Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. júlí 2016 18:34 Stuðningsmenn Íslands í stúkunni í Frakklandi. vísir/vilhelm Ekkert verður af flugi sem Grétar Sigfinnur Sigurðsson hafði skipulagt til Parísar vegna landsleiks Íslands og Frakklands á morgun. Ástæðan er sú að ekki fékkst lendingarleyfi fyrir fluginu frá flugmálastjórn í París. Hátt í 100 manns ætluðu að fara með vélinni. „Þetta er auðvitað bara hrikalega erfitt. Ég fékk það staðfest í gærkvöldi frá flugmálastjórninni að það hefði ekki náðst að gefa út lendingarleyfi og þeir myndu bara skoða þetta á mánudaginn. Þá var þetta bara fallið um sjálft sig,“ segir Grétar Sigfinnur í samtali við Vísi. Hann segist hafa talað við alla persónulega sem voru að fara með vélinni á vegum hans en einhverjir höfðu líka bókað farið í gegnum Transatlantic. „Ég hef verið að bjóða lausnir í samstarfi við WOW air svo það náðist nú að útvega nokkuð mörgum flug út en auðvitað eru margir sem ætluðu að nýta sér þessa góðu hugmynd að fara út og þurfa ekki að gista. En eins og ég segi, þá er þetta bara mjög leiðinlegt og maður er alveg miður sín yfir þessu,“ segir Grétar. Hann segist að sjálfsögðu munu endurgreiða öllum þeim sem ætluðu á hans vegum með vélinni. „Já, ekki spurning, það fá allir miðann sinn endurgreiddan.“ Aðspurður hvernig fólkið sem keypt hafði sér far með vélinni hafi brugðist við þegar hann hringdi í þá í morgun segir hann að allir hafi brugðist afskaplega vel við miðað við hvað málið allt sé leiðinlegt. Grétar Sigfinnur skipulagði einnig flug til Frakklands fyrir leikinn gegn Englandi í Nice á mánudag en ekkert af þeirri ferð heldur þar sem þeir sem bókuðu flug með vélinni borguðu ekki í tæka tíð. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Flogið út á leikdag og heim aftur eftir leik. 23. júní 2016 12:45 Sprenging hefur orðið í eftirspurn eftir flugmiðum frá Íslandi til Frakklands Stóru flugfélögin Icelandair og WOW-air hafa kannað möguleikan á því að bæta við ferðum því áhuginn er slíkur. 23. júní 2016 18:45 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Ekkert verður af flugi sem Grétar Sigfinnur Sigurðsson hafði skipulagt til Parísar vegna landsleiks Íslands og Frakklands á morgun. Ástæðan er sú að ekki fékkst lendingarleyfi fyrir fluginu frá flugmálastjórn í París. Hátt í 100 manns ætluðu að fara með vélinni. „Þetta er auðvitað bara hrikalega erfitt. Ég fékk það staðfest í gærkvöldi frá flugmálastjórninni að það hefði ekki náðst að gefa út lendingarleyfi og þeir myndu bara skoða þetta á mánudaginn. Þá var þetta bara fallið um sjálft sig,“ segir Grétar Sigfinnur í samtali við Vísi. Hann segist hafa talað við alla persónulega sem voru að fara með vélinni á vegum hans en einhverjir höfðu líka bókað farið í gegnum Transatlantic. „Ég hef verið að bjóða lausnir í samstarfi við WOW air svo það náðist nú að útvega nokkuð mörgum flug út en auðvitað eru margir sem ætluðu að nýta sér þessa góðu hugmynd að fara út og þurfa ekki að gista. En eins og ég segi, þá er þetta bara mjög leiðinlegt og maður er alveg miður sín yfir þessu,“ segir Grétar. Hann segist að sjálfsögðu munu endurgreiða öllum þeim sem ætluðu á hans vegum með vélinni. „Já, ekki spurning, það fá allir miðann sinn endurgreiddan.“ Aðspurður hvernig fólkið sem keypt hafði sér far með vélinni hafi brugðist við þegar hann hringdi í þá í morgun segir hann að allir hafi brugðist afskaplega vel við miðað við hvað málið allt sé leiðinlegt. Grétar Sigfinnur skipulagði einnig flug til Frakklands fyrir leikinn gegn Englandi í Nice á mánudag en ekkert af þeirri ferð heldur þar sem þeir sem bókuðu flug með vélinni borguðu ekki í tæka tíð.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Flogið út á leikdag og heim aftur eftir leik. 23. júní 2016 12:45 Sprenging hefur orðið í eftirspurn eftir flugmiðum frá Íslandi til Frakklands Stóru flugfélögin Icelandair og WOW-air hafa kannað möguleikan á því að bæta við ferðum því áhuginn er slíkur. 23. júní 2016 18:45 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Flogið út á leikdag og heim aftur eftir leik. 23. júní 2016 12:45
Sprenging hefur orðið í eftirspurn eftir flugmiðum frá Íslandi til Frakklands Stóru flugfélögin Icelandair og WOW-air hafa kannað möguleikan á því að bæta við ferðum því áhuginn er slíkur. 23. júní 2016 18:45