Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Íbúar í Breiðholti safna undirskriftum og krefjast þess að umferðaröryggi verði bætt við Hamrastekk eftir að sjö ára drengur slasaðist alvarlega þegar ekið var þar á hann. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi Reykjavíkurborg erindi vegna málsins. Innlent 3.7.2025 23:03
Stór lögregluaðgerð í Laugardal Umfangsmikil lögregluaðgerð fór fram í Laugardal í Reykjavík seinni partinn í dag. Lögreglumenn sem nutu liðsinnis sérsveitar ríkislögreglustjóra brutu glerútidyrahurð tvíbýlis og fóru inn. Lögreglumennirnir báru grímur en minnst þrír lögreglubílar voru á vettvangi þegar blaðamann bar að garði. Innlent 3.7.2025 19:21
Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Gæsluvarðhald yfir frönsku konunni sem grunuð er um að hafa ráðið eiginmanni sínum og dóttur bana hefur verið framlengt um fjórar vikur. Hún sætir gæsluvarðhaldi til 31. júlí á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Innlent 3.7.2025 18:36
Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Tjarnarbíó hefur komist að samkomulagi við Sindra Þór Sigríðarson um endurgreiðslu á fjármunum sem hann dró sér þegar hann sinnti starfi framkvæmdastjóra. Kæra sem lögð var fram vegna málsins í janúar hefur verið dregin til baka eftir að fyrstu greiðslur byrjuðu að berast. Innlent 1. júlí 2025 21:59
Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Aldrei hafa fleiri börn komið við sögu lögreglu vegna ofbeldis. Í nýrri skýrslu kemur fram að það virðist meira meðal yngri barna og yfir helmingur drengja í sjötta bekk hefur lent í slagsmálum. Innlent 1. júlí 2025 19:01
Beðið eftir krufningarskýrslu Ástæðan fyrir því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krafðist frekara gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna yfir konu grunuð um manndráp er sú að lykilrannsóknargagns er enn beðið, krufniningsskýrslu. Innlent 1. júlí 2025 17:50
Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Rætt var við tæplega sextíu manns hér á landi í síðustu viku og teknar skýrslur af 46 þeirra í tengslum við rannsókn írsku lögreglunnar á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar í Dyflinni á Írlandi í febrúar árið 2019. Innlent 1. júlí 2025 14:19
Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Gæsluvarðhald yfir konu, sem grunuð er um að hafa ráðið föður sínum bana á heimili þeirra í Garðabæ, hefur verið framlengt um fjórar vikur, eða til 29. júlí. Þá mun hún hafa sætt varðhaldi í fimmtán vikur en hámarkstími gæsluvarðhalds er tólf vikur, nema mál hafi verið höfðað gegn sakborningi eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess. Innlent 1. júlí 2025 13:44
Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Skemmdir voru unnar á um tíu bílum á Seltjarnarnesi um helgina en tilkynning um málið barst lögreglu á laugardagsmorgun. Bílarnir voru kyrrstæðar í bílastæðum við Seltjarnarneskirkju á Kirkjubraut og á Nesvegi við Mýrarhúsaskóla. Innlent 30. júní 2025 18:35
Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Karlmaður á fertugsaldri hefur verið sviptur ökuréttindum til bráðabirgða eftir að hafa verið gripinn á 185 kílómetra hraða á klukkustund á Reykjanesbraut við Hvassahraun. Innlent 30. júní 2025 14:22
Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Karlmaður sem réðst á rútubílstjóra á sjötugsaldri í Reykjavík á laugardagskvöld var nýbúinn að kasta upp í rútunni. Fimm unga menn þurfti til að halda aftur af árásarmanninum sem er Íslendingur um tvítugt. Innlent 30. júní 2025 13:54
Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari telur að fyrrverandi starfsmenn embættis sérstaks saksóknara hafi afritað gögn er vörðuðu símhleranir á tímabilinu 2009 til fyrri hluta árs 2012. Hann segir að á þeim tíma hafi fáum málum sem embættið hafði með höndum verið endanlega lokið og gögnunum þess vegna ekki verið eytt. Innlent 30. júní 2025 11:29
Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi „Það er góð spurning. Það eru auðvitað núna komin sex ár síðan Jón hvarf og nú er írska lögreglan að koma til Íslands í fyrsta skipti,“ sagði Davíð Karl Wiium, bróðir Jóns Þrastar Jónssonar, í Bítinu í morgun, spurður að því hvers vegna yfirheyrslur væru nú að fara fram á Íslandi. Innlent 30. júní 2025 10:13
Óákveðin hvort hún fari aftur fram fyrir Sósíalista: „Mér finnst þetta bara orðið bull“ Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir deilur innan flokksins orðnar „algjört bull“. Hún segist reið og vonsvikin að ný framkvæmdastjórn hafi ákveðið að kæra formann og gjaldkera Vorstjörnunnar. Þau séu öll sjálfboðaliðar og félagar þeirra. Innlent 29. júní 2025 21:30
Sektaður fyrir að vera á 101 kílómetra hraða í 101 Einn ökumaður var sektaður fyrir of hraðan akstur í miðbænum í dag þar sem hann ók á 101 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 60 kílómetrar á klukkustund. Tveir aðrir voru sviptir ökuréttindum fyrir að aka of hratt í miðborginni. Báðir óku þeir á 88 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 40 kílómetrar á klukkustund. Innlent 29. júní 2025 17:54
Skýrslutökum írsku lögreglunnar lokið Skýrslutökum írskra lögreglumanna sem eru hér á landi vegna rannsóknar á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar er lokið. Teknar voru skýrslur af 46 manns, en þeirra á meðal er fjölskylda Jóns, dæmdir glæpamenn, og kunningjar úr pókersamfélaginu. Innlent 29. júní 2025 13:25
Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Maður sem réðist á rútubílstjóra í miðborg Reykjavíkur um miðnætti í nótt er Íslendingur og var farþegi rútunnar. Aðrir farþegar héldu manninum, sem var orðinn ölvaður, niðri þar til lögregla kom á vettvang og handtók hann. Rútubílstjórinn var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. Innlent 29. júní 2025 11:12
Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Ráðist var á rútubílstjóra í miðborg Reykjavíkur í gær en vegfarendum tókst að yfirbuga árásarmanninn og halda honum niðri þar til lögreglan kom á vettvang og handtók manninn. Innlent 29. júní 2025 07:36
Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Mikill viðbúnaður var á Sæbraut í Reykjavík í gærkvöldi þegar lögregla veitti ökumanni eftirför sem ók á gífurlegum hraða á móti umferð. Ökumaðurinn var handtekinn og fluttur niður á lögreglustöð. Innlent 28. júní 2025 15:28
Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Innbrotsþjófur sem hafði reynt að brjótast inn í fyrirtæki var gripinn við að brjótast inn í bíl. Ökumaður sem flúði undan lögreglu á móti umferð var handtekinn semog allir farþegar bíls sem var ekið inn í búð. Innlent 28. júní 2025 07:41
Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Egill Karlsson, afbrotafræðingur og meistaranemi við Roskilde-háskóla í Hróarskeldu, segir í nýrri fræðigrein um „strokufangann“ að umfjöllun í fjölmiðlum hafi verið römmuð inn um leið og honum var lýst sem hættulegum manni. Þannig hafi almenningur verið virkjaður til þátttöku sem hafi svo aftur leitt til þess að lögregla fór mannavillt í tvígang og stöðvaði, í fylgd sérsveitar, ungan dreng sem svipaði í útliti til „strokufangans“. Innlent 28. júní 2025 07:33
Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Mikill viðbúnaður var á Sæbraut í Reykjavík um tíuleytið í kvöld vegna eftirfarar lögreglu. Á vettvangi voru nokkrir lögreglubílar og minnst einn sérsveitarbíll. Innlent 28. júní 2025 00:05
Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Héraðsdómur Reykjaness félst í dag á kröfu lögreglustjórans á Suðurnesjum um að gæsluvarðhald yfir íslenskum karlmanni, sem grunaður er um að hafa stungið mann í Reykjanesbæ 20. júní síðastliðinn, skuli framlengt um eina viku á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Innlent 27. júní 2025 19:53
Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Maður á fertugsaldri var sleginn ítrekað með járnröri og hann rændur í Breiðholti. Rúmum tveimur árum síðar var rannsókn hætt og engin ákæra gefin út. Málið þvældist á milli lögreglunnar og saksóknara og fyrndist loks vegna seinagangs og misskilnings um hvort málið ætti heima á borði ákærusviðs lögreglunnar eða héraðssaksóknara. Ríkissaksóknari gerir athugasemdir við meðferð málsins. Innlent 27. júní 2025 17:03