Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 31-34 | Mosfellingar tóku fyrsta leikinn Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 8. maí 2016 17:45 Afturelding lagði Hauka 34-31 á útivelli í dag í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í Olís deild karla. Afturelding var 20-19 yfir í hálfleik. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en Afturelding náði frumkvæðinu seinni hluta hálfleiksins og lét það ekki af hendi það sem eftir lifði leiks. Þrátt fyrir það var gríðarleg spenna í leiknum og var það ekki fyrr en á síðustu mínútunni að Afturelding skoraði tvö síðustu mörkin og tryggði þriggja marka sigur. Eins og hálfleikstölurnar gefa til kynna var fátt um varnir í fyrri hálfleik. Þjálfarar beggja liða höfðu kortlagt varnirnar sem fyrir einvígið þóttu sterkustu vopn liðanna. Liðin áttu ekki eins auðvelt með að skora í seinni hálfleik og fóru Haukar sérstaklega illa með fjölda dauðafæri í hálfleiknum þegar liðið átti möguleika á því að jafna leikinn. Haukar jöfnuðu aldrei í seinni hálfleik og sigur gestanna verðskuldaður. Afturelding náði góðri baráttu í vörnina í seinni háflleik og heilt yfir var sóknarleikurinn góður. Meiri breidd er í liði Aftureldingar og fengu lykilmenn hvíld sem gæti hjálpað liðinu upp á framhaldið. Mikk Pinnonen fór á kostum í sókninni auk þess sem liðið fékk mörk úr öllum stöðum á vellinum. Lykilmenn Hauka spiluðu nánast allan leikinn og gæti það tekið sinn toll verði einvígið langt en ljóst er að það verði minnst fjórir leikið ætli Haukar að verja titilinn. Adam Haukur Baumruk fór á kostum, sérstaklega í fyrri hálfleik og Janus Daði Smárason dró vagninn í seinni hálfleik en miklu munaði um slaka markvörslu í marki Hauka. Liðin mætast í öðrum leiknum í Mosfellsbæ á miðvikudaginn klukkan 19.30. Jóhann Gunnar: Nú er allt annað einvígiJóhann Gunnar Einarsson átti að vanda góðan leik fyrir Aftureldingu. Hann er lykilmaður í góðri sókn liðsins sem hefur orðið betri og betri sem liðið hefur á tímabilið. „Við unnum fína heimavinnu með sóknina en eins og einhver orðaði það í leik á móti Val um daginn, að við hefðum spilað yfir getu sóknarlega. Við vorum eiginlega á sama pari þar,“ sagði Jóhann Gunnar um góða sókn liðsins. „Við erum held ég orðnir mjög stöðugir og flottir sóknarlega. Við höldum okkar plani og pinnamaturinn (Mikk Pinnonen) gefur okkur mikla vídd og tekur sóknarleikinn á annan stall eftir áramót og við erum búnir að byggja á því.“ Varnarlega var Jóhann ekki eins ánægður með leikinn og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. „Ég held að fá lið geti verið ánægð með sig varnarlega á móti Haukum á tímabilinu. Þeir eru flottir og stöðugir í sókninni en við hefðum ekki átt að hleypa svona mörgum mörkum inn. „Við þurfum að skoða það fyrir næstu rimmu. Við vorum að fá á okkur mörk alls staðar. Við þurfum að takmarka það einhvers staðar,“ sagði Jóhann Gunnar. Liðin mættust einnig í úrslitum á síðustu leiktíð og þá unnu Haukar 3-0 sigur og því var það sálrænt sterkt fyrir Aftureldingu að vinna fyrsta leikinn. „Það var gott að ná þessum sigri. Annars hefðu allir byrjað að tala um hvort það yrði annað sóp ef við hefðum tapað þessu. Nú er allt annað einvígi.“ Gunnar: Afturelding var betri í dagGunnar Magnússon þjálfari Hauka var að sjálfsögðu ekki ánægður með tapið í fyrsta leiknum gegn Aftureldingu og þá ekki síst slaka vörn liðsins í fyrri hálfleik. „Varnarleikurinn var alls ekki nógu góður í fyrri háflleik. Við vorum ekki að klukka þá,“ sagði Gunnar. „Þeir komust alltaf í opin færi og markvarslan var allan leikinn ekki nógu góð. Við þurfum betri markvörslu en þetta til að leggja jafn sterkt lið og Aftureldingu.“ Haukar léku betri vörn í seinni hálfleik en þá brást sóknin þegar liðið átti möguleika á að jafna leikinn. „Mér fannst vörnin koma upp í seinni hálfleik en þá misstum við agann sóknarlega og fórum að taka erfið færi. Að sama skapi nýttum við hraðaupphlaup, víti og annað ekki nógu vel. „Við gáfum færi á okkur sóknarlega með agaleysi. Það hefur verið okkar einkenni að halda aga allan tímann,“ sagði Gunnar er en þar kann að hafa munað um Tjörva Þorgeirsson sem leikur ekki með Haukum í úrslitaeinvíginu vegna meiðsla. „Heilt yfir var Afturelding betri í dag og við þurfum að vera með betri vörn og markvörslu til að leggja þá að velli. „Það er bara einn leikur búinn og við þurfum að bæta okkur á milli leikja. Við þurfum að fara vel yfir þetta og laga. Við höfum áður farið á erfiða útivelli og unnið þar. Við unnum tvisvar í Vestamannaeyjum. „Þetta verður erfitt í Mosó en við erum hvergi hættir og komum sterkari til baka,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Hauka.vísir/ernirvísir/ernirvísir/ernirPétur Júníusson skorar hér í leiknum í dag. Myndir/Ernir Olís-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Sjá meira
Afturelding lagði Hauka 34-31 á útivelli í dag í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í Olís deild karla. Afturelding var 20-19 yfir í hálfleik. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en Afturelding náði frumkvæðinu seinni hluta hálfleiksins og lét það ekki af hendi það sem eftir lifði leiks. Þrátt fyrir það var gríðarleg spenna í leiknum og var það ekki fyrr en á síðustu mínútunni að Afturelding skoraði tvö síðustu mörkin og tryggði þriggja marka sigur. Eins og hálfleikstölurnar gefa til kynna var fátt um varnir í fyrri hálfleik. Þjálfarar beggja liða höfðu kortlagt varnirnar sem fyrir einvígið þóttu sterkustu vopn liðanna. Liðin áttu ekki eins auðvelt með að skora í seinni hálfleik og fóru Haukar sérstaklega illa með fjölda dauðafæri í hálfleiknum þegar liðið átti möguleika á því að jafna leikinn. Haukar jöfnuðu aldrei í seinni hálfleik og sigur gestanna verðskuldaður. Afturelding náði góðri baráttu í vörnina í seinni háflleik og heilt yfir var sóknarleikurinn góður. Meiri breidd er í liði Aftureldingar og fengu lykilmenn hvíld sem gæti hjálpað liðinu upp á framhaldið. Mikk Pinnonen fór á kostum í sókninni auk þess sem liðið fékk mörk úr öllum stöðum á vellinum. Lykilmenn Hauka spiluðu nánast allan leikinn og gæti það tekið sinn toll verði einvígið langt en ljóst er að það verði minnst fjórir leikið ætli Haukar að verja titilinn. Adam Haukur Baumruk fór á kostum, sérstaklega í fyrri hálfleik og Janus Daði Smárason dró vagninn í seinni hálfleik en miklu munaði um slaka markvörslu í marki Hauka. Liðin mætast í öðrum leiknum í Mosfellsbæ á miðvikudaginn klukkan 19.30. Jóhann Gunnar: Nú er allt annað einvígiJóhann Gunnar Einarsson átti að vanda góðan leik fyrir Aftureldingu. Hann er lykilmaður í góðri sókn liðsins sem hefur orðið betri og betri sem liðið hefur á tímabilið. „Við unnum fína heimavinnu með sóknina en eins og einhver orðaði það í leik á móti Val um daginn, að við hefðum spilað yfir getu sóknarlega. Við vorum eiginlega á sama pari þar,“ sagði Jóhann Gunnar um góða sókn liðsins. „Við erum held ég orðnir mjög stöðugir og flottir sóknarlega. Við höldum okkar plani og pinnamaturinn (Mikk Pinnonen) gefur okkur mikla vídd og tekur sóknarleikinn á annan stall eftir áramót og við erum búnir að byggja á því.“ Varnarlega var Jóhann ekki eins ánægður með leikinn og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. „Ég held að fá lið geti verið ánægð með sig varnarlega á móti Haukum á tímabilinu. Þeir eru flottir og stöðugir í sókninni en við hefðum ekki átt að hleypa svona mörgum mörkum inn. „Við þurfum að skoða það fyrir næstu rimmu. Við vorum að fá á okkur mörk alls staðar. Við þurfum að takmarka það einhvers staðar,“ sagði Jóhann Gunnar. Liðin mættust einnig í úrslitum á síðustu leiktíð og þá unnu Haukar 3-0 sigur og því var það sálrænt sterkt fyrir Aftureldingu að vinna fyrsta leikinn. „Það var gott að ná þessum sigri. Annars hefðu allir byrjað að tala um hvort það yrði annað sóp ef við hefðum tapað þessu. Nú er allt annað einvígi.“ Gunnar: Afturelding var betri í dagGunnar Magnússon þjálfari Hauka var að sjálfsögðu ekki ánægður með tapið í fyrsta leiknum gegn Aftureldingu og þá ekki síst slaka vörn liðsins í fyrri hálfleik. „Varnarleikurinn var alls ekki nógu góður í fyrri háflleik. Við vorum ekki að klukka þá,“ sagði Gunnar. „Þeir komust alltaf í opin færi og markvarslan var allan leikinn ekki nógu góð. Við þurfum betri markvörslu en þetta til að leggja jafn sterkt lið og Aftureldingu.“ Haukar léku betri vörn í seinni hálfleik en þá brást sóknin þegar liðið átti möguleika á að jafna leikinn. „Mér fannst vörnin koma upp í seinni hálfleik en þá misstum við agann sóknarlega og fórum að taka erfið færi. Að sama skapi nýttum við hraðaupphlaup, víti og annað ekki nógu vel. „Við gáfum færi á okkur sóknarlega með agaleysi. Það hefur verið okkar einkenni að halda aga allan tímann,“ sagði Gunnar er en þar kann að hafa munað um Tjörva Þorgeirsson sem leikur ekki með Haukum í úrslitaeinvíginu vegna meiðsla. „Heilt yfir var Afturelding betri í dag og við þurfum að vera með betri vörn og markvörslu til að leggja þá að velli. „Það er bara einn leikur búinn og við þurfum að bæta okkur á milli leikja. Við þurfum að fara vel yfir þetta og laga. Við höfum áður farið á erfiða útivelli og unnið þar. Við unnum tvisvar í Vestamannaeyjum. „Þetta verður erfitt í Mosó en við erum hvergi hættir og komum sterkari til baka,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Hauka.vísir/ernirvísir/ernirvísir/ernirPétur Júníusson skorar hér í leiknum í dag. Myndir/Ernir
Olís-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Sjá meira