilaði tæplega 22 mínútur.Hvað gekk illa? Byrjun Skallagríms var ekki til að hrópa húrra fyrir og þeim gekk afar illa í upphafi leiks að koma boltanum ofan í körfuna. Hefðu þær byrjað örlítið betur þá, eins og ég sagði áðan, er aldrei að vita hvað hefði gerst - en að því er ekki spurt. Keflavík byrjaði einfaldlega betur og vann leikinn með þremur stigum og er bikarmeistari árið 2017 í fjórtánda skiptið, sem er magnaður árangur.Keflavík-Skallagrímur 65-62 (22-14, 15-20, 15-12, 13-16)Keflavík: Ariana Moorer 26/15 fráköst/7 stoðsendingar, Erna Hákonardóttir 12, Birna Valgerður Benónýsdóttir 11/7 fráköst/3 varin skot, Katla Rún Garðarsdóttir 5, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 4/7 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 3, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2/11 fráköst/3 varin skot, Thelma Dís Ágústsdóttir 2/8 fráköst.Skallagrímur: Tavelyn Tillman 26/7 fráköst/6 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 13/11 fráköst, Fanney Lind Thomas 11, Guðrún Ósk Ámundadóttir 5/4 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 3/9 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 2/5 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 2.Bein lýsing: Keflavík - Skallagrímurvísir/andri marinó Dominos-deild kvenna Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Fleiri fréttir Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Sjá meira
Keflavík er Malt-bikarmeistari eftir sigur á Skallagrím í bikarúrslitaleik kvenna, en leiknum er nýlokið í Laugardalshöllinni, 65-62. Þetta er í fjórtánda skiptið sem Keflavíkur verður bikarmeistari kvenna, en leikurinn var æsispennandi.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni og tók meðfylgjandi myndir. Ariana Moorer skoraði 26 stig fyrir Keflavík, en Erna Hákonardóttir fyrirliði kom næst með 12 stig. Í liði Skallagríms var það Tavelyn Tillman sem skoraði mest eða 26 stig. Næst kom Sigrún Sjöfn Ámundardóttir með 13 stig. Byrjunin hjá Keflavík var rosaleg. Ákefðin í vörninni, baráttan og þær voru heldur betur tilbúnar í verkefnið, en nýliðarnir, sem voru að spila sinn fyrsta bikarúrslitaleik, virtust taugaveiklaðar. Pressuvörn Keflvíkinga virtist fara algjörlega með þær og staðan var 11-2 eftir þrjár mínútur. Ariana Moorer fór á kostum í upphafi leiks og skoraði fyrstu þrettán stig Keflavíkur, en hún var kominn með sautján stig í hálfleik. Hægt og rólega fóru þá Skallarnir að minnka muninn, en eftir fyrsta leikhluta var staðan enn 22-14, Keflavík í vil og staðan í hálfleik 37-34. Síðari hálfleikur var eins og sá fyrri, en dramatíkin var allsráðandi. Liðin héldust nánast nánast hönd í hönd og þegar annað liðið setti niður þrist þá gat hitt liðið ekki verið minni maður og setti niður þrist á móti. Að endingu voru svo Keflvíkingar sterkari og unn sinn fjórtánda bikarmeistaratitil sem er magnaður árangur.Afhverju vann Keflavík? Stáltaugarnar hjá unga liði Keflavíkur voru betri undir lokin og einnig áttu þær besta leikmann vallarins Ariana Moorer sem keyrði Keflavík í gegnum erfiðu kaflana í leiknum. Byrjun Keflavíkur, sem var mögnuð, gaf þeim einnig auka orku og hefðu þær ekki byrjað svona vel hefði maður aldrei vitað hvað hefði gerst. Ef og hefði er svo auðvitað allt annar leikur, en frammistaða Keflavíkur var bara mjög góð. Þær hefðu þó getað náð enn meira forskoti í byrjun leiks og hefði getað komið í bakið á þeim þegar þær voru að klikka auðveldum sniðskotum, en það kom ekki í bakið hjá þeim og afar öflug frammistaða að baki hjá þessu Keflavíkurliði. Varnarleikurinn, sem hefur verið svo frábær í vetur hjá Keflavík, skilaði þeim enn einum sigrinum.Bestu leikmenn vallarins Það er enginn vafi á því að Ariana Moorer var besti leikmaður vallarins í dag og hún dró þetta unga lið Keflavíkur að landi þegar mest á reyndi, en á ferðinni er frábær leikmaður. Hún skoraði 26 stig, en var þó einnig dugleg að finna stöllur sínar (sjö stoðsendingar) og hirti fimmtán fráköst. Aðrar í liði Keflavíkur eins og Erna Hákonardóttir, fyrirliði og að ógleymdri Birnu Valgerði, lögðu mikilvægar hendur á plóg í þessu verkefni að ógleymdri Salbjörgu Rögnu Sævarsdóttur. Tavelyn Tillman var stigahæst í liði Skallagríms, með 26 stig eins og Moorer, en hún var öflug í leiknu. Næst kom Sigrún Sjöfn Ámundardóttir með 13 og þriggja stiga Fanney Lind Thomas skoraði ellefu stig. Skallagrímur hefði þurft örlítið framlag frá til að mynda Jóhönnu Björk Sveinsdóttur og Guðrúnu Ósk Ámundardóttir hefðu þær ætlað sér að hreppa þann stóra.Tölfræðin sem vakti athygli Eljan og baráttan í þessu unga Keflavíkurliði skilaði sér heldur betur því liðið tók alls tólf fráköstum meira en Skallagríms-liðið. Svakaleg barátta og þær voru tilbúnar að kasta sér á hvern einasta bolta sem var laus í teignum. Það kemur líka kannski á óvart að Keflavík tapaði níu fleiri boltum en Skallagrímur, en standa samt uppi sem sigurvegarar. Það er athyglisvert. Það sem stingur kannski einnig mest í sjálfri liðstölfræðinni er sú að Skallagrímur er -19 þegar Ragnheiður Benónísdóttir er inn á, en hún spilaði tæplega 22 mínútur.Hvað gekk illa? Byrjun Skallagríms var ekki til að hrópa húrra fyrir og þeim gekk afar illa í upphafi leiks að koma boltanum ofan í körfuna. Hefðu þær byrjað örlítið betur þá, eins og ég sagði áðan, er aldrei að vita hvað hefði gerst - en að því er ekki spurt. Keflavík byrjaði einfaldlega betur og vann leikinn með þremur stigum og er bikarmeistari árið 2017 í fjórtánda skiptið, sem er magnaður árangur.Keflavík-Skallagrímur 65-62 (22-14, 15-20, 15-12, 13-16)Keflavík: Ariana Moorer 26/15 fráköst/7 stoðsendingar, Erna Hákonardóttir 12, Birna Valgerður Benónýsdóttir 11/7 fráköst/3 varin skot, Katla Rún Garðarsdóttir 5, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 4/7 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 3, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2/11 fráköst/3 varin skot, Thelma Dís Ágústsdóttir 2/8 fráköst.Skallagrímur: Tavelyn Tillman 26/7 fráköst/6 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 13/11 fráköst, Fanney Lind Thomas 11, Guðrún Ósk Ámundadóttir 5/4 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 3/9 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 2/5 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 2.Bein lýsing: Keflavík - Skallagrímurvísir/andri marinó
Dominos-deild kvenna Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Fleiri fréttir Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Sjá meira