Landslið karla í fótbolta

Fréttamynd

„Ljóð­rænt rétt­læti eftir það sem gerðist í París“

Franski landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps ku hafa verið ósáttur með fyrsta mark Íslands í 2-2 jafntefli gegn Frakklandi og talið að það hafi ekki átt að standa. Arnar Gunnlaugsson var spurður út í málið og sagði það fallegt ljóðrænt réttlæti, eftir að mark var dæmt af Íslandi í fyrri leik liðanna.

Fótbolti
Fréttamynd

„Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“

„Ég er bara feginn að við höfum náð að jafna og halda þetta út. Þetta var mjög erfitt“ sagði markaskorarinn Guðlaugur Victor Pálsson eftir 2-2 jafntefli Íslands gegn Frakklandi. Hann hefði viljað hjálp frá kollegum sínum í vörninni í fyrra marki Frakklands.

Fótbolti
Fréttamynd

„Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“

Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson kvaðst afar stoltur af íslenska liðinu eftir jafnteflið við það franska, 2-2, í undankeppni HM 2026 í kvöld. Hann hrósaði sínum mönnum fyrir mikla baráttu, dugnað og góða leikstjórn.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég vildi bara reyna að setja annað“

„Geggjuð tilfinning. Maður fékk gæsahúð við að sjá boltann í netinu,“ sagði Kristian Hlynsson eftir að hafa skorað jöfnunarmarkið sem tryggði Íslandi stig gegn franska stórliðinu í Laugardalnum í kvöld, í undankeppni HM í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ís­land er með sterkt lið“

Mike Maignan, markvörður AC Milan á Ítalíu, mun bera fyrirliðabandið í fjarveru Kylians Mbappé er Frakkar sækja Íslendinga heim á Laugardalsvöll í undankeppni HM 2026 í fótbolta í kvöld. Hann býst við erfiðum leik.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ekitiké er ekki slæmur“

Hákon Arnar Haraldsson vonast til að fjarvera sterkra leikmanna hjá franska landsliðinu komi sér vel fyrir Ísland er liðin eigast við á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2026 í kvöld. Engir aukvisar koma hins vegar inn í staðinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld

Meiðsli herja á leikmannahóp franska landsliðsins sem sækir Ísland heim á Laugardalsvöll í undankeppni HM 2026 í kvöld. Kylian Mbappé heltist úr lestinni um helgina og eru þónokkrir framsæknir leikmenn frá vegna meiðsla.

Fótbolti
Fréttamynd

„Leiðin­legt fyrir knattspyrnuáhugamenn“

Arnar Gunnlaugsson vonast til að fjarvera Kylian Mbappé reynist íslenska landsliðinu vel er Frakkar heimsækja Laugardalsvöll í undankeppni HM í kvöld. Ljóst er að sterkur maður kemur í manns stað í breiðum frönskum hópi.

Fótbolti
Fréttamynd

Mbappé kemur ekki til Ís­lands

Kylian Mbappé mun ekki ferðast með félögum sínum til Reykjavíkur á morgun, laugardag, og missir af leiknum við Ísland í undankeppni HM í fótbolta á mánudagskvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég held að hann verði að skoða þetta“

Í uppgjörinu á Sýn Sport eftir 5-3 tap Íslands gegn Úkraínu í kvöld fór Lárus Orri Sigurðsson yfir þá ákvörðun Arnars Gunnlaugssonar landsliðsþjálfara að tefla aftur þeim Ísaki Bergmanni Jóhannessyni og Hákoni Arnari Haraldssyni tveimur saman á miðju íslenska liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

„Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“

Hákon Arnar Haraldsson, sem var fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í leiknum gegn Úkraínu, segir niðurstöðu kvöldsins svekkjandi. Ísland tapaði 3-5 í miklum markaleik í D-riðli undankeppni HM 2026. Hákon segir að íslenska liðið hefði átt að sýna meiri skynsemi í leiknum.

Fótbolti