Jón Sigurður Eyjólfsson

Lygasaga um lýðræði
Þegar ég var ungur drengur vestur á fjörðum fannst mér ég eiga ráð undir rifi hverju þegar lífið sneri verri hliðinni að mér. Ég brást oft hinn versti við þegar óréttlætið varð á vegi mínum og ef svo bar undir fór ég í rógsferð mikla gegn þeim sem sýndu mér óréttlæti. Það bar ekki nógu skjótfengan árangur svo ég brá einnig á það ráð að svara líku með líku og svindlaði eins og ég frekast gat á svindlurunum. Knattspyrnuleikir gátu orðið afar skoplegir þegar þannig bar við þar sem hendur urðu að fótum og mörkin, sem voru samansett af tveimur steinum, stækkuðu og minnkuðu eftir því hver átti í hlut.

Að vera sparkað úr bóli
Þó að kreppan sé vissulega farin að taka á sig bölvanlegar myndir þá er ég enn þeirrar skoðunar að ekkert sé svo með öllu illt að ei boði gott. Þar sem ég er alinn upp í Arnarfirði við sögur um ástir og örlög fólks á árum og öldum áður þar í firðinum þykist ég geta með fullri vissu sagt að hinar mestu hremmingar geti leitt til mikillar gæfu.

Með Claptonúti á engi
Dag nokkurn á öndverðum sjöunda áratug síðustu aldar kom ungur maður að tali við stöðvarstjóra á lestarstöð skammt frá Beaulieu á Englandi. Sá ungi bar ekki höfuðið hátt enda hafði hann lognast útaf nóttina áður á drykkjusamkomu á tjaldsvæði í nágrenninu en vaknað síðan glerþunnur og peningalaus úti á engi. Þar að auki var hann búinn að gera í brækurnar og æla yfir sig allan. Menn sem þannig er ástatt fyrir eru ekki líklegir til að ná einhverjum árangri í samningaviðræðum. En stöðvarstjóri sá aumur á þeim unga og hripaði skuldarviðurkenningu svo hann kæmist heim til Ripley.

Sjálfsmark
Sem betur fer er langt síðan ég lét af þeim fyrirætlunum mínum að sigra heiminn. Jafnvel þó Steinn Steinarr hefði sagt mér að það væri enginn áhætta í því fólgin að reyna.

Leiðin aðmeðalveginum
Einu sinni á mínum unglingsárum kom það fyrir að ég hafði klárað skyldusparnað minn en þó ekki fengið þá útrás sem eyririnn átti að veita mér. Það var kominn uppreisnarhugur í strákinn og því rifjaðist upp fyrir mér að ég átti sparibók þar sem peningagjafir frá skírn til fermingar voru geymdar.

Upprisa eftir aftöku á torginu
Sá stjórnmálamaður sem hefur reynst mér hvað best er Jóhanna Sigurðardóttir. Hún er reyndar enginn sérstakur velgjörðarmaður minn en henni rataðist á munn eitt mesta sannleikskorn sem hrokkið hefur upp úr nokkrum sjórnmálamanni.

Umbreytingin mikla
Það gerðist í gær, lesandi góður, meira að segja áður en ég byrjaði að skrifa þennan pistil svo í þínum sporum myndi ég bara fara að lesa jólakort eða eitthvað.

Af fleytingum
Jón Páll Jakobsson hóf útgerðar-sögu sína á Bíldudal aðeins fimm ára gamall. Ég væri ekki að minnast á þetta nema vegna þess að þá hófst mín útgerðarsaga líka. Þannig var mál með vexti að karl faðir hans hafði hent litlu bretti sem verið hafði við útidyrnar. Fengum við þá korkbúta hjá Runna rafvirkja og negldum undir en síðan var ýtt úr vör.

Vinalegir þjófar
Júnínótt eina árið 1994 sté ég úr hótelrekkju í Amsterdam og ákvað að bregða mér í reiðhjólatúr um borgina. Ég rataði vissulega ekkert en nóttin var að renna sitt skeið á enda og ég átti að taka lest til Parísar að morgni og ég vildi ekki hætta á það að sofna í morgunsárið og sofa fram á miðjan dag. Ætlaði ég heldur að þrauka án þess að sofa um nóttina, og í þeim tilgangi fór ég í hjólreiðatúrinn, en sofna svo í lestinni og vakna stálsleginn í Frans.

Froskastríðið
Er þessari ólíkindaþjóð viðbjargandi? Hún stekkur á hvert agn sem heimsbyggðin dregur yfir Atlantshafið, hvort sem það er Soda Stream eða flatskjáir og síðan þegar hún hefur kokgleypt það skammast hún sín fyrir bitann.

Töffarinn og nördinn
Þetta líf er svo skrykkjótt og ófyrirsjáanlegt að jafnvel gengi krónunnar virðist vera taminn flokksgæðingur í samanburði. En samt sem áður hefði ég átt að hafa séð fyrir hvernig færi fyrir bönkunum. Lífið var nefnilega búið að kenna mér eina lexíu en svo hef ég greinilega fallið þegar spurt var út í hana til prófs.

Sirkus Geira smart
Ég hef verið að reyna að átta mig á því hvernig við komum okkur í þessa krísu sem nú hefur kverkatak á þjóðinni. Ég fæ ekki betur séð en við höfum misstigið okkur líkt og sirkus einn sem starfaði við fádæma vinsældir þar til efinn sáði frækornum sínum þar eina kvöldstund.

Bréf til Jóhanns sýslumanns
Jæja Jóhann, þó hugurinn hafi stefnt eitthvert annað þá ertu nú staddur á tímamótum. Þér hefur verið bolað burt, eftir því sem þú segir sjálfur, og því vil ég skrifa þér þetta bréf því allir lendum við í því að standa einhvern tímann á tímamótum sem komu of snemma að okkar mati. Mig langar í tilefni dagsins að benda þér á jákvæðu punktana sem finnast á svona tímamótum.

Litlir kassar á lækjarbakka
Fyrir nokkrum árum var ég í gleraugnabúð mikilli í Barcelona. Þá var pesetinn enn við lýði, gengi hagstætt og vöruúrval virtist hið mesta enda voru gleraugu uppi um alla veggi í þessari stóru og nýtískulegu verslun. Ég þóttist því hafa himin höndum tekið.

Ég og ímynd Íslands
Eitt helsta tískuorðið nú á dögum er orðið „ímynd". Fyrirtæki, sveitarfélög og þjóðir eyða geysilegum tíma og fjármunum í þetta fyrirbæri. Ég hef reyndar alltaf haft óbeit á þessu hugtaki þar til í gær þegar ég fékk mér kaffi í spænska þorpinu Guadix.

Bubbi, ég elska þig!
Eins og ástin krýnir þig eins mun hún krossfesta þig,“ sagði líbanska skáldið Kahil Gibran og hefði alveg eins getað verið að tala um íslensku þjóðarsálina sem mér finnst oft undir sömu sök seld og ástin sjálf.

Demanturinn og duftið
Ég reyndi eftir fremsta megni að fylgjast með fjölmiðlum á Spáni meðan ég dvaldist þar í sumarfríinu, svona til að þefa örlítið af þjóðarsálinni. Fljótlega tók ég eftir konu nokkurri, Belen Esteban að nafni, sem fjölmiðlamenn fylgdu eftir hvert fótmál. Vitanlega varð ég forvitinn að vita hvað hún hefði unnið sér til frægðar.

Reimleikar á upplýsingaöld
Mikið geta útistöður forfeðra vorra verið hjákátlegar þegar lesið er um þær á upplýsingaöld. Reyndar eru þær í besta falli alveg drepfyndnar. Upplýstur maðurinn hlýtur þá ávallt að spyrja sig af hverju þetta fróma fólk var að búa til þessa drauga með aðstoð frá tiktúrum náttúrunnar?

Bjartur í borgarhúsum
Bjartur í Sumarhúsum var mikill gallagripur enda saman settur úr mörgum þeim löstum sem hrjáð hafa landamenn frá aldaöðli. Hann hugsaði um það eitt að vera sjálfstæður og óháður; skuldlaus við guð og menn. Hvað eitt sem minnti hann á að við verðum að taka tillit til annarra í kringum okkur var eitur í hans beinum.

Unglingarnir og háþrýstidælan
Einhverra hluta vegna átti ég vanda til að hugsa fyrst um unglinga þegar spekingslegar umræður um siðferði manna var að nálgast þá niðurstöðu að heimur versnandi færi.

Rostahjöðnun
Rostahjöðnun er óhjákvæmilegur fylgifiskur verðbólgu. Hún lýsir sér þannig að þegar sjóðir tæmast og efnahagskerfi veikist þykir þjóðinni hún síður hafa efni á að vera með rosta.