Umfjöllun og viðtöl Þór Ak. - Keflavík 77-89 | Langþráður sigur hjá Keflvíkingum Arnar Geir Halldórsson í Höllinni á Akureyri skrifar 9. desember 2016 20:30 Amin Khalil Stevens var með 41 stig og 17 fráköst í kvöld Vísir/Anton Keflvíkingar unnu loks sigur eftir langa eyðimerkurgöngu þegar þeir heimsóttu Þórsara í Íþróttahöllina á Akureyri í kvöld. Þórsarar mættu til leiks á hörkusiglingu því liðið hafði unnið fjóra í röð þegar kom að leiknum í kvöld. Þórsarar byrjuðu leikinn ágætlega og var jafnræði með liðunum í fyrsta leikhlutann. Í byrjun annars leikhluta tóku Keflvíkingar hinsvegar öll völd á vellinum og náðu mest sextán stiga forystu í öðrum leikhluta. Þann mun náðu Þórsarar aldrei að brúa í síðari hálfleik þrátt fyrir nokkra ágæta spretti. Þeir voru einfaldlega of fáir og of stuttir.Af hverju vann Keflavík? Keflvíkingar voru betri á flestum sviðum körfuboltans langstærstan hluta leiksins. Sóknarleikurinn gekk smurt hjá Þórsurum í byrjun en stirðnaði eftir því sem á leið. Það vantaði einfaldlega framlag frá fleirum. Keflvíkingar mættu mjög ákveðnir til leiks og voru greinilega staðráðnir í að binda enda á taphrinuna. Sóknarleikurinn gekk nokkuð hnökralaust fyrir sig hjá Suðurnesjamönnum og þegar þeir lentu í vandræðum gátu þeir svo alltaf látið Amin Stevens hafa boltann. Hann sá ýmist um að koma boltanum í körfuna eða ná sér í villu.Bestu menn vallarins Amin Stevens, engin spurning. Hann tók leikinn algjörlega yfir um tíma í öðrum leikhluta þegar Keflvíkingar byggðu upp gott forskot. Þórsarar áttu einfaldlega engin svör við honum. Langnæstbesti leikmaður vallarins var svo Hörður Axel Vilhjálmsson en samvinna þessara tveggja var mjög góð. Hörður Axel stýrði sóknarleiknum af festu og þegar þessir tveir ná jafn vel saman og í kvöld er erfitt að stöðva Keflavík. Í liði heimamanna mæddi of mikið á þeim Darrel Lewis, Danero Thomas og George Beamon. Þessir menn eru góðir en ef Þórsliðið á að vinna leiki þurfa fleiri leikmenn að láta til sín taka. Beamon var bestur þeirra þriggja í kvöld.Tölfræði sem vakti athygli Vítanýting Keflvíkinga. 100% nýting takk fyrir. Keflvíkingar hittu öllum ellefu vítaskotum sínum í leiknum. Fóru vissulega ekki oft á vítalínuna. Stevens á fimm af þessum ellefu vítaskotum og Hörður Axel fjögur. Allt í öllu.Hvað gekk illa? Varamönnum Keflavíkur gekk illa að koma stigum á töfluna. Aðeins tvö stig af bekknum hjá Suðurnesjamönnum í kvöld. Þau komu frá Davíð Pál Hermannssyni. Það kom þó ekki að sök og stóðu varamennirnir sig alls ekkert illa. Daði Lár átti til að mynda ágætar innkomur, skilar að lokum fjórum stoðsendingum og fjórum fráköstum.Hjörtur Harðarson, þjálfari Keflavíkur.Vísir/AntonHjörtur: Hafa alls ekki verið auðveldar vikur Hjörtur Harðarson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með sigurinn og skynjaði breytingu á spilamennsku liðsins. „Ég er gífurlega ánægður með þennan sigur og frammistöðuna hjá okkur í kvöld. Við vorum hreyfanlegir og tilbúnir í vörninni og sóknin var beinskeytt. Það var meiri kraftur í okkur en hefur verið. Ég er hæstánægður. Mér fannst miklu meiri kraftur í okkur. Við vorum mikið í svæðisvörn í kvöld og vorum mjög hreyfanlegir í henni. Við gáfum fá færi á okkur,“ sagði Hjörtur Harðarson. Hann viðurkennir að síðustu vikur hafi tekið á, ekki bara á hann heldur allt liðið. Það var því þungu fargi létt af Keflvíkingum. „Þetta hafa alls ekki verið auðveldar vikur og það er þungu fargi af mér létt. Og ekki bara mér heldur líka liðinu. Það hefur ekki gengið vel undanfarið en við erum að reyna að rífa okkur upp og slípa okkur saman. Þetta er langt mót, bara rétt hálfnað, en þetta var mikilvægur sigur,“ sagði Hjörtur Hjörtur gerir sér þó grein fyrir því að að hans lið þarf enn að bæta marga hluti og vildi ekki segja að Keflavíkurliðið væri nú komið á beinu brautina. Ennfremur kannaðist hann ekki við neina krísu í Keflavík þegar hann var inntur eftir því. „Beinu brautina og ekki. Við þurfum bara að halda áfram að bæta okkur. Við byrjuðum tímabilið mjög vel en svo lentum við í vandræðum. Við þurfum bara að byggja á þessu og reynum að halda áfram að taka framförum. Það er engin krísa í Keflavík,“ sagði Hjörtur.Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs.Vísir/EyþórBenedikt: Stevens er ógeðslega góður Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, var öllu svekktari með afrakstur kvöldsins. Hann hrósar lykilmönnum Keflvíkinga í hástert en var ekki sáttur með frammistöðu síns liðs. „Ég er svekktur að tapa og svekktur með frammistöðuna. Mér fannst við ekki öflugir í kvöld án þess að ég ætli að taka eitthvað af Keflavíkurliðinu. Þeir voru flottir og Kaninn bara frábær. Við réðum ekkert við hann, ekki neitt. Hössi (Hörður Axel) virkilega góður og þetta eru bara frábærir leikmenn, það þýðir ekkert að pirra sig á því. Menn tala um þetta sem besta Kanann og Hössa sem besta Íslendinginn sem er að spila núna. Við hefðum samt viljað hemja þá aðeins betur,“ sagði Benedikt Guðmundsson. „Hann (Stevens) er bara ógeðslega góður og hentar okkur ekkert sérstaklega vel. Hann fór bara illa með okkur. Tók menn á og skaut í andlitið á þeim," segir Benedikt þegar hann er spurður af hverju illa hafi gengið að eiga við Stevens. Stigaskor Þórs var að mestu á herðum þriggja manna og má segja að þeir hafi verið allt í öllu í sóknarleiknum. Þarf Þórsliðið ekki framlag frá fleiri mönnum? „Ég hefði auðvitað viljað dreifðara framlag, eins og það hefur verið í síðustu leikjum en svona var þetta í kvöld. Það voru einhverjir sem áttu ekki sinn besta dag og það bara gerist. Svoleiðis er það í íþróttum en ég veit að þeir koma sterkir til baka í næsta leik. Ég hef engar áhyggjur af því,“ sagði Benedikt Fjögurra leikja sigurganga Þórs er því á enda. Benedikt kveðst sannfærður um að hans menn komi sterkir til baka. „Við hefðum viljað halda sigurgöngunni áfram en við bjuggumst svosem ekki við því að við myndum vinna rest. Við leggjumst því ekkert í þunglyndi. Það er bara áfram gakk og næsti leikur. Við þurfum að taka síðasta leikinn fyrir jól og þá getum við farið nokkuð sáttir í jólafrí, vonandi í fimmta sæti og enn með í bikar," segir Benedikt að lokum.Hörður Axel: Held að Keflavík hafi aldrei verið í fallsæti áður Það var sömuleiðis þungu fargi létt af Herði Axel Vilhjálmssyni, fyrirliða Keflavíkur. „Ég er bara sáttur og þetta er mjög mikilvægur sigur. Það er búið að vera strembið síðan ég kom aftur þannig að við tökum öllum sigrum fagnandi og sérstaklega á svona erfiðum útivelli,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson. „Það skipti öllu máli að vinna þennan leik. Við erum búnir að vera sjálfum okkur verstir. Við ýttum öllu utanaðkomandi í burtu og hugsuðum bara um okkur sjálfa. Þannig fáum við þennan kraft og byrjum að stóla á hvorn annan. Í kvöld spiluðum við eins og Keflavík á að spila. Það var meiri kraftur í öllum, sama hvort það var sókn eða vörn. Það voru allir tilbúnir að leggja mikið á sig, sama hvort þeir voru inná vellinum eða utan hans," segir Hörður Axel. Þessi öflugi leikstjórnandi er tiltölulega nýkominn heim aftur og fyrir leikinn í kvöld hafði liðið tapað öllum leikjunum eftir heimkomu Harðar. Hann segist hafa tekið gengi liðsins inná sig og því hefði verið mikill léttir að vinna í kvöld. „Þetta léttir á sálinni. Það var kannski engin krísa, mér finnst það leiðinlegt orð. Auðvitað hafa menn áhyggjur og ég held að Keflavík hafi aldrei verið í fallsæti áður, allavega ekki sem ég man eftir. Ég tók þetta svolítið mikið á mig og því er mér mjög létt núna. Við fögnum í rútunni í kvöld." Að lokum var Hörður spurður út í frammistöðu félaga síns, Amir Stevens, en samvinna þeirra í kvöld var algjörlega frábær. „Það er rosalega gott að spila með honum. Við náum rosalega vel saman og við þurfum að nýta okkur það enn meira. Ef við opnum varnirnar enn betur opnast fyrir aðra eins og gerðist með Reggie (Dupree) í lok leiks hérna í kvöld. Stevens algjörlega slátraði þeim í kvöld, ef það má segja það," sagði Hörður Axel að lokum, kurteisin uppmáluð. Dominos-deild karla Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira
Keflvíkingar unnu loks sigur eftir langa eyðimerkurgöngu þegar þeir heimsóttu Þórsara í Íþróttahöllina á Akureyri í kvöld. Þórsarar mættu til leiks á hörkusiglingu því liðið hafði unnið fjóra í röð þegar kom að leiknum í kvöld. Þórsarar byrjuðu leikinn ágætlega og var jafnræði með liðunum í fyrsta leikhlutann. Í byrjun annars leikhluta tóku Keflvíkingar hinsvegar öll völd á vellinum og náðu mest sextán stiga forystu í öðrum leikhluta. Þann mun náðu Þórsarar aldrei að brúa í síðari hálfleik þrátt fyrir nokkra ágæta spretti. Þeir voru einfaldlega of fáir og of stuttir.Af hverju vann Keflavík? Keflvíkingar voru betri á flestum sviðum körfuboltans langstærstan hluta leiksins. Sóknarleikurinn gekk smurt hjá Þórsurum í byrjun en stirðnaði eftir því sem á leið. Það vantaði einfaldlega framlag frá fleirum. Keflvíkingar mættu mjög ákveðnir til leiks og voru greinilega staðráðnir í að binda enda á taphrinuna. Sóknarleikurinn gekk nokkuð hnökralaust fyrir sig hjá Suðurnesjamönnum og þegar þeir lentu í vandræðum gátu þeir svo alltaf látið Amin Stevens hafa boltann. Hann sá ýmist um að koma boltanum í körfuna eða ná sér í villu.Bestu menn vallarins Amin Stevens, engin spurning. Hann tók leikinn algjörlega yfir um tíma í öðrum leikhluta þegar Keflvíkingar byggðu upp gott forskot. Þórsarar áttu einfaldlega engin svör við honum. Langnæstbesti leikmaður vallarins var svo Hörður Axel Vilhjálmsson en samvinna þessara tveggja var mjög góð. Hörður Axel stýrði sóknarleiknum af festu og þegar þessir tveir ná jafn vel saman og í kvöld er erfitt að stöðva Keflavík. Í liði heimamanna mæddi of mikið á þeim Darrel Lewis, Danero Thomas og George Beamon. Þessir menn eru góðir en ef Þórsliðið á að vinna leiki þurfa fleiri leikmenn að láta til sín taka. Beamon var bestur þeirra þriggja í kvöld.Tölfræði sem vakti athygli Vítanýting Keflvíkinga. 