Páll Baldvin Baldvinsson

Fréttamynd

Örlög Moggans

Ritstjórinn á Morgunblaðinu, Ólafur Stephensen, hefur látið af störfum sökum þess að skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi er nýjum eigendum blaðsins ekki að skapi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Grunur, rannsókn, dómur og typt

Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota, kallar ný saksóknaraembætti til að rannsaka og ákæra menn grunaða um lögbrot „ambögu“ og „skipulagslega órökrétt“ og lýsir vantrú sinni á það fyrirkomulag að stofna og styrkja myndarlega ný saksóknaraembætti: það valdi skörun á viðfangsefnum og rugli í rannsóknum á sakamálum. Gagnrýni Helga er málefnaleg: það er ekki trúverðugt að á sama tíma og skorið sé „myndarlega“ niður í rannsóknardeildum efnahagsbrota sé hlaupið til og fjármunum ausið í sérstaka saksóknara.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sáningamaðurinn

Nú fer brátt í hönd tími fræsöfnunar hjá okkur sem höfum áhuga á svoleiðis föndri. Síðustu daga hefur maður haft augun hjá sér og skimað hvernig ástand er á plöntum sem eru teknar að sölna, hvort ekki sé kominn tími á að leggjast í gripdeildir. Þannig er eldliljutíminn við það að hefjast hjá mér.

Bakþankar
Fréttamynd

Okkar menn í ströngu

Í dag kl. fimm gengur íslenskt landslið í fyrsta sinn inn á lokamót um Evrópumeistaratitil í knattspyrnu. Íslenska landsliðið hefur þátttöku sína í dag með baráttu við lið Frakka í einum þriggja riðla keppninnar. Okkar menn eru í firnasterkum riðli og verður gaman að sjá hvert gengi okkar manna verður. Nú er að standa í lappirnar og leika af þori og djörfung og njóta þessa áfanga sem íslensk knattspyrna hefur loks náð. Franska liðið er sterkt og að baki því eru miklir kraftar: fjármagn, gott úrval keppnisliða, stórþjóð sem er heimskunn fyrir ákafa sinn og atvinnumennsku í knattspyrnu. Okkar menn hafa af seiglu og þolgæði náð þó þetta langt og eru til alls vísir, láti þeir ekki ofureflið að baki franska liðinu draga úr sér kjarkinn. Svona langt hefur íslensk knattspyrna náð á rúmri öld.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ertu búinn í bæinn?

Maður er manns gaman, sögðu gömlu mennirnir. Í dag koma borgarbúar saman á torgum og strætum höfuðstaðarins, Menningarnótt blasir við með öllum sínum uppákomum og furðum. Dagurinn verður langur og endar í ljósadýrð á hausthimninum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Í jaðri þjónustusvæðis

Við tókum strax eftir honum. Stelpurnar voru fyrri til og brátt var öll hersingin farin að fylgjast með manninum, sá ákafasti dró upp sjónauka til að kíkja á hann. Atferlisrannsóknir var þessi gægjuþörf kölluð enda maðurinn snöggt undir miðjum aldri sérkennilegur í háttum þar sem hann stjáklaði fram og til baka eftir nokkuð langri göngulínu og vék sér stundum út af línunni snöggt eins og hann væri að missa af einhverju þarna á sandinum.

Bakþankar
Fréttamynd

Uppnám í vali nemenda

Hún er æf, móðirin. Faðirinn tekur þessu létt. Krakkinn er í losti. Það er búið að berja á allar dyr og svörin eru blandin. Alla vega kemst krakkinn ekki í Versló og heldur ekki í MR eða Kvennó. Ármúlinn blasir við.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fjandskapur við skriðsóley

Umhverfis grösin er sprottið þétt fagurgrænt teppi af arfa. Kræklurnar standa uppúr teppinu en undir er einhver tegund sem ég ber ekki kennsl á. Þar í bland sé ég fornan fjanda minn í garðrækt, skriðsóleyjaranga. Í jaðrinu eru gott ef ekki er njólablöð. Ofar öllu eru mín glæstu kartöflugrös. Stæðileg og fönguleg liggja þau í brúskum ofan á illgresinu sem er svo þétt í smágervðri rótinni að stinga má fingrum undir teppið og svopta ví burtu með einu handtaki svo lófastórt gat verður eftir í grænni voðinni.

