
Lengjudeild karla

„Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“
Sindri Kristinn Ólafsson segist vera stoltur af tíma sínum í FH og ákvörðunin að yfirgefa klúbbinn hafi verið erfið.

Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum
Leifur Andri Leifsson, oft kallaður herra HK, er hættur knattspyrnuiðkun eftir farsælan feril með uppeldisfélaginu. Félagið hefur spilað stóran sess í lífi hans en fjölskyldan fær nú forgang.

Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík
Verktakarnir sem unnið hafa við gerð varnargarða við Grindavík og Svartsengi, og stærstu birgjar þeirra, hafa nú tekið höndum saman og verða aðalstyrktaraðili knattspyrnudeildar Grindavíkur.

Markvörður FH fer heim til Keflavíkur
FH og Keflavík hafa náð samkomulagi um félagsskipti markvarðarins Sindra Kristins Ólafssonar en þetta kemur fram á miðlum FH-inga í kvöld.

Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“
Spænski varnarmaðurinn Jose Manuel López verður ekki með liðinu i Lengjudeild karla í fótbolta í sumar. Selfyssingar segja frá þessum óvæntum fréttum rétt fyrir mót.

Herra Fjölnir tekur við Fjölni
Gunnar Már Guðmundsson hefur verið ráðinn nýr þjálfari meistaraflokks karla hjá Fjölni og fær það verkefni að koma liðinu aftur í hóp þeirra bestu.

Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“
„Við erum Grindvíkingar og eigum að spila heima,“ segir formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur sem hefur tekið fyrsta skrefið í átt að heimkomu í ár. Félagið hefur skráð Stakkavíkurvöll í Grindavík sem heimavöll sinn fyrir komandi tímabil.

Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni
Fótboltaþjálfaranum Úlfi Arnari Jökulssyni, sem síðustu tvö ár hefur verið með Fjölni í harðri baráttu um sæti í Bestu deild karla, var í gær óvænt vikið úr starfi.

Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar
Húsvíkingurinn ungi Jakob Gunnar Sigurðsson mun leika með Þrótti í Lengjudeild karla í fótbolta í sumar. Hann fer á láni frá KR.

Framarar lausir við Frambanann
HK hefur tryggt sér þjónustu Þorsteins Arons Antonssonar næsta sumar en hann var á láni hjá félaginu í Bestu deildinni síðasta sumar.

Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“
Nú er orðið ljóst að Eyþór Aron Wöhler, sem lék með KR í Bestu deildinni á síðustu leiktíð, verður leikmaður Fylkis næstu tvö árin.

Mætti syni sínum
Fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaðurinn Steinþór Freyr Þorsteinsson mætti syni sínum, Emil, í Kjarnafæðismótinu í gær.

Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík
Keflvíkingar hafa sótt sér leikmann hinum megin við lækinn því þeir hafa gengið frá kaupum á bakverði nágranna sinna úr Njarðvík.

Elfar Árni heim í Völsung
Framherjinn Elfar Árni Aðalsteinsson er genginn í raðir Völsungs eftir langa dvöl hjá KA. Völsungur vann sér sæti í Lengjudeildinni á síðasta tímabili.

Grindvíkingar þétta raðirnar
Grindvíkingar eru byrjaðir að safna liði fyrir komandi átök í Lengjudeild karla næsta sumar en í gær tilkynnti liðið að Arnór Gauti Úlfarsson væri genginn til liðs við Grindavík.

Haraldur Árni áfram með Grindavík
Haraldur Árni Hróðmarsson verður áfram við stjórnvölinn hjá Grindavík í Lengjudeildinni en Haraldur tók við liðinu á miðju sumri í þröngri stöðu.

Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu
Stefan Alexander Ljubicic er snúinn aftur heim til Keflavíkur og ætlar að taka slaginn með liðinu í Lengjudeildinni í fótbolta næsta sumar.

Birkir Valur yfirgefur HK
Bakvörðurinn Birkir Valur Jónsson hefur yfirgefið herbúðir HK sem féll úr Bestu deild karla í haust.

Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“
Hermann Hreiðarsson, nýráðinn þjálfari karlaliðs HK í fótbolta, segir það eitt af draumastörfunum sem að þjálfari getur fengið að taka þátt í uppbyggingu og framförum. Hann fær það verkefni að reyna stýra liðinu strax aftur upp í Bestu deildina. Eyjamaðurinn og harðhausinn Hermann setti það ekki fyrir sig að fara inn í hlýjuna í Kórnum.

Hermann Hreiðars tekur við HK
Hermann Hreiðarsson er tekinn við þjálfun Lengjudeildarliðs HK en Kópavogsliðið féll úr Bestu deildinni á dögunum.

Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“
Ákvörðun Ómars Inga Guðmundssonar að hætta sem þjálfari karlaliðs HK í fótbolta kom forráðamönnum félagsins á óvart. Þeir kveðjast honum þakklátir fyrir langan og farsælan tíma hjá HK. Leitin að nýjum þjálfara er hafin.

Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár
Ómar Ingi Guðmundsson er að eigin ósk hættur sem þjálfari HK-inga í fótbolta, eftir að samningur hans við félagið rann út nú við lok leiktíðar.

Árni tekur við Fylki af Rúnari
Árni Freyr Guðnason hefur verið ráðinn nýr þjálfari karlaliðs Fylkis í fótbolta. Hann tekur við af Rúnari Páli Sigmundssyni sem lýkur störfum að lokaleikjum liðsins í Bestu deild karla afstöðnum.

„Þetta er bara besta móment lífs míns“
Jökull Andrésson, markvörður Aftureldingar, var sigurreifur í leikslok þegar það var ljóst að uppeldisfélag hans, Afturelding, náði loks að komast upp í efstu deild karla í knattspyrnu eftir rúmlega fimm áratugi í neðri deildunum.

„Ég bara hágrét í leikslok“
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var í skýjunum eftir að liðið sigraði Keflavík í umspili um sæti í Bestu deild karla.Afturelding hefur leikið í neðri deildum á Íslandi samfleytt síðan 1973 og var þetta gríðarlega stór stund fyrir þjálfarann og var hann skiljanlega hrærður í leikslok.

Uppgjörið: Keflavík - Afturelding 0-1 | Mosfellingar í efstu deild karla í fótbolta í fyrsta sinn
Það var söguleg stund á Laugardalsvelli í dag þegar Afturelding tryggði sér sæti í Bestu deild karla á næsta tímabili. Liðið sigraði Keflavík með einu marki gegn engu en sigurmarkið kom á 78. mínútu.

Hermann hættur með ÍBV
ÍBV verður með nýjan mann í brúnni þegar það spilar í Bestu deild karla í fótbolta á næsta tímabili. Hermann Hreiðarsson er hættur sem þjálfari liðsins.

Svona var fundurinn fyrir tugmilljóna leikinn í Laugardal
Það er gríðarlega mikið í húfi á Laugardalsvelli á laugardaginn þegar Afturelding og Keflavík mætast í úrslitaleik umspilsins í Lengjudeild karla í fótbolta.

„Ótrúlega heilbrigður og flottur hópur“
Hermann Hreiðarsson segist vera einstaklega stoltur af því að koma ÍBV aftur upp í efstu deild. Hann hafi sjaldan unnið með eins flottum leikmannahópi á sínum ferli.

Aron Einar snýr aftur til Katar
Aron Einar Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði í fótbolta, er kominn með leikheimild í Katar og mun spila þar að nýju eftir að hafa síðast verið á mála hjá uppeldisfélagi sínu Þór á Akureyri.