Westbrook öflugur í sigri Oklahoma | Enn tapar Knicks Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. desember 2014 22:24 Westbrook í kunnuglegri stöðu. vísir/afp Oklahoma City Thunder færði stuðningsmönnum sínum góða jólagjöf með átta stiga sigri, 114-106, á San Antonio Spurs í kvöld. Leikurinn var jafn framan af, en Oklahoma, sem lék án Kevins Durant í kvöld, var þremur stigum yfir í hálfleik, 50-47. Meistarnir unnu 3. leikhlutann 30-26 og voru einu stigi yfir fyrir 4. og síðasta leikhlutann. Þar tóku leikmenn Oklahoma yfir, náðu mest níu stiga forystu (102-93) og unnu að lokum átta stiga sigur, 114-106. Russell Westbrook fór fyrir liði Oklahoma í fjarveru Durants. Hann skoraði 34 stig, tók fimm fráköst, gaf 11 stoðsendingar og stal boltanum fimm sinnum. Serge Ibaka var einnig öflugur með 21 stig og níu fraköst og miðherjinn Steve Adams skilaði 16 stigum, 15 fráköstum og þremur vörðum skotum. Þá átti Anthony Morrow góða innkomu af bekknum með 15 stig, en hann setti m.a. niður tvo mikilvæga þrista á lokakafla leiksins. Leikmenn Þrumunnar voru heitir fyrir utan þriggja stiga línuna í kvöld, en þeir skoruðu alls níu þriggja stiga körfur úr aðeins 15 tilraunum. Sjö leikmenn San Antonio skoruðu tíu stig eða fleiri í kvöld. Matt Bonner var þeirra stigahæstur með 17 stig. Manu Ginobili átti einnig góðan leik með 11 stig, sjö fráköst og 13 stoðsendingar. Einum öðrum leik er lokið í NBA-deildinni. Washington Wizards vann nokkuð þægilegan sigur, 102-91, á New York Knicks. Galdramennirnir náðu mest 22 stiga forystu og lentu aldrei undir í leiknum. Leikstjórnandinn John Wall skoraði 24 stig, tók sex fráköst og gaf 11 stoðsendingar í liði Washington. Bradley Beal skilaði 17 stigum, fimm fráköstum og fimm stoðsendingum. Carmelo Anthony var stigahæstur hjá Knicks með 34 stig, en liðið hefur aðeins unnið fimm leiki í vetur og er í afar slæmum málum í næstneðsta sæti Austurdeildarinnar.Marco Belinelli fer illa með Serge Ibaka John Wall og Bradley Beal voru öflugir í öruggum sigri Washington á New York Mögnuð karfa hjá Wall NBA Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Oklahoma City Thunder færði stuðningsmönnum sínum góða jólagjöf með átta stiga sigri, 114-106, á San Antonio Spurs í kvöld. Leikurinn var jafn framan af, en Oklahoma, sem lék án Kevins Durant í kvöld, var þremur stigum yfir í hálfleik, 50-47. Meistarnir unnu 3. leikhlutann 30-26 og voru einu stigi yfir fyrir 4. og síðasta leikhlutann. Þar tóku leikmenn Oklahoma yfir, náðu mest níu stiga forystu (102-93) og unnu að lokum átta stiga sigur, 114-106. Russell Westbrook fór fyrir liði Oklahoma í fjarveru Durants. Hann skoraði 34 stig, tók fimm fráköst, gaf 11 stoðsendingar og stal boltanum fimm sinnum. Serge Ibaka var einnig öflugur með 21 stig og níu fraköst og miðherjinn Steve Adams skilaði 16 stigum, 15 fráköstum og þremur vörðum skotum. Þá átti Anthony Morrow góða innkomu af bekknum með 15 stig, en hann setti m.a. niður tvo mikilvæga þrista á lokakafla leiksins. Leikmenn Þrumunnar voru heitir fyrir utan þriggja stiga línuna í kvöld, en þeir skoruðu alls níu þriggja stiga körfur úr aðeins 15 tilraunum. Sjö leikmenn San Antonio skoruðu tíu stig eða fleiri í kvöld. Matt Bonner var þeirra stigahæstur með 17 stig. Manu Ginobili átti einnig góðan leik með 11 stig, sjö fráköst og 13 stoðsendingar. Einum öðrum leik er lokið í NBA-deildinni. Washington Wizards vann nokkuð þægilegan sigur, 102-91, á New York Knicks. Galdramennirnir náðu mest 22 stiga forystu og lentu aldrei undir í leiknum. Leikstjórnandinn John Wall skoraði 24 stig, tók sex fráköst og gaf 11 stoðsendingar í liði Washington. Bradley Beal skilaði 17 stigum, fimm fráköstum og fimm stoðsendingum. Carmelo Anthony var stigahæstur hjá Knicks með 34 stig, en liðið hefur aðeins unnið fimm leiki í vetur og er í afar slæmum málum í næstneðsta sæti Austurdeildarinnar.Marco Belinelli fer illa með Serge Ibaka John Wall og Bradley Beal voru öflugir í öruggum sigri Washington á New York Mögnuð karfa hjá Wall
NBA Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira