Hádegisfréttir Bylgjunnar

Fréttamynd

For­seta­efni streymdu í Hörpu

Í hádegisfréttum fjöllum við um atburðinn í Hörpu nú fyrir hádegið þar sem forsetaefni streymdu að og skiluðu formlega inn framboði til embættis Forseta Íslands. 

Innlent
Fréttamynd

Um­deilt frum­varp, ís­lenskan og sumar­veðrið

Formaður atvinnuveganefndar segist staldra við ýmsa þætti umdeilds frumvarps um lagareldi, þó að í því felist einnig úrbætur. Of snemmt sé að segja til um það hvort frumvarpið breytist mikið í meðförum nefndarinnar, sem tekur það fyrir á fundi á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Tvö mann­dráp á skömmum tíma

Í hádegisfréttum fjöllum við um rannsókn lögreglu á meintu manndrápi í fjölbýlishúsi á Akureyri í gær. Lögregla hefur að mestu lokið vettnvangsrannsókn.

Innlent
Fréttamynd

Bárðarbunga, manndrápsrannsókn og lundar á fyrsta far­rými

Jarðskjálftinn sem mældist í Bárðarbunguöskjunni í morgun gæti verið til marks um að eldstöðin sé að taka við sér. Þetta segir náttúruvársérfræðingur sem mælir aukna virkni á svæðinu. Skjálftinn var 5,4 að stærð og sá stærsti sem mælst hefur í Bárðarbungu frá eldgosinu í Holuhrauni árið 2015.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag vegna árásar Íran á Ísrael í gærkvöldi. Fundurinn fer fram síðdegis og er haldinn að beiðni Gilard Erdan, sendiherra Ísrael við Sameinuðu þjóðirnar. Við förum yfir stöðu mála fyrir botni Miðjarðarhafs í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Litlu munar á fylgi forsetaframbjóðandanna Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar samkvæmt nýrri könnun. Prófessor í stjórnmálafræði segir þó geta skipt sköpum að kjósendahópur Katrínar líklegri til að mæta á kjörstað þar sem um eldra fólk sé að ræða. Rætt verður við hana í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gengur á fund Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands á Bessastöðum klukkan tvö í dag. Þar mun hún biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Við heyrum í Katrínu og förum yfir þá fordæmalausu stöðu sem uppi er í íslenskum stjórnmálum í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Framtíð ríkisstjórnarinnar er enn í óvissu en leiðtogar funda í dag. Formaður Flokks fólksins væntir þess að kosið verði í haust. Farið verður yfir stöðu mála í hádegisfréttum.

Innlent
Fréttamynd

Kallar eftir jarð­göngum sem fyrst

Í hádegisfréttum verður rætt við bæjarstjórann á Akureyri sem kallar eftir því að tvenn jarðgangaverkefni séu í gangi á hverjum tíma hér á landi en ófærð setti strik í reikninginn hjá fjölmörgum um Páskana.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Útlit er fyrir að slokknað sé í syðsta gígnum í eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina, þó ekki sé útilokað að hraun úr honum renni enn undir yfirborðinu. Ekki hefur dregið úr virkni gossins. Farið verður yfir stöðu mála á Reykjanesi í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Markaðsstjóri Origo segir gagnrýni á enskunotkun í auglýsingu frá þeim kærkomna áminningu á að nota íslensku. Það geti verið erfitt þegar fólk er búið að venja sig á enskt heiti eða orð en fyrirtækið ætli að gera betur. Rætt verður við hann í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Mikil aðsókn hefur verið í Neyðarskýli borgarinnar fyrir heimilislausa síðustu daga. Samningur við Samhjálp um dagdvöl fyrir heimilislausa rennur út um mánaðamót og óvissa hvort hann verði framlengdur. Í hádegisfréttum á Bylgjunni verður rætt við sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar um stöðu mála. 

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Fyrrverandi hjúkrunarfræðingur telur að aðrar Norðurlandaþjóðir taki mun faglegar á alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu en tíðkist hér á landi. Hún skorar á Landlækni að stíga fram fyrir hönd sjúklinga. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Innlent