"Forsetinn tekur að sér að verða gæslumaður ríkisstjórnarinnar“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. apríl 2016 13:10 Björg Thorarensen er prófessor í stjórnskipunarrétti. Björg Thorarensen prófessor í stjórnskipunarrétti segir ákvörðun forseta Íslands um að neita Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra um heimild til þingrofs fordæmislausa og óvenjulega. Þetta sagði hún í beinni útsendingu á RÚV nú klukkan eitt. Eins og fram hefur komið kom Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á fund Ólafs Ragnars Grímssonar forseta lýðveldisins nú í hádeginu. Erindið var að biðja um heimild til þingrofs, nú eða síðar. Ólafur Ragnar hafnaði beiðninni eins og greint hefur verið frá á Vísi.Ólafur Ragnar Grímsson forseti á Bessastöðum í dag.Vísir/Anton Brink„Ég myndi segja að forsetinn stígi þarna með mjög afgerandi hætti inn á pólitískan vettvang. Ég þekki ekki dæmi þess að forsetinn hafi formlega og með rökstuddri afstöðu hafnað ósk um þingrof. Mér sýnist það að forseti taki sér það hlutverk að ganga og gæta hagsmuna meirihluta þingsins vegna þess að hann telur að forsætisráðherra hafi ekki stuðning á bakvið þessa tillögu um þingrof eins og hann ber hana fram.“ Björg segir þetta í meira lagi óvenjulegt. Hún segir jafnframt að ekki hæfi að vísa til sögunnar í þessu samhengi eftir breytingu á lögum um stjórnskipun. Þingið sjálft getur brugðist við ef forsætisráðherra gengur gegn vilja meirihluta þingsins. „Þótt að þing yrði rofið þá myndi það sitja áfram og takast á við pólitískar afleiðingar af þessari mjög svo óvenjulegu tillögu sem kemur fram frá forsætisráðherra.“ „Forsetinn hér tekur að sér að verða gæslumaður ríkisstjórnarinnar.“ Þá sagði Björg ómögulegt að spá fyrir um framtíð ríkisstjórnar Íslands. Panama-skjölin Tengdar fréttir Forseti neitar Sigmundi um heimild til þingrofs Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra óskaði eftir heimild frá Forseta til að rjúfa þing. 5. apríl 2016 12:47 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Björg Thorarensen prófessor í stjórnskipunarrétti segir ákvörðun forseta Íslands um að neita Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra um heimild til þingrofs fordæmislausa og óvenjulega. Þetta sagði hún í beinni útsendingu á RÚV nú klukkan eitt. Eins og fram hefur komið kom Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á fund Ólafs Ragnars Grímssonar forseta lýðveldisins nú í hádeginu. Erindið var að biðja um heimild til þingrofs, nú eða síðar. Ólafur Ragnar hafnaði beiðninni eins og greint hefur verið frá á Vísi.Ólafur Ragnar Grímsson forseti á Bessastöðum í dag.Vísir/Anton Brink„Ég myndi segja að forsetinn stígi þarna með mjög afgerandi hætti inn á pólitískan vettvang. Ég þekki ekki dæmi þess að forsetinn hafi formlega og með rökstuddri afstöðu hafnað ósk um þingrof. Mér sýnist það að forseti taki sér það hlutverk að ganga og gæta hagsmuna meirihluta þingsins vegna þess að hann telur að forsætisráðherra hafi ekki stuðning á bakvið þessa tillögu um þingrof eins og hann ber hana fram.“ Björg segir þetta í meira lagi óvenjulegt. Hún segir jafnframt að ekki hæfi að vísa til sögunnar í þessu samhengi eftir breytingu á lögum um stjórnskipun. Þingið sjálft getur brugðist við ef forsætisráðherra gengur gegn vilja meirihluta þingsins. „Þótt að þing yrði rofið þá myndi það sitja áfram og takast á við pólitískar afleiðingar af þessari mjög svo óvenjulegu tillögu sem kemur fram frá forsætisráðherra.“ „Forsetinn hér tekur að sér að verða gæslumaður ríkisstjórnarinnar.“ Þá sagði Björg ómögulegt að spá fyrir um framtíð ríkisstjórnar Íslands.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Forseti neitar Sigmundi um heimild til þingrofs Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra óskaði eftir heimild frá Forseta til að rjúfa þing. 5. apríl 2016 12:47 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Forseti neitar Sigmundi um heimild til þingrofs Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra óskaði eftir heimild frá Forseta til að rjúfa þing. 5. apríl 2016 12:47