Ekkert hnjask og ekkert vesen Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júní 2016 06:00 Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson og íslensku stelpurnar eru klár í leikinn mikilvæga á móti Skotlandí í undankeppni EM 2017. mynd/Hilmar Þór Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fær sitt erfiðasta verkefni í undankeppni EM 2017 þegar það mætir Skotlandi í Falkirk í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:00 að íslenskum tíma. Liðin berjast um efsta sætið í riðli 1 en yfirlýst markmið íslenska liðsins er að vinna hann. Bæði Skotland og Ísland eru með fullt hús stiga í riðlinum; Skotar eftir fimm leiki og Íslendingar eftir fjóra. Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson segir að æfingar síðustu daga hafi gengið vel og allir leikmenn íslenska liðsins séu klárir í bátana fyrir leikinn í kvöld.Höfum farið yfir marga hluti „Við erum mjög ánægðir með æfingarnar, ekkert hnjask, ekkert vesen og taktísk innleiðing hefur gengið mjög vel. Við höfum náð að fara yfir marga hluti og það gengur vel að koma skilaboðunum til skila,“ sagði Freyr í samtali við Fréttablaðið í gær. En hvað ætlar hann að leggja áherslu á í leiknum í kvöld? „Við munum halda áfram með það sem við höfum unnið í síðastliðið eitt og hálft ár. Við ætlum að loka á þeirra styrkleika. Vinstri vængurinn hjá þeim er mjög sterkur og við reynum að beina þeim frá honum eins og við getum. Hvað sóknina varðar höfum við lagt mesta áherslu á að halda ágætis hraða í leiknum og sækja í svæðin sem eru veik hjá þeim,“ sagði landsliðsþjálfarinn.Spila góðan fótbolta Skoska liðið er sterkt og hefur skorað hvorki fleiri né færri en 27 mörk í leikjunum fimm í undankeppninni. Það gera 5,4 mörk að meðaltali í leik sem er það mesta í undankeppninni. Aðalstjarna Skota er hin 25 ára gamla Kim Little, sóknarsinnaður miðjumaður sem hefur verið afar drjúg í undankeppninni. Little, sem var á dögunum valinn besti leikmaður heims af lesendum BBC, hefur skorað fimm mörk og gefið sjö stoðsendingar. Framherjinn Jane Ross er hins vegar markahæst í skoska liðinu í undankeppninni með átta mörk. „Þær spila góðan fótbolta,“ sagði Freyr um skoska liðið sem er í 21. sæti á heimslista FIFA, einu sæti neðar en Ísland. „Þegar þær geta blandað saman hápressu og lágpressu þegar þær verjast, eru ákveðnar og með líkamlega sterka leikmenn. Þær eru reynslumiklar og klókar og hafa leikmenn sem geta gert mikið úr litlu í sókninni.“ Skotland er sterkasta liðið sem Ísland mætir í undankeppninni en íslensku stelpurnar hafa unnið sína fjóra leiki með markatölunni 17-0. Freyr hefur ekki áhyggjur af því að íslenska liðið eigi í vandræðum með aðlagast sterkari mótherjum.Skemmtilegt verkefni „Ég held það verði ekkert vandamál fyrir okkur. Við spiluðum fjóra æfingaleiki á Algarve-mótinu í mars og þekkjum hvernig það er að spila á móti andstæðingum sem eru af svipuðum styrkleika og við,“ sagði Freyr en íslenska liðið endaði í 3. sæti á Algarve-mótinu. Síðan þá hefur Ísland spilað einn landsleik, gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM. Hann vannst örugglega með fimm mörkum gegn engu. Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrennu í leiknum en hún er markahæst í íslenska liðinu í undankeppninni með sex mörk. „Ég er miklu frekar spenntur því þetta er virkilega skemmtilegt verkefni að takast á við,“ sagði um leikinn í kvöld. „Leikmennirnir hlakka til að máta sig á móti þessu liði á þeirra heimavelli,“ bætti þjálfarinn við að lokum. Fótbolti Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fær sitt erfiðasta verkefni í undankeppni EM 2017 þegar það mætir Skotlandi í Falkirk í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:00 að íslenskum tíma. Liðin berjast um efsta sætið í riðli 1 en yfirlýst markmið íslenska liðsins er að vinna hann. Bæði Skotland og Ísland eru með fullt hús stiga í riðlinum; Skotar eftir fimm leiki og Íslendingar eftir fjóra. Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson segir að æfingar síðustu daga hafi gengið vel og allir leikmenn íslenska liðsins séu klárir í bátana fyrir leikinn í kvöld.Höfum farið yfir marga hluti „Við erum mjög ánægðir með æfingarnar, ekkert hnjask, ekkert vesen og taktísk innleiðing hefur gengið mjög vel. Við höfum náð að fara yfir marga hluti og það gengur vel að koma skilaboðunum til skila,“ sagði Freyr í samtali við Fréttablaðið í gær. En hvað ætlar hann að leggja áherslu á í leiknum í kvöld? „Við munum halda áfram með það sem við höfum unnið í síðastliðið eitt og hálft ár. Við ætlum að loka á þeirra styrkleika. Vinstri vængurinn hjá þeim er mjög sterkur og við reynum að beina þeim frá honum eins og við getum. Hvað sóknina varðar höfum við lagt mesta áherslu á að halda ágætis hraða í leiknum og sækja í svæðin sem eru veik hjá þeim,“ sagði landsliðsþjálfarinn.Spila góðan fótbolta Skoska liðið er sterkt og hefur skorað hvorki fleiri né færri en 27 mörk í leikjunum fimm í undankeppninni. Það gera 5,4 mörk að meðaltali í leik sem er það mesta í undankeppninni. Aðalstjarna Skota er hin 25 ára gamla Kim Little, sóknarsinnaður miðjumaður sem hefur verið afar drjúg í undankeppninni. Little, sem var á dögunum valinn besti leikmaður heims af lesendum BBC, hefur skorað fimm mörk og gefið sjö stoðsendingar. Framherjinn Jane Ross er hins vegar markahæst í skoska liðinu í undankeppninni með átta mörk. „Þær spila góðan fótbolta,“ sagði Freyr um skoska liðið sem er í 21. sæti á heimslista FIFA, einu sæti neðar en Ísland. „Þegar þær geta blandað saman hápressu og lágpressu þegar þær verjast, eru ákveðnar og með líkamlega sterka leikmenn. Þær eru reynslumiklar og klókar og hafa leikmenn sem geta gert mikið úr litlu í sókninni.“ Skotland er sterkasta liðið sem Ísland mætir í undankeppninni en íslensku stelpurnar hafa unnið sína fjóra leiki með markatölunni 17-0. Freyr hefur ekki áhyggjur af því að íslenska liðið eigi í vandræðum með aðlagast sterkari mótherjum.Skemmtilegt verkefni „Ég held það verði ekkert vandamál fyrir okkur. Við spiluðum fjóra æfingaleiki á Algarve-mótinu í mars og þekkjum hvernig það er að spila á móti andstæðingum sem eru af svipuðum styrkleika og við,“ sagði Freyr en íslenska liðið endaði í 3. sæti á Algarve-mótinu. Síðan þá hefur Ísland spilað einn landsleik, gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM. Hann vannst örugglega með fimm mörkum gegn engu. Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrennu í leiknum en hún er markahæst í íslenska liðinu í undankeppninni með sex mörk. „Ég er miklu frekar spenntur því þetta er virkilega skemmtilegt verkefni að takast á við,“ sagði um leikinn í kvöld. „Leikmennirnir hlakka til að máta sig á móti þessu liði á þeirra heimavelli,“ bætti þjálfarinn við að lokum.
Fótbolti Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira