Lögreglumál Kærður fyrir líkamsárás gegn dreng sem gerði dyraat Karlmaður í Reykjanesbæ hefur verið kærður fyrir frelsissviptingu og líkamsárás gegn barni. Maðurinn er sakaður um að hafa setið fyrir hópi ellefu ára drengja sem gerði dyraat á heimili hans, ráðist að einum drengjanna og læst hann inni. Innlent 1.3.2023 20:41 Ekið á unglingsstrák á hlaupahjóli í Lindahverfi Fólksbíl var ekið á fjórtán ára dreng á hlaupahjóli í Lindahverfi í Kópavogi um miðjan dag. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðs slasaðist drengurinn ekki alvarlega en farið var með hann til skoðunar á slysadeild til öryggis. Innlent 1.3.2023 15:28 Blönduósmálið fellt niður á grundvelli neyðarvarnar Héraðssaksóknari hefur ákveðið að gefa ekki út ákæru í rannsókn á manndrápi á Blönduósi í ágúst í fyrra. Talið var að sakborningar í málinu hefðu ekki farið út fyrir takmörk sín til leyfilegrar neyðarvarnar. Málið hefði ekki verið líklegt til sakfellis. Innlent 1.3.2023 11:36 Í góðum gír að ónáða gesti Í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um mann í miðbænum sem var að ónáða gesti á veitingastað. Lögreglufulltrúar fóru á vettvang og ræddu við aðilann og virtist maðurinn bara vera í góðum gír. Ekki var metin þörf á frekari afskiptum lögreglu. Innlent 1.3.2023 06:28 Héldu árásarmanni niðri á meðan beðið var eftir lögreglu Tilkynnt var í líkamsárás á höfuðborgarsvæðinu í gær í umdæmu lögreglunnar á lögreglustöð 2 sem nær yfir Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes. Vegfarendur héldu árásarmanninum niðri þar til lögregla kom á vettvang. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Innlent 28.2.2023 06:39 Fjórir handteknir eftir stunguárás í Mathöll Höfða Fjórir hafa verið handteknir eftir hnífstungu á Höfða í dag og einn fluttur á slysadeild eftir stunguárás. Tveir sjúkrabílar voru sendir á vettvang eftir að tilkynning barst, samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Innlent 27.2.2023 15:25 Lögreglan leitar að manni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að manninum á myndunum hér fyrir ofan. Lögreglan vill ná tali af honum. Innlent 27.2.2023 12:45 Handtekinn fyrir líkamsárás og reyndist eftirlýstur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Tilkynnt var um þrjár líkamsárásir og nokkuð af innbrotum. Einn gerandi líkamsárásar reyndist eftirlýstur. Innlent 27.2.2023 06:45 Ungi maðurinn er aftur fundinn Átján ára karlmaður sem lögreglan lýsti eftir í tvígang í gærkvöldi er kominn í leitirnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Innlent 27.2.2023 06:24 Of margir í bílnum og börnin án öryggisbúnaðar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann við akstur í dag sem reyndist vera með of marga farþega í bílnum. Börn sem voru um borð í bifreiðinni notuðu ekki öryggisbúnað. Innlent 26.2.2023 17:45 Lögreglan lýsir eftir Daníel Cross Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Daníel Cross, 18 ára. Hann er rúmlega 190 sentimetrar á hæð, þéttvaxinn og með mikið krullað hár. Innlent 26.2.2023 17:28 Sást til veggjakrotarans í Vesturbæ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er engu nær um það hver stóð að verki þegar krotað var á fjölda veggja í Vesturbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Innlent 26.2.2023 10:43 Kveikt í rusli fyrir framan hús í miðborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um