Vel heppnuð umbreyting Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. september 2015 06:00 Fjölnismenn fagna einu fjölmargra marka sinna í síðustu átta leikjum sínum. vísir/valli Fyrir tímabilið gáfu Fjölnismenn það út að þeirra markmið í ár væri að bæta besta árangur liðsins í efstu deild, sem var 6. sæti og 31 stig sem Grafarvogsliðið náði árið 2008, á sínu fyrsta tímabili í efstu deild. Eftir sigurinn á Víkingi í síðustu umferð var því markmiði náð. Fjölnismenn eru með 33 stig í 5. sæti og það sem meira er, þá er möguleikinn á Evrópusæti enn fyrir hendi en Fjölnir er aðeins þremur stigum frá KR, sem situr í 3. sætinu, þegar tvær umferðir eru eftir. Fjölnismenn eiga reyndar eftir að spila við tvö efstu lið deildarinnar, FH og Breiðablik, en þrátt fyrir það hafa Grafarvogsbúar trú á verkefninu. „Við erum í þessu til að vinna en verkefnið er ærið, að fara í Krikann og ætla að gera einhverja stóra hluti. En það er allt hægt í þessu,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, í samtali við Fréttablaðið í gær. Miðað við gengi Fjölnis á undanförnum vikum er ástæða til bjartsýni. Fjölnismenn eru ósigraðir í síðustu átta leikjum sínum, hafa unnið fjóra þeirra og gert fjögur jafntefli. Vörn Fjölnismanna er reyndar ekki jafn sterk og í upphafi móts en sóknarleikurinn er það góður að það hefur engu breytt. Tuttugu mörk skoruð í síðustu átta leikjum gefa til kynna hversu beittur sóknarleikurinn er. Kennie Chopart hefur skorað fimm þessara marka en þessi öflugi Dani hefur farið fyrir þessari þriðju útgáfu Fjölnisliðsins í sumar. Lið Fjölnis í dag er nefnilega talsvert breytt frá því sem hóf mótið.Strákarnir hans Ágústs eiga fína möguleika á að ná Evrópusæti.vísir/pjeturFjölnir náði í 17 stig í fyrstu átta umferðunum en þá dundu áföllin yfir. Makedónski varnarmaðurinn Daniel Ivanovski hélt til síns heima eftir 3-0 sigur á Leikni og skömmu síðar kölluðu FH-ingar Emil Pálsson til baka úr láni. Fjölnismenn voru því búnir að missa tvær af sterkustu stoðum liðsins út á miðju tímabili. En sem betur fer fyrir þá var félagaskiptaglugginn handan við hornið. Þar náði Ágúst í Chopart, sem spilaði vel með Stjörnunni árin 2012 og 2013, og spænska miðvörðinn Jonathan Neftali, auk þess sem Illugi Þór Gunnarsson byrjaði aftur að æfa með liðinu. Þessi andlitslyfting leit reyndar ekki vel út í upphafi en Fjölnir steinlá, 4-0, fyrir ÍBV í fyrsta leiknum sem Chopart og Neftali spiluðu. En þessir leikmenn þurftu bara einn leik í aðlögun og eftir þennan skell hafa Fjölnismenn verið á mikilli siglingu og halað inn 16 stig í síðustu átta leikjum. „Það er dálítið erfitt að setja fingur á það sem hefur breyst til batnaðar hjá okkur. Það eru eiginlega leikmennirnir sem eiga stærstan þátt í þessu. Þetta er mjög góður hópur,“ sagði Ágúst sem viðurkennir að það hafi ekki verið óskastaða að þurfa að byggja upp nýtt lið um mitt mót. „Þetta var dálítil endurskipulagning. Það komst rót á þetta og það tók smá tíma að koma þessu í samt lag aftur. Við töpuðum fjórum leikjum í röð og það er ákveðin kúnst að snúa því við,“ sagði Ágúst sem hlakkar til leiksins í dag. „Ég er mjög spenntur fyrir þessum leik, að mæta á erfiðasta útivöll landsins og ná í úrslit.“fréttablaðið Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Fjölnismenn vonast til að halda Chopart Kennie Chopart hefur reynst Fjölnismönnum mikill happafengur síðan hann kom til liðsins í félagaskiptaglugganum í júlí. 26. september 2015 08:00 Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira
Fyrir tímabilið gáfu Fjölnismenn það út að þeirra markmið í ár væri að bæta besta árangur liðsins í efstu deild, sem var 6. sæti og 31 stig sem Grafarvogsliðið náði árið 2008, á sínu fyrsta tímabili í efstu deild. Eftir sigurinn á Víkingi í síðustu umferð var því markmiði náð. Fjölnismenn eru með 33 stig í 5. sæti og það sem meira er, þá er möguleikinn á Evrópusæti enn fyrir hendi en Fjölnir er aðeins þremur stigum frá KR, sem situr í 3. sætinu, þegar tvær umferðir eru eftir. Fjölnismenn eiga reyndar eftir að spila við tvö efstu lið deildarinnar, FH og Breiðablik, en þrátt fyrir það hafa Grafarvogsbúar trú á verkefninu. „Við erum í þessu til að vinna en verkefnið er ærið, að fara í Krikann og ætla að gera einhverja stóra hluti. En það er allt hægt í þessu,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, í samtali við Fréttablaðið í gær. Miðað við gengi Fjölnis á undanförnum vikum er ástæða til bjartsýni. Fjölnismenn eru ósigraðir í síðustu átta leikjum sínum, hafa unnið fjóra þeirra og gert fjögur jafntefli. Vörn Fjölnismanna er reyndar ekki jafn sterk og í upphafi móts en sóknarleikurinn er það góður að það hefur engu breytt. Tuttugu mörk skoruð í síðustu átta leikjum gefa til kynna hversu beittur sóknarleikurinn er. Kennie Chopart hefur skorað fimm þessara marka en þessi öflugi Dani hefur farið fyrir þessari þriðju útgáfu Fjölnisliðsins í sumar. Lið Fjölnis í dag er nefnilega talsvert breytt frá því sem hóf mótið.Strákarnir hans Ágústs eiga fína möguleika á að ná Evrópusæti.vísir/pjeturFjölnir náði í 17 stig í fyrstu átta umferðunum en þá dundu áföllin yfir. Makedónski varnarmaðurinn Daniel Ivanovski hélt til síns heima eftir 3-0 sigur á Leikni og skömmu síðar kölluðu FH-ingar Emil Pálsson til baka úr láni. Fjölnismenn voru því búnir að missa tvær af sterkustu stoðum liðsins út á miðju tímabili. En sem betur fer fyrir þá var félagaskiptaglugginn handan við hornið. Þar náði Ágúst í Chopart, sem spilaði vel með Stjörnunni árin 2012 og 2013, og spænska miðvörðinn Jonathan Neftali, auk þess sem Illugi Þór Gunnarsson byrjaði aftur að æfa með liðinu. Þessi andlitslyfting leit reyndar ekki vel út í upphafi en Fjölnir steinlá, 4-0, fyrir ÍBV í fyrsta leiknum sem Chopart og Neftali spiluðu. En þessir leikmenn þurftu bara einn leik í aðlögun og eftir þennan skell hafa Fjölnismenn verið á mikilli siglingu og halað inn 16 stig í síðustu átta leikjum. „Það er dálítið erfitt að setja fingur á það sem hefur breyst til batnaðar hjá okkur. Það eru eiginlega leikmennirnir sem eiga stærstan þátt í þessu. Þetta er mjög góður hópur,“ sagði Ágúst sem viðurkennir að það hafi ekki verið óskastaða að þurfa að byggja upp nýtt lið um mitt mót. „Þetta var dálítil endurskipulagning. Það komst rót á þetta og það tók smá tíma að koma þessu í samt lag aftur. Við töpuðum fjórum leikjum í röð og það er ákveðin kúnst að snúa því við,“ sagði Ágúst sem hlakkar til leiksins í dag. „Ég er mjög spenntur fyrir þessum leik, að mæta á erfiðasta útivöll landsins og ná í úrslit.“fréttablaðið
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Fjölnismenn vonast til að halda Chopart Kennie Chopart hefur reynst Fjölnismönnum mikill happafengur síðan hann kom til liðsins í félagaskiptaglugganum í júlí. 26. september 2015 08:00 Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira
Fjölnismenn vonast til að halda Chopart Kennie Chopart hefur reynst Fjölnismönnum mikill happafengur síðan hann kom til liðsins í félagaskiptaglugganum í júlí. 26. september 2015 08:00
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti