Eldgos og jarðhræringar

Fréttamynd

Vegfarendur sýni aðgát á öskusvæðinu

Suðurlandsvegur er opinn almennri umferð en vegfarendur eru engu að síður beðnir að sýna fyllstu aðgát, bæði vegna ösku og vegna þess að aðeins er um bráðabirgðaviðgerð á veginum að ræða. Vegagerðin biður vegfarendur um að sýna aðgát á öskusvæðinu. Ef blotnar í ösku á yfirborði vegar getur myndast hálka eða jafnvel fljúgandi hálka.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnvöld í Evrópu undirbúi sig fyrir Kötlugos

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hvetur stjórnvöld í Evrópu og flugmálayfirvöld alls staðar í heiminum að hefja undirbúning vegna hugsanlegs Kötlugoss. Hættan væri ekki liðin hjá og en það gætu liðið 5-15 ár þangað til gos hæfist í Kötlu. Þetta kom fram í máli forsetans í sjónvarpsviðtali í BBC, breska ríkisútvarpinu, í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Flugumferð frá Íslandi samkvæmt áætlun

Öll flugumferð frá Íslandi er samkvæmt áætlun og er flogið til Kaupmannahafnar, Oslóar og Stokkhólms. Að öllu óbreyttu verður flogið á alla áfangastaði íslensku flugfélaganna í dag. Vélarnar þurfa þó að fara lengri leiðir í sumum tilfellum vegna öskufalls.

Innlent
Fréttamynd

Róleg nótt í grennd við gosstöðvarnar

Að sögn vettvangsstjórnar á Hvolsvelli hefur nóttin verið mjög róleg í grennd við gosstöðvarnar. Rétt fyrir klukkan eitt í nótt varð örlítil aukning á vatnsrennsli í Markarfljóti og barst nokkur krapi með en þegar leið að morgni hafði vatnsmagn ekki aukist frekar í ánni. Frá eldstöðvunum má þó enn finna markvissan takt umbrotanna.

Innlent
Fréttamynd

Topp 50 atriði í eldgosinu

Eldgosið í Eyjafjallajökli hefur sett hluta af heiminum á aðra hliðina. Við tókum saman nokkrar af þeim fréttum sem hafa verið efst á baugi síðustu daga.

Lífið
Fréttamynd

Ekkert bendir til þess að gosið sé í rénun

Íbúafundir verða haldnir í dag á Goðalandi í Fljótshlíð kl. 14.00, í grunnskólanum á Hellu kl. 17.00 og í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli kl. 20.00. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum.

Innlent
Fréttamynd

Rólegra á gosstöðvunum

Rólegt var á gosstöðvunum í Eyjafjallafjökli í nótt og er talið að kraftur gossins sé nú aðeins brot af því sem var á fyrstu dögum þess. Þá bendir allt til þess að nú gjósi aðeins úr einum gíg.

Innlent
Fréttamynd

Opnað á milli Markarfljóts og Skóga

Þjóðvegurinn á milli Markarfljóts og Skóga var opnaður í gærkvöldi, en hann hefur verið lokaður síðan gosið hófst í Eyjafjallajökli og vegurinn var rofinn við Markarfljótsbrú.

Innlent
Fréttamynd

Öskufallið dreifist umhverfis jökulinn

Búist er við að öskufall úr Eyjafjallajökli dreifist umhverfis jökulinn í dag, en ekki aðeins til suðurs og suðausturs, eins og verið hefur. Nú er réttur mánuður síðan gos hófst í Fimmvörðuhálsi, sem flutti sig svo í Eyjafjallajökulinn.

Innlent
Fréttamynd

Flugumferð í eðlilegt horf á fimmtudaginn

Gera má ráð fyrir að flugumferð geti verið komið í eðlilegt horf á fimmtudaginn eftir gríðarlega röskun frá því í síðustu viku. Þetta er mat Loftferðaeftirlits Evrópu, eða Eurocontrol, að því er AFP greinir frá.

Erlent
Fréttamynd

Þjóðvegurinn opnaður aftur milli Markarfljóts og Skóga

Lögreglan á Hvolsvelli hefur ákveðið að hleypa þeim, sem eiga brýnt erindi, áfram veginn milli Markarfljóts og Skóga fram til klukkan 10 í kvöld. Tekið skal fram að skyggni er slæmt undir Eyjafjöllum og á Mýrdalssandi og þar er nú mjög hvasst.

Innlent
Fréttamynd

Gosið að breytast í hraungos

Gosmökkurinn yfir Eyjafjallajökli er talsvert lægri en hann hefur verið að undanförnu, sem talið er vita á að farið sé að draga úr öskugosinu og að gosið sé að verða hraungos. Gosvirkni jókst i gærkvköldi, dalaði aðeins í nótt en óx aftur í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Fundað með íbúum á áhrifasvæði gossins

Íbúafundir verða haldnir á næstunni með íbúum, sem hafa orðið fyrir búsifjum vegna eldgossins. Sá fyrsti verður að Gunnarshólma klukkan hálf ellefu í dag. Þar munu almannavarnanefndir í héraði, dýralæknar, jarðvísindamenn og fleiri sérfærðingar, ásamt fulltrúum frá stofnunum, fara yfir stöðuna og fjalla um aðgerðir.

Innlent
Fréttamynd

Askan gæti kæft allan hagvöxt í Evrópu á þessu ári

Efnahagsleg áhrif öskunnar úr gosinu í Eyjafjallajökli gætu orðið víðtæk í Evrópu. Hagfræðingar telja að ef gosið stendur mánuðum saman muni það valda samdrætti í hagvexti um 1-2% í álfunni. Áður en gosið hófst var því spáð að hagöxtur í Evrópu yrði á bilinu 1-1,5% í ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Enn kraftur í gosinu

Gosórói jókst í Eyjafjallajökli í gærkvöldi og er enn kraftur í gosinu. Gosmökkurinn er hinsvegar margfalt lægri en áður, hann stígur rétt upp fyrir jökulinn. Þetta staðfesta ratsjár og myndir úr gerfihnöttum.

Innlent
Fréttamynd

Flogið til Noregs, Svíþjóðar og Finnlands

Staðan á flugi frá Íslandi er sú að flug Icelandair til Kaupmannahafnar sem fara átti í dag hefur verið fellt niður en í stað þess er boðið upp á aukaflug til Osló. Einnig hefur flugi sem fara átti til Helsinki verið breytt og verður nú flogið til Tampere þess í stað.

Innlent
Fréttamynd

Askan í Evrópu: Útlitið aðeins bjartara

Askan úr eyjafjallajökli heldur áfram að hrella evrópubúa og lama flugsamgöngur. Þó hafa flugvellir verið opnaði í Noregi og Svíþjóð þótt það gæti verið tímabundið.

Erlent
Fréttamynd

Allt á kafi í grárri drullu

„Það er leiðindalykt og allt á kafi í grári drullu,“ segir Berglind Hilmarsdóttir, ábúandi á Núpi undir Eyjafjöllum. Í gær birti til eftir að öskunni hafði kyngt niður og skildi eftir sig svart teppi yfir sveitinni. Berglind finnur til í öndunarfærunu og segir þungt að anda. „Eins og maður sé alltaf með ryk í nefinu. Fólk er eflaust misviðkvæmt fyrir þessu, ég get ekki ímyndað mér að þetta sér gott fyrir viðkvæma og börn.“

Innlent
Fréttamynd

Ferðalangar fengu ekki að fara inn í Fljótshlíð

Mikill fjöldi lagði leið sína austur á Hvolsvöll á laugardag til að berja gosstrókinn úr Eyjafjallajökli augum. Ökumenn fengu ekki að fara inn í Fljótshlíð eða að Markarfljóti samkvæmt fyrirmælum frá Almannavörnum. „Ég held að fólk hafi almennt sýnt því skilning,“ segir Smári Sigurbjörnsson, formaður björgunarsveitarinnar Dagrenningar á Hvolsvelli.

Innlent
Fréttamynd

Flugvélin er bylting í gosrannsóknum

Ný eftirlits- og björgunarflugvél Landhelgisgæslunnar hefur leikið aðalhlutverk við gagnaöflun við gosstöðvarnar á Suðurlandi. Upplýsingarnar hafa gagnast við hættumat og veitt jarðvísindamönnum ómetanleg tækifæri til rannsókna.

Innlent
Fréttamynd

Spá Veðurstofu Íslands um öskufall

Sunnudagur: Vestanátt beinir gosmekki yfir Mýrdalsjökul. Búast má við öskufalli í Meðallandi og á Mýrdalssandi. Snýst í norðanátt í nótt, með öskufalli suður af Mýrdalsjökli.

Innlent
Fréttamynd

Gosstrókurinn er lægri en óróinn eykst

Gosvirkni í eldstöðinni á Eyjafjallajökli var minni í gær en áður og fór gosmökkurinn ekki jafn hátt og síðustu daga. Gosóróinn óx hins vegar, og er mjög erfitt að ráða í þýðingu þessara breytinga, segir Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Vongóðir um flug til Norðurlandanna í dag

Milljónir flugfarþega eru enn strandaglópar vegna ösku frá eldstöðinni í Eyjafjallajökli. Askan hafði engin áhrif á þotur sem flugu tilraunaflug yfir meginlandi Evrópu í gær. Mikill þrýstingur er á flugmálayfirvöld að aflétta flugbanni.

Innlent
Fréttamynd

Óvíst hvenær umferð verður hleypt á veginn

Verktakar luku í gær við bráðabirgðaviðgerð á þjóðvegi 1, hringveginum, við Markarfljótsbrú en ekki hefur verið ákveðið hvenær vegurinn verður opnaður fyrir almennri umferð. Einnig var gert við varnargarða sem verja veginn og brúna yfir Markarfljót.

Innlent