að kveikt hefði verið í ruslið fyrir framan hús í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Lögreglumenn sem fóru á vettvang náðu að slökkva eldinn en málið er nú í rannsókn. Innlent 26.2.2023 07:53 Stórsér á Vesturbænum eftir skemmdarvarginn Veggjakrotari, vopnaður spreybrúsum í öllum litum, framdi skemmdarverk á fjölda mannvirkja í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Maðurinn krotaði meðal annars á vegg Melabúðarinnar og furðar eigandi sig á atferli skemmdarvargsins. Lögreglan er með málið til rannsóknar. Innlent 25.2.2023 22:06 Réttindalaus ók lyftara á bíl Ökumaður lyftara ók á bifreið við Hafnarfjarðarhöfn klukkan hálf tvö í dag. Ökumaðurinn var ekki með réttindi til að vinna á vinnuvél á opnu svæði. Innlent 25.2.2023 17:07 Lokuðu veitingastað sem var ekki með rekstrarleyfi í miðborginni Lögregla hafði afskipti af tveimur veitinga- og skemmtistöðum í gærkvöldi og í nótt. Lét hún meðal annars loka veitingastað þar sem hann hafði ekki leyfi fyrir rekstrinum. Innlent 25.2.2023 07:30 Sendu sprengjuhótun meðal annars á leikskóla Tölvupóstur með sprengjuhótun var sendur á nokkrar stofnanir og vinnustaði í Reykjanesbæ í morgun, þar á meðal nokkra leikskóla. Ráðhúsið í Reykjanesbæ var rýmt vegna hótunarinnar. Lögregla segir ekkert að óttast en en málið sé litið alvarlegum augum. Innlent 24.2.2023 13:21 Lögreglan telur sprengjuhótun í ráðhúsi Reykjanesbæjar ótrúverðuga Tilkynning barst með tölvupósti á almennt netfang Reykjanesbæjar í morgun um að búið væri að koma þar fyrir sprengjum. Lögregla segir hótunina ekki trúverðuga. Innlent 24.2.2023 11:22 Kölluð út vegna tveggja líkamsárása í borginni Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna tveggja líkamsárása á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi. Innlent 24.2.2023 06:11 Þrír slösuðust í árekstri í miðborginni Þrír slösuðustu í árekstri í miðborg Reykjavíkur í morgun. Bíl var ekið í veg fyrir aðra á gatnamótum með fyrrgreindum afleiðingum. Báðar bifreiðar voru óökuhæfar eftir áreksturinn. Innlent 23.2.2023 21:57 Sú sem ók bílnum fannst köld og illa áttuð í Nauthólsvík Ökumaður bílsins sem hafnaði í sjó við dælustöðina í Skerjafirði í morgun slasaðist mjög lítið. Um var að ræða konu sem tilkynnt var um á gangi nærri Nauthólsvík í morgun, illa áttuð og köld. Bíllinn er í eigu bílaleigunnar Avis. Innlent 23.2.2023 14:55 Mætti með heimatilbúið skotvopn í skólann Nemandi á unglingastigi Lundarskóla á Akureyri mætti með heimatilbúið skotvopn í skólann fyrir helgi og sýndi ógnandi hegðun gagnvart kennara. Lögregla var kölluð til vegna málsins. Innlent 22.2.2023 10:38 Ók undir áhrifum og gaf upp kennitölu annars manns Lögregla á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann vegna rásandi aksturslags í gærkvöldi og gaf sá upp kennitölu annars manns þegar rætt var við hann. Auk þess kom í ljós að hann var sviptur ökuréttindum og hafði ekið bílnum undir áhrifum fíkniefna. Innlent 22.2.2023 06:11 Árekstur á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar Árekstur varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar nú í kvöld. Innlent 21.2.2023 20:19 Tekinn á 172 kílómetra hraða Ökumaður var stöðvaður í Reykjavík í nótt þar sem hann ók á 172 kílómetra hraða á svæði þar sem hámarkshraði er áttatíu kílómetrar á klukkustund. Hann var sviptur ökuréttindum á staðnum til bráðabirgða. Innlent 21.2.2023 06:11 Þrír í áframhaldandi gæsluvarðhaldi: Lögðu hald á tuttugu milljónir króna Fyrir helgi voru þrír karlmenn úrskurðaðir í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar sem snýr að framleiðslu, sölu og dreifingu fíkniefna. Ekki var farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir einum sem handtekinn var í tengslum við málið. Innlent 20.2.2023 19:48 Í áfalli eftir heimsókn þriggja handrukkara „Ég er ennþá að reyna að jafna mig. Ég bara skil ekkert í þeim að vera að ráðast á mig,“ segir Ragnar Rúnar Þorgeirsson, íbúi í Ásahverfinu í Hafnarfirði en hann varð fyrir óhugnanlegri reynslu í gærdag þegar þrír menn ruddust inn á heimili hans með ógnandi tilburðum og enduðu á því að keyra á brott á bílnum hans. Að sögn Ragnars vildu mennirnir ná tali af syni hans, sem einn þeirra mun hafa átt í viðskiptum við. Innlent 20.2.2023 11:33 Kveikti í tveimur ruslagámum í Kópavogi Dælubílar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu fóru í þrjú útköll í nótt, þar af tvö vegna íkveikja í ruslagámum í Kópavogi. Þriðja útkallið var vegna hugsanlegs elds í bíl. Innlent 20.2.2023 07:17 Hellisheiði og Þrengsli lokuð: Allt að tíu bíla árekstur við Hveradali Nokkrir hafa verið fluttir á slysadeild eftir allt að tíu bíla árekstur á Hellisheiði í dag. Nánar tiltekið varð áreksturinn við Hveradali en enginn slasaðist alvarlega, samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurlandi. Innlent 19.2.2023 18:21 Maðurinn sem leitað var er fundinn Sjötugur karlmaður, sem lögregla lýsti eftir í gærkvöldi, er fundinn heill á húfi. Innlent 19.2.2023 08:53 « ‹ 77 78 79 80 81 82 83 84 85 … 274 ›
Kærður fyrir líkamsárás gegn dreng sem gerði dyraat Karlmaður í Reykjanesbæ hefur verið kærður fyrir frelsissviptingu og líkamsárás gegn barni. Maðurinn er sakaður um að hafa setið fyrir hópi ellefu ára drengja sem gerði dyraat á heimili hans, ráðist að einum drengjanna og læst hann inni. Innlent 1.3.2023 20:41
Ekið á unglingsstrák á hlaupahjóli í Lindahverfi Fólksbíl var ekið á fjórtán ára dreng á hlaupahjóli í Lindahverfi í Kópavogi um miðjan dag. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðs slasaðist drengurinn ekki alvarlega en farið var með hann til skoðunar á slysadeild til öryggis. Innlent 1.3.2023 15:28
Blönduósmálið fellt niður á grundvelli neyðarvarnar Héraðssaksóknari hefur ákveðið að gefa ekki út ákæru í rannsókn á manndrápi á Blönduósi í ágúst í fyrra. Talið var að sakborningar í málinu hefðu ekki farið út fyrir takmörk sín til leyfilegrar neyðarvarnar. Málið hefði ekki verið líklegt til sakfellis. Innlent 1.3.2023 11:36
Í góðum gír að ónáða gesti Í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um mann í miðbænum sem var að ónáða gesti á veitingastað. Lögreglufulltrúar fóru á vettvang og ræddu við aðilann og virtist maðurinn bara vera í góðum gír. Ekki var metin þörf á frekari afskiptum lögreglu. Innlent 1.3.2023 06:28
Héldu árásarmanni niðri á meðan beðið var eftir lögreglu Tilkynnt var í líkamsárás á höfuðborgarsvæðinu í gær í umdæmu lögreglunnar á lögreglustöð 2 sem nær yfir Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes. Vegfarendur héldu árásarmanninum niðri þar til lögregla kom á vettvang. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Innlent 28.2.2023 06:39
Fjórir handteknir eftir stunguárás í Mathöll Höfða Fjórir hafa verið handteknir eftir hnífstungu á Höfða í dag og einn fluttur á slysadeild eftir stunguárás. Tveir sjúkrabílar voru sendir á vettvang eftir að tilkynning barst, samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Innlent 27.2.2023 15:25
Lögreglan leitar að manni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að manninum á myndunum hér fyrir ofan. Lögreglan vill ná tali af honum. Innlent 27.2.2023 12:45
Handtekinn fyrir líkamsárás og reyndist eftirlýstur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Tilkynnt var um þrjár líkamsárásir og nokkuð af innbrotum. Einn gerandi líkamsárásar reyndist eftirlýstur. Innlent 27.2.2023 06:45
Ungi maðurinn er aftur fundinn Átján ára karlmaður sem lögreglan lýsti eftir í tvígang í gærkvöldi er kominn í leitirnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Innlent 27.2.2023 06:24
Of margir í bílnum og börnin án öryggisbúnaðar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann við akstur í dag sem reyndist vera með of marga farþega í bílnum. Börn sem voru um borð í bifreiðinni notuðu ekki öryggisbúnað. Innlent 26.2.2023 17:45
Lögreglan lýsir eftir Daníel Cross Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Daníel Cross, 18 ára. Hann er rúmlega 190 sentimetrar á hæð, þéttvaxinn og með mikið krullað hár. Innlent 26.2.2023 17:28
Sást til veggjakrotarans í Vesturbæ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er engu nær um það hver stóð að verki þegar krotað var á fjölda veggja í Vesturbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Innlent 26.2.2023 10:43
Kveikt í rusli fyrir framan hús í miðborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um að kveikt hefði verið í ruslið fyrir framan hús í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Lögreglumenn sem fóru á vettvang náðu að slökkva eldinn en málið er nú í rannsókn. Innlent 26.2.2023 07:53
Stórsér á Vesturbænum eftir skemmdarvarginn Veggjakrotari, vopnaður spreybrúsum í öllum litum, framdi skemmdarverk á fjölda mannvirkja í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Maðurinn krotaði meðal annars á vegg Melabúðarinnar og furðar eigandi sig á atferli skemmdarvargsins. Lögreglan er með málið til rannsóknar. Innlent 25.2.2023 22:06
Réttindalaus ók lyftara á bíl Ökumaður lyftara ók á bifreið við Hafnarfjarðarhöfn klukkan hálf tvö í dag. Ökumaðurinn var ekki með réttindi til að vinna á vinnuvél á opnu svæði. Innlent 25.2.2023 17:07
Lokuðu veitingastað sem var ekki með rekstrarleyfi í miðborginni Lögregla hafði afskipti af tveimur veitinga- og skemmtistöðum í gærkvöldi og í nótt. Lét hún meðal annars loka veitingastað þar sem hann hafði ekki leyfi fyrir rekstrinum. Innlent 25.2.2023 07:30
Sendu sprengjuhótun meðal annars á leikskóla Tölvupóstur með sprengjuhótun var sendur á nokkrar stofnanir og vinnustaði í Reykjanesbæ í morgun, þar á meðal nokkra leikskóla. Ráðhúsið í Reykjanesbæ var rýmt vegna hótunarinnar. Lögregla segir ekkert að óttast en en málið sé litið alvarlegum augum. Innlent 24.2.2023 13:21
Lögreglan telur sprengjuhótun í ráðhúsi Reykjanesbæjar ótrúverðuga Tilkynning barst með tölvupósti á almennt netfang Reykjanesbæjar í morgun um að búið væri að koma þar fyrir sprengjum. Lögregla segir hótunina ekki trúverðuga. Innlent 24.2.2023 11:22
Kölluð út vegna tveggja líkamsárása í borginni Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna tveggja líkamsárása á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi. Innlent 24.2.2023 06:11
Þrír slösuðust í árekstri í miðborginni Þrír slösuðustu í árekstri í miðborg Reykjavíkur í morgun. Bíl var ekið í veg fyrir aðra á gatnamótum með fyrrgreindum afleiðingum. Báðar bifreiðar voru óökuhæfar eftir áreksturinn. Innlent 23.2.2023 21:57
Sú sem ók bílnum fannst köld og illa áttuð í Nauthólsvík Ökumaður bílsins sem hafnaði í sjó við dælustöðina í Skerjafirði í morgun slasaðist mjög lítið. Um var að ræða konu sem tilkynnt var um á gangi nærri Nauthólsvík í morgun, illa áttuð og köld. Bíllinn er í eigu bílaleigunnar Avis. Innlent 23.2.2023 14:55
Mætti með heimatilbúið skotvopn í skólann Nemandi á unglingastigi Lundarskóla á Akureyri mætti með heimatilbúið skotvopn í skólann fyrir helgi og sýndi ógnandi hegðun gagnvart kennara. Lögregla var kölluð til vegna málsins. Innlent 22.2.2023 10:38
Ók undir áhrifum og gaf upp kennitölu annars manns Lögregla á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann vegna rásandi aksturslags í gærkvöldi og gaf sá upp kennitölu annars manns þegar rætt var við hann. Auk þess kom í ljós að hann var sviptur ökuréttindum og hafði ekið bílnum undir áhrifum fíkniefna. Innlent 22.2.2023 06:11
Árekstur á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar Árekstur varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar nú í kvöld. Innlent 21.2.2023 20:19
Tekinn á 172 kílómetra hraða Ökumaður var stöðvaður í Reykjavík í nótt þar sem hann ók á 172 kílómetra hraða á svæði þar sem hámarkshraði er áttatíu kílómetrar á klukkustund. Hann var sviptur ökuréttindum á staðnum til bráðabirgða. Innlent 21.2.2023 06:11
Þrír í áframhaldandi gæsluvarðhaldi: Lögðu hald á tuttugu milljónir króna Fyrir helgi voru þrír karlmenn úrskurðaðir í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar sem snýr að framleiðslu, sölu og dreifingu fíkniefna. Ekki var farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir einum sem handtekinn var í tengslum við málið. Innlent 20.2.2023 19:48
Í áfalli eftir heimsókn þriggja handrukkara „Ég er ennþá að reyna að jafna mig. Ég bara skil ekkert í þeim að vera að ráðast á mig,“ segir Ragnar Rúnar Þorgeirsson, íbúi í Ásahverfinu í Hafnarfirði en hann varð fyrir óhugnanlegri reynslu í gærdag þegar þrír menn ruddust inn á heimili hans með ógnandi tilburðum og enduðu á því að keyra á brott á bílnum hans. Að sögn Ragnars vildu mennirnir ná tali af syni hans, sem einn þeirra mun hafa átt í viðskiptum við. Innlent 20.2.2023 11:33
Kveikti í tveimur ruslagámum í Kópavogi Dælubílar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu fóru í þrjú útköll í nótt, þar af tvö vegna íkveikja í ruslagámum í Kópavogi. Þriðja útkallið var vegna hugsanlegs elds í bíl. Innlent 20.2.2023 07:17
Hellisheiði og Þrengsli lokuð: Allt að tíu bíla árekstur við Hveradali Nokkrir hafa verið fluttir á slysadeild eftir allt að tíu bíla árekstur á Hellisheiði í dag. Nánar tiltekið varð áreksturinn við Hveradali en enginn slasaðist alvarlega, samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurlandi. Innlent 19.2.2023 18:21
Maðurinn sem leitað var er fundinn Sjötugur karlmaður, sem lögregla lýsti eftir í gærkvöldi, er fundinn heill á húfi. Innlent 19.2.2023 08:53