100% nýting takk fyrir. Keflvíkingar hittu öllum ellefu vítaskotum sínum í leiknum. Fóru vissulega ekki oft á vítalínuna. Stevens á fimm af þessum ellefu vítaskotum og Hörður Axel fjögur. Allt í öllu.Hvað gekk illa? Varamönnum Keflavíkur gekk illa að koma stigum á töfluna. Aðeins tvö stig af bekknum hjá Suðurnesjamönnum í kvöld. Þau komu frá Davíð Pál Hermannssyni. Það kom þó ekki að sök og stóðu varamennirnir sig alls ekkert illa. Daði Lár átti til að mynda ágætar innkomur, skilar að lokum fjórum stoðsendingum og fjórum fráköstum.Hjörtur Harðarson, þjálfari Keflavíkur.Vísir/AntonHjörtur: Hafa alls ekki verið auðveldar vikur Hjörtur Harðarson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með sigurinn og skynjaði breytingu á spilamennsku liðsins. „Ég er gífurlega ánægður með þennan sigur og frammistöðuna hjá okkur í kvöld. Við vorum hreyfanlegir og tilbúnir í vörninni og sóknin var beinskeytt. Það var meiri kraftur í okkur en hefur verið. Ég er hæstánægður. Mér fannst miklu meiri kraftur í okkur. Við vorum mikið í svæðisvörn í kvöld og vorum mjög hreyfanlegir í henni. Við gáfum fá færi á okkur,“ sagði Hjörtur Harðarson. Hann viðurkennir að síðustu vikur hafi tekið á, ekki bara á hann heldur allt liðið. Það var því þungu fargi létt af Keflvíkingum. „Þetta hafa alls ekki verið auðveldar vikur og það er þungu fargi af mér létt. Og ekki bara mér heldur líka liðinu. Það hefur ekki gengið vel undanfarið en við erum að reyna að rífa okkur upp og slípa okkur saman. Þetta er langt mót, bara rétt hálfnað, en þetta var mikilvægur sigur,“ sagði Hjörtur Hjörtur gerir sér þó grein fyrir því að að hans lið þarf enn að bæta marga hluti og vildi ekki segja að Keflavíkurliðið væri nú komið á beinu brautina. Ennfremur kannaðist hann ekki við neina krísu í Keflavík þegar hann var inntur eftir því. „Beinu brautina og ekki. Við þurfum bara að halda áfram að bæta okkur. Við byrjuðum tímabilið mjög vel en svo lentum við í vandræðum. Við þurfum bara að byggja á þessu og reynum að halda áfram að taka framförum. Það er engin krísa í Keflavík,“ sagði Hjörtur.Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs.Vísir/EyþórBenedikt: Stevens er ógeðslega góður Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, var öllu svekktari með afrakstur kvöldsins. Hann hrósar lykilmönnum Keflvíkinga í hástert en var ekki sáttur með frammistöðu síns liðs. „Ég er svekktur að tapa og svekktur með frammistöðuna. Mér fannst við ekki öflugir í kvöld án þess að ég ætli að taka eitthvað af Keflavíkurliðinu. Þeir voru flottir og Kaninn bara frábær. Við réðum ekkert við hann, ekki neitt. Hössi (Hörður Axel) virkilega góður og þetta eru bara frábærir leikmenn, það þýðir ekkert að pirra sig á því. Menn tala um þetta sem besta Kanann og Hössa sem besta Íslendinginn sem er að spila