Von á ofsaveðri sem kemur á áratuga fresti Sæunn Gísladóttir skrifar 7. desember 2015 07:00 Fólki er ráðlagt að vera ekki á ferðinni að óþörfu í dag. Fréttablaðið/Ernir Fárviðri skellur á sunnanvert landið eftir klukkan þrjú í dag og um kvöldmatarleyti má búast við ofsaveðri eða fárviðri um land allt. Spá Veðurstofunnar hljóðar upp á mun verra veður en í síðustu viku. Ragnar Guðmannsson, yfirmaður stjórnstöðvar Landsnets, segir að gangi spáin eftir séu auknar líkur á rafmagns- og fjarskiptatruflunum á Suðurlandi í dag. „Það verður aukinn viðbúnaður hjá okkur og við erum að fara yfir og meta stöðuna.“ Veðurstofan varar við að snjókoma fylgi veðrinu og segir viðlíka storma einungis ganga yfir á tíu til tuttugu ára fresti. Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, segir næstu daga hins vegar líta mjög vel út ef undan er skilinn dagurinn í dag og þriðjudagsmorgunn. „Það verður þokkalegt, gott vetrarveður næstu daga á eftir,“ segir hann. Áfram verði þó kalt og engin hlýindi í vikunni. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, ráðleggur fólki að vera ekki á ferðinni í versta veðrinu og segir alls ekki eiga að fara neitt nema á vel búnum bílum. „Þetta snýst ekki alltaf um það að vera á stórum bílum. Oft er þetta hálka, og getur verið of mikill vindur. Við sáum dæmi um það í fyrra að mikill vindur hreinlega braut rúðurnar í bílunum og það voru tugir bíla sem skemmdust. Þá hjálpar manni ekki að vera á stórum dekkjum,“ segir hún. Þá segir Ólöf mikilvægt að vara erlent ferðafólk við. „Ég myndi vilja biðja fólk ef það kemst í færi við ferðafólk að láta það vita. Það eru ekki allir sem hlusta á íslenskar fréttir og við þurfum að taka höndum saman og láta fólk vita.“ Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Fárviðri skellur á sunnanvert landið eftir klukkan þrjú í dag og um kvöldmatarleyti má búast við ofsaveðri eða fárviðri um land allt. Spá Veðurstofunnar hljóðar upp á mun verra veður en í síðustu viku. Ragnar Guðmannsson, yfirmaður stjórnstöðvar Landsnets, segir að gangi spáin eftir séu auknar líkur á rafmagns- og fjarskiptatruflunum á Suðurlandi í dag. „Það verður aukinn viðbúnaður hjá okkur og við erum að fara yfir og meta stöðuna.“ Veðurstofan varar við að snjókoma fylgi veðrinu og segir viðlíka storma einungis ganga yfir á tíu til tuttugu ára fresti. Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, segir næstu daga hins vegar líta mjög vel út ef undan er skilinn dagurinn í dag og þriðjudagsmorgunn. „Það verður þokkalegt, gott vetrarveður næstu daga á eftir,“ segir hann. Áfram verði þó kalt og engin hlýindi í vikunni. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, ráðleggur fólki að vera ekki á ferðinni í versta veðrinu og segir alls ekki eiga að fara neitt nema á vel búnum bílum. „Þetta snýst ekki alltaf um það að vera á stórum bílum. Oft er þetta hálka, og getur verið of mikill vindur. Við sáum dæmi um það í fyrra að mikill vindur hreinlega braut rúðurnar í bílunum og það voru tugir bíla sem skemmdust. Þá hjálpar manni ekki að vera á stórum dekkjum,“ segir hún. Þá segir Ólöf mikilvægt að vara erlent ferðafólk við. „Ég myndi vilja biðja fólk ef það kemst í færi við ferðafólk að láta það vita. Það eru ekki allir sem hlusta á íslenskar fréttir og við þurfum að taka höndum saman og láta fólk vita.“
Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira