Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Tal um óánægju „jafnvægislist“ nú þegar styttist í kosningar Ummæli áhrifamanna innan stjórnarflokkanna um óánægju með ríkisstjórnarsamstarfið lýsir mikilli gremju en er líka tilraun til að senda skilaboð til sinna kjósenda þar sem hnykkt er á eigin sérstöðu. Þetta segir prófessor í stjórnmálafræði. Innlent 3.8.2023 12:32 Lömbin þagna Ýmsir þingmenn, ráðherrar og fyrrverandi þingmenn og ráðherrar hafa undanfarið verið að tjá sig um núverandi ríkisstjórnarsamstarf á hinum ýmsu miðlum. Ráðherrarnir sem náðst hefur til eru vel sáttir með samstarfið og þau fríðindi sem stólarnir veita þeim. Skoðun 3.8.2023 08:00 „Við erum tilbúin að taka við stjórn landsins“ Varaformaður Samfylkingarinnar segir að hægt sé að kenna Samfylkingunni um að ríkisstjórnin hangi ennþá saman. Ríkisstjórnarflokkarnir séu óttaslegnir yfir því að bíða afhroð í kosningum. Samfylkingin sé hins vegar tilbúin að taka við stjórn landsins. Innlent 2.8.2023 15:16 Þriðjungur segist styðja ríkisstjórnina Stuðningur við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur dregist lítillega saman, samkvæmt nýjasta Þjóðarpúls Gallup. Litlar breytingar hafa þó orðið á fylgi flokka undanfarinn mánuð. Innlent 2.8.2023 11:57 „Þurfum greinilega að gera betur“ „Ég þarf engar ráðleggingar frá Sigmundi Davíð þó það sé alltaf gaman að hlusta á hann. Hann er svolítill spéfugl og hefur gaman af því að tala.“ Þetta segir Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins innt eftir viðbrögðum við ummælum formanns Miðflokksins, sem segir Sjálfstæðisflokkinn orðinn að „umbúðaflokki“. Innlent 30.7.2023 20:48 Fýlupúkafélag Sjálfstæðisflokksins snúið aftur Formaður Miðflokksins segir Sjálfstæðisflokkinn orðinn að umbúðaflokki og að hann þurfi að huga aftur að sínum gömlu gildum. Hann segir nýlegar kvartanir þingmanna aðeins sýndarmennsku og telur það ekki nægja til að þagga raunverulega óánægju í flokknum. Innlent 30.7.2023 19:33 Segir nauðsynlegt að binda um sárin í stjórnarsamstarfinu Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir samstarfið sterkt þrátt fyrir miklar óánægjuraddir. Hann segir flokkinn staðráðinn að klára kjörtímabilið. Innlent 30.7.2023 12:00 Sjálfstæðismenn þurfi að gera upp málin hjá sér Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Sjálfstæðismenn verða að gera upp málin innan sinna raða. Mikil óánægja er innan raða Sjálfstæðisflokks með ríkisstjórnarsamstarfið. Innlent 29.7.2023 18:48 Þröng staða stjórnarflokkanna kalli fram átakavetur Stjórnmálafræðiprófessor segir stefna í átakavetur í íslenskum stjórnmálum, vegna fylgistaps ríkisstjórnarflokkanna. Ný könnun sýni ýktan mun á milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks, sem hefur ekki mælst með minna fylgi. Innlent 29.7.2023 13:49 Segir ríkisstjórnina verða að líta í eigin barm í Íslandsbankamálinu Þingkona Viðreisnar og meðlimur fjárlaganefnar Alþingis segir Íslandsbankamálinu langt frá því að vera lokið og að enn eigi eftir að skoða betur pólitíska ábyrgð í málinu. Hún bíður þess að fjárlaganefnd komi saman. Innlent 29.7.2023 13:00 „Við erum ekki í kosningabaráttu, við erum í stjórnarsamstarfi“ Þingmaður Vinstri grænna kippir sér ekki upp við kenningar um að kosningamaskína Sjálfstæðisflokksins sé komin í gang. Hún segir sinn stjórnmálaflokk ekki vera í kosningabaráttu, þau einbeiti sér að ríkisstjórnarsamstarfinu. Innlent 28.7.2023 11:43 Ríkið eykur kostnaðarþátttöku vegna tannréttinga Heilbrigðisráðherra ásamt fulltrúum Sjúkratrygginga og tannréttingasérfræðinga undirrituðu í dag tímamótasamning um tannréttingar. Samningurinn er sá fyrsti sinnar tegundar og skapar meðal annars forsendur til þess að auka greiðsluþátttöku ríkisins í tannréttingum. Innlent 27.7.2023 18:50 Þrjátíu prósent kjósenda VG styðja nú Samfylkinguna Mesta tryggðin við stjórnmálaflokk er hjá kjósendum Samfylkingarinnar og sú minnsta hjá kjósendum Vinstri grænna. Þetta er niðurstaða könnunar sem Prósent framkvæmdi dagana 22. júní til 19. júlí þar sem spurt var hvaða lista kjósendur hafi kosið í síðustu kosningum og hvort þeir myndu kjósa listann aftur. Innlent 27.7.2023 15:46 Hjáróma heróp ríkisstjórnarandstæðinga Að undanförnu hafa tveir mætir menn innan raða Sjálfstæðisflokksins látið í sér heyra á opinberum vettvangi um að þeim leiðist þetta ríkisstjórnarsamstarf sem þeir eru og hafa verið þátttakendur í. Annar þeirra er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hinn er fyrrverandi þingmaður og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra. Einnig hafa óbreyttir þingmenn, varaþingmenn og íslandsmethafi í svikum við kjósendur innan flokksraða Sjálfstæðisflokksins látið í sér heyra, jafnt opinberlega sem á fundum í Valhöll. Skoðun 27.7.2023 07:12 Særðum hermönnum bjargað á leynilegu sjúkrahúsi í Úkraínu Læknar á leynilegu hersjúkrahúsi í Úkraínu framkvæma fimmtíu til eitt hundrað skurðaðgerðir á særðum hermönnum á hverri nóttu. Þeir sem eru mest særðir eru sendir af víglínunni á spítalann. Erlent 26.7.2023 20:22 Krefur ráðherra svara um hvalveiðibann Umboðsmaður Alþingis hefur sent Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, bréf þar sem hann óskar eftir svörum um það hvort reglugerð sem bannar hvalveiðar tímabundið hafi verið gefin út og send til birtingar í Stjórnartíðindum áður en ríkisstjórnin var upplýst um setningu hennar. Innlent 26.7.2023 07:42 Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið flytur í Norðurhús Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið flytur í haust í framtíðarhúsnæði ráðuneytisins í Norðurhúsi við Austurbakka. Ráðuneytið mun þar deila húsnæðinu með utanríkisráðuneytinu og Landsbankanum. Innlent 25.7.2023 08:34 Stjórnarflokkarnir sækja á og Samfylkingin dalar Stjórnarflokkarnir bæta lítillega við sig fylgi og Samfylkingin dalar samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna dugar ekki til myndunar meirihluta á Alþingi. Innlent 24.7.2023 19:22 Segir Ásmund lykilmann í fjölskylduharmleiknum Ása Skúladóttir, annar þáttastjórnandi hlaðvarpsþáttanna Lömbin þagna ekki, líkir Lambeyrardeilunni við sinubruna sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kveikti og segir ósanngjarnt að hann tali eins og hann komi ekki málinu við, verandi lykilmaður þess. Innlent 24.7.2023 19:17 Bjarni ósammála ákvörðun Svandísar um strandveiðar Þingmaðurinn Bjarni Jónsson segist vera ósammála flokkssystur sinni, matvælaráðherranum Svandísi Svavarsdóttur, varðandi strandveiðar. Hann gagnrýnir ráðuneytið fyrir styttingu tímabilsins og hvetur það til þess að auka við strandveiðikvótann. Segir Bjarni að hægt sé að gera það strax í ár. Innlent 23.7.2023 14:00 Ásmundur Einar tjáir sig um Lambeyrardeiluna: Segist aldrei hafa verið ákærður eða yfirheyrður Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur rofið þögnina varðandi Lambeyrardeiluna og hlaðvarpið Lömbin þagna ekki. Hann segir deiluna sér óviðkomandi. Innlent 22.7.2023 15:37 Bandarískur kjarnorkukafbátur við Ísland Bandaríski kjarnorkukafbáturinn USS Delaware kom í þjónustuheimsókn í íslenska landhelgi í dag. Varðskipið Þór fylgdi kafbátnum frá ytri mörkum landhelginnar í Stakksfjörð þar sem áhafnarmeðlimir voru teknir um borð í kafbátinn. Innlent 20.7.2023 15:51 Guðrún Sesselja skipuð héraðsdómari Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Guðrúnu Sesselju Arnardóttur í embætti héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, frá og með 1. september næstkomandi. Innlent 20.7.2023 15:02 Vonbrigði á Vestfjörðum og áfall í Árneshreppi vegna niðurskurðar Niðurskurður samgönguáætlunar seinkar uppbyggingu Vestfjarðahringsins um þrjú ár sem veldur Fjórðungssambandi Vestfirðinga miklum vonbrigðum. Í Árneshreppi eru íbúar í áfalli vegna áforma um að slá af marglofaðar vegarbætur, sem áttu að hefjast á næsta ári. Innlent 18.7.2023 23:33 Katrín Jakobsdóttir kynnir stöðu Íslands gagnvart heimsmarkmiðunum Staða Íslands og vinna í þágu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna verður kynnt á árlegum ráðherrafundi um sjálfbæra þróun í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Fundurinn hefst klukkan 19:00. Innlent 18.7.2023 18:35 „Má ekki vera þannig að reikningurinn sé skilinn eftir handa landsmönnum“ Ráðherra segir áríðandi að ljúka rafvæðingu hafnanna. Skemmtiferðaskip menga mikið á Íslandi samkvæmt nýrri skýrslu. Innlent 18.7.2023 13:04 Ráðist í lagabreytingar í kjölfar brunans við Bræðraborgarstíg Innviðaráðherra hyggst leggja fram frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna brunavarna í húsnæði þar sem fólk hefur búsetu til að tryggja að sem réttastar upplýsingar liggi fyrir á hverjum tíma um búsetu fólks. Innlent 18.7.2023 06:35 Ráðherra kortleggur loftgæði grunn- og leikskólabarna Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur ákveðið að ráðast í átaksverkefni um kortlagningu innilofts í skólum og leikskólum. Markmið verkefnisins er að fá yfirsýn yfir stöðuna en samkvæmt minnisblaði ráðherra eru engin heildstæð opinber gögn til um málefnið. Innlent 17.7.2023 20:01 Léttum álögum af íslenskum fyrirtækjum Viðskiptaráð vann nýlega greiningu á innleiðingu sjálfbærniregluverks Evrópusambandsins. Agla Eir Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, vann að skýrslu ráðsins um málið ásamt Elísu Örnu Hilmarsdóttur, hagfræðingi hjá ráðinu. Niðurstaðan var sú að hluti regluverksins hefði verið innleiddur með meira íþyngjandi hætti hér á landi en þörf krefur. Það leiðir til þess að íslensk fyrirtæki búa við meiri kostnað en fyrirtæki í öðrum Evrópulöndum vegna þessa. Skoðun 16.7.2023 07:00 Ferðaþjónustan flytji út gestrisni þjóðarinnar Verkefninu Góðir gestgjafar var hleypt af stokkunum á veitingastaðnum Önnu Jónu í Tryggvagötu í gær, föstudaginn 14. júlí, þar sem þau Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamálaráðherra, Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar og Arnar Már Ólafsson, ferðamálastjóri opnuðu vefsíðu verkefnisins og birtu sín póstkort á samfélagsmiðlum. Innlent 15.7.2023 23:12 « ‹ 37 38 39 40 41 42 43 44 45 … 149 ›
Tal um óánægju „jafnvægislist“ nú þegar styttist í kosningar Ummæli áhrifamanna innan stjórnarflokkanna um óánægju með ríkisstjórnarsamstarfið lýsir mikilli gremju en er líka tilraun til að senda skilaboð til sinna kjósenda þar sem hnykkt er á eigin sérstöðu. Þetta segir prófessor í stjórnmálafræði. Innlent 3.8.2023 12:32
Lömbin þagna Ýmsir þingmenn, ráðherrar og fyrrverandi þingmenn og ráðherrar hafa undanfarið verið að tjá sig um núverandi ríkisstjórnarsamstarf á hinum ýmsu miðlum. Ráðherrarnir sem náðst hefur til eru vel sáttir með samstarfið og þau fríðindi sem stólarnir veita þeim. Skoðun 3.8.2023 08:00
„Við erum tilbúin að taka við stjórn landsins“ Varaformaður Samfylkingarinnar segir að hægt sé að kenna Samfylkingunni um að ríkisstjórnin hangi ennþá saman. Ríkisstjórnarflokkarnir séu óttaslegnir yfir því að bíða afhroð í kosningum. Samfylkingin sé hins vegar tilbúin að taka við stjórn landsins. Innlent 2.8.2023 15:16
Þriðjungur segist styðja ríkisstjórnina Stuðningur við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur dregist lítillega saman, samkvæmt nýjasta Þjóðarpúls Gallup. Litlar breytingar hafa þó orðið á fylgi flokka undanfarinn mánuð. Innlent 2.8.2023 11:57
„Þurfum greinilega að gera betur“ „Ég þarf engar ráðleggingar frá Sigmundi Davíð þó það sé alltaf gaman að hlusta á hann. Hann er svolítill spéfugl og hefur gaman af því að tala.“ Þetta segir Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins innt eftir viðbrögðum við ummælum formanns Miðflokksins, sem segir Sjálfstæðisflokkinn orðinn að „umbúðaflokki“. Innlent 30.7.2023 20:48
Fýlupúkafélag Sjálfstæðisflokksins snúið aftur Formaður Miðflokksins segir Sjálfstæðisflokkinn orðinn að umbúðaflokki og að hann þurfi að huga aftur að sínum gömlu gildum. Hann segir nýlegar kvartanir þingmanna aðeins sýndarmennsku og telur það ekki nægja til að þagga raunverulega óánægju í flokknum. Innlent 30.7.2023 19:33
Segir nauðsynlegt að binda um sárin í stjórnarsamstarfinu Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir samstarfið sterkt þrátt fyrir miklar óánægjuraddir. Hann segir flokkinn staðráðinn að klára kjörtímabilið. Innlent 30.7.2023 12:00
Sjálfstæðismenn þurfi að gera upp málin hjá sér Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Sjálfstæðismenn verða að gera upp málin innan sinna raða. Mikil óánægja er innan raða Sjálfstæðisflokks með ríkisstjórnarsamstarfið. Innlent 29.7.2023 18:48
Þröng staða stjórnarflokkanna kalli fram átakavetur Stjórnmálafræðiprófessor segir stefna í átakavetur í íslenskum stjórnmálum, vegna fylgistaps ríkisstjórnarflokkanna. Ný könnun sýni ýktan mun á milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks, sem hefur ekki mælst með minna fylgi. Innlent 29.7.2023 13:49
Segir ríkisstjórnina verða að líta í eigin barm í Íslandsbankamálinu Þingkona Viðreisnar og meðlimur fjárlaganefnar Alþingis segir Íslandsbankamálinu langt frá því að vera lokið og að enn eigi eftir að skoða betur pólitíska ábyrgð í málinu. Hún bíður þess að fjárlaganefnd komi saman. Innlent 29.7.2023 13:00
„Við erum ekki í kosningabaráttu, við erum í stjórnarsamstarfi“ Þingmaður Vinstri grænna kippir sér ekki upp við kenningar um að kosningamaskína Sjálfstæðisflokksins sé komin í gang. Hún segir sinn stjórnmálaflokk ekki vera í kosningabaráttu, þau einbeiti sér að ríkisstjórnarsamstarfinu. Innlent 28.7.2023 11:43
Ríkið eykur kostnaðarþátttöku vegna tannréttinga Heilbrigðisráðherra ásamt fulltrúum Sjúkratrygginga og tannréttingasérfræðinga undirrituðu í dag tímamótasamning um tannréttingar. Samningurinn er sá fyrsti sinnar tegundar og skapar meðal annars forsendur til þess að auka greiðsluþátttöku ríkisins í tannréttingum. Innlent 27.7.2023 18:50
Þrjátíu prósent kjósenda VG styðja nú Samfylkinguna Mesta tryggðin við stjórnmálaflokk er hjá kjósendum Samfylkingarinnar og sú minnsta hjá kjósendum Vinstri grænna. Þetta er niðurstaða könnunar sem Prósent framkvæmdi dagana 22. júní til 19. júlí þar sem spurt var hvaða lista kjósendur hafi kosið í síðustu kosningum og hvort þeir myndu kjósa listann aftur. Innlent 27.7.2023 15:46
Hjáróma heróp ríkisstjórnarandstæðinga Að undanförnu hafa tveir mætir menn innan raða Sjálfstæðisflokksins látið í sér heyra á opinberum vettvangi um að þeim leiðist þetta ríkisstjórnarsamstarf sem þeir eru og hafa verið þátttakendur í. Annar þeirra er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hinn er fyrrverandi þingmaður og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra. Einnig hafa óbreyttir þingmenn, varaþingmenn og íslandsmethafi í svikum við kjósendur innan flokksraða Sjálfstæðisflokksins látið í sér heyra, jafnt opinberlega sem á fundum í Valhöll. Skoðun 27.7.2023 07:12
Særðum hermönnum bjargað á leynilegu sjúkrahúsi í Úkraínu Læknar á leynilegu hersjúkrahúsi í Úkraínu framkvæma fimmtíu til eitt hundrað skurðaðgerðir á særðum hermönnum á hverri nóttu. Þeir sem eru mest særðir eru sendir af víglínunni á spítalann. Erlent 26.7.2023 20:22
Krefur ráðherra svara um hvalveiðibann Umboðsmaður Alþingis hefur sent Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, bréf þar sem hann óskar eftir svörum um það hvort reglugerð sem bannar hvalveiðar tímabundið hafi verið gefin út og send til birtingar í Stjórnartíðindum áður en ríkisstjórnin var upplýst um setningu hennar. Innlent 26.7.2023 07:42
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið flytur í Norðurhús Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið flytur í haust í framtíðarhúsnæði ráðuneytisins í Norðurhúsi við Austurbakka. Ráðuneytið mun þar deila húsnæðinu með utanríkisráðuneytinu og Landsbankanum. Innlent 25.7.2023 08:34
Stjórnarflokkarnir sækja á og Samfylkingin dalar Stjórnarflokkarnir bæta lítillega við sig fylgi og Samfylkingin dalar samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna dugar ekki til myndunar meirihluta á Alþingi. Innlent 24.7.2023 19:22
Segir Ásmund lykilmann í fjölskylduharmleiknum Ása Skúladóttir, annar þáttastjórnandi hlaðvarpsþáttanna Lömbin þagna ekki, líkir Lambeyrardeilunni við sinubruna sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kveikti og segir ósanngjarnt að hann tali eins og hann komi ekki málinu við, verandi lykilmaður þess. Innlent 24.7.2023 19:17
Bjarni ósammála ákvörðun Svandísar um strandveiðar Þingmaðurinn Bjarni Jónsson segist vera ósammála flokkssystur sinni, matvælaráðherranum Svandísi Svavarsdóttur, varðandi strandveiðar. Hann gagnrýnir ráðuneytið fyrir styttingu tímabilsins og hvetur það til þess að auka við strandveiðikvótann. Segir Bjarni að hægt sé að gera það strax í ár. Innlent 23.7.2023 14:00
Ásmundur Einar tjáir sig um Lambeyrardeiluna: Segist aldrei hafa verið ákærður eða yfirheyrður Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur rofið þögnina varðandi Lambeyrardeiluna og hlaðvarpið Lömbin þagna ekki. Hann segir deiluna sér óviðkomandi. Innlent 22.7.2023 15:37
Bandarískur kjarnorkukafbátur við Ísland Bandaríski kjarnorkukafbáturinn USS Delaware kom í þjónustuheimsókn í íslenska landhelgi í dag. Varðskipið Þór fylgdi kafbátnum frá ytri mörkum landhelginnar í Stakksfjörð þar sem áhafnarmeðlimir voru teknir um borð í kafbátinn. Innlent 20.7.2023 15:51
Guðrún Sesselja skipuð héraðsdómari Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Guðrúnu Sesselju Arnardóttur í embætti héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, frá og með 1. september næstkomandi. Innlent 20.7.2023 15:02
Vonbrigði á Vestfjörðum og áfall í Árneshreppi vegna niðurskurðar Niðurskurður samgönguáætlunar seinkar uppbyggingu Vestfjarðahringsins um þrjú ár sem veldur Fjórðungssambandi Vestfirðinga miklum vonbrigðum. Í Árneshreppi eru íbúar í áfalli vegna áforma um að slá af marglofaðar vegarbætur, sem áttu að hefjast á næsta ári. Innlent 18.7.2023 23:33
Katrín Jakobsdóttir kynnir stöðu Íslands gagnvart heimsmarkmiðunum Staða Íslands og vinna í þágu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna verður kynnt á árlegum ráðherrafundi um sjálfbæra þróun í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Fundurinn hefst klukkan 19:00. Innlent 18.7.2023 18:35
„Má ekki vera þannig að reikningurinn sé skilinn eftir handa landsmönnum“ Ráðherra segir áríðandi að ljúka rafvæðingu hafnanna. Skemmtiferðaskip menga mikið á Íslandi samkvæmt nýrri skýrslu. Innlent 18.7.2023 13:04
Ráðist í lagabreytingar í kjölfar brunans við Bræðraborgarstíg Innviðaráðherra hyggst leggja fram frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna brunavarna í húsnæði þar sem fólk hefur búsetu til að tryggja að sem réttastar upplýsingar liggi fyrir á hverjum tíma um búsetu fólks. Innlent 18.7.2023 06:35
Ráðherra kortleggur loftgæði grunn- og leikskólabarna Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur ákveðið að ráðast í átaksverkefni um kortlagningu innilofts í skólum og leikskólum. Markmið verkefnisins er að fá yfirsýn yfir stöðuna en samkvæmt minnisblaði ráðherra eru engin heildstæð opinber gögn til um málefnið. Innlent 17.7.2023 20:01
Léttum álögum af íslenskum fyrirtækjum Viðskiptaráð vann nýlega greiningu á innleiðingu sjálfbærniregluverks Evrópusambandsins. Agla Eir Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, vann að skýrslu ráðsins um málið ásamt Elísu Örnu Hilmarsdóttur, hagfræðingi hjá ráðinu. Niðurstaðan var sú að hluti regluverksins hefði verið innleiddur með meira íþyngjandi hætti hér á landi en þörf krefur. Það leiðir til þess að íslensk fyrirtæki búa við meiri kostnað en fyrirtæki í öðrum Evrópulöndum vegna þessa. Skoðun 16.7.2023 07:00
Ferðaþjónustan flytji út gestrisni þjóðarinnar Verkefninu Góðir gestgjafar var hleypt af stokkunum á veitingastaðnum Önnu Jónu í Tryggvagötu í gær, föstudaginn 14. júlí, þar sem þau Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamálaráðherra, Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar og Arnar Már Ólafsson, ferðamálastjóri opnuðu vefsíðu verkefnisins og birtu sín póstkort á samfélagsmiðlum. Innlent 15.7.2023 23:12