
Besta deild karla

„Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“
Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, er ánægður með nýjustu kaup Víkinga. Gylfi Þór Sigurðsson varð leikmaður liðsins í gær. Hann er þó með fullan hug við stórleik morgundagsins við Panathinaikos í umspili Sambandsdeildar Evrópu.

Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig
Sigurður Aðalsteinsson segir Börk Edvardsson, fyrrverandi formann Knattspyrnudeildar Vals, hafa gert samkomulag við sig um að Valur myndi ekki standa í vegi Gylfa Þórs, sonar Sigurðar, færi svo að þessi þaulreyndi landsliðsmaður myndi vilja yfirgefa Val.

„Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“
„Þetta var komið í algjör leiðindi. Ég get alveg tekið það á mig að ég hefði getað gert þetta öðruvísi. Báðir aðilar hefðu getað gert þetta öðruvísi,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson um brotthvarf sitt frá Val yfir til Víkings.

Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum
Gylfi Þór Sigurðsson yfirgaf herbúðir Vals í gær og samdi við Víking. Það gerðist þó ekki hávaðalaust enda sendu Valsmenn honum tóninn.

Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið
„Þetta hafa verið óvenjulegir dagar en niðurstaða komin í málið og Gylfi farinn frá félaginu. Við erum að fá ásættanlega lausn fyrir klúbbinn. Þetta er náttúrulega hæsta sala sem hefur farið fram á leikmanni á Íslandi,“ segir Styrmir Þór Bragason, varaformaður knattspyrnudeildar Vals, um skipti Gylfa Þórs Sigurðssonar frá félaginu.

Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar
Hinir ýmsu miðlar á Norðurlöndunum hafa fjallað um vistaskipti Gylfa Þórs Sigurðssonar sem var í dag tilkynntur sem nýjasti leikmaður Víkings í Bestu deild karla í knattspyrnu. Í Færeyjum þykir það helst fréttnæmt að Gylfi Þór muni nú spila með Gunnari Vatnhamar.

Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna
ÍA hefur verið duglegt að sanka að sér ungum og efnilegum leikmönnum frá því að tímabilinu í Bestu deild karla lauk í haust. Nú hafa Skagamenn sótt Jón Viktor Hauksson frá Haukum. Sá er fæddur 2009 og hefur verið viðloðandi yngstu landslið Íslands.

Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni
Gylfi Þór Sigurðsson mun ekki geta spilað með Víkingi í Sambandsdeild Evrópu á yfirstandandi leiktíð. Víkingur mætir Panathinaikos í síðari umspilsleik liðanna á fimmtudag.

Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei
Freyr Alexandersson er sagður áhugasamur um að fá Höskuld Gunnlaugsson, fyrirliða Breiðabliks, til Brann í Noregi. Blikar hafi hafnað tilboði Brann.

Víkingur staðfestir komu Gylfa
Víkingur tilkynnti nú rétt fyrir hádegi að Gylfi Þór Sigurðsson væri búinn að semja við félagið.

Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu
Stjórn knattspyrnudeildar Vals hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna sölu Gylfa Þórs Sigurðssonar frá félaginu til stuðningsmanna liðsins. Ekki hafi staðið til að selja Gylfa en það hafi breyst eftir leik Vals og ÍA um helgina.

Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking
Gylfi Þór Sigurðsson er á leið til Víkings og hefur náð samkomulagi við félagið. Þetta herma heimildir Vísis.

Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin
Markvörðurinn Jonathan Rasheed, sem gekk til liðs við KA á dögunum, sleit hásin á æfingu hjá bikarmeisturunum. Hann mun því að öllum líkindum missa af öllu næsta tímabili.

„Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“
Danijel Dejan Djuric var staddur út í Grikklandi með Víkingsliðinu þegar það var staðfest að félagið hafði selt hann til króatíska félagsins NK Istra.

Valur samþykkti tilboð í Gylfa
Valur hefur samþykkt tvö tilboð í Gylfa Þór Sigurðsson, leikmann liðsins, frá bæði Breiðabliki og Víkingi sem berjast um undirskrift hans.

Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val
Birkir Jakob Jónsson er genginn til liðs við Bestu deildar lið Vals. Hann hefur verið á mála hjá ítalska stórliðinu Atalanta síðan árið 2021 en hefur fest sig til næstu fjögurra ára á Hlíðarenda.

Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag
Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkings, er sagður á leið til króatíska félagsins Istra. Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, staðfestir að hann sé á förum.

Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð
Lið Vestra er byrjað að taka á sig mynd fyrir komandi leiktíð í Bestu deild karla í fótbolta. Liðið hefur samið við Anton Kralj sem hefur spilað bæði í efstu deild Svíþjóðar sem og Noregs.

Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa
Á milli þess sem að Víkingar einbeita sér að einvíginu við Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta þá lögðu þeir í gærkvöld fram tilboð í Gylfa Þór Sigurðsson, markahæsta landsliðsmann Íslands frá upphafi. Tilboðið er þó lægra en það sem Víkingar gerðu eftir síðasta tímabil.

FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin
FH spilaði í sérstakri keppnistreyju síðasta sumar. Ástæðan var að safna peningum fyrir Píeta samtökin.

Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla
Hægri bakvörðurinn Þorri Mar Þórisson er orðinn leikmaður Bestu deildar liðs Stjörnunnar og gengur til liðs við félagið frá sænska liðinu Öster.

Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands
Leikmannasamtök Íslands segja að ráðning Sifjar Atladóttur sendi skýr skilaboð um að hagsmunir íþróttafólks á Íslandi verði áfram settir í forgang hjá samtökunum og telja að þetta sé mikilvægt skref fyrir allt íþróttafólk á Íslandi.

Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“
Dalvíkingurinn Þorri Mar Þórisson, fyrrverandi leikmaður KA, hefur kvatt Öster og er sagður á leið aftur heim í Bestu deildina í fótbolta eftir veru sína í Svíþjóð.

Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni
Ýmsar tillögur liggja fyrir á komandi ársþingi Knattspyrnusambands Íslands sem haldið verður í Reykjavík 22. febrúar. Lagðar eru til breytingar sem snúa að erlendum leikmönnum, leikbönnum og varamönnum, og ein tillaga snýst um sumarfrí fyrir leikmenn.

Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum
Það tók ekki langan tíma fyrir Fram að losna af lista FIFA, alþjóða knattspyrnusambandsins, yfir félög í félagaskiptabanni. Grótta er hins vegar enn í banni.

Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum
Tveir leikir í Lengjubikar karla voru sýndir á Stöð 2 Sport í dag. Mörkin úr þeim má finna hér fyrir neðan. Fjögur mörk voru skoruð á Akranesi og fimm í Garðabænum.

Einar heim í Hafnarfjörðinn
Einar Karl Ingvarsson hefur samið við FH um að leika með félaginu í Bestu deild karla í fótbolta í sumar. Hann snýr á heimaslóðir.

Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar
Húsvíkingurinn ungi Jakob Gunnar Sigurðsson mun leika með Þrótti í Lengjudeild karla í fótbolta í sumar. Hann fer á láni frá KR.

Framarar lausir við Frambanann
HK hefur tryggt sér þjónustu Þorsteins Arons Antonssonar næsta sumar en hann var á láni hjá félaginu í Bestu deildinni síðasta sumar.

FH hreppir Rosenörn og Kötlu
FH-ingar hafa fengið góðan liðsstyrk fyrir bæði karla- og kvennalið sitt fyrir komandi átök í Bestu deildunum.