Bakþankar
Fréttamynd

Íran/Ísland

Hálfa leið um hnöttinn reis fólk úr rekkju í morgun eftir órólega nótt. Gærdaginn var mótmælt á götum. Lögregla hefur farið um götur og hús, leitað nafntogaða menn uppi og fangelsað með hörkulegum hætti: blaðamenn, sem reynst hafa iðnir síðustu viku að greina frá massífum mótmælum, eru horfnir bak við lás og slá. Skeinuhættum stjórnvöldum hefur tekist að koma helstu gagnrýnendum sínum í bann. Útvarpssendingar frá erlendum stöðvum eru djammaðar, vefsetrum lokað, SMS-sendingar læstar, fjölmiðlar lúta valdi stjórnvalda. Klerkaveldið nötrar og sjálfskipuð stjórn sem situr eftir spilltar kosningar situr magnþrota með ónýtt umboð. Um göturnar fer ungt fólk og konur eru í framlínunni. Næstu dagar verða örlagaríkir: munu mótmæli almennings hrinda valdhöfum sem eru kennistéttunum þóknanlegar, lýtur valdastéttin í lægra haldi fyrir „skrílnum"?

Fastir pennar
Fréttamynd

Allt með kossi vekur

Vorið er fyrr á ferðinni hér í Víkinni en mörg undangengin ár: laukarnir æddu upp úr moldinni á fardögum rétt eins þeir ætluðu annað. Nokkurra daga sól kallaði þá upp og varla búið að taka ofan af enda gjalda garðræktendur varhug við sólarglennum svo snemma í maí. Vita sem er að allra veðra er von á útkjálkum eins og hér í Víkinni, að ekki sé talað um þar sem landið hækkar austan við Kvosina. Það er veðrarígur milli lóðaeigenda í henni Reykjavík: þekki ég menn í raðhúsum inni við Sund sem telja veðrið þar miklu betra en á öðrum stöðum í borgarskipulaginu. Þá hafa Fossvogsbúar sérkennilegar hugmyndir um að þar skíni sólin heitar en á aðra í dalverpunum upp frá víkunum sunnan Kollafjarðar.

Bakþankar
Fréttamynd

Harmar hlutinn sinn

Mikill jarmur er nú í útgerðarmönnum um land allt og eru fylgispakar sveitarstjórnir á útgerðarstöðum kallaðar til í kórinn. Tilefnið eru fyrirhugaðar breytingar á lögum um kvóta og svokölluð fyrningarleið. Hafa útgerðarmenn samræmt nafngift sína um fyrningarleið sem þeir kalla „galna“ en ríflegur þingmeirihluti á löggjafarþinginu var kosinn í lýðræðislegum kosningum meðal annars út á fyrirheit um að taka til endurskoðunar lög um fiskveiðistjórnun. Sú stefna hefur lengi verið undirliggjandi í stjórnmálaumræðu hér á landi og er studd meirihlutaskoðun í viðamiklum skoðanakönnunum mörg undangengin ár, ekki einni heldur mörgum. Hefur ekkert mál á síðari hluta lýðveldis­tímans verið svo umdeilt og lengi lengi hafa stuðningsmenn kvótakerfisins verið í litlum minnihluta í fullum stuðningi við það. Stjórnmálamenn hafa fátt lagt til málanna um lausn á þessu ágreiningsefni. Þar til nú.

Fastir pennar
Fréttamynd

Leiðtogar lífsins

Þar sem mörgum reynist Kristur dálítið dauflegur nú á tímum, þótt þessar vikur sé þúsundum barna vísað í faðm kirkjunnar sem telur sig helsta umboðsmann heilags anda og sonar hans hér um slóðir, er framboð á leiðtogum í lífinu nóg, undur í ekki stærra samfélagi. Hugmyndin um hina sterku og hrífandi leiðtoga hefur enda náð mestri fótfestu í samfélögum þar sem hugmyndir skortir.

Bakþankar
Fréttamynd

Lífeyrissjóði til eigenda sinna

Við verðum að taka lífeyrissjóðakerfið til endurskoðunar. Afkoma lífeyrissjóðanna eftir hrunið sýnir að í fjárfestingum þeirra var leitað helst til langt í fjárfestingum, ekki aðeins í fjármálastofnunum þar sem þeir eru að tapa verulegum fjármunum eigenda sinna, heldur líka með þátttöku þeirra í fjármögnun fyrirtækja.

Fastir pennar
Fréttamynd

Valdaskiptin staðfest

Kenning Svans Kristjánssonar, prófessors í stjórnmálafræði, um búsáhaldabyltinguna er athyglisverð. Hann hefur lýst því að mótmælendur á Austurvelli hafi knúið fram valdaskipti á Íslandi og kosningar fram undan séu í raun bara viðurkenning á gerðum hlut: „skríllinn“ eins og sumir talsmenn í Sjálfstæðisflokknum kölluðu mótmælendur, hafi náð fram í friðsamlegum mótmælum eftirtöldum stefnumiðum: ríkisstjórn fór frá, Alþingi var rofið, skipt um stjórn í Seðlabanka og Fjármálaeftirliti – og nú sé að rætast fimmta krafan um stjórnlagaþing.

Bakþankar
Fréttamynd

„Kemur manninum mínum ekkert við“

Álfélaginu á Íslandi er ekki lengur rótt. Álverð fer hríðfallandi á heimsmarkaði og grynnkar stöðugt í vösum sem geta lánað stórfyrirtækjum og smáþjóðum milljarða til að byggja ný álver og orkuver sem gefa af sér ódýra orku á þriðjaheimsverði fyrir málmbræðslur. Það er tekið að súrna í augum álvinanna íslensku og þá styttist þráðurinn.

Bakþankar
Fréttamynd

Frítt fyrir atvinnulausa

Það er ekkert ókeypis var fyrsta reglan í hinni hrundu lífsstefnu nýfrjálshyggjunnar: allt kostar og í framhaldi af þeirri lokaniðurstöðu á tilverunni var verðmiði settur á allt milli himins og jarðar. Beiting á gjaldtöku í samfélaginu sótti fram á öllum sviðum. Aðgangseyrir var heimtur af sjúkrastofnunum – jafnaðargjald og síðan mishátt gjald eftir þjónustu. Skönnun í einhverju rádýru tæki kostaði þennan skattþega hátt á annan tug þúsunda og þótti ekki tiltökumál. Einhver stakk upp á að gestir á spítalanna væru látnir borga þar aðgangsmiða, annar að best væri að láta læknana borga sig inn – þeir væru svo mikið fjarverandi við einkarekstur þar sem þeir sinna sjúklingum sem hið opinbera borgar þeim svo fyrir. Svo tala menn í alvöru um að einkarekstur sé einhver nýjung í heilbrigðiskerfinu á eyjunni.

Bakþankar
Fréttamynd

Endurmenntunarnámskeið

Í gömlum harðstjórnarríkjum liðinnar aldar voru þeir andófsmenn sem settu sig gegn ríkjandi reglum settir á námskeið og þar var barið í þá nýtt lífsviðhorf í þágu þjóðar og flokks. Oftast voru menn sendir á einhvern útnárann og látnir vinna harðneskjulega vinnu meðan reynt var að heilaþvo þá með ríkjandi gildum harðstjóranna. Fyrir helgina fréttist af endurmenntunarnámskeiðum starfsfólks Glitnis þar sem hert var á nýjum starfsreglum bankans. Áhugamenn um nýtt gildismat hljóta að spyrja hvort ekki er þörf á endurmenntun víðar og þá er eðlilega spurt um námsefni: einhver stakk upp á Hávamálum til að byrja með.

Bakþankar
Fréttamynd

Skoðanafabrikkur samfélagsins

Margir þeirra sem nú eru á miðjum aldri lifa enn í þeim hugmyndaheimi að fjölmiðlar okkar tíma tali hver fyrir sig einni röddu. Þetta eru leifar sem hafa steingervst í hugum þeirra sem ólust upp við flokkslínur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kórfélagi hitar upp sósu

Söngfuglarnir sungu úr sér lungun síðustu daga þessa árs. Það er þrældómur að syngja í kór en aldrei finnst kórafólki jafn gaman og þegar raddirnar eru þandar kvöld eftir kvöld til undirbúnings desembertörninni. Þá leggjast allir á árarnar og veikt og sterkt er sungið, hátt og lágt. Fram undan eru útgáfutónleikar, stórvirki kórbókmenntanna og síðan allt messuhaldið. Það er hin andlega spekt sem heldur utan um kóralífið að mestu þótt margt sé furðu veraldlegt í kórastarfi.

Bakþankar
Fréttamynd

Haltu kjafti og vertu þæg

Enn erum við í jólaboðinu og biskupinn og allt hans hyski hefur sagt við okkur látlaust í stillilega rómnum alla jólahelgina: Verum stillt, verum stillt, rétt eins og fastahópar í jólamætingu þjóðkirkjunnar séu venjubundnir óróaseggir á þeim árstíma. Við sem heima sitjum erum til alls vís.

Fastir pennar
Fréttamynd

Áttu nóg, áttu afgang?

Landsins fjölsóttasti bloggari viðurkenndi það á mánudag: honum var þorrinn allur þróttur – svartsýnin sótti hann heim og settist upp í hans sálarranni.

Bakþankar
Fréttamynd

Uppsagnarbréf í pósti

Æ fleiri safnast nú í hóp hinna atvinnulausu. Daglega berast tilkynningar um uppsagnir og samdráttarverkir gerast nú harðir í samfélaginu. Brátt fer að reyna á hversu vel samfélagsvefurinn er ofinn til að taka á móti þeim vanda. Framundan eru myrkustu mánuðir ársins, nú reynir á hina kristilegu samlíðan sem við státum okkur svo af á tyllidögum, nú reynir á þá siðmennt sem hefur verið grunnur samfélagsins frá því landið byggðist.

Fastir pennar
Fréttamynd

Pant vera Geir

Rosalega er ég eitthvað úrræðalaus í dag. Svona hlýtur manni að líða sem er í einhverju ábyrgðarstarfinu. Mér líður eins og Geir. Þetta sést kannski eins mikið á mér og honum.

Bakþankar
Fréttamynd

Nauðsyn á endurskipulagningu

Stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Þjóðleikhúsi vekur kröfu um að stjórnvöld taki til í leiklistarmálum. Þau hafa um langt skeið verið í kyrrstöðu og ber Sjálfstæðisflokkurinn ábyrgðina. Í úttektinni kemur í ljós að ráðamenn hafa lengi látið viðhald á húsinu dankast, hrun úr ytra byrði þess er ekki lengur hættulegt vegfarendum, og áhorfendasvæðum var breytt fyrir nær tveimur áratugum: aðalsvið, starfsmannaaðstaða og tækjabúnaður hafa beðið endurnýjunar og bíða enn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bakkafullur lækur

Það er öng og þröng í hugunum. Fátt, lítið sem ekkert, til gleði í þjóðarranni. Ráðamenn svo hnípnir þá sjaldan þeir sjást að raun er á að líta. Öll ráð virðast þeim fjarri. Langir bálkar birtast í fjölmiðlum þar sem raktar eru spurningar sem almenningur vill fá svör við, spurningar sem eru brýnar og varða almenningsheill og engin svör fást við.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nýr dagur

Sólin reis upp í morgun á sínum tíma. Lífið gengur sinn vanagang. Ný vinnuvika er hafin. Við erum litlu nær um stöðu okkar. Eftirsjá og óvissa setja mark sitt á daginn. Bara ef við… En það þýðir lítið að sýta. Kapítalisminn reyndist stórgallað forrit, en vissum við það ekki? Hversu marga lukkuriddara höfum við séð falla sem hreyktu sér hvað hæst? Hversu oft höfum við séð hrungjarna stólpa standa um hríð og hverfa síðan á ruslahaug sögunnar?

Fastir pennar
Fréttamynd

Strax í dag

Fréttir af hækkun á vísitölum í útlöndum í gær varðar okkur nokkuð. Alkul á markaði víða um lönd auðveldar ekki endurskipulagningu á viðskiptum okkar við útlönd sem hafa verið í maski undanfarna daga. Og sér ekki fyrir endann á því ástandi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Styttur bæjarins

Hjákátlegar eru fréttir af fyrirhugaðri styttu af Tómasi Guðmundssyni sem borgarstjórnarmeirihlutinn vill nú reisa. Það er önnur ef ekki þriðja tilraun sem sjálfstæðismenn í Reykjavík gera til að halda uppi hróðri Tómasar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Óskastundin

Öll þráum við óskastundina, stundum oft á dag. ég vildi, ég óska … Þráin, viljinn að heimta það torsótta, óvænta, er efld með öllum ráðum í vitund okkar: hinn óvænti vinningur, hamingjustundin, sæla augnabliks er lofuð og upphafin allt í kringum okkur en er torfengin: til forna stigu óskasteinar upp úr djúpum brunnum utan alfaraleiða og flutu þar skamma næturstund.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gulur, rauður, grænn og blár

Hundadagar eru dásamlegur tími. Það er tekið að rökkva, nóttin orðin dimm og hlý. Gróðurinn sæll í fullum vexti og mannfólkið tekið að búa sig undir haust eftir sumarannir.

Fastir pennar