Lögreglumál Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Búið er að framlengja gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um alvarlega líkamsárás gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni þar til 10. janúar á næsta ári. Það staðfestir Karl Ingi Vilbergsson varahéraðssaksóknari. Maðurinn hefur verið í varðhaldi frá því í október þegar hann var handtekinn. Innlent 11.12.2024 13:39 Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í nótt og var meðal annars kölluð til vegna þriggja þjófnaða úr verslunum í póstnúmerinu 108. Innlent 11.12.2024 06:16 Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Andri Geir Gunnarsson, sem þekktastur er fyrir að halda úti ásamt Vilhjálmi Frey Hallssyni, hinu mjög svo vinsæla hlaðvarpi Steve Dagskrá, lenti ásamt bróður sínum Grétari Snæ í miklum hremmingum úti í Taílandi. Innlent 10.12.2024 14:56 Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Lögreglan á Vestfjörðum hefur til rannsóknar meinta líkamsárás fyrir utan skemmtistaðin Edinborg í Edinborgarhúsinu á Ísafirði um helgina. Lögreglan biður möguleg vitni að árásinni að hafa samband við embættið. Innlent 10.12.2024 12:08 „Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti útkalli í gærkvöldi eða nótt þegar tilkynnt var um öskur konu koma frá íbúð. Reyndust öskrin vera „á heldur jákvæðari nótum en óttast var í fyrstu“ segir í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar án þess að það sé útskýrt nánar. Innlent 10.12.2024 06:21 Óttaðist um líf sitt Kona sem lýsir heimilisofbeldi af hálfu manns, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, segir réttarkerfið og lögreglu hafa brugðist í baráttu við manninn. Til marks um það er höfnun á nálgunarbanni gagnvart honum, nokkrum klukkustundum áður en hann veittist að henni á lífshættulegan hátt. Hann losnar úr gæsluvarðhaldi eftir tvo sólarhringa. Innlent 9.12.2024 22:36 Heimiliskötturinn drepinn við kjallaratröppurnar Fólk í Langholtshverfi er varað við því í íbúahópi, að hundar gangi nú lausir og drepi ketti. Innlent 9.12.2024 21:49 Ákærður fyrir að bana dóttur sinni Sigurður Fannar Þórsson hefur verið ákærður fyrir að ráða dóttur sinni bana í september. Innlent 9.12.2024 15:01 Grunaður um að kvelja og pína konu dögum saman Kristján Markús Sívarsson er grunaður um að hafa beitt konu miklu ofbeldi á tveggja vikna tímabili á heimili hans. Hann situr í gæsluvarðhaldi á meðan lögregla rannsakar málið. Innlent 9.12.2024 07:02 Einn fluttur á slysadeild eftir slys á Höfðabakkabrú Einn var fluttur á slysadeild nú í morgunsárið þegar bílslys varð á Höfðabakkabrú í Reykjavík. Innlent 9.12.2024 06:40 „Þetta er búið að valda fólkinu í hverfinu mikilli sorg“ „Út með illsku og hatur inn með gleði og frið,” segir í texta Magnúsar Eiríkssonar við jólasmellinn Gleði og friðarjól. Það sem veitir einum gleði er þó ekki alltaf til þess fallið að skapa friðarjól. Þannig eru nágrannaerjur vegna jólaskrauts fastur liður á aðventunni að sögn formanns Húseigendafélagsins. Íbúi í Laugardal sem er hætt að skreyta vegna deilna við nágranna segir það huggun harmi gegn að nú fái skrautið notið sín á öðrum heimilum. Innlent 8.12.2024 21:32 Stöðvuðu átta bifreiðar með jólaseríur Lögreglan stöðvaði átta ökumenn í Reykjavík þar sem meðal annars var búið að skreyta bifreiðarnar með jólaseríu. Þær voru í kjölfarið boðaðar í skoðun. Innlent 8.12.2024 09:04 Þyrlan kölluð út vegna áreksturs austan við Seljalandsfoss Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út núna á fimmta tímanum vegna árekstur tveggja bíla á Suðurlandsvegi, austan við Seljalandsfoss. Innlent 7.12.2024 16:37 Kastaði hundi í lögreglumann Ágreiningur milli mæðra fór svo að önnur kastaði litlum hundi sem hún hélt á í bringu lögreglumanns. Konan var töluvert ölvuð og var að lokum handtekin. Hundurinn reyndist ómeiddur eftir kastið. Innlent 7.12.2024 07:23 Olíuflutningabíll endaði utan vegar Olíuflutningabíll ók af vegi í Fagaradal, austur á Fjörðum við Neðri Launá. Innlent 6.12.2024 16:53 Hætta rannsókn á kæru þriggja starfsmanna MAST um meinta mútuþægni Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hefur hætt rannsókn á kæru þriggja starfsmanna MAST vegna aðdróttana um mútuþægni í aðsendri grein á Vísi í sumar. Lögregla segir ólíklegt að málið hefði endað með refsiákvörðun vegna þess að enginn var nafngreindur í greininni. Opinberir starfsmenn þurfi að fara aðrar leiðir en dómsmeðferð við slíkar aðstæður. Innlent 6.12.2024 14:10 Ákveða á mánudag hvort faðirinn verði ákærður Á mánudag mun Sigurður Fannar Þórsson, sem grunaður er um að hafa banað tíu ára dóttur sinni þann 15. september, hafa setið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur. Héraðssaksóknari mun taka ákvörðun á mánudag hvort hann verði ákærður. Innlent 6.12.2024 12:24 Grunaðir um vopnað rán í íbúð í Breiðholti Tveir menn er grunaðir um að fremja rán í íbúð í Breiðholti á miðvikudag. Mennirnir voru handteknir og vistaðir í fangaklefa, en ekki verður gerð krafa um gæsluvarðhald á hendur þeim. Innlent 6.12.2024 12:01 Handtóku tvo vopnaða menn Tveir menn voru handteknir í umdæmi lögreglustöðvar 3 á höfuðborgarsvæðinu í nótt, en þeir reyndust bæði vopnaðir og grunaðir um vörslu fíkniefna. Innlent 6.12.2024 06:29 Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Norðfirðingur á fimmtugsaldri sem er grunaður um að hafa myrt hjón á áttræðisaldri á heimili þeirra í Neskaupstað í ágúst fannst blóðugur í bíl hjónanna að aka um Snorrabraut í Reykjavík. Þar var hann handtekinn af sérsveitinni, en hann mun hafa verið með ýmsa muni í eigu hinna látnu með sér. Innlent 5.12.2024 08:05 Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti tíu ára stúlku sem fannst látin við Krýsuvíkurveg í september er lokið. Málið er nú komið á borð héraðssaksóknara. Innlent 4.12.2024 17:59 Tveir grunaðir um frelsissviptingu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um rán og frelsissviptingu í íbúð í Breiðholti. Tveir voru handteknir þegar lögregluþjóna bar að garði og settir í fangaklefa. Innlent 4.12.2024 17:31 Rifrildi, innbrot og eftirför Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi eða nótt í kjölfar rifrildis milli tveggja manna sem endaði með því að annar þeirra dró upp eggvopn. Innlent 4.12.2024 06:21 Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Norðfirðingur á fimmtugsaldri sem grunaður er um að hafa myrt hjón á áttræðisaldri á heimili þeirra í Neskaupstað í ágúst hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. desember. Ganga í málinu er beðið en rannsókn hefur teygt sig vel yfir tólf vikna viðmið um hámarkslengd í gæsluvarðhaldi án útgefinnar ákæru. Innlent 3.12.2024 10:08 Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Tveir ungir menn um tvítugt sem eru grunaðir um að ræna drengi, hóta þeim og beita ofbeldi, voru líka ákærðir fyrir brot í nánu sambandi í máli sem varðaði heiðursofbeldi. Í því máli voru átta fjölskyldumeðlimir konu ákærðir fyrir ýmis brot gagnvart henni, en einungis fjórir þeirra hlutu dóm, það voru foreldrar hennar, mágur og systir. Innlent 3.12.2024 09:02 Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Mjög vel er fylgst með ástandinu í Ölfusá vegna stórrar krapastíflu við Ölfusárbrú og Selfosskirkju. Lögreglan notar meðal annars dróna til að fylgjast með ánni. Heimamenn hafa miklar áhyggjur af grenitré í kletti í ánni, hvort áin eigi eftir að skemma það eða ekki. Innlent 2.12.2024 20:59 Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá Lögreglan á Suðurlandi fylgist grannt með stöðunni í Ölfusá vegna krapastíflu í ánni á milli Ölfusárbrúar og Selfosskirkju. Fólk er beðið að sýna sérstaka varúð við ána en vatn var farið að flæða upp að og yfir göngustíga við ánna í gær. Innlent 2.12.2024 13:05 Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir mögulegum vitnum vegna skemmdarverka sem unnin voru á tíu bílum á Seltjarnarnesi um miðjan síðasta mánuð. Bílarnir voru allir lagðir við Austurströnd þegar skemmdarverkin voru unnin. Innlent 2.12.2024 11:06 Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Lögregla á höfuðborgarsvæðinu leitar nú einstaklings sem er grunaður um að hafa ráðist að öðrum og kastað í hann glasi. Sá slasaðist ekki alvarlega en samkvæmt tilkynningu lögreglu um verkefni næturinnar er árásarmaðurinn þekktur. Innlent 2.12.2024 06:20 „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Vatn er farið að flæða yfir göngustíga við Ölfusá vegna ís- og krapamyndunar og er fólk beðið að sýna varúð. Lögreglan fer í reglulegar eftirlitsferðir um svæðið til að fylgjast með þróuninni. Innlent 1.12.2024 21:44 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 278 ›
Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Búið er að framlengja gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um alvarlega líkamsárás gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni þar til 10. janúar á næsta ári. Það staðfestir Karl Ingi Vilbergsson varahéraðssaksóknari. Maðurinn hefur verið í varðhaldi frá því í október þegar hann var handtekinn. Innlent 11.12.2024 13:39
Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í nótt og var meðal annars kölluð til vegna þriggja þjófnaða úr verslunum í póstnúmerinu 108. Innlent 11.12.2024 06:16
Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Andri Geir Gunnarsson, sem þekktastur er fyrir að halda úti ásamt Vilhjálmi Frey Hallssyni, hinu mjög svo vinsæla hlaðvarpi Steve Dagskrá, lenti ásamt bróður sínum Grétari Snæ í miklum hremmingum úti í Taílandi. Innlent 10.12.2024 14:56
Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Lögreglan á Vestfjörðum hefur til rannsóknar meinta líkamsárás fyrir utan skemmtistaðin Edinborg í Edinborgarhúsinu á Ísafirði um helgina. Lögreglan biður möguleg vitni að árásinni að hafa samband við embættið. Innlent 10.12.2024 12:08
„Jákvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti útkalli í gærkvöldi eða nótt þegar tilkynnt var um öskur konu koma frá íbúð. Reyndust öskrin vera „á heldur jákvæðari nótum en óttast var í fyrstu“ segir í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar án þess að það sé útskýrt nánar. Innlent 10.12.2024 06:21
Óttaðist um líf sitt Kona sem lýsir heimilisofbeldi af hálfu manns, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, segir réttarkerfið og lögreglu hafa brugðist í baráttu við manninn. Til marks um það er höfnun á nálgunarbanni gagnvart honum, nokkrum klukkustundum áður en hann veittist að henni á lífshættulegan hátt. Hann losnar úr gæsluvarðhaldi eftir tvo sólarhringa. Innlent 9.12.2024 22:36
Heimiliskötturinn drepinn við kjallaratröppurnar Fólk í Langholtshverfi er varað við því í íbúahópi, að hundar gangi nú lausir og drepi ketti. Innlent 9.12.2024 21:49
Ákærður fyrir að bana dóttur sinni Sigurður Fannar Þórsson hefur verið ákærður fyrir að ráða dóttur sinni bana í september. Innlent 9.12.2024 15:01
Grunaður um að kvelja og pína konu dögum saman Kristján Markús Sívarsson er grunaður um að hafa beitt konu miklu ofbeldi á tveggja vikna tímabili á heimili hans. Hann situr í gæsluvarðhaldi á meðan lögregla rannsakar málið. Innlent 9.12.2024 07:02
Einn fluttur á slysadeild eftir slys á Höfðabakkabrú Einn var fluttur á slysadeild nú í morgunsárið þegar bílslys varð á Höfðabakkabrú í Reykjavík. Innlent 9.12.2024 06:40
„Þetta er búið að valda fólkinu í hverfinu mikilli sorg“ „Út með illsku og hatur inn með gleði og frið,” segir í texta Magnúsar Eiríkssonar við jólasmellinn Gleði og friðarjól. Það sem veitir einum gleði er þó ekki alltaf til þess fallið að skapa friðarjól. Þannig eru nágrannaerjur vegna jólaskrauts fastur liður á aðventunni að sögn formanns Húseigendafélagsins. Íbúi í Laugardal sem er hætt að skreyta vegna deilna við nágranna segir það huggun harmi gegn að nú fái skrautið notið sín á öðrum heimilum. Innlent 8.12.2024 21:32
Stöðvuðu átta bifreiðar með jólaseríur Lögreglan stöðvaði átta ökumenn í Reykjavík þar sem meðal annars var búið að skreyta bifreiðarnar með jólaseríu. Þær voru í kjölfarið boðaðar í skoðun. Innlent 8.12.2024 09:04
Þyrlan kölluð út vegna áreksturs austan við Seljalandsfoss Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út núna á fimmta tímanum vegna árekstur tveggja bíla á Suðurlandsvegi, austan við Seljalandsfoss. Innlent 7.12.2024 16:37
Kastaði hundi í lögreglumann Ágreiningur milli mæðra fór svo að önnur kastaði litlum hundi sem hún hélt á í bringu lögreglumanns. Konan var töluvert ölvuð og var að lokum handtekin. Hundurinn reyndist ómeiddur eftir kastið. Innlent 7.12.2024 07:23
Olíuflutningabíll endaði utan vegar Olíuflutningabíll ók af vegi í Fagaradal, austur á Fjörðum við Neðri Launá. Innlent 6.12.2024 16:53
Hætta rannsókn á kæru þriggja starfsmanna MAST um meinta mútuþægni Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hefur hætt rannsókn á kæru þriggja starfsmanna MAST vegna aðdróttana um mútuþægni í aðsendri grein á Vísi í sumar. Lögregla segir ólíklegt að málið hefði endað með refsiákvörðun vegna þess að enginn var nafngreindur í greininni. Opinberir starfsmenn þurfi að fara aðrar leiðir en dómsmeðferð við slíkar aðstæður. Innlent 6.12.2024 14:10
Ákveða á mánudag hvort faðirinn verði ákærður Á mánudag mun Sigurður Fannar Þórsson, sem grunaður er um að hafa banað tíu ára dóttur sinni þann 15. september, hafa setið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur. Héraðssaksóknari mun taka ákvörðun á mánudag hvort hann verði ákærður. Innlent 6.12.2024 12:24
Grunaðir um vopnað rán í íbúð í Breiðholti Tveir menn er grunaðir um að fremja rán í íbúð í Breiðholti á miðvikudag. Mennirnir voru handteknir og vistaðir í fangaklefa, en ekki verður gerð krafa um gæsluvarðhald á hendur þeim. Innlent 6.12.2024 12:01
Handtóku tvo vopnaða menn Tveir menn voru handteknir í umdæmi lögreglustöðvar 3 á höfuðborgarsvæðinu í nótt, en þeir reyndust bæði vopnaðir og grunaðir um vörslu fíkniefna. Innlent 6.12.2024 06:29
Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Norðfirðingur á fimmtugsaldri sem er grunaður um að hafa myrt hjón á áttræðisaldri á heimili þeirra í Neskaupstað í ágúst fannst blóðugur í bíl hjónanna að aka um Snorrabraut í Reykjavík. Þar var hann handtekinn af sérsveitinni, en hann mun hafa verið með ýmsa muni í eigu hinna látnu með sér. Innlent 5.12.2024 08:05
Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti tíu ára stúlku sem fannst látin við Krýsuvíkurveg í september er lokið. Málið er nú komið á borð héraðssaksóknara. Innlent 4.12.2024 17:59
Tveir grunaðir um frelsissviptingu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um rán og frelsissviptingu í íbúð í Breiðholti. Tveir voru handteknir þegar lögregluþjóna bar að garði og settir í fangaklefa. Innlent 4.12.2024 17:31
Rifrildi, innbrot og eftirför Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi eða nótt í kjölfar rifrildis milli tveggja manna sem endaði með því að annar þeirra dró upp eggvopn. Innlent 4.12.2024 06:21
Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Norðfirðingur á fimmtugsaldri sem grunaður er um að hafa myrt hjón á áttræðisaldri á heimili þeirra í Neskaupstað í ágúst hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. desember. Ganga í málinu er beðið en rannsókn hefur teygt sig vel yfir tólf vikna viðmið um hámarkslengd í gæsluvarðhaldi án útgefinnar ákæru. Innlent 3.12.2024 10:08
Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Tveir ungir menn um tvítugt sem eru grunaðir um að ræna drengi, hóta þeim og beita ofbeldi, voru líka ákærðir fyrir brot í nánu sambandi í máli sem varðaði heiðursofbeldi. Í því máli voru átta fjölskyldumeðlimir konu ákærðir fyrir ýmis brot gagnvart henni, en einungis fjórir þeirra hlutu dóm, það voru foreldrar hennar, mágur og systir. Innlent 3.12.2024 09:02
Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Mjög vel er fylgst með ástandinu í Ölfusá vegna stórrar krapastíflu við Ölfusárbrú og Selfosskirkju. Lögreglan notar meðal annars dróna til að fylgjast með ánni. Heimamenn hafa miklar áhyggjur af grenitré í kletti í ánni, hvort áin eigi eftir að skemma það eða ekki. Innlent 2.12.2024 20:59
Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá Lögreglan á Suðurlandi fylgist grannt með stöðunni í Ölfusá vegna krapastíflu í ánni á milli Ölfusárbrúar og Selfosskirkju. Fólk er beðið að sýna sérstaka varúð við ána en vatn var farið að flæða upp að og yfir göngustíga við ánna í gær. Innlent 2.12.2024 13:05
Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir mögulegum vitnum vegna skemmdarverka sem unnin voru á tíu bílum á Seltjarnarnesi um miðjan síðasta mánuð. Bílarnir voru allir lagðir við Austurströnd þegar skemmdarverkin voru unnin. Innlent 2.12.2024 11:06
Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Lögregla á höfuðborgarsvæðinu leitar nú einstaklings sem er grunaður um að hafa ráðist að öðrum og kastað í hann glasi. Sá slasaðist ekki alvarlega en samkvæmt tilkynningu lögreglu um verkefni næturinnar er árásarmaðurinn þekktur. Innlent 2.12.2024 06:20
„Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Vatn er farið að flæða yfir göngustíga við Ölfusá vegna ís- og krapamyndunar og er fólk beðið að sýna varúð. Lögreglan fer í reglulegar eftirlitsferðir um svæðið til að fylgjast með þróuninni. Innlent 1.12.2024 21:44