Fótbolti

Sánchez tryggði Arsenal stig í París | Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Cavani fagnar marki sínu.
Cavani fagnar marki sínu. vísir/getty
Paris Saint-Germain og Arsenal skildu jöfn, 1-1, í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Leikurinn var aðeins 42 sekúndna gamall þegar Edinson Cavani skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf Serge Aurier og kom PSG í 1-0.

Cavani hefði hæglega getað skorað þrennu en hann klúðraði dauðafæri í hvorum hálfleik. David Ospina varði einnig vel frá Ángel Di María í seinni hálfleik en Kólumbíumaðurinn átti flottan leik í marki Arsenal.

PSG hefndist fyrir að nýta ekki færin því Alexis Sánchez jafnaði metin á 77. mínútu. Hann fylgdi þá eftir skoti Alex Iwobi sem Alphonse Aréola varði.

Skömmu síðar slapp Cavani í þriðja sinn einn í gegn en Ospina bjargaði vel.

Iwobi fékk svo gott færi til að tryggja Arsenal sigurinn en Aréola varði frá Nígeríumanninum.

Í uppbótartíma fóru svo tvö rauð spjöld á loft. PSG-maðurinn Marco Veratti fauk af velli og Oliver Giroud, framherji Arsenal, fór sömu leið.

Skömmu síðar flautaði ungverski dómarinn Viktor Kassai til leiksloka. Lokatölur 1-1.

PSG 1-0 Arsenal PSG 1-1 Arsenal Rauðu spjöldin

Tengdar fréttir

Birkir og félagar björguðu stigi

Birkir Bjarnason lék sinn fyrsta leik í Meistaradeild Evrópu þegar Basel gerði 1-1 jafntefli við Ludogorets í A-riðli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×