núna. Við hefðum samt viljað hemja þá aðeins betur,“ sagði Benedikt Guðmundsson. „Hann (Stevens) er bara ógeðslega góður og hentar okkur ekkert sérstaklega vel. Hann fór bara illa með okkur. Tók menn á og skaut í andlitið á þeim," segir Benedikt þegar hann er spurður af hverju illa hafi gengið að eiga við Stevens. Stigaskor Þórs var að mestu á herðum þriggja manna og má segja að þeir hafi verið allt í öllu í sóknarleiknum. Þarf Þórsliðið ekki framlag frá fleiri mönnum? „Ég hefði auðvitað viljað dreifðara framlag, eins og það hefur verið í síðustu leikjum en svona var þetta í kvöld. Það voru einhverjir sem áttu ekki sinn besta dag og það bara gerist. Svoleiðis er það í íþróttum en ég veit að þeir koma sterkir til baka í næsta leik. Ég hef engar áhyggjur af því,“ sagði Benedikt Fjögurra leikja sigurganga Þórs er því á enda. Benedikt kveðst sannfærður um að hans menn komi sterkir til baka. „Við hefðum viljað halda sigurgöngunni áfram en við bjuggumst svosem ekki við því að við myndum vinna rest. Við leggjumst því ekkert í þunglyndi. Það er bara áfram gakk og næsti leikur. Við þurfum að taka síðasta leikinn fyrir jól og þá getum við farið nokkuð sáttir í jólafrí, vonandi í fimmta sæti og enn með í bikar," segir Benedikt að lokum.Hörður Axel: Held að Keflavík hafi aldrei verið í fallsæti áður Það var sömuleiðis þungu fargi létt af Herði Axel Vilhjálmssyni, fyrirliða Keflavíkur. „Ég er bara sáttur og þetta er mjög mikilvægur sigur. Það er búið að vera strembið síðan ég kom aftur þannig að við tökum öllum sigrum fagnandi og sérstaklega á svona erfiðum útivelli,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson. „Það skipti öllu máli að vinna þennan leik. Við erum búnir að vera sjálfum okkur verstir. Við ýttum öllu utanaðkomandi í burtu og hugsuðum bara um okkur sjálfa. Þannig fáum við þennan kraft og byrjum að stóla á hvorn annan. Í kvöld spiluðum við eins og Keflavík á að spila. Það var meiri kraftur í öllum, sama hvort það var sókn eða vörn. Það voru allir tilbúnir að leggja mikið á sig, sama hvort þeir voru inná vellinum eða utan hans," segir Hörður Axel. Þessi öflugi leikstjórnandi er tiltölulega nýkominn heim aftur og fyrir leikinn í kvöld hafði liðið tapað öllum leikjunum eftir heimkomu Harðar. Hann segist hafa tekið gengi liðsins inná sig og því hefði verið mikill léttir að vinna í kvöld. „Þetta léttir á sálinni. Það var kannski engin krísa, mér finnst það leiðinlegt orð. Auðvitað hafa menn áhyggjur og ég held að Keflavík hafi aldrei verið í fallsæti áður, allavega ekki sem ég man eftir. Ég tók þetta svolítið mikið á mig og því er mér mjög létt núna. Við fögnum í rútunni í kvöld." Að lokum var Hörður spurður út í frammistöðu félaga síns, Amir Stevens, en samvinna þeirra í kvöld var algjörlega frábær. „Það er rosalega gott að spila með honum. Við náum rosalega vel saman og við þurfum að nýta okkur það enn meira. Ef við opnum varnirnar enn betur opnast fyrir aðra eins og gerðist með Reggie (Dupree) í lok leiks hérna í kvöld. Stevens algjörlega slátraði þeim í kvöld, ef það má segja það," sagði Hörður Axel að lokum, kurteisin uppmáluð.
Dominos-deild karla Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira