Íslensk katastrófa í Katar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. janúar 2015 07:00 Arnór Atlason hughreystir Vigni Svavarsson eftir leikinn við Svía í gær. vísir/Eva Björk Sessunautur minn í Al Sadd-höllinni í Katar í gær var blaðamaður sænska blaðsins Dagens Nyheter. Í spjalli okkar fyrir leik Íslands og Svíþjóðar spurði ég hann hvað hann óttaðist helst við leik íslenska liðsins. „Stjörnurnar þrjár,“ sagði hann. „Pálmarsson, Sigurðsson og Petersson.“ Ég kinkaði kolli. Enda hárrétt metið hjá honum. Auðvitað er það svo að sextán leikmenn þurfa að leggja hönd á plóg til að Ísland njóti velgengni á heimsmeistaramóti í handbolta en ef þessir þrír leikmenn eiga allir dapran dag í einum og sama leiknum er voðinn vís. Enda kom það á daginn. Strákarnir steinlágu gegn sænsku liði sem nýtti sér styrkleika sína til fullnustu og gerði allt það sem maður bjóst við af liðinu fyrir leik. Leikmenn íslenska landsliðsins áttu einfaldlega engin svör við varnarleik Svía og frammistöðu Mattias Andersson markvarðar. Lokatölur 24-16 fyrir Svía. Aron, Guðjón Valur og Alexander skoruðu samtals sex mörk úr 24 skotum í leiknum. Strákarnir klikkuðu svo á öllum þremur vítaskotunum sínum, þar af Guðjón Valur tveimur. Hraðaupphlaupsmörkin voru tvö. Það segir í raun allt sem segja þarf um þennan leik.Nýtingin var herfileg „Sóknarleikurinn varð okkur að falli. Við vorum of oft að spila inn á þétta miðjuna þeirra en þegar við náðum að slíta vörnina þeirra í sundur og koma okkur í færi þá var nýtingin herfileg. Bæði varði hann [Andersson] vel en fjölmörg skot fóru fram hjá og í tréverkið,“ sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson við Fréttablaðið eftir leik. „Við áttum undir högg að sækja allan leikinn. Við reyndum að koma mönnum í gang en það gekk ekki. Mín bíður nú vinna við að ná sóknarleiknum í gang enda vita menn mætavel að við getum spilað miklu betur sem lið og miklu betur sem einstaklingar í færunum. Það voru margir ólíkir sjálfum sér og það er ljóst að við eigum mikið inni.“ Aron hrósaði réttilega varnarleiknum og markvörslunni. „Okkar stóra plan fyrir leikinn var að standa vel í vörninni til að gefa okkur tækifæri til að vinna leikinn. En það var ekki nóg því sóknin var of slök í dag.“Góður varnarleikur ekki nóg Arnór Atlason kom inn af bekknum með ágætum krafti og var markahæstur með fimm mörk. Strákarnir voru góðir í vörninni þegar þeir náðu að stilla upp og veit það vissulega á gott fyrir framhaldið því ekki verður sóknarleikurinn verri en hann var í gær. Kim Andersson skoraði ekki fyrir Svía í gær en það kom bara ekki að sök. Hlutfallsmarkvarsla Anderssons var 57 prósent sem er til marks um hversu vel Svíum gekk að taka bitið úr sóknarleik Íslands. Andersson bætti svo um betur með því að verja nokkrum sinnum úr dauðafærum. Ég hafði það á orði við sænska blaðamanninn að ég óttaðist helst Andersson fyrir leik og því miður var þessi magnaði markvörður í heimsklassa í gær. Frammistaða brasilísku dómaranna í gær var auðvitað hlægileg eins og allir sáu en hún hafði engin áhrif á úrslit leiksins. Strákarnir hittu einfaldlega á dapran dag og óskandi að þeir nái að reka af sér slyðruorðið gegn Alsíringum á morgun. Það er einfaldlega nauðsynlegt. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13 Róbert: Maður labbar út af vellinum með skömm Línumaður íslenska liðsins segir tapið gegn Svíum algjöran hrylling. 16. janúar 2015 20:08 Björgvin Páll: Mætum eins og aular til leiks Markvörðurinn segir kollega sinn í sænska markinu hafa afgreitt leikinn í kvöld. 16. janúar 2015 21:29 Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 24-16 | Hörmungarbyrjun strákanna í Katar Skelfilegur fyrsti leikur Íslands á HM í handbolta. Strákarnir máttu þola slæmt tap gegn Svíum. 16. janúar 2015 15:15 Lélegasti sóknarleikurinn síðan á HM á Íslandi 1995 Íslenska handboltalandsliðið skoraði aðeins sextán mörk í tapinu á móti Svíum í kvöld en þetta var fyrsti leikur liðanna á heimsmeistaramótinu í Katar. 16. janúar 2015 21:37 Einar Andri í HM-kvöldi: Liðið virkaði ekki tilbúið Guðjón Guðmundsson og Einar Andri Einarsson voru sérfræðingar HM-kvöldsins á Stöð 2 Sport og fóru yfir leik Íslands og Svíþjóðar. 16. janúar 2015 22:08 Aron: Algjört grín að skora bara 16 mörk Stórskytta íslenska liðsins hefur engar áhyggjur af framhaldinu þrátt fyrir skell gegn Svíum. 16. janúar 2015 19:49 Arnór Atla: Við vorum þvílíkt klárir í þennan leik Arnór Atlason segir að frammistaða Íslands hafi komið öllum á óvart - ekki síst leikmönnunum sjálfum. 16. janúar 2015 20:14 Einkunnir Íslands eftir tapið gegn Svíum: Fimm leikmenn fá einn Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, gefur leikmönnum og þjálfurum Íslands einkunnir eftir leikina á HM í Katar. 16. janúar 2015 21:04 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Sessunautur minn í Al Sadd-höllinni í Katar í gær var blaðamaður sænska blaðsins Dagens Nyheter. Í spjalli okkar fyrir leik Íslands og Svíþjóðar spurði ég hann hvað hann óttaðist helst við leik íslenska liðsins. „Stjörnurnar þrjár,“ sagði hann. „Pálmarsson, Sigurðsson og Petersson.“ Ég kinkaði kolli. Enda hárrétt metið hjá honum. Auðvitað er það svo að sextán leikmenn þurfa að leggja hönd á plóg til að Ísland njóti velgengni á heimsmeistaramóti í handbolta en ef þessir þrír leikmenn eiga allir dapran dag í einum og sama leiknum er voðinn vís. Enda kom það á daginn. Strákarnir steinlágu gegn sænsku liði sem nýtti sér styrkleika sína til fullnustu og gerði allt það sem maður bjóst við af liðinu fyrir leik. Leikmenn íslenska landsliðsins áttu einfaldlega engin svör við varnarleik Svía og frammistöðu Mattias Andersson markvarðar. Lokatölur 24-16 fyrir Svía. Aron, Guðjón Valur og Alexander skoruðu samtals sex mörk úr 24 skotum í leiknum. Strákarnir klikkuðu svo á öllum þremur vítaskotunum sínum, þar af Guðjón Valur tveimur. Hraðaupphlaupsmörkin voru tvö. Það segir í raun allt sem segja þarf um þennan leik.Nýtingin var herfileg „Sóknarleikurinn varð okkur að falli. Við vorum of oft að spila inn á þétta miðjuna þeirra en þegar við náðum að slíta vörnina þeirra í sundur og koma okkur í færi þá var nýtingin herfileg. Bæði varði hann [Andersson] vel en fjölmörg skot fóru fram hjá og í tréverkið,“ sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson við Fréttablaðið eftir leik. „Við áttum undir högg að sækja allan leikinn. Við reyndum að koma mönnum í gang en það gekk ekki. Mín bíður nú vinna við að ná sóknarleiknum í gang enda vita menn mætavel að við getum spilað miklu betur sem lið og miklu betur sem einstaklingar í færunum. Það voru margir ólíkir sjálfum sér og það er ljóst að við eigum mikið inni.“ Aron hrósaði réttilega varnarleiknum og markvörslunni. „Okkar stóra plan fyrir leikinn var að standa vel í vörninni til að gefa okkur tækifæri til að vinna leikinn. En það var ekki nóg því sóknin var of slök í dag.“Góður varnarleikur ekki nóg Arnór Atlason kom inn af bekknum með ágætum krafti og var markahæstur með fimm mörk. Strákarnir voru góðir í vörninni þegar þeir náðu að stilla upp og veit það vissulega á gott fyrir framhaldið því ekki verður sóknarleikurinn verri en hann var í gær. Kim Andersson skoraði ekki fyrir Svía í gær en það kom bara ekki að sök. Hlutfallsmarkvarsla Anderssons var 57 prósent sem er til marks um hversu vel Svíum gekk að taka bitið úr sóknarleik Íslands. Andersson bætti svo um betur með því að verja nokkrum sinnum úr dauðafærum. Ég hafði það á orði við sænska blaðamanninn að ég óttaðist helst Andersson fyrir leik og því miður var þessi magnaði markvörður í heimsklassa í gær. Frammistaða brasilísku dómaranna í gær var auðvitað hlægileg eins og allir sáu en hún hafði engin áhrif á úrslit leiksins. Strákarnir hittu einfaldlega á dapran dag og óskandi að þeir nái að reka af sér slyðruorðið gegn Alsíringum á morgun. Það er einfaldlega nauðsynlegt.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13 Róbert: Maður labbar út af vellinum með skömm Línumaður íslenska liðsins segir tapið gegn Svíum algjöran hrylling. 16. janúar 2015 20:08 Björgvin Páll: Mætum eins og aular til leiks Markvörðurinn segir kollega sinn í sænska markinu hafa afgreitt leikinn í kvöld. 16. janúar 2015 21:29 Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 24-16 | Hörmungarbyrjun strákanna í Katar Skelfilegur fyrsti leikur Íslands á HM í handbolta. Strákarnir máttu þola slæmt tap gegn Svíum. 16. janúar 2015 15:15 Lélegasti sóknarleikurinn síðan á HM á Íslandi 1995 Íslenska handboltalandsliðið skoraði aðeins sextán mörk í tapinu á móti Svíum í kvöld en þetta var fyrsti leikur liðanna á heimsmeistaramótinu í Katar. 16. janúar 2015 21:37 Einar Andri í HM-kvöldi: Liðið virkaði ekki tilbúið Guðjón Guðmundsson og Einar Andri Einarsson voru sérfræðingar HM-kvöldsins á Stöð 2 Sport og fóru yfir leik Íslands og Svíþjóðar. 16. janúar 2015 22:08 Aron: Algjört grín að skora bara 16 mörk Stórskytta íslenska liðsins hefur engar áhyggjur af framhaldinu þrátt fyrir skell gegn Svíum. 16. janúar 2015 19:49 Arnór Atla: Við vorum þvílíkt klárir í þennan leik Arnór Atlason segir að frammistaða Íslands hafi komið öllum á óvart - ekki síst leikmönnunum sjálfum. 16. janúar 2015 20:14 Einkunnir Íslands eftir tapið gegn Svíum: Fimm leikmenn fá einn Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, gefur leikmönnum og þjálfurum Íslands einkunnir eftir leikina á HM í Katar. 16. janúar 2015 21:04 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13
Róbert: Maður labbar út af vellinum með skömm Línumaður íslenska liðsins segir tapið gegn Svíum algjöran hrylling. 16. janúar 2015 20:08
Björgvin Páll: Mætum eins og aular til leiks Markvörðurinn segir kollega sinn í sænska markinu hafa afgreitt leikinn í kvöld. 16. janúar 2015 21:29
Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 24-16 | Hörmungarbyrjun strákanna í Katar Skelfilegur fyrsti leikur Íslands á HM í handbolta. Strákarnir máttu þola slæmt tap gegn Svíum. 16. janúar 2015 15:15
Lélegasti sóknarleikurinn síðan á HM á Íslandi 1995 Íslenska handboltalandsliðið skoraði aðeins sextán mörk í tapinu á móti Svíum í kvöld en þetta var fyrsti leikur liðanna á heimsmeistaramótinu í Katar. 16. janúar 2015 21:37
Einar Andri í HM-kvöldi: Liðið virkaði ekki tilbúið Guðjón Guðmundsson og Einar Andri Einarsson voru sérfræðingar HM-kvöldsins á Stöð 2 Sport og fóru yfir leik Íslands og Svíþjóðar. 16. janúar 2015 22:08
Aron: Algjört grín að skora bara 16 mörk Stórskytta íslenska liðsins hefur engar áhyggjur af framhaldinu þrátt fyrir skell gegn Svíum. 16. janúar 2015 19:49
Arnór Atla: Við vorum þvílíkt klárir í þennan leik Arnór Atlason segir að frammistaða Íslands hafi komið öllum á óvart - ekki síst leikmönnunum sjálfum. 16. janúar 2015 20:14
Einkunnir Íslands eftir tapið gegn Svíum: Fimm leikmenn fá einn Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, gefur leikmönnum og þjálfurum Íslands einkunnir eftir leikina á HM í Katar. 16. janúar 2015 21:04