Guðmundur Andri Thorsson Vindsperringur viðskiptalífsins Hverjum getum við kennt um ófarir okkar? Hverja eigum við að krossfesta til að geta svo haldið áfram með okkar litla sæta samfélag? Og fengið á tilfinninguna að réttlætinu hafi verið fullnægt og allt sé hér gott og heilbrigt? Davíð? Geir? Sollu? Jón Ásgeirsklíkuna? Samband íslenskra sjálftökumanna? Björgólfsfeðga? Fastir pennar 19.9.2010 22:24 Heiður þeim sem heiður ber Draga má saman málsvörn bankamannanna sem settu Ísland á hausinn í tvær setningar: "Ég var ekki stöðvaður" og "það var ekki passað upp á mig." Þeir eru eins og maður sem ekur á ofsahraða og drepur mann og segir svo: Þetta var lögreglunni að kenna, hún átti að stöðva mig. Jafnvel: þetta var vegagerðinni að kenna, þessir vegir eru ekki gerðir fyrir svona hraðakstur. En þetta er þeim að kenna. Ábyrgð á glæpum liggur hjá þeim sem fremja þá. Líka hjá þeim sem hvetja til þeirra, gera þá mögulega, koma ekki í veg fyrir þá, en fyrst og fremst hjá glæpamönnunum. Fastir pennar 12.9.2010 21:26 Fyrirgef oss þeirra skuldir Ökumaður sem uppvís er að því að hafa neytt áfengis ótæpilega áður en hann settist undir stýri og stofna þannig lífi og limum meðborgaranna (og sínum eigin) í stórkostlega hættu er þar með sviptur réttindum sínum til að aka bíl í tiltekinn tíma, jafnvel þótt hann hafi verið beittur harðræði við sýnatöku. Skoðun 5.9.2010 23:31 Kirkjugrið og níðingar Ætli okkur sé ekki flestum heldur hlýtt til þjóðkirkjunnar? Fólk treystir þessari stofnun til þess að vera vettvangur fyrir mikilvægustu stundir lífsins. Kirkjan er svolítið syfjuleg stundum sem er ágætt, því ekki fer vel á æsingi og hamagangi í trúarefnum. Fastir pennar 22.8.2010 22:57 Vinstri græn og Evrópusambandið Þegar Davíð Oddsson talar um fræðimenn og stjórnmálaskýrendur sem sérhæft hafa sig í regluverki Evrópusambandsins kallar hann þá alltaf „sérfræðinga Samfylkingarinnar“. Þar með gefur hann sínu fólki skilaboð um að taka aldrei mark á orði sem þessir fræðimenn kunna að hafa til málanna að leggja. Aldrei. Gildir þá einu hvað það er eða hversu mikið vit þeir hafa á málaflokknum: Aldrei. Þeir eru á vegum „andstæðingsins“. Skoðun 15.8.2010 22:43 Nýtt skringibann? Um árabil voru Íslendingar af ýmsum taldir taldir meðal helstu skringiþjóða Evrópu út af fáránlegum lagaboðum sem endurspegluðu ekki endilega meirihlutavilja þjóðarinnar, heldur voru til marks um þann útbreidda hugsunarhátt haftaþjóðfélagsins að tryggast væri að banna það sem einhvern kynni að styggja væri það leyft. Fastir pennar 25.7.2010 22:39 Öskjuhlíðarsamkeppni Á hlaupum á Akureyri sér maður haft í DV eftir Jóhannesi Jónssyni í Bónus að Hagar séu barnið hans. Og sárt að horfa upp á skiptingu fyrirtækisins. Honum væri nær að fagna því að vera loksins laus við þetta skrýmsli. Fastir pennar 19.7.2010 10:03 „Reyr, stör sem rósir vænar …“ Ljósberi heitir blóm sem vex á melum og holtum, í klettum og víðar, algengt blóm um allt land sem blómgast í júlí og er rauðleitt að lit. Það gengur líka undir heitunum ilmjurt og ununarjurt sökum þess hve vel það angar. En ekki veit ég hvers vegna það er líka kallað píknajurt, þúsunddyggðajurt og fjallasól. Svo stórfenglegar nafngiftir fær eitt rauðleitt plöntukríli ekki nem Fastir pennar 11.7.2010 22:58 Ólán í láni Samkvæmt frétt Fréttablaðsins á laugardag voru fimm Rúmenar handteknir á dögunum á Seyðisfirði af árvökulli lögreglu vegna þess að þeir hugðust pranga inn á landsmenn ódýru glingri sem eðalmálmar væru. Fastir pennar 5.7.2010 10:12 Fótboltinn Sumarið okkar er svo stutt að sektarkenndin er innbyggt í það. „Jæja!" heyrist kvakað úr hverjum mó meðan fuglarnir flögra um með dugnaðarfasi og litlu blómin kalla með augun á stilkum: „sjáið mig! sjáið mig!" en milli þeirra skjögra dauðadrukknar flugur eða lenda í vefnum á djúpvitrum köngulónum sem starfa í hverju horni. Sjórinn spegilsléttur, golan gælandi við mjúkt hörundið, iðandi kyrrðin, ilmurinn af jörðinni þar sem lúpínan hefur ekki fengið að tortíma hinu lágkynja lyngi og blóðbergi... sumarið logar frá einni stund til annarrar, svo stutt, og manni finnst maður eigi að lifa hverja mínútu því það koma aldrei kvöld, náttleysan ríkir, morgunninn nær til fimm á daginn og dagarnir ná til fimm á morgnana... og sumarið logar: „Kom fyll þitt glas..." Fastir pennar 27.6.2010 20:52 Í útlöndum er einmitt skjól Nýja auglýsingin frá Flugleiðum sýnir fólk í þjónustustörfum um allan heim að tala um Íslendinga. Ó svo kunnuglegt: þessi blanda af vanmetakennd og sjálfsupphafningu, þessi þörf að sjá sig með augum útlendinga, þessi hugmynd að fólk víða um lönd sé að bollaleggja fram og aftur um Íslendinga. Samskonar auglýsing dynur á okkur frá Keflavíkurflugvelli (sem vill væntanlega minna á sig til að við flykkjumst ekki á Akureyrar - eða Egilsstaðaflugvöll til að fljúga þaðan til útlanda) þar sem einhver Japani þruglar um breytta jeppa og „þessa Ísslendinga" áður en okkur er tjáð að þetta sé besti flugvöllur í heimi. Fastir pennar 20.6.2010 21:20 Enginn getur átt það Innan um og saman við allt morfís-þruglið sem liggur yfir alþingi eins og suður-afrísk lúðrasveit koma þar samt til umræðu og afgreiðslu mál sem varða okkur - varða framtíð okkar, sjálfa þjóðfélagsskipanina, það hvernig Ísland á eiginlega að vera; þetta sem pólitík snýst í raun og veru um og skiptir fólki í flokka sérhyggju og félagshyggju, hægri og vinstri. Fastir pennar 13.6.2010 21:50 Guðmundur Andri: Fjárflokkakerfið Nú verður hópur stjórnmálamanna uppvís að því að hafa þegið stórfé af stórfyrirtækjum. Skulu þá þær konur sem í hópnum eru víkja. Fastir pennar 7.6.2010 17:24 Fjárflokkakerfið Nú verður hópur stjórnmálamanna uppvís að því að hafa þegið stórfé af stórfyrirtækjum. Skulu þá þær konur sem í hópnum eru víkja. Fastir pennar 6.6.2010 23:15 Bylting pólitísku viðrinanna Í útlöndum snúast svona flokkar sem koma brunandi af jaðrinum og hirða allt lausa- og óánægjufylgið oftast um hatur á innflytjendum en óánægjuflokkurinn hér er fullur af hlátri. Það er þó eitthvað. Það er eitthvað við Besta flokkinn sem erfitt er að koma orðum að, eitthvað „je ne sais quoi“. Fastir pennar 30.5.2010 23:24 Guðmundur Andri Thorsson: Jörð kallar Sigurð Hafi Jón Ásgeir verið tákngervingur víkinganna sem stunduðu skuldsettar yfirtökur og halda jafnvel enn að vandi sinn snúist bara um svolitla „endurfjármögnun“ þá var Sigurður Einarsson foringi sjálfra bankamannanna: hann var Kóngurinn af Kaupþing. Hann var hugsuðurinn, snillingurinn, „honum gat ekki skjátlast“. Fastir pennar 16.5.2010 22:08 Guðmundur Andri Thorsson: Athugasemd Snjólfur Ólafsson prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands bregst ókvæða við í Fréttablaðinu í gær vegna greinar sem ég skrifaði 10. maí um að ef til vill þurfi að endurskoða endurskoðendurna í ljósi þess sem þeir Skoðun 15.5.2010 11:30 Guðmundur Andri Thorsson: Excelskáldin Svo ótal margt þarf að endurskoða núna - söguna, sjálfsmyndina, pólitíkina, orðræðuna, þjóðarhugmyndina, siðferðið? En fyrst og fremst þarf þó að endurskoða endurskoðendurna. Fastir pennar 10.5.2010 09:44 Fasisminn í hlaðinu Hrunið hefur svipt fólk vinnunni. Það hefur lagt drápsklyfjar á fólk sem þarf nú að þræla myrkranna á milli til að gjalda bönkum og fjármögnunarfyrirtækjum það sem þeirra er svo sannarlega ekki. Fastir pennar 2.5.2010 15:37 Fasisminn í hlaðinu Hrunið hefur svipt fólk vinnunni. Það hefur lagt drápsklyfjar á fólk sem þarf nú að þræla myrkranna á milli til að gjalda bönkum og fjármögnunarfyrirtækjum það sem þeirra er svo sannarlega ekki. Það hefur eitrað andrúmsloftið í þjóðfélaginu og rústað sjálfsmynd þjóðarinnar. Það hefur gert nafn íslensku þjóðarinnar að samheiti víða um lönd yfir græðgi, grobb, últra-frjálshyggju og óheiðarlega viðskiptahætti. Fastir pennar 3.5.2010 09:15 Guðmundur Andri Thorsson: „Ekkert það myrkur er til…“ Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis á eftir að hafa varanleg áhrif á íslenskt þjóðlíf, því að þar segir af óhugnanlegri nákvæmni frá því hvernig „tilraunin Ísland" fór út um þúfur. Þar segir í löngu máli frá stórkostlega illa reknu þjóðfélagi. Þar er spillingin þykk og vanhæfnin altæk. Skoðun 18.4.2010 22:12 Við búum öll í gulri rennibraut Ýmsir velta fyrir sér um þessar mundir hvernig standi á því að svo illa er komið fyrir sveitarfélaginu Álftanesi. Sjálfur ber ég ekki skynbragð á fjármál og get ekkert um þau sagt, en óneitanlega hvarflar að manni að lítill rekstrargrundvöllur kunni að vera fyrir því að svefnbær með engri atvinnustarfsemi myndi sjálfstætt sveitarfélag, frekar en til dæmis Árbærinn eða Grafarvogur. Skoðun 25.2.2010 06:00 Leysum lífsgátuna Einn lærdómurinn af hruninu er að við eigum alltaf að vera virk – við eigum alltaf að vera að "leysa lífsgátuna“ eins og Hannes H. Gissurarson orðaði það háðslega í lýsingu sinni á vinstri mönnum þegar hann kvað sjálfstæðismenn vera fólk sem vildi græða á daginn og grilla á kvöldin – og láta Davíð stjórna. Fastir pennar 20.4.2009 11:31 „Ví heftú kill somþíng!“ Ví heftú kill somþíng!" sagði hann kátur við sænska sjónvarpsmanninn í þættinum um makrílveiðar og rányrkju Íslendinga á þeim fiski. Svo skaut hann svífandi fugl og hamfletti hann á staðnum með fumlausum handtökum - mikið að hann stýfði fuglinn ekki úr hnefa líka. Þetta kom víst ekki alveg nógu vel út. Fastir pennar 5.4.2009 22:17 Neyðarlínan Sjálfstæðisflokkurinn fékk tæpar fimmtíu og sjö milljónir frá fyrirtækjum fyrir kosningarnar 2007 - langsamlega mest allra flokka. Næst kemur hjáleigan, Framsókn, með tæpar þrjátíu milljónir; þá Samfó með tæpar tuttugu og fjórar milljónir; VG fékk tæpar sautján milljónir, Íslandshreyfingin tæpar sex og Frjálslyndir um fimm milljónir. Loksins loksins koma svona upplýsingar fram og má segja að þetta sé einn vitnisburðurinn í viðbót um að við þokumst í átt að siðaðra samfélagi - þrátt fyrir allt. Sú tíð rennur líka upp að við fáum að vita hvernig einstakir stjórnmálamenn njóta styrkja og hvernig fjárhagslegum tengslum þeirra við volduga aðila er háttað - var Davíð Oddsson ekki að ýja að eignarhaldsfélögum stjórnmálamanna á einhverri gulleyjunni? Fastir pennar 23.3.2009 09:34 Að kjósa hrunið Kannanir segja okkur að Sjálfstæðisflokkurinn hafi nú um það bil 30% fylgi landsmanna, og virðist ýmist stærsti flokkurinn eða sá næst stærsti. Þetta er vissulega við neðri mörk fylgis þessa flokks sem yfirleitt hefur verið nær fjörutíu prósentunum, en eins og háttar er maður samt hálf hvumsa yfir öllu þessu fylgi. Fastir pennar 8.3.2009 22:41 Gangan langa Ógleymanleg verður manni myndin af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur þar sem hún er studd út af heimili Geirs Haarde af Össuri Skarphéðinssyni, sínum nánasta samverkamanni - og hafði risið af sjúkrabeði sínum til að bregðast við kröfu kjósenda um nýja ríkisstjórn, nýja forystu í landsmálum, ný úrræði. Að fara nú að gera eitthvað og hætta þessu ráðleysi. Fastir pennar 1.3.2009 22:14 Mesta steypan Það vantaði tónlistarhús. Árum saman bentu tónlistarmenn og tónlistarunnendur á að óviðunandi væri að hér skyldi ekki vera sérstakt hús fyrir tónlist, líkt og sérstök hús eru fyrir íþróttir í hverjum hreppi eins og vera ber, sérstök hús eru fyrir guðsdýrkun (eins og vera ber), sundiðkun, leiklist, jafnvel bækur, að ógleymdum öllum verslunarhöllunum. Hér hafa verið reist hús sérstaklega í því skyni að þar sé hægt að spila badminton. En ekki tónlist… Jafnvel þótt Íslendingar séu miklu meiri tónlistarmenn en íþróttamenn - og upp til hópa miklu áhugasamari um tónlist en til dæmis hinn ofmetna fótbolta - þá hefur ekki verið til tónlistarhús í höfuðborginni fram að þessu. Kannski er það vegna þess að stjórnmálamenn eru almennt ekki mjög músíkalskt fólk. Kannski ekki. Þetta er ráðgáta: tónlistin, drottning listanna, hefur í höfuðborginni verið iðkuð í bíóum og búllum, kirkjum og - íþróttahúsum. Fastir pennar 22.2.2009 22:21 Í þjóðarhag Skyldi Davíð hafa ánægju af starfinu? Er eitthvað varðandi starfið sem hann einn getur leyst af hendi en aðrir ekki? Er það landi og þjóð til heilla að hann sitji sem fastast? Er það traustvekjandi fyrir þjóðina að deilt skuli um seðlabanka landsins á slíkum tímum? Er brýnt að ríkisstjórn og Seðlabanki séu ósamstíga um úrlausn efnahagsmála? Er það viskulegt að formaður bankastjórnar Seðlabankans, talsmaður hennar og andlit, treysti sér ekki til að tala við fjölmiðla? Eða yfirhöfuð nokkurn mann nema kannski Alfreð Þorsteinsson ef marka má fréttir? Er það vænlegt að talsmaður bankastjórnar Seðlabankans tjái sig ekki um íslensk efnahagsmál (nema náttúrulega Alfreð). Eflir það orðspor þjóðarinnar að maður sem tilnefndur er sem einn af 25 helstu sökudólgum kreppunnar í Time magazine sé enn holdgervingur íslenskra efnahagsmála? Eða er tímaritið kannski bara með Davíð á heilanum? Fastir pennar 15.2.2009 22:18 Á Gnitaheiði Daglega berast fréttir af uppgjöri fjármálastofnana og engu líkara en að ný keppni sé hafin hjá samkeppnishetjunum sem forðum áttu í metingi um stærstu jeppana, sniðugustu nöfnin á eignarhaldsfélögunum, hæstu turnana og asnalegust poppstjörnurnar í afmælunum. Nú er tekist á um það hver tapaði mestu. Fastir pennar 8.2.2009 22:43 « ‹ 10 11 12 13 14 15 16 17 18 … 18 ›
Vindsperringur viðskiptalífsins Hverjum getum við kennt um ófarir okkar? Hverja eigum við að krossfesta til að geta svo haldið áfram með okkar litla sæta samfélag? Og fengið á tilfinninguna að réttlætinu hafi verið fullnægt og allt sé hér gott og heilbrigt? Davíð? Geir? Sollu? Jón Ásgeirsklíkuna? Samband íslenskra sjálftökumanna? Björgólfsfeðga? Fastir pennar 19.9.2010 22:24
Heiður þeim sem heiður ber Draga má saman málsvörn bankamannanna sem settu Ísland á hausinn í tvær setningar: "Ég var ekki stöðvaður" og "það var ekki passað upp á mig." Þeir eru eins og maður sem ekur á ofsahraða og drepur mann og segir svo: Þetta var lögreglunni að kenna, hún átti að stöðva mig. Jafnvel: þetta var vegagerðinni að kenna, þessir vegir eru ekki gerðir fyrir svona hraðakstur. En þetta er þeim að kenna. Ábyrgð á glæpum liggur hjá þeim sem fremja þá. Líka hjá þeim sem hvetja til þeirra, gera þá mögulega, koma ekki í veg fyrir þá, en fyrst og fremst hjá glæpamönnunum. Fastir pennar 12.9.2010 21:26
Fyrirgef oss þeirra skuldir Ökumaður sem uppvís er að því að hafa neytt áfengis ótæpilega áður en hann settist undir stýri og stofna þannig lífi og limum meðborgaranna (og sínum eigin) í stórkostlega hættu er þar með sviptur réttindum sínum til að aka bíl í tiltekinn tíma, jafnvel þótt hann hafi verið beittur harðræði við sýnatöku. Skoðun 5.9.2010 23:31
Kirkjugrið og níðingar Ætli okkur sé ekki flestum heldur hlýtt til þjóðkirkjunnar? Fólk treystir þessari stofnun til þess að vera vettvangur fyrir mikilvægustu stundir lífsins. Kirkjan er svolítið syfjuleg stundum sem er ágætt, því ekki fer vel á æsingi og hamagangi í trúarefnum. Fastir pennar 22.8.2010 22:57
Vinstri græn og Evrópusambandið Þegar Davíð Oddsson talar um fræðimenn og stjórnmálaskýrendur sem sérhæft hafa sig í regluverki Evrópusambandsins kallar hann þá alltaf „sérfræðinga Samfylkingarinnar“. Þar með gefur hann sínu fólki skilaboð um að taka aldrei mark á orði sem þessir fræðimenn kunna að hafa til málanna að leggja. Aldrei. Gildir þá einu hvað það er eða hversu mikið vit þeir hafa á málaflokknum: Aldrei. Þeir eru á vegum „andstæðingsins“. Skoðun 15.8.2010 22:43
Nýtt skringibann? Um árabil voru Íslendingar af ýmsum taldir taldir meðal helstu skringiþjóða Evrópu út af fáránlegum lagaboðum sem endurspegluðu ekki endilega meirihlutavilja þjóðarinnar, heldur voru til marks um þann útbreidda hugsunarhátt haftaþjóðfélagsins að tryggast væri að banna það sem einhvern kynni að styggja væri það leyft. Fastir pennar 25.7.2010 22:39
Öskjuhlíðarsamkeppni Á hlaupum á Akureyri sér maður haft í DV eftir Jóhannesi Jónssyni í Bónus að Hagar séu barnið hans. Og sárt að horfa upp á skiptingu fyrirtækisins. Honum væri nær að fagna því að vera loksins laus við þetta skrýmsli. Fastir pennar 19.7.2010 10:03
„Reyr, stör sem rósir vænar …“ Ljósberi heitir blóm sem vex á melum og holtum, í klettum og víðar, algengt blóm um allt land sem blómgast í júlí og er rauðleitt að lit. Það gengur líka undir heitunum ilmjurt og ununarjurt sökum þess hve vel það angar. En ekki veit ég hvers vegna það er líka kallað píknajurt, þúsunddyggðajurt og fjallasól. Svo stórfenglegar nafngiftir fær eitt rauðleitt plöntukríli ekki nem Fastir pennar 11.7.2010 22:58
Ólán í láni Samkvæmt frétt Fréttablaðsins á laugardag voru fimm Rúmenar handteknir á dögunum á Seyðisfirði af árvökulli lögreglu vegna þess að þeir hugðust pranga inn á landsmenn ódýru glingri sem eðalmálmar væru. Fastir pennar 5.7.2010 10:12
Fótboltinn Sumarið okkar er svo stutt að sektarkenndin er innbyggt í það. „Jæja!" heyrist kvakað úr hverjum mó meðan fuglarnir flögra um með dugnaðarfasi og litlu blómin kalla með augun á stilkum: „sjáið mig! sjáið mig!" en milli þeirra skjögra dauðadrukknar flugur eða lenda í vefnum á djúpvitrum köngulónum sem starfa í hverju horni. Sjórinn spegilsléttur, golan gælandi við mjúkt hörundið, iðandi kyrrðin, ilmurinn af jörðinni þar sem lúpínan hefur ekki fengið að tortíma hinu lágkynja lyngi og blóðbergi... sumarið logar frá einni stund til annarrar, svo stutt, og manni finnst maður eigi að lifa hverja mínútu því það koma aldrei kvöld, náttleysan ríkir, morgunninn nær til fimm á daginn og dagarnir ná til fimm á morgnana... og sumarið logar: „Kom fyll þitt glas..." Fastir pennar 27.6.2010 20:52
Í útlöndum er einmitt skjól Nýja auglýsingin frá Flugleiðum sýnir fólk í þjónustustörfum um allan heim að tala um Íslendinga. Ó svo kunnuglegt: þessi blanda af vanmetakennd og sjálfsupphafningu, þessi þörf að sjá sig með augum útlendinga, þessi hugmynd að fólk víða um lönd sé að bollaleggja fram og aftur um Íslendinga. Samskonar auglýsing dynur á okkur frá Keflavíkurflugvelli (sem vill væntanlega minna á sig til að við flykkjumst ekki á Akureyrar - eða Egilsstaðaflugvöll til að fljúga þaðan til útlanda) þar sem einhver Japani þruglar um breytta jeppa og „þessa Ísslendinga" áður en okkur er tjáð að þetta sé besti flugvöllur í heimi. Fastir pennar 20.6.2010 21:20
Enginn getur átt það Innan um og saman við allt morfís-þruglið sem liggur yfir alþingi eins og suður-afrísk lúðrasveit koma þar samt til umræðu og afgreiðslu mál sem varða okkur - varða framtíð okkar, sjálfa þjóðfélagsskipanina, það hvernig Ísland á eiginlega að vera; þetta sem pólitík snýst í raun og veru um og skiptir fólki í flokka sérhyggju og félagshyggju, hægri og vinstri. Fastir pennar 13.6.2010 21:50
Guðmundur Andri: Fjárflokkakerfið Nú verður hópur stjórnmálamanna uppvís að því að hafa þegið stórfé af stórfyrirtækjum. Skulu þá þær konur sem í hópnum eru víkja. Fastir pennar 7.6.2010 17:24
Fjárflokkakerfið Nú verður hópur stjórnmálamanna uppvís að því að hafa þegið stórfé af stórfyrirtækjum. Skulu þá þær konur sem í hópnum eru víkja. Fastir pennar 6.6.2010 23:15
Bylting pólitísku viðrinanna Í útlöndum snúast svona flokkar sem koma brunandi af jaðrinum og hirða allt lausa- og óánægjufylgið oftast um hatur á innflytjendum en óánægjuflokkurinn hér er fullur af hlátri. Það er þó eitthvað. Það er eitthvað við Besta flokkinn sem erfitt er að koma orðum að, eitthvað „je ne sais quoi“. Fastir pennar 30.5.2010 23:24
Guðmundur Andri Thorsson: Jörð kallar Sigurð Hafi Jón Ásgeir verið tákngervingur víkinganna sem stunduðu skuldsettar yfirtökur og halda jafnvel enn að vandi sinn snúist bara um svolitla „endurfjármögnun“ þá var Sigurður Einarsson foringi sjálfra bankamannanna: hann var Kóngurinn af Kaupþing. Hann var hugsuðurinn, snillingurinn, „honum gat ekki skjátlast“. Fastir pennar 16.5.2010 22:08
Guðmundur Andri Thorsson: Athugasemd Snjólfur Ólafsson prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands bregst ókvæða við í Fréttablaðinu í gær vegna greinar sem ég skrifaði 10. maí um að ef til vill þurfi að endurskoða endurskoðendurna í ljósi þess sem þeir Skoðun 15.5.2010 11:30
Guðmundur Andri Thorsson: Excelskáldin Svo ótal margt þarf að endurskoða núna - söguna, sjálfsmyndina, pólitíkina, orðræðuna, þjóðarhugmyndina, siðferðið? En fyrst og fremst þarf þó að endurskoða endurskoðendurna. Fastir pennar 10.5.2010 09:44
Fasisminn í hlaðinu Hrunið hefur svipt fólk vinnunni. Það hefur lagt drápsklyfjar á fólk sem þarf nú að þræla myrkranna á milli til að gjalda bönkum og fjármögnunarfyrirtækjum það sem þeirra er svo sannarlega ekki. Fastir pennar 2.5.2010 15:37
Fasisminn í hlaðinu Hrunið hefur svipt fólk vinnunni. Það hefur lagt drápsklyfjar á fólk sem þarf nú að þræla myrkranna á milli til að gjalda bönkum og fjármögnunarfyrirtækjum það sem þeirra er svo sannarlega ekki. Það hefur eitrað andrúmsloftið í þjóðfélaginu og rústað sjálfsmynd þjóðarinnar. Það hefur gert nafn íslensku þjóðarinnar að samheiti víða um lönd yfir græðgi, grobb, últra-frjálshyggju og óheiðarlega viðskiptahætti. Fastir pennar 3.5.2010 09:15
Guðmundur Andri Thorsson: „Ekkert það myrkur er til…“ Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis á eftir að hafa varanleg áhrif á íslenskt þjóðlíf, því að þar segir af óhugnanlegri nákvæmni frá því hvernig „tilraunin Ísland" fór út um þúfur. Þar segir í löngu máli frá stórkostlega illa reknu þjóðfélagi. Þar er spillingin þykk og vanhæfnin altæk. Skoðun 18.4.2010 22:12
Við búum öll í gulri rennibraut Ýmsir velta fyrir sér um þessar mundir hvernig standi á því að svo illa er komið fyrir sveitarfélaginu Álftanesi. Sjálfur ber ég ekki skynbragð á fjármál og get ekkert um þau sagt, en óneitanlega hvarflar að manni að lítill rekstrargrundvöllur kunni að vera fyrir því að svefnbær með engri atvinnustarfsemi myndi sjálfstætt sveitarfélag, frekar en til dæmis Árbærinn eða Grafarvogur. Skoðun 25.2.2010 06:00
Leysum lífsgátuna Einn lærdómurinn af hruninu er að við eigum alltaf að vera virk – við eigum alltaf að vera að "leysa lífsgátuna“ eins og Hannes H. Gissurarson orðaði það háðslega í lýsingu sinni á vinstri mönnum þegar hann kvað sjálfstæðismenn vera fólk sem vildi græða á daginn og grilla á kvöldin – og láta Davíð stjórna. Fastir pennar 20.4.2009 11:31
„Ví heftú kill somþíng!“ Ví heftú kill somþíng!" sagði hann kátur við sænska sjónvarpsmanninn í þættinum um makrílveiðar og rányrkju Íslendinga á þeim fiski. Svo skaut hann svífandi fugl og hamfletti hann á staðnum með fumlausum handtökum - mikið að hann stýfði fuglinn ekki úr hnefa líka. Þetta kom víst ekki alveg nógu vel út. Fastir pennar 5.4.2009 22:17
Neyðarlínan Sjálfstæðisflokkurinn fékk tæpar fimmtíu og sjö milljónir frá fyrirtækjum fyrir kosningarnar 2007 - langsamlega mest allra flokka. Næst kemur hjáleigan, Framsókn, með tæpar þrjátíu milljónir; þá Samfó með tæpar tuttugu og fjórar milljónir; VG fékk tæpar sautján milljónir, Íslandshreyfingin tæpar sex og Frjálslyndir um fimm milljónir. Loksins loksins koma svona upplýsingar fram og má segja að þetta sé einn vitnisburðurinn í viðbót um að við þokumst í átt að siðaðra samfélagi - þrátt fyrir allt. Sú tíð rennur líka upp að við fáum að vita hvernig einstakir stjórnmálamenn njóta styrkja og hvernig fjárhagslegum tengslum þeirra við volduga aðila er háttað - var Davíð Oddsson ekki að ýja að eignarhaldsfélögum stjórnmálamanna á einhverri gulleyjunni? Fastir pennar 23.3.2009 09:34
Að kjósa hrunið Kannanir segja okkur að Sjálfstæðisflokkurinn hafi nú um það bil 30% fylgi landsmanna, og virðist ýmist stærsti flokkurinn eða sá næst stærsti. Þetta er vissulega við neðri mörk fylgis þessa flokks sem yfirleitt hefur verið nær fjörutíu prósentunum, en eins og háttar er maður samt hálf hvumsa yfir öllu þessu fylgi. Fastir pennar 8.3.2009 22:41
Gangan langa Ógleymanleg verður manni myndin af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur þar sem hún er studd út af heimili Geirs Haarde af Össuri Skarphéðinssyni, sínum nánasta samverkamanni - og hafði risið af sjúkrabeði sínum til að bregðast við kröfu kjósenda um nýja ríkisstjórn, nýja forystu í landsmálum, ný úrræði. Að fara nú að gera eitthvað og hætta þessu ráðleysi. Fastir pennar 1.3.2009 22:14
Mesta steypan Það vantaði tónlistarhús. Árum saman bentu tónlistarmenn og tónlistarunnendur á að óviðunandi væri að hér skyldi ekki vera sérstakt hús fyrir tónlist, líkt og sérstök hús eru fyrir íþróttir í hverjum hreppi eins og vera ber, sérstök hús eru fyrir guðsdýrkun (eins og vera ber), sundiðkun, leiklist, jafnvel bækur, að ógleymdum öllum verslunarhöllunum. Hér hafa verið reist hús sérstaklega í því skyni að þar sé hægt að spila badminton. En ekki tónlist… Jafnvel þótt Íslendingar séu miklu meiri tónlistarmenn en íþróttamenn - og upp til hópa miklu áhugasamari um tónlist en til dæmis hinn ofmetna fótbolta - þá hefur ekki verið til tónlistarhús í höfuðborginni fram að þessu. Kannski er það vegna þess að stjórnmálamenn eru almennt ekki mjög músíkalskt fólk. Kannski ekki. Þetta er ráðgáta: tónlistin, drottning listanna, hefur í höfuðborginni verið iðkuð í bíóum og búllum, kirkjum og - íþróttahúsum. Fastir pennar 22.2.2009 22:21
Í þjóðarhag Skyldi Davíð hafa ánægju af starfinu? Er eitthvað varðandi starfið sem hann einn getur leyst af hendi en aðrir ekki? Er það landi og þjóð til heilla að hann sitji sem fastast? Er það traustvekjandi fyrir þjóðina að deilt skuli um seðlabanka landsins á slíkum tímum? Er brýnt að ríkisstjórn og Seðlabanki séu ósamstíga um úrlausn efnahagsmála? Er það viskulegt að formaður bankastjórnar Seðlabankans, talsmaður hennar og andlit, treysti sér ekki til að tala við fjölmiðla? Eða yfirhöfuð nokkurn mann nema kannski Alfreð Þorsteinsson ef marka má fréttir? Er það vænlegt að talsmaður bankastjórnar Seðlabankans tjái sig ekki um íslensk efnahagsmál (nema náttúrulega Alfreð). Eflir það orðspor þjóðarinnar að maður sem tilnefndur er sem einn af 25 helstu sökudólgum kreppunnar í Time magazine sé enn holdgervingur íslenskra efnahagsmála? Eða er tímaritið kannski bara með Davíð á heilanum? Fastir pennar 15.2.2009 22:18
Á Gnitaheiði Daglega berast fréttir af uppgjöri fjármálastofnana og engu líkara en að ný keppni sé hafin hjá samkeppnishetjunum sem forðum áttu í metingi um stærstu jeppana, sniðugustu nöfnin á eignarhaldsfélögunum, hæstu turnana og asnalegust poppstjörnurnar í afmælunum. Nú er tekist á um það hver tapaði mestu. Fastir pennar 8.2.2009 22:43