Anton Sveinn McKee bætti í morgun Íslandsmet Jakob Jóhanns Sveinssonar í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í sundi í Kazan í Rússlandi í morgun.
Anton synti á 1:00,53 mínútu og rétt missti af því að komast í úrslit. Anton varð í 19. sæti af 100 keppendum en 16 keppendur komust úrslit.
Hann bætti met sex ára gamalt met Jakobs Jóhanns um 63 hundraðshluta úr sekúndu. Um leið náði hann A-lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári.
Auk hans hafa Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir náð lágmarki fyrir leikina að Brasilíu.
Hrafnhildur varð í 20. sæti af 39 keppendum í 200 metra fjórsundi en hún synti á 2:14,12 mínútum.
Jóhanna Gerða Gústafsdóttir varð í 43. sæti í 100 metra flugsundi af 70 keppendum. Hún synti á 1:02,43 mínútum.
Á morgun keppa Eygló Ósk Gústafsdóttir í 100 metra baksundi og Hrafnhildur Lúthersdóttir í 100 metra bringusundi.
Anton setti Íslandsmet og náði Ólympíulágmarki
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


„Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“
Enski boltinn


„Vorum bara heppnir að landa þessu“
Körfubolti



„Orkustigið var skrítið út af okkur“
Körfubolti



Fleiri fréttir
