Eldgos og jarðhræringar Nokkuð ljóst að sjálfstætt gosop hafi myndast Nokkuð ljóst er að sjálfstætt gosop hafi myndast rétt við megingíg eldgossins við Fagradalsfjall. Gosopið sést glögglega á vefmyndavélum. Innlent 16.8.2021 18:21 Mannfall talið verulegt eftir meiri háttar skjálfta á Haítí Jarðskjálfti af stærðinni 7,2 reið yfir Haítí í morgun, með þeim afleiðingum að verulegur fjöldi fólks lést, að því er bandarísk yfirvöld telja. Erlent 14.8.2021 14:45 Eldgosið í góðum gír nú í morgun Eldgosið í Fagradalsfjalli hefur verið í góðum gír núna í morgun. Sjá má glóandi hraunið bubbla í gígnum og renna í stríðum straumum út frá honum. Innlent 12.8.2021 08:37 Margir vilji „gera eitthvað töff og kúl sem raunverulega er heimskulegt“ Enn berast fréttir af því að ferðamenn við gosstöðvarnar á Reykjanesi ani út á nýstorknað hraun, þvert á tilmæli lögregluyfirvalda og björgunarsveita. Slíkt getur verið lífshættulegt, þar sem hraunið getur gefið eftir og undir niðri getur leynst töluvert mýkra, heitara og hættulegra hraun. Innlent 10.8.2021 22:36 Gosið gjörbreytist með lækkandi sól Nokkur kraftur virðist vera í eldgosinu í Fagradalsfjalli um þessar mundir. Þegar þetta er skrifað er tekið að rökkva og því sést eldhraunið enn betur en í björtu, hvort sem það er á staðnum sjálfum eða með hjálp vefmyndavélar Vísis. Innlent 10.8.2021 22:28 Nýjar sprungur á Gónhóli við eldstöðvarnar Nýjar sprungur sjást nú í Gónhóli nálægt eldstöðvunum við Fagradalsfjall og virðast þær hafa myndast á síðastliðnum tveimur vikum. Ekki er hægt að útiloka að sprungumyndanirnar séu til marks um að kvika sé að færast nær yfirborði við Gónhól, þar sem þyrlum hefur meðal annars verið lent með farþega. Innlent 10.8.2021 15:24 Fjöldi gekk langt inn á hraunið til að komast að rauðglóandi hrauni Töluverður fjöldi fólks lagði leið sína upp á nýtt hraunið við eldgosið í Fagradalsfjalli í gær, til þess að komast nær rauðglóandi hrauni. Ítrekað hefur verið varað við slíku athæfi. Innlent 10.8.2021 10:22 Kraumandi kvika og stríður hraunelgur Magnað myndband af kraumandi kviku og stríðum hraunelg náðist þegar flogið var yfir eldgosið í Fagradalsfjalli í gær. „Gígurinn er barmafullur af kviku og byrjað að flæða yfir barmana,“ segir á Facebook-síðu Eldfjallafræði og náttúruvárhóp Háskóla Íslands. Innlent 10.8.2021 06:22 Ekki nýtt gosop heldur gat í gígbarminum Svo virtist sem nýtt gosop hefði verið að taka á sig mynd í eldgosinu í Fagradalsfalli í dag, en svo var ekki. Innlent 9.8.2021 19:29 Nýtt gosop að myndast: Hraunið gæti mögulega runnið niður í Geldingadali Svo virðist sem nýtt gosop sé að taka á sig mynd í eldgosinu í Fagradalsfjalli en það sést vel á vefmyndavélum. Of snemmt er að segja til um hvort um er að ræða nýjan gíg. Innlent 9.8.2021 12:21 Engin merki um neðansjávargos Áhöfn varðskipsins Þórs sá enga bólstra í hafinu sunnan við Reykjanes eftir að hafa farið í könnunarleiðangur þangað í kvöld. Innlent 8.8.2021 00:06 Kanna hvort eldgos sé hafið neðansjávar Varðskipið Þór hefur verið sent til þess að kanna hvort að eldgos sé hafið neðansjávar, vestur af Krísuvíkurbergi. Engin merki um eldgos sjást þó á mælum Veðurstofunnar. Innlent 7.8.2021 21:39 Traðk, grjótkast og krot á hraunið ekki í lagi Dæmi eru um að gestir sem heimsækja eldstöðvarnar í Geldingadölum heim kroti á hraunið. Einnig er töluvert um grjótkast en sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun biðlar til gesta að sýna náttúrunni virðingu og ekki skemma ásýnd hennar fyrir öðrum gestum. Innlent 6.8.2021 15:22 Glóandi hraun aftur sjáanlegt á Fagradalsfjalli Hraun er aftur tekið að renna á Fagradalsfjalli í fyrsta sinn frá því á mánudagsmorgun. Hraunárnar hafa nær alfarið runnið til austurs og niður í Meradali síðustu vikur en hraunáin virðist núna hafa tekið stefnu í aðra átt. Innlent 5.8.2021 23:35 Lýsir mikilli partýstemmningu við eldgosið Segja má að stemmingunni við eldgosinu í Fagradalsfjalli sé líkt við útihátíð eða næturklúbb í nýrri grein í veftímaritinu Condé Nast Traveler. Innlent 5.8.2021 14:41 Enn hættir fólk sér út á hraunið: „Það virðist bara ekki vera hlustað“ Enn streymir fjöldi fólks að gosstöðvunum á Reykjanesskaga á degi hverjum. Að sögn björgunarsveitarmanns er enn viðvarandi vandamál að fólk hætti sér út á hraunið og óhlýðnist tilmælum lögreglu og björgunarsveita. Innlent 4.8.2021 11:34 Skjálftarnir við Kötlu ekki vísbending um gosóróa Náttúruvársérfræðingur segir jarðskjálfta á svæði Kötlu ekki vera vísbendingu um gosóróa, heldur sé um að ræða skjálfta sem myndast út frá árstíðabundinni losun á ís. Innlent 30.7.2021 07:58 Meira en tuttugu skjálftar í Kötlu Jarðskjálfti að stærð 3,2 mældist á skjálftamælum Veðurstofu Íslands við Kötlu í kvöld. Þó nokkrir eftirskjálftar hafa mælst í kjölfarið. Innlent 29.7.2021 20:19 Gosið hrekkjótt og lætur vísindamenn hafa fyrir sér Eftir að verulega hafði sljákkað í gosinu á Reykjanesi og margir farnir að sjá fyrir sér að það væri við að lognast út af hefur það tekið verulega við sér síðasta sólarhringinn. Innlent 29.7.2021 15:07 Enginn jarðskjálfti að stærð 5,0 í morgun Athygli vakti að jarðskjálfti að stærð 5,0 var skráður á vef Veðurstofunnar norðaustur af Flatey klukkan 6:25 í morgun. Ekki var um raunverulegan skjálfta að ræða heldur námu jarðskjálftanemar bylgjur frá öflugum skjálfta sem mældist í Alaska um tíu mínútum fyrr. Innlent 29.7.2021 08:50 Flóðbylgjuviðvörun í gildi eftir að jarðskjálfti að stærð 8,2 skók Alaska Jarðskjálfti að stærð 8,2 mældist við strendur Alaska í morgun, samkvæmt tölum frá bandarísku jarðvísindastofnuninni. Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út fyrir hluta ríkisins. Erlent 29.7.2021 07:19 Jarðskjálfti að stærð 3,7 í Bárðarbungu Jarðskjálfti að stærðinni 3,7 varð um 8,5 kílómetra austur af Bárðarbungu rétt eftir klukkan tíu í kvöld. Innlent 27.7.2021 23:01 Hegðun gossins í dag gefi litla vísbendingu um framtíðina Prófessor í eldfjallafræði segir að sá mikli kraftur sem sást í eldgosinu í Geldingadölum um helgina sé hluti af því mynstri sem sést hefur undanfarnar vikur. Hann telur ómögulegt að segja til um hvenær gosinu muni ljúka út frá mælingum dagsins í dag. Innlent 26.7.2021 11:29 Minnkandi gosflæði í júlí: Mögulega merki um að farið sé að síga á seinni hlutann Á síðustu þremur vikum hefur hraunrennsli úr eldgosinu í Fagradalsfjalli farið minnkandi. Bendir það til þess að þrýstingur fari minnkandi. Mögulega geta þetta verið merki um að farið sé að síga á seinni hlutann í gosinu. Innlent 22.7.2021 22:58 Hraunyfirborðið hefur hækkað um sex metra á síðustu þremur vikum Hraunyfirborðið í Meradölum hefur hækkað um sex metra á síðustu þremur vikum. Þannig hafa um sex milljón rúmmetrar bæst við hraunið sem fyrir var í dölunum. Innlent 21.7.2021 15:59 Gosmóða frá Geldingadölum mældist í Færeyjum í gær: „Við sendum Færeyingum góðar kveðjur“ Nokkur gosmóða er á höfuðborgarsvæðinu. Einstaklingum, sem viðkvæmir eru fyrir loftmengun, er ráðlegt að fara varlega og skulu ung börn ekki sofa utandyra. Gosmóða frá gosinu í Geldingadölum mældist í Færeyjum í gær. Elísabet Inga Sigurðardóttir Innlent 19.7.2021 14:10 Eldgosið tók við sér á ný eftir sjö stunda hlé Eldgígurinn í Fagradalsfjalli tók aftur við sér um miðnætti eftir stutt hlé. Þetta sýna jarðskjálftamælar Veðurstofunnar. Einnig hefur sést í jarðeld á vefmyndavélum þótt þoka hafi að mestu byrgt sýn í nótt. Innlent 18.7.2021 06:09 Gosvirkni aftur fallin niður í Fagradalsfjalli Eldstöðin í Fagradalsfjalli virðist aftur lögst í dvala eftir sólarhrings goshrinu. Jarðskjálftamælar Veðurstofunnar sýna að gosvirkni féll niður síðdegis. Innlent 17.7.2021 23:06 Virknin komin á fullt eftir sólarhringshlé Púlsavirkni í eldgosinu við Fagradalsfjall er aftur komin á fullt eftir rúmlega sólarhrings goshlé nú fyrir helgi. Náttúruvársérfræðingur beinir því sérstaklega til fólks að fara ekki út á hraunið en talsvert hefur borið á slíku undanfarið. Innlent 17.7.2021 14:07 Eldgosið legið niðri frá því snemma í morgun Eldgosið í Fagradalsfjalli féll skyndilega niður laust fyrir klukkan fimm í morgun. Þetta sýna bæði vefmyndavélar og jarðskjálftamælar. Innlent 15.7.2021 11:12 « ‹ 79 80 81 82 83 84 85 86 87 … 134 ›
Nokkuð ljóst að sjálfstætt gosop hafi myndast Nokkuð ljóst er að sjálfstætt gosop hafi myndast rétt við megingíg eldgossins við Fagradalsfjall. Gosopið sést glögglega á vefmyndavélum. Innlent 16.8.2021 18:21
Mannfall talið verulegt eftir meiri háttar skjálfta á Haítí Jarðskjálfti af stærðinni 7,2 reið yfir Haítí í morgun, með þeim afleiðingum að verulegur fjöldi fólks lést, að því er bandarísk yfirvöld telja. Erlent 14.8.2021 14:45
Eldgosið í góðum gír nú í morgun Eldgosið í Fagradalsfjalli hefur verið í góðum gír núna í morgun. Sjá má glóandi hraunið bubbla í gígnum og renna í stríðum straumum út frá honum. Innlent 12.8.2021 08:37
Margir vilji „gera eitthvað töff og kúl sem raunverulega er heimskulegt“ Enn berast fréttir af því að ferðamenn við gosstöðvarnar á Reykjanesi ani út á nýstorknað hraun, þvert á tilmæli lögregluyfirvalda og björgunarsveita. Slíkt getur verið lífshættulegt, þar sem hraunið getur gefið eftir og undir niðri getur leynst töluvert mýkra, heitara og hættulegra hraun. Innlent 10.8.2021 22:36
Gosið gjörbreytist með lækkandi sól Nokkur kraftur virðist vera í eldgosinu í Fagradalsfjalli um þessar mundir. Þegar þetta er skrifað er tekið að rökkva og því sést eldhraunið enn betur en í björtu, hvort sem það er á staðnum sjálfum eða með hjálp vefmyndavélar Vísis. Innlent 10.8.2021 22:28
Nýjar sprungur á Gónhóli við eldstöðvarnar Nýjar sprungur sjást nú í Gónhóli nálægt eldstöðvunum við Fagradalsfjall og virðast þær hafa myndast á síðastliðnum tveimur vikum. Ekki er hægt að útiloka að sprungumyndanirnar séu til marks um að kvika sé að færast nær yfirborði við Gónhól, þar sem þyrlum hefur meðal annars verið lent með farþega. Innlent 10.8.2021 15:24
Fjöldi gekk langt inn á hraunið til að komast að rauðglóandi hrauni Töluverður fjöldi fólks lagði leið sína upp á nýtt hraunið við eldgosið í Fagradalsfjalli í gær, til þess að komast nær rauðglóandi hrauni. Ítrekað hefur verið varað við slíku athæfi. Innlent 10.8.2021 10:22
Kraumandi kvika og stríður hraunelgur Magnað myndband af kraumandi kviku og stríðum hraunelg náðist þegar flogið var yfir eldgosið í Fagradalsfjalli í gær. „Gígurinn er barmafullur af kviku og byrjað að flæða yfir barmana,“ segir á Facebook-síðu Eldfjallafræði og náttúruvárhóp Háskóla Íslands. Innlent 10.8.2021 06:22
Ekki nýtt gosop heldur gat í gígbarminum Svo virtist sem nýtt gosop hefði verið að taka á sig mynd í eldgosinu í Fagradalsfalli í dag, en svo var ekki. Innlent 9.8.2021 19:29
Nýtt gosop að myndast: Hraunið gæti mögulega runnið niður í Geldingadali Svo virðist sem nýtt gosop sé að taka á sig mynd í eldgosinu í Fagradalsfjalli en það sést vel á vefmyndavélum. Of snemmt er að segja til um hvort um er að ræða nýjan gíg. Innlent 9.8.2021 12:21
Engin merki um neðansjávargos Áhöfn varðskipsins Þórs sá enga bólstra í hafinu sunnan við Reykjanes eftir að hafa farið í könnunarleiðangur þangað í kvöld. Innlent 8.8.2021 00:06
Kanna hvort eldgos sé hafið neðansjávar Varðskipið Þór hefur verið sent til þess að kanna hvort að eldgos sé hafið neðansjávar, vestur af Krísuvíkurbergi. Engin merki um eldgos sjást þó á mælum Veðurstofunnar. Innlent 7.8.2021 21:39
Traðk, grjótkast og krot á hraunið ekki í lagi Dæmi eru um að gestir sem heimsækja eldstöðvarnar í Geldingadölum heim kroti á hraunið. Einnig er töluvert um grjótkast en sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun biðlar til gesta að sýna náttúrunni virðingu og ekki skemma ásýnd hennar fyrir öðrum gestum. Innlent 6.8.2021 15:22
Glóandi hraun aftur sjáanlegt á Fagradalsfjalli Hraun er aftur tekið að renna á Fagradalsfjalli í fyrsta sinn frá því á mánudagsmorgun. Hraunárnar hafa nær alfarið runnið til austurs og niður í Meradali síðustu vikur en hraunáin virðist núna hafa tekið stefnu í aðra átt. Innlent 5.8.2021 23:35
Lýsir mikilli partýstemmningu við eldgosið Segja má að stemmingunni við eldgosinu í Fagradalsfjalli sé líkt við útihátíð eða næturklúbb í nýrri grein í veftímaritinu Condé Nast Traveler. Innlent 5.8.2021 14:41
Enn hættir fólk sér út á hraunið: „Það virðist bara ekki vera hlustað“ Enn streymir fjöldi fólks að gosstöðvunum á Reykjanesskaga á degi hverjum. Að sögn björgunarsveitarmanns er enn viðvarandi vandamál að fólk hætti sér út á hraunið og óhlýðnist tilmælum lögreglu og björgunarsveita. Innlent 4.8.2021 11:34
Skjálftarnir við Kötlu ekki vísbending um gosóróa Náttúruvársérfræðingur segir jarðskjálfta á svæði Kötlu ekki vera vísbendingu um gosóróa, heldur sé um að ræða skjálfta sem myndast út frá árstíðabundinni losun á ís. Innlent 30.7.2021 07:58
Meira en tuttugu skjálftar í Kötlu Jarðskjálfti að stærð 3,2 mældist á skjálftamælum Veðurstofu Íslands við Kötlu í kvöld. Þó nokkrir eftirskjálftar hafa mælst í kjölfarið. Innlent 29.7.2021 20:19
Gosið hrekkjótt og lætur vísindamenn hafa fyrir sér Eftir að verulega hafði sljákkað í gosinu á Reykjanesi og margir farnir að sjá fyrir sér að það væri við að lognast út af hefur það tekið verulega við sér síðasta sólarhringinn. Innlent 29.7.2021 15:07
Enginn jarðskjálfti að stærð 5,0 í morgun Athygli vakti að jarðskjálfti að stærð 5,0 var skráður á vef Veðurstofunnar norðaustur af Flatey klukkan 6:25 í morgun. Ekki var um raunverulegan skjálfta að ræða heldur námu jarðskjálftanemar bylgjur frá öflugum skjálfta sem mældist í Alaska um tíu mínútum fyrr. Innlent 29.7.2021 08:50
Flóðbylgjuviðvörun í gildi eftir að jarðskjálfti að stærð 8,2 skók Alaska Jarðskjálfti að stærð 8,2 mældist við strendur Alaska í morgun, samkvæmt tölum frá bandarísku jarðvísindastofnuninni. Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út fyrir hluta ríkisins. Erlent 29.7.2021 07:19
Jarðskjálfti að stærð 3,7 í Bárðarbungu Jarðskjálfti að stærðinni 3,7 varð um 8,5 kílómetra austur af Bárðarbungu rétt eftir klukkan tíu í kvöld. Innlent 27.7.2021 23:01
Hegðun gossins í dag gefi litla vísbendingu um framtíðina Prófessor í eldfjallafræði segir að sá mikli kraftur sem sást í eldgosinu í Geldingadölum um helgina sé hluti af því mynstri sem sést hefur undanfarnar vikur. Hann telur ómögulegt að segja til um hvenær gosinu muni ljúka út frá mælingum dagsins í dag. Innlent 26.7.2021 11:29
Minnkandi gosflæði í júlí: Mögulega merki um að farið sé að síga á seinni hlutann Á síðustu þremur vikum hefur hraunrennsli úr eldgosinu í Fagradalsfjalli farið minnkandi. Bendir það til þess að þrýstingur fari minnkandi. Mögulega geta þetta verið merki um að farið sé að síga á seinni hlutann í gosinu. Innlent 22.7.2021 22:58
Hraunyfirborðið hefur hækkað um sex metra á síðustu þremur vikum Hraunyfirborðið í Meradölum hefur hækkað um sex metra á síðustu þremur vikum. Þannig hafa um sex milljón rúmmetrar bæst við hraunið sem fyrir var í dölunum. Innlent 21.7.2021 15:59
Gosmóða frá Geldingadölum mældist í Færeyjum í gær: „Við sendum Færeyingum góðar kveðjur“ Nokkur gosmóða er á höfuðborgarsvæðinu. Einstaklingum, sem viðkvæmir eru fyrir loftmengun, er ráðlegt að fara varlega og skulu ung börn ekki sofa utandyra. Gosmóða frá gosinu í Geldingadölum mældist í Færeyjum í gær. Elísabet Inga Sigurðardóttir Innlent 19.7.2021 14:10
Eldgosið tók við sér á ný eftir sjö stunda hlé Eldgígurinn í Fagradalsfjalli tók aftur við sér um miðnætti eftir stutt hlé. Þetta sýna jarðskjálftamælar Veðurstofunnar. Einnig hefur sést í jarðeld á vefmyndavélum þótt þoka hafi að mestu byrgt sýn í nótt. Innlent 18.7.2021 06:09
Gosvirkni aftur fallin niður í Fagradalsfjalli Eldstöðin í Fagradalsfjalli virðist aftur lögst í dvala eftir sólarhrings goshrinu. Jarðskjálftamælar Veðurstofunnar sýna að gosvirkni féll niður síðdegis. Innlent 17.7.2021 23:06
Virknin komin á fullt eftir sólarhringshlé Púlsavirkni í eldgosinu við Fagradalsfjall er aftur komin á fullt eftir rúmlega sólarhrings goshlé nú fyrir helgi. Náttúruvársérfræðingur beinir því sérstaklega til fólks að fara ekki út á hraunið en talsvert hefur borið á slíku undanfarið. Innlent 17.7.2021 14:07
Eldgosið legið niðri frá því snemma í morgun Eldgosið í Fagradalsfjalli féll skyndilega niður laust fyrir klukkan fimm í morgun. Þetta sýna bæði vefmyndavélar og jarðskjálftamælar. Innlent 15.7.2021 11:12