Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. júlí 2016 18:34 Stuðningsmenn Íslands í stúkunni í Frakklandi. vísir/vilhelm Ekkert verður af flugi sem Grétar Sigfinnur Sigurðsson hafði skipulagt til Parísar vegna landsleiks Íslands og Frakklands á morgun. Ástæðan er sú að ekki fékkst lendingarleyfi fyrir fluginu frá flugmálastjórn í París. Hátt í 100 manns ætluðu að fara með vélinni. „Þetta er auðvitað bara hrikalega erfitt. Ég fékk það staðfest í gærkvöldi frá flugmálastjórninni að það hefði ekki náðst að gefa út lendingarleyfi og þeir myndu bara skoða þetta á mánudaginn. Þá var þetta bara fallið um sjálft sig,“ segir Grétar Sigfinnur í samtali við Vísi. Hann segist hafa talað við alla persónulega sem voru að fara með vélinni á vegum hans en einhverjir höfðu líka bókað farið í gegnum Transatlantic. „Ég hef verið að bjóða lausnir í samstarfi við WOW air svo það náðist nú að útvega nokkuð mörgum flug út en auðvitað eru margir sem ætluðu að nýta sér þessa góðu hugmynd að fara út og þurfa ekki að gista. En eins og ég segi, þá er þetta bara mjög leiðinlegt og maður er alveg miður sín yfir þessu,“ segir Grétar. Hann segist að sjálfsögðu munu endurgreiða öllum þeim sem ætluðu á hans vegum með vélinni. „Já, ekki spurning, það fá allir miðann sinn endurgreiddan.“ Aðspurður hvernig fólkið sem keypt hafði sér far með vélinni hafi brugðist við þegar hann hringdi í þá í morgun segir hann að allir hafi brugðist afskaplega vel við miðað við hvað málið allt sé leiðinlegt. Grétar Sigfinnur skipulagði einnig flug til Frakklands fyrir leikinn gegn Englandi í Nice á mánudag en ekkert af þeirri ferð heldur þar sem þeir sem bókuðu flug með vélinni borguðu ekki í tæka tíð. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Flogið út á leikdag og heim aftur eftir leik. 23. júní 2016 12:45 Sprenging hefur orðið í eftirspurn eftir flugmiðum frá Íslandi til Frakklands Stóru flugfélögin Icelandair og WOW-air hafa kannað möguleikan á því að bæta við ferðum því áhuginn er slíkur. 23. júní 2016 18:45 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Ekkert verður af flugi sem Grétar Sigfinnur Sigurðsson hafði skipulagt til Parísar vegna landsleiks Íslands og Frakklands á morgun. Ástæðan er sú að ekki fékkst lendingarleyfi fyrir fluginu frá flugmálastjórn í París. Hátt í 100 manns ætluðu að fara með vélinni. „Þetta er auðvitað bara hrikalega erfitt. Ég fékk það staðfest í gærkvöldi frá flugmálastjórninni að það hefði ekki náðst að gefa út lendingarleyfi og þeir myndu bara skoða þetta á mánudaginn. Þá var þetta bara fallið um sjálft sig,“ segir Grétar Sigfinnur í samtali við Vísi. Hann segist hafa talað við alla persónulega sem voru að fara með vélinni á vegum hans en einhverjir höfðu líka bókað farið í gegnum Transatlantic. „Ég hef verið að bjóða lausnir í samstarfi við WOW air svo það náðist nú að útvega nokkuð mörgum flug út en auðvitað eru margir sem ætluðu að nýta sér þessa góðu hugmynd að fara út og þurfa ekki að gista. En eins og ég segi, þá er þetta bara mjög leiðinlegt og maður er alveg miður sín yfir þessu,“ segir Grétar. Hann segist að sjálfsögðu munu endurgreiða öllum þeim sem ætluðu á hans vegum með vélinni. „Já, ekki spurning, það fá allir miðann sinn endurgreiddan.“ Aðspurður hvernig fólkið sem keypt hafði sér far með vélinni hafi brugðist við þegar hann hringdi í þá í morgun segir hann að allir hafi brugðist afskaplega vel við miðað við hvað málið allt sé leiðinlegt. Grétar Sigfinnur skipulagði einnig flug til Frakklands fyrir leikinn gegn Englandi í Nice á mánudag en ekkert af þeirri ferð heldur þar sem þeir sem bókuðu flug með vélinni borguðu ekki í tæka tíð.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Flogið út á leikdag og heim aftur eftir leik. 23. júní 2016 12:45 Sprenging hefur orðið í eftirspurn eftir flugmiðum frá Íslandi til Frakklands Stóru flugfélögin Icelandair og WOW-air hafa kannað möguleikan á því að bæta við ferðum því áhuginn er slíkur. 23. júní 2016 18:45 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Flogið út á leikdag og heim aftur eftir leik. 23. júní 2016 12:45
Sprenging hefur orðið í eftirspurn eftir flugmiðum frá Íslandi til Frakklands Stóru flugfélögin Icelandair og WOW-air hafa kannað möguleikan á því að bæta við ferðum því áhuginn er slíkur. 23. júní 2016